Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Qupperneq 3
J3"V FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 HLJÓMPLjíTU Manfred Mann - Groovin' with the Manfreds Góða fíliðin á Manfred Mann irkirk Þeir sem létu sér nægja að hlusta á hljómsveitina Manfred Mann syngja og leika Do Wah Diddy Diddy, Sha La La, The Mighty Quinn og annað listapopp á sjöunda áratugnum fóru á mis við mikið. Poppið var bara aukageta (sem reynd- ar skilaði liðsmönnunum salti í grautinn og rúmlega það). Merkasta framlag Manfred Mann til dægur- tónlistar sjöunda áratugar- ins var djassblandaður ryþmablús, uppfyllingarlög á stórum plötum og B-hlið- ar poppsmáskifanna. Nýlega kom út 26 laga safn ryþmablúslaganna, sannkallaður eðalgrip- ur fyrir þá sem hafa gaman af þess háttar tónlist. Þar má glöggt heyra að Manfred Mann stóð Rolling Stones, The Animals og Yardbirds lítt að baki þegar ryþmablús var annars vegar og Manfred og félagar höfðu djassblönduna fram yflr. Fