Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Page 13
FOSTUDAGUR 11. APRIL 1997
13
Að afloknu verkfalli
Dagsbrúnar í Mjólkur-
samsölunni og Emmess-
ís hf. er rétt að staldra
við og meta árangur og
afleiðingar verkfallsins.
Á árum áður, þegar
mjólkin var nær allsráð-
andi á drykkjarvöru-
markaði og þar með
nánast lífsnauðsynleg
fólki, var eðlilegt að for-
ysta verkalýðsfélaga
notaði mjólkurleysi sem
vopn í baráttu sinni fyr-
ir betri kjörum vinn-
andi fólks.
Skaöinn af verkfalli
Dagsbrúnar
En í nútímaþjóðfélagi
geta neytendur valið
ótal vöruflokka til neyslu í stað
mjólkur og þar með er mjólkur-
leysi ekki lengur það vopn sem
áður var.
Mjólkurleysi er hins vegar kær-
komið samkeppnisaðilum sem
Kjallarinn
„Aleitin spurning er hvort ástæð-
an fyrir verkfalli í MS sé sú að
fyrirtækið sé þekkt fyrir það að
borga sínu fólki verr en önnur
sambærileg fyrirtæki...u
deild sína, getur
ekki annað en
skaðað fyrirtækið
og þar með hag
þess verkafólks
sem þar vinnur.
Hvernig hefði ver-
ið litið á það að
Dagsbrún hefði t.d
stöðvað starfsemi
Vífilfells en leyft
Ölgerðinni að
starfa áfram?
Slíkt hefði VSÍ
aldrei liðið því þó
að MS sé aðili að
VSÍ er mismunur
milli þessara fyrir-
tækja sá að MS er í
eigu bænda sem
engan veginn hafa
..... jafn sterka stöðu
og eigendur Vífll-
fells í þjóðfélaginu.
Þessa stöðu þekkja Dagsbrúnar-
menn og að auðveldara er fyrir, að
því er virðist, vanmáttug samtök
eins og Dagsbrún er í dag að berja
á þeim sem minna mega sin. Skað-
inn af verkfalli
Dagsbrúnar er
ekki aðeins MS
heldur bænda
einnig.
Guðmundur
Lárusson
form. Landssambands
kúabænda
hafa í verkfallinu aukið markaðs-
hlutdeild sína á kostnað mjólkur-
vara. Sú ákvörðun Dagsbrúnar að
stöðva framleiðslu Emmessís en
leyfa starfsemi aðalsamkeppnisað-
ila, bæði Kjöriss og ekki síður er-
lendra aðila sem fengu kjörið
tækifæri til að auka markaðshlut-
Bændur sem
bitbein
Með þátttöku
bænda í þjóðarsátt-
arsamningum
lögðu þeir meira af
mörkum en nokkur önnur stétt til
að viðhalda kaupmætti verkafólks.
Því miður kostaði það bændur að
þeir eru nú ein tekjulægsta stétt
landsins. Ef verkfallið í MS hefði
fært verkafólki betri stöðu í samn-
ingum hefði verið hægt að líta
skaða bænda og MS mildari augum,
Hvers vegna MS?
„Með þátttöku bænda í þjóðarsáttarsamningum lögðu þeir meira af
mörkum en nokkur önnur stétt til að viöhalda kaupmætti verkafóiks."
því verkafólk þarf svo sannarlega á
kjarabótum að halda. En því miður
var þetta vanhugsuð ákvöruðun
forystu Dagsbrúnar sem virðist
ekki í takt við nútímann og færir
fólki sínu ekki þær kjarabætur sem
það sannarlega á skilið.
Áleitin spuming er hvort ástæð-
an fyrir verkfalli i MS sé sú að fyr-
irtækið sé þekkt fyrir það að
borga sínu fólki verr en önnur
sambærileg fyrirtæki og hvort
starfsfólk hafi verið því sammála
að nota MS framar öðrum fyrir-
tækjum í sértækum verkfallsað-
gerðum. Varla getur það þó verið
ástæðan þvi MS hefur greitt sinu
fólki fyllilega sambærileg laun og
tíðkast hafa í skyldum rekstri.
Af þeim mistökum að nota
bændur og fyrirtæki þeirra sem
bitbein í algjörlega misheppnuð-
um verkfallsaðgerðum hlýtur að
kalla á endurskoðun á öllum sam-
skiptum bænda og fyrirtækja
þeirra gagnvart verkalýðsforystu
með það að markmiði að ekki
komi til slíks eineltis gegn okkur
bændum í framtíðinni.
Forystu Dagsbrúnar ber að
skýra það fyrir bændum hvers
vegna MS var valið umfram önnur
fyrirtæki.
Guðmundur Lárusson
Er að fjara undan
stéttarfélögunum?
