Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Qupperneq 12
2» myndbönd
*jk *
MYNDBAHDA
Leyndarmál grafið upp
Pierre og Marc eru uppeldisbræður sem reyna að
grafast íyrir um það hver sé faðir Marcs. Marc fæddist
árið 1952 þegar Hitchcock var að gera kvikmynd í
heimaborg þeirra og hafði lagt undir sig kirkjuna sem fjölskyldan sótti. Svo
virðist sem móðir Marcs hafl ljóstrað upp leyndarmálinu í skriftarstólnum
og sá eini sem viti það sé prestur sem er löngu hættur störfum og ekki vit-
að hvar hann er niðurkominn. Pierre er fremur slétt og felid persóna en
Marc er samkynhneigður fíknie&ianeytandi sem selur sig eldri mönnum og
hann dregur Pierre inn í skuggahliðar mannlífsins í leit þeirra að foðum-
um. Leitin endar að lokum í ógæfu og óvæntri uppgötvun. Leikstjórinn, Ro-
bert Lepage, sem m.a. hefur gert hina afspymugóðu Jesus of Montreal og
hina afspymuslöppu The Rise and the Fall of the American Empire, segir
hér heldur nöturlega sögu, uppfulla af mannlegri eymd og vesöld. Hann hef-
ur ágæta leikara og nokkuð áhugaverða sögu í höndunum. Þar að auki er
kvikmyndatakan fagmannleg og vel heppnuð en honum tekst þó ekki að
lyfta myndinni í hæstu hæðir. Myndin er helst til of hæggeng sem gerir
áhorfandanum erfitt fyrir í jafn þungri mynd sem þessari. Þá er endirinn
fremur stefnulaus og þegar allt kemur til alls skilur myndin ekki mikið eft-
ir sig.
Le Confessional. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Robert Lepage. Aðal-
hlutverk: Lothaire Blutheau og Patrick Coyette. Kanadísk, 1996. Lengd: 110
mín. Bönnuð innan 16 ára. „ -PJ
Fullorðnir unglingar
★★i
Brimbrettameistarinn JC býr í brothættri sambúð
með draumadísinni sinni i smábæ á suðurströnd Eng-
lands. Hann viil helst ekki ftillorðnast þótt hann sé að
verða þrítugur og það fer í taugamar á unnustu hans.
Ekki batnar ástandið þegar hann fær æskuvini sína i
heimsókn. Einn þeirra er fíkniefhasah, annar frægur
tónlistarmaður, og i sameiningu hafa þeir rænt þeim
þriðja sem er að fara að gifta sig. JC verður að foigangs-
raða hjá sér og gera upp við sig hvemig hann eigi að
skipta tímanum milli kærustunnar, vinanna og brim-
brettanna. Þessi mynd fer ansi vel af stað. Hún er framan af mjög fersk og
skemmtileg og ætti að höfða til alira unglinga á tvítugs- og þrítugsaldri. Þrátt
fyrir aö vera skemmtilega klikkuð missir myndin aldrei sjónar á vandamál-
um persónanna og tekur fremur heiðarlega á þeim. Þá er Sean Pertwee finn
í aðalhlutverkinu og Ewan McGregor einnig sem einn af æskuvinum hans, og
landslagið í Comwall vinnur einnig leiksigur. Undir lok myndarinnar dettur
hún hins vegar niður á veliuplan og allir verða svo skínandi hamingjusamir
að halda mætti að myndin væri bandarísk.
