Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Side 28
L.ML rjcrjjaiau. vinningur FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11.APRÍL1997 Helgarblað DV: Ólöf Rún á ’ tímamótum Opnuviðtalið í helgarblaði DV á morgun er við Ólöfu Rún Skúladóttur sem hætti skyndilega á Sjónvarpinu á dögunum og settist i ritstjórastól nýs tímarits fyrir konur, Allt. Hún segist vera á tímamótum og það hafi verið ögrandi að taka þá áhættu að skipta um starf. Amy Engilberts rýnir í skrift nokk- urra samningamanna út frá rithönd þeirra á nýgerðum kjarasamningum, spjallað er við Ingólf Guðbrandsson ~ ■* ferðafrömuð sem í lok ársins fer með 80 manna hóp í hnattferð um suður- hvel jarðar og fegurðardrottningar Reykjavikur eru kynntar til sögunn- ar. Er þá fátt eitt talið af íjölbreyttu efni blaðsins. -em/bjb Dánarbætur: Samkvæmt sjómanna- samningum - segir ráðherra „Þetta er atriði sem nauðsynlegt er ^ að líta á, en þama hefur bara verið farið eftir því sem kveðið er á í al- mennum kjarasamningum sjómanna og lögum,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og æðsti yfirmað- ur Landhelgisgæslunnar i morgun, aðspurður um tryggingamál skip- verja Gæslunnar. Fram hefur komið að sambýlis- kona og börn varðskipsmannsins, sem fórst við tilraunir skipverja á varðskipinu Ægi við að bjarga Vi- kartindi frá því að stranda, fær svo lágar dánarbætur eftir hann að af- komu þeirra er ógnað. DV spurði dómsmálaráðherra hvort aldrei hefði komið til álita að Gæslan sjálf hefði frumkvæði að því að tryggja þá starfsmenn sína sem gegna hættuleg- um störfum. „Það get ég ekki sagt,“ sagði ráðherrann. -SÁ Ráðherrar ósammála um úrskurð Samkeppnisstofnunar: Samgönguráð- herra er talinn fara offari „Við höfum boðað til okkar full- trúa Samkeppnisstofnunar og flug- félaganna til að fara yfir þessi mál með þeim. Það er fúll ástæða til þar sem þarna er um að ræða mjög ströng skilyrði," segir Einar K. Guðfinnsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis, vegna fundar nefndarinnar í dag um úr- skurð Samkeppnisstofnunar vegna sameiningar innanlands- flugs Fiugleiða og Flugfélags Norð- urlands. Skilyrðin hafa sett sam- einingu félaganna í uppnám og eru að mati Samkeppnisstofhunar að sumu leyti talin eiga við um ríkjandi ástand þó ekkert verði af sameiningunni. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur sett sig mjög á móti þeim skilyrðum sem fram koma í úrskurðinum. Aftur á móti hefur Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra, yfirmaður Samkeppnis- stofnunar, allt aðra afstöðu f mál- inu, samkvæmt heimildum DV. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Stöð 2 að hann hefði athugasemdir við hin ströngu skilyrði án þess þó að taka jafndjúpt í árinni og Halldór Blöndal. Ekki er hægt að merkja að mis- munandi skoðanir samgönguráð- herra og viðskiptaráðherra á mál- inu gangi út í flokka þeirra. Þeir stjómarþingmenn sem DV hefur rætt við eru á þeirri skoðun að Samkeppnisstofnun hafi einfald- lega úrskurðað samkvæmt gild- andi lögum og í raun undirstrikað rækilega sjálfstæði sitt og sam- gönguráðherra fari offari í mál- inu. DV spurði Einar K. Guðflnns- son um hans álit á úrskurðinum. „Það eina sem ég set spuming- armerki við er ákvæðið um stjórn- endur hins nýja fyrirtækis. Það virkar sem mjög strangt að í fyrir- tæki sem Flugleiðir eiga meira en 1 prósent megi ekki nokkur starfs- maður koma að stjórn hins nýja félags," segir Einar. -rt Tveir unglingar slösuðust á skíðum í Skálafelli í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti annan þeirra, 14 ára gamlan, og var hann fluttur á slysadeild þar sem meiðsl hans voru talin alvarleg. DV-mynd S Hjá Letterman í gær: Ágætar líkur á auglýsinga- samningi - segir Magnús Ver „Ég kom fimm sinnum fram í þættinum, lyfti hinu og þessu og endaði þáttinn á því að lyfta tveim- ur mönnum. Hver innkoma var stutt og það eina sem Letterman spurði mig um var hvað ég ætlaði að gera í hvert skipti,“ sagði Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims, þegar DV náði tali af hon- um í nótt þar sem hann var nýkom- inn úr upptökum á þætti hins heimskunna sjón- varpsmanns Dav- ids Letterman sem sýndur verð- ur í Bandaríkjun- um í nótt. Magnús segir ferðina út hafa nýst sér vel, hann hafi verið í við- ræðum við banda- rískt fyrirtæki um hugsanlegan auglýsingasamn- ing, fyrirtæki sem tengist keppn- inni um sterkasta mann í heimi. „Ég get lítið sagt um málið á þessu stigi en ef af verður getur ver- ið um ágætan pening að ræða fyrir mig,“ segir Magnús Ver, sem hitti sálfræðinginn Frasier og söngkon- una Tracy Chapman í þættinum í gær. -sv Jóhann P. Símonarson: Ýmsir af Dísar- felli uggandi „Ég tel að ýmsir úr áhöfn Dísar- fellsins séu uggandi um framtíð sína hjá félaginu í ljósi þess að ef þeir segja allan sannleikann um ástand skipsins verði þeir ekki ráðnir aftur í pláss hjá Samskipum," sagði Jóhann Páll Sím- onarson sjómaður í samtali við DV í morgun. Jóhann Páll hefur undir höndum gögn sem hann telur sýna fram á tugi atriða sem voru aðflnnsluverð áður en Dísarfellið lagði af stað í sína hinstu fór í mars. Hann hefur lagt þau gögn fram hjá ríkissaksóknara. Jóhann Páll segir á hinn bóginn að hann bíði spenntur eftir að sjá hvort forstjóri Samskipa muni standa við gefin orð í fjölmiðlum um að leggja fram gögn sem sýni fram á að ekkert hafi verið athugavert við ástand skipsins. -Ótt David Letterman. L O K I Veðrið á morgun: Hlýttí veðri Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestangolu víðast hvar, súld eða rigningu með köflum um landið vestanvert en léttskýjað verður austan til. Fremur hlýtt verður á landinu. Veðrið í dag er á bls. 36. Sjálfskipt níssan] Almera r’ ® © kr. 1.498.000.- Ingvar Helgason hf. = = — Sœvarhiifda 2 —— Simi 52!J SUOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.