Á síðustu 5 árum hefur molnað
úr undirstöðum launþegafélag-
anna i kjölfar samdráttar á vinnu-
markaði. Því fleiri sem misstu at-
vinnuna, því fieiri urðu að vikja
með réttindi sem áunnist hafa á
áratugum. Starfsmönnum er stiflt
upp við vegg og látnir samþykkja
samnings- og réttindabrot til að
halda starfi. Margur sem unnið
hefur við ákvæðisvinnu hefur
þurft að samþykkja fasta krónu-
tölu og í mörgum tilfellum tölu-
vert lægri en meðaltalsútkoma á
ársgrundvelli hefur sýnt.
Niðurlægingin er algjör
Við málarar höfum ekki farið
varhluta af þessu ástandi, frekar
en aðrar iðnstéttir, og hafa málar-
ar þurft að sniðganga mælinga-
skylduna sem bundin er í málefna-
samningi meistara og sveina. Oft-
ast eru rökin þau að tilboð þeirra
í verkþáttinn hafl verið það lágt,
að ef sveinarnir ætli að hafa
vinnu, verði þeir að láta lönd og
leið mælingu og meðaltalslaun og
sætta sig við lág laun og langan
vinnudag. Ofan á þetta bætist í
sumum og oft mörgum tilfellum,
að aðbúnaður á vinnustað er ekki
neinum bjóðandi.
Oft er upp á verktakann að
klaga, hann ýmist getur ekki, eða
vill ekki útvega þá aðstöðu sem
starfsmönnum ber samkvæmt
kjarasamningum eða lögum um
hollustuhætti. Mörgum verktakan-
um er sennilega alveg sama um
lög og reglur, þær eru ekki fyrir
hann heldur einhverja aðra.
Starfsmenn óttast að missa starfið
ef þeir múðra og láta kjurt liggja.
Þannig verður lítillækkun starfs-
mannsins algjör. í fyrsta lagi að
breyta tekjuöflun sinni. í öðru
lagi, lengja vinnudaginn og í
þriðja lagi að sætta sig við að geta
ekki lagt frá sér né skipt um föt. í
fjórða lagi að geta farið eðlilega og
skamma vegalengd á salerni, og í
fimmta lagi að geta ekki sest niður
í hreina og
snyrtilega kaffi-
stofu i matarhlé-
um. - Niðurlæg-
ingin er algjör.
En i þessu sem
öðru eru til
undatekningar.
Margur vinnu-
veitandinn er til
fyrirmyndar
hvað varðar að-
stöðu fyrir sína starfsmenn og eru
til fyrirmyndar í hvívetna.
Verktakahugtakið
Ekki skánar ástandið þegar
starfsmönnunum er boðið að ger-
ast verktakar. Þá fyrst fara menn
að selja sál sína, hún fæst þá fyrir
lítið. Þá er öllum ávinningi hent
fyrir róða og róið beint í skerja-
garðinn þar sem margur á ekki
afturkvæmt á markað með heilt og
óflekkað mannorð. Þekkingin á að
vera verktaki, en er
ekki til staðar í öllum
tilfellum, sem mörg-
um verður til skaða.
Verktakahugtakið
er tvenns konar.
Annars vegar laun-
þegaverktaki sem
engu ræður um tíma-
setningar, upphaf og
endir verks, og ræð-
ur ekki né rekur
menn, hann er laun-
þegi þrátt fyrir
greiðslufyrirkomu-
lagið. Og hins vegar
sá sem hefur tíma-
setningar á verkskil-
um og ábyrgðir, rek-
ur menn og ræður.
Hann er verktaki og
augljóst að ef hann er ekki þegar
genginn í verktakafélagið ber hon-
um að gera það. En hins vegar er
það álitamál með undirverktak-
ann ef aðalverktakinn vill hafa
þennan háttinn á með greiðslu til
hans. En ef sá sami tekur upp á
því að hafa mannaforráð ber hon-
um einnig að ganga í verktakafé-
lagið.
Þá er komið að spurningunni,
hver er ávinningurinn og hvert er
tapið við að segja sig úr stéttarfé-
laginu? Ég vil gera því skóna að
langflestir þeirra er segja sig úr
stéttarfélögum renni lítinn grun í
hvaða réttindamissir það er að
ganga úr félaginu. Sú kynslóð sem
nú stígur á stokk og kveður sér
hljóðs á vettvangi hefur sennilega
aldrei staðið í kjarabaráttu og
þekkir hana ekki, eða svo virðist.
Þetta kemur svo berlega fram í
þeim ásökunum sem þessi kynslóð
ber á forystumenn
verkalýðsfélagana.