Blue Juice. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Cari Prochezer. Aðalhlut-
verk: Sean Pertwee, Zeta Jones og Ewan McGregor. Ensk, 1996. Lengd: 95
mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
★★★
Erfðavísahryllingur
Edward Douglas (David Thewlis) er sá eini sem
kemst lifs af úr flugslysi í Kyrrahafinu. Honum er
bjargað af vísindamanninum Montgomery (Val Kil-
mer) sem kemur með hann á eyju Dr. Moreau (Marlon
Brando). Fljótlega kemur í ljós að Douglas er fangi á
eynni og Dr. Moreau er að gera tilraunir með blöndun
erfðavísa manna og dýra. Ætlunarverk hans er að búa til nýjan og fullkom-
inn kynstofti manna sem myndi skapa paradís á jörð. í tilraunum sínum
hefur hann hins vegar skapað ófreskjur sem erfitt er að hafa taumhald á
og svo fer að hann missir stjóm á sköpunarverkum sínum og við tekur bar-
átta um yfirráð á eynni. Myndin er gerð eftir sögu H.G. Wells en auðvitað
er vísindaskáldskapur hans nokkuð úreltur nú á tímum. Leikstjórinn
Frankenheimer gerir ekki þau mistök að reyna að gera vitrænt verk úr úr-
eltri sögu heldur leggur áherslu á vísindahryllingsstemninguna og stíl-
brögð og skapar þannig mynd sem er bara ansi flott og skemmtileg. David
Thewlis er svolítið álkulegur í aðalhlutverkinu, Val Kilmer er góður sem
hálfvankaður og illa bilaður aðstoðarmaður Dr. Moreau. Þá em ágætir
aukaleikarar þama, svo sem Fairuza Balk, Temuera Morrison og Ron
Perlman, en bomban er stórleikarinn Marlon Brando sem er hálfaumkun-
arverðm í tUraunum sínum til að skapa sérvitran snilling. Sem betur fer
er hann einn af þeim fyrstu til að falla í valinn.
The Island of Dr. Moreau. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John
Frankenheimer. Aðalhlutverk: David Thewlis, Marlon Brando og Val Kil-
mer. Bandarísk, 1996. Lengd: 96 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Kátir kakkalakkar
Joe’s Apartment er fyrsta kvikmyndin sem MTV gerir.
Hún fjallar rnn lúðulakann Joe sem flyst til New York og
dettur í lukkupottinn þegar honum tekst að svindla sér
inn I hræbillega ibúð þar sem leigan hefur ekkert hækk-
að í marga áratugi. Hann verður hins vegar að deila
henni með u.þ.b. 50.000 kakkalökkum. Kakkalakkamir
em hæstánægðir með nýja sambýlismanninn, enda er
hann ofursóði og skilur eftir matarleifar út um allt. í ljós
kemur að kakkalakkamir em bráðgáfaðir og geta ekki
aðeins talað heldur einnig dansað og sungið. Með hjálp
kakkalakkanna tekst Joe að verjast ásókn hrottafenginna glæpamanna, ná
sér í draumadísina sína og gerast hverfishetja. Myndin er eins og við var að
búast gjörsamlega út í hött og dansar á strikinu milli þess að vera fyndin og
vera bara bull. Oft fer hún yfir strikið og er bara kjánaleg en það er einnig
að finna marga góða brandara í henni og henni tókst það sem fáum grín-
myndum tekst núorðið - að fá mig til að skella vel upp úr af og til. Joe’s Ap-
artment er ekki merkileg mynd en hún er nokkuð skemmtileg.
Joe’s Apartment. Útgefandi: Wamer myndir. Leikstjóri: John Payson. Að-
alhlutverk: Jerry O’Connell og Megan Ward. Bandarísk, 1996. Lengd: 77 mín.
Öllum leyfð. -PJ
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 3 Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman
2 Ný 1 . Twister ClC-myndbönd Spenna
3 2 3 2 Time to Kill Warner myndir Spenna
4 4 Wwm Eraser Warnermyndir ( Spenna
5 4 2 Multiplicity Skífan Gaman
6 i 11 7 Independence Day Skífan 1 Spenna
7 5 2 : Island of Dr. Moreau Myndform Spenna
8 14 r 10 i Fargo Háskólabíó Spenna
9 Ný 1 Great White Hype Skrfan Gaman
10 10 6 : Last Man Standing Myndform Spenna
11 13 9 Mission: Impossible ClC-myndbönd Spenna
12 6 3 Heaven's Prisoners Sam-myndbönd Spenna
13 ; 16 : 7 ; Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna
14 8 r 5 The Arrival Háskólabíó Spenna
15 9 3 Stealing Beauty Skrfan Drama
16 l 7 3 10 Celtic Pride Sam-myndbönd Gaman
17 Ai The Rock Sam-myndbönd Spenna
18 20 , 12 Happy Gilmore , ClC-myndbönd Gaman
19 Ai 8 Spy Hard Sam-myndbönd Gaman
20 B i 6 Powder i Sam-myndbönd Drama
The Nutty Professor heldur efsta
sæti myndbandalistans fjór&u vik-
una í röö. Þótt Eddy Murphy fagni
vel á myndinn viö hli&ina er ekki
óliklegt aö hástökkvari vikunnar
muni sækja fast aö honum. Twister
fer bent inn í annað sæti listans.
