Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaOur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTi 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Viðskiptavíkingar Það sæmir vel þjóð sem á tilveru sína að þakka útrás- arþörf norrænna víkinga að íslenskir athafnamenn leiti tækifæra út fyrir landsteinana. Nokkur íslensk fyrir- tæki hafa á síðustu árum lagst í víking með þeim hætti sem það tímaskeið markaðshyggjunnar, sem nú er geng- ið í garð, býður upp á, samhliða landvinningum innan- lands. Enginn hefur þó náð þvílíkum árangri og við- skiptavíkingamir frá Akureyri sem samkvæmt síðustu fréttum hafa gert Samherja að verðmætasta fyrirtæki landsins á hlutabréfamarkaðinum. Það er auðvitað með ólíkindum að þeir þrír menn - Þorsteinn Már Baldvinsson og frændur hans Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir - sem gert hafa Samherja að stórveldi í íslensku atvinnulífi, skuli hafa byggt þennan risa á smáfyrirtæki sem þeir keyptu árið 1983. Með í þeim kaupum fylgdi Guðsteinn, gamall togari sem legið hafði lengi bundinn við bryggju og safnað ryði. Sagt hef- ur verið að sumir Akureyringar hafi hlegið dátt þegar þeir frændur komu með „ryðdallinn“ til Akureyrar og settu hann þar í slipp. En þeir vissu svo sannarlega hvað þeir voru að gera. Guðsteini var gjörbreytt í frystiskip sem hlaut nafnið Akureyrin og varð eitt mesta aflaskip íslenska flotans og þar með grunnur að veldi Samherja- manna. Enda hefur hláturinn fyrir löngu breyst í aðdá- un á þessum framsýnu og dugmiklu athafnamönnum. Skýringuna á gífurlegri velgengni Samherja síðustu árin er ekki síst að finna í þeirri ákvörðun þeirra frænda að hafa ekki eina stoð undir rekstrinum heldur margar - og það bæði heima og erlendis. Þetta kemur ljóslega ffam í samsetningu kvóta fyrirtækisins. Fyrir liggur að Samherji hefúr yfir að ráða 32.097 þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu á yfirstandandi kvótaári. Af þessu mikla magni er sjálfur þorskurinn um fimmtungur, en fyrirtækið hefur einnig verulegan kvóta í ýsu, ufsa, karfa, grálúðu, skarkola, steinbít, rækju, loðnu og síld - og hefur einmitt sótt mjög í tvær síðastnefndu tegundimar upp á síðkastið. Til viðbótar hafa Samherjamenn 5.500 tonna kvóta í úthafskarfanum á Reykjaneshrygg og 470 tonna rækjukvóta á Flæmska hattinum. SkipafLotinn sem dregur þennan afla úr sjó er mikill að vöxtum, með fimm frystitogara í fararbroddi. Sókn Samherjamanna til annarra landa hefúr ekki síður verið hröð og skilað góðum árangri. Þeir eiga nú þegar í sjávarútvegsfyrirtækjum í Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Færeyjum. Þessi erlendu fyrirtæki ráða yfir kvóta víðs vegar á Norður-Atlantshafi, svo sem við Noreg, í Barentshafi, við Svalbarða, í Norðursjó, við Færeyjar, Grænland, Kanada og Bandaríkin. Samherjamönnum virðist hafa gengið betur en öðrum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að nýta þá mögu- leika sem felast í sókn til annarra landa. Að minnsta kosti hefur þeim tekist að sigla fram hjá þeim skerjum erfiðleika sem gert hafa sumum öðrum fyrirtækjum líf- ið leitt, þar á meðal nágrönnum þeirra á Akureyri. Mik- ilvægt er fyrir framtíðina að aðrir íslenskir athafna- menn læri af reynslu þeirra manna sem náð hafa slíkum árangri í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi. Það á reyndar líka við um árangursríkar stjórnunar- aðferðir Samherjamanna yfirleitt. Reynsla Samherja og fleiri vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að það er og á að vera ábatasamt að stunda sjávarútveg á íslandi ef rétt er að málum staðið. Grátkór meðaltalsins er ekki trúverðugur andspænis slíkum árangri. Elías Snæland Jónsson , ; IfJP ; 1 1» V ; >' í& „Á tæplega tveggja ára ferli ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæöisflokksins hefur hún helst ráöist aö kjörum bótaþega," segir Jóhanna í grein sinni. Stöðvum skerðingu á bótum lífeyrisþega og atvinnulausra Á tæplega tveggja ára ferli ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins hefur hún helst ráðist að kjörum bótaþega. M.a. hefur rikisstjórnin skert lif- eyri þessa hóps, umönnunar- og lyfjauppbót, hækkað gjald fyrir læknisþjónustu, þrengt reglur um endurgreiðslu á læknis- og lyfja- kostnaði, fækkað bílastyrkjum til hreyfihamlaðra, aftur tekið upp tvísköttun á lífeyri þeirra, skert gífurlega framlög til Fram- kvæmdasjóðs öryrkja og aldraðra og auk fjármagnstekjuskatts eru vaxtatekjur lífeyrisþega einnig látnar skerða lífeyri þeirra. Stórfelld skerðlng bóta undirbúin Þar á ofan voru fyrir rúmu ári rofin tengsl lífeyrisbóta