Mér er í minni þegar
hluti félagsmanna
BSRB hafnaði því að
fara í verkfall og
drógu þar með allar
vígtennur úr kröfum
sínum og náðu ekki
samningum fyrr en
seint og um síðir. Hin
nýja kynslóð vill en
getur ekki og bregður
fyrir sig frösum. Við
heimtum bætt kjör,
en við viljum ekkert
gera til að sækja
kjarabætur. Verkfóll
eru vitleysa, við töp-
um á þeim, og það er
ekki mitt mál. Ef
þetta tekst ekki, eruð þið asnar og
fífl, handónýt forysta, og svo mörg
eru þau orð.
Þegar horft er til þeirrar lág-
kúru sem á sér stað á vinnustöð-
um með laun, vinnutíma og að-
búnað og hvað launþeginn sættir
sig við, er manni oft spurning i
huga. Hvað getur þetta gengið
langt áður en öll kjarabót sem
áunnist hefur með áratuga baráttu
er orðið að marklausu orðagjálfri?
Unga fólk, lítið í kringum ykkur á
byggingavinnustöðum þar sem þið
starfíð. Lesið síðan kjarasamning-
ana og lög og reglur um hollustu á
vinnustöðum og spyrjið ykkur síð-
an; er þetta sem ég bý við það sem
ég vil búa við til framtíðar? Eða
viltu fylgja fram því sem þegar
hefur verið samþykkt og unnið að
í áratugi? - Af nauðsyn en ekki
leikaraskap.
Atli Hraunfjörð
„Sú kynslóð sem nú stígur á stokk
og kveður sér hljóðs á vettvangi
hefur sennilega aldrei staðið í
kjarabaráttu og þekkir hana ekki,
eða svo virðist.u
Kjallarinn
Atli Hraunfjörð
málari
Með og
á móti
Handboltinn í sjónvarpinu
Allt of lítið
„Vinsældir íþrótta í sjónvarpi
hafa verið kannaðar og miðað
við útkomuna er allt of lítið um
íþróttir í sjónvarpi hér. Ég er
mjög ánægður með það að öðru
efni sé ýtt til
hliðar til að
koma íþróttun-
um að því
íþróttir efla sál
og líkama sem
er forsenda
fyrir því að við
eigum gott og
heilbrigt líf
fram undan.
Það hefur sýnt
sig með hand-
boltann að undanförnu, t.d. úr-
slitaleik Stjörnunnar og Hauka í
kvennaflokki, að þetta er hágæða
sjónvarpsefni og fólk var
hneykslað á því að þau sem lýstu
þeim leik i Sjónvarpinu voru
alltaf að afsaka það að leikurinn
dróst vegna framlenginga. Það
var hins vegar nákvæmlega ekk-
ert að afsaka.
Það er ekki hægt að bjóða upp
á betra sjónvarpsefni. Áhorf á
leiki í úrslitakeppni karla í
handholta hefur verið kannað og
niðurstaðan sýndi 70-80% áhorf.
Stjómmálamenn verða líka að
gera sér grein fyrir því að þeir
verða að hygla íþróttunum því
það er gífurlegt atkvæðamagn
sem liggur í íþróttahreyfingunni
og hjá þeim sem eru áhugamenn
um íþróttir."
Of langt
gengið
„Mér finnst allt of langt geng-
ið í þessum efnum, þegar öðrum
dagskrárliðum er rutt út úr dag-
skránni kvöld eftir kvöld til að
koma þessum handboltalýsing-
um að, það er
með ólíkind-
um. Mér finnst
íþróttir hafa
allt of mikinn
forgang fram
yfir annað
efni. Sunnu-
dagskvöldin
eru meira að
segja oft á tíð-
um lögð undir kona-
þessa leiki,
þegar fólk vill njóta dagskrárinn-
ar saman.
íþróttir eiga auðvitað að eiga
sinn sess og sinn tíma í dag-
skránni en það virðist alltaf vera
hægt að ryðja öllu úr dagskránni
fyrir þær. En þetta gildir ekki
um annað. Hvenær eru t.d. bein-
ar útsendingar frá tónleikum í
Sjónvarpinu? Því er fljótsvarað,
aldrei. Ef hlutfallið milli íþrótta-
og menningarefnis er skoðað
sýnist mér auðsætt að íþróttirn-
ar hafi allt of mikið vægi.
Hvers vegna er ekki hægt að
sýna frá þessum leikjum seinna
að kvöldínu? Mér finnst sök sér
þegar um er að er að ræða stór-
mót, eins og t.d. heimsmeistara-
keppni, þótt slikt gangi oft út i
öfgar. Það virðist Ijóst að íþrótt-
irnar hafi forgang fram yfir allt
annað, þær eru á laugardögum,
sunnudögum og reyndar alla
daga. Eflaust hefur stór hópur
áhuga á íþróttum, en stór hluti
þjóðarinnar hefur áhuga á öðru,
eins og t.d. menningarefni." -gk
Þorbjörn Jensson,
landsliösþjálfari í
handknattleik.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centmm.is