Röð efstu mynda breytist ekki a&
ööru leyti og veröur A Time to Kill
aö sætta sig viö þri&ja sætiö nú.
Sviptingar á toppi 20 eru ekki mjög
miklar en auk Twister er a&eins
Great White Hype ný á lista. Þar er
Samuel L. Jackson enn í aðalhlut-
verki en sá
fýr hefur
veriö vin-
sæll aö und-
anförnu.
Aörir í aöal-
hlutverkum
eru Jeff
Goldblum,
Damon Wa-
yans og Pet-
er Berg.
The Nutty
Professor
Eddie Murphy og
Jada Pinkett.
Hinn góðlegi, bráð-
gáfaöi og akfeiti erfða-
fræðiprófessor dr.
Sherman Klump verður
umsvifalaust ástfanginn
af hinni fógru Cörlu
Purly þegar hún kemur
til starfa við háskólann.
Hann gerir sér þó fljót-
lega grein fyrir því að
hann á litla möguleika á
að vinna hjarta hennar
nema honum takist að
ná af sér 200 kílóum.
Hann grípur til þess
ráös aö taka inn nýtt
fitueyðandi lyf og eftir
einn sopa breytist hann
í Buddy Love, hrað-
mæltan, stæltan og tág-
grannan kvennabósa.
Twister
Bill Paxton, Helen
Hunt og Gary Elwes.
V eðurfræðingarnir
Bill og Jo hafa um ára-
bil elst við skýjastróka
og em manna fróðust
um þá. Samt sem áður
er lítið annað vitað
um þessa stróka en að
þeim má skipta í fimm
kraftstig. Eina færa
leiðin til að komast að
þvi í raun hvaðan
strókarnir fá kraft
sinn er að standa inni
í miðju þeirra og gera
mælingar. Þau Bill og
Jo hafa smíðað vél
sem ætlað er að gera
þessar mælingar en
vandamálið er að
koma henni inn í ein-
hvem strókinn. Það er
hins vegar hægara
sagt en gert.
ATimetoKill
Matthew McConaug-
hey og Sandra Bullock.
Myndin gerist í
Mississippifylki þar
sem kynþáttafordómar
eru enn ríkjandi.
Tveir mddar ræna tíu
ára gamalli blökk-
ustúlku, nauðga henni
og misþyrma svo illi-
lega aö þeir telja hana
látna. Svo er þó ekki
og lögreglustjórinn
kemst fljótt að því
hvaða menn vom að
verki og handtekur þá.
Faðir stúlkunnar tek-
ur fullur af heift lögin
í sínar hendur og skýt-
ur misindismennina
til bana. Það kemur í
hlut lögfræðingsins
Jakes Brigance að
verja gjörðir fóðurins
og bjarga honum frá
þvi að fá dauðadóm.
. , •¥
* - #
"tiPCCTACUL All"
Eraser
Arnold
Schwarzenegger og
Vanessa Williams
Leyniþjónustumað-
urinn John Kmger, sem
hefur þann starfa að
halda hlífiskildi yfir
mikilvægum vitnum al-
rikislögreglunnar, hef-
ur fengið þaö verke&ii
að vemda fegurðardís-
ina Lee sem er eina
vitnið í máli gegn öflug-
um glæpamönnum sem
era viö það að ná valdi
á hættulegu gjöreyðing-
arvopni. Kmger er
leiddur í giídru og látið
lita svo út sem hann sé
svikari. Hann þarf þvi
ekki aðeins að vemda
vitnið heldur þarf hann
að vemda sjálfan sig
fyrir eigin mönnum og
sanna sakleysi sitt fyrir
yfirmönnum sinum.
Multiplicity
Michael Keaton og
Andie Macdowell
Doug er einn af
þessum mönnum sem
hafa alltof mikið að
gera og því er ekki að
neita að hann er að
sligast undan álaginu.
En þetta breytist þeg-
ar Doug hittir erfða-
fræðinginn dr. Owen
Leeds sem fundið hef-
ur upp aðferð til að
búa til „afrit“ af fólki.
Hann býr til Doug og
skyndilega er hann
laus allra mála í vinn-
unni, „afritið” sér um
þann þátt hins daglega
lífs. Þungu fargi er þar
meö létt af Doug og
ekki líður á löngu uns
hann fær sér annað af-
rit til að sinna heimil-
isstörfunum og krökk-
unum.