við launa- þróun í landinu með því að afhema þar að lútandi ákvæði í almanna- tryggingalögum sem kvað á um að bætur almanna- trygginga ættu að taka sömu hlut- fallsbreytingu og vikukaup í al- mennri verka- mannavinnu. Þetta ákvæði hefur tryggt að fullar bætur almanna- trygginga, þ.e. grunnlífeyrir, full tekjutrygging og heimilisuppbæt- ur, hafa fylgt lágmarkslaunum og eru í dag rúmlega 50 þúsund krón- ur. Af hálfu stjórnarandstöðunnar var sérstaklega varað við að rjúfa þessi tengsl vegna þess að ríkis- stjómin væri með því aö undirbúa að skeröa stórlega lífeyri aldraðra, öryrkja og atvinnulausra og koma í veg fyrir að bæt- ur bótaþega fylgdu hækkun lágmarks- launa í landinu. Á annan tug þúsunda á mánuöi? Margt bendir til þess að horfið verði frá því sem lengi hefur gilt að bætur verst stöddu bótaþeg- anna fylgi hækkun lágmarkslauna. Ákvæðið sem rík- isstjórnin knúði í gegnum Alþingi fyrir rúmu ári var að í stað þess að bætur tækju sömu breytingum og laun í almennri verkamannavinnu og fylgdu hækkun lágmarkslauna ætti að ákvarða hækkun bóta á fjárlögum hverju sinni og hafa hliðsjón af þróun launa, verðlags- og efnhags- horfum. í yfirlýsingu forsætisráðherra í tengslum við kjarasamninga segir að bætur í tryggingakerfínu muni hækka um þá meðalhækkun launa sem verður í almennum kjara- samningum að mati rík- isstjórnarinnar. Almenn- ar launahækkanir á samningstímabilinu til ársins 2000 eru tæplega 13% en hækkun á lægstu launum þ.e. strípuðum launatöxtum hækka úr 50 þúsund krónum á mánuði í 70 þúsund krónur þ.e. um 40% hækkun. Á því er því reginmunur hvort bætur almanna- trygginga hækki í sam- ræmi við hækkun lægstu launa eða taki mið af almennri launa- hækkun. Ein aöförin enn? Taki ríkisstjórnin þá ákvörðun að hækka launin i samræmi við almennar launahækkanir og að einhverju leyti verði líka tekið tillit til breyt- inga á sérkjarasamningum, sem ekkert liggur fyrir um, má ætla að hækkun bóta almannatrygginga á samningstímanum verði kringum 14-15%. Þannig myndi hækkun tryggingabóta almannatrygginga verða um 7800 kr. á mánuði á samningstímabilinu fram til árs- ins 2000 í stað þess að hækka um tæpar 20 þúsund krónur eins og lægstu laun munu gera. Ríkissstjómin má ekki komast upp með enn eina aðfórina að öldruðum öryrkjum og atvinnu- lausum. Verkalýðshreyfingin, stjórnarandstaðan, og samtök aldraðra og öryrkja verða að koma í veg fyrir að þeir verst settu í þjóðfélaginu verði enn eina ferð- ina helsta skotmark ríkisstjómar- innar. Jóhanna Sigurðardóttir „ Verkalýðshreyfingin, stjórnar• andstaðan og samtök aidraðra og öryrkja verða að koma í veg fyrir að þeir verst settu í þjóðfélaginu verði enn eina ferðina helsta skotmark rikisstjórnarinnar.“ Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur Skoðanir annarra Vistarböndin í fluginu „Það er merkilegt hvaö islensk flugfélög em treg á að slaka á vistarböndunum okkar íslendinga. Engu er líkara en að þau vilji að flugið sé einkamál hinna efnameiri ... Flugstarfsemin hefur með tímanum gerst mun ódýrari rekstur en var áður fyrri... Það á að vera keppikefli Flugleiða, sem situr nánast eitt um hituna í flugbransanum, að stórfjölga íslending- um um borö í þotunum sínum. Þeir eiga að geta skutlast á milli landa á mun betri kjörum en nú bjóðast, og flogið oftar.“ Jón Birgir Pétursson í Degi- Tímanum 7. apríl. Veik verkalýðshreyfing „Launþegahreyfmgin er svo veik að hún lætur meira að segja bjóða sér ár eftir ár yfirlætisfulla og hrokafulla framkomu af hálfu talsmanna vinnuveit- enda sem tala niður til verkalýðshreyfmgarinnar ... Krafa verkalýðshreyfmgarinnar. um kjarabætur í skattamálum gagnvart stjómvöldum er gamaldags og röng stefna. Þannig losna vinnuveitendur undan því að hækka launin ... Launþegahreyfingin er í kreppu og þessi samningslota mótast ekki af hug- myndum verkalýðshreyfmgarinar. Samspil ríkis- stjómar og vinnuveitenda gekk algerlega upp og það samstarf mun halda áfram.“ Úr forystugrein Alþbl. 9. apríl. Skaðleg áhrif í flugi „Um það þarf tæplega að deila að samruni Flugfé- lags Noröurlands og innanlandsflugs Flugleiða dreg- ur úr samkeppni. Keppinautum Flugleiða fækkar og samanlagt er markaðshlutdeild félaganna í innan- landsflugi um 90%, hvort sem litið er á tekjur eða farþegafjölda. Hið nýja félag yrði þannig markaðs- ráðandi fyrirtæki og með samrananum styrkja Flug- leiðir jafnframt markaðsráðandi stöðu sína á um- ræddum markaði, en slíkt telst til skaðlegra áhrifa á samkeppni samkvæmt 17. grein samkeppnislag- anna.“ Úr forystugrein Mbl. 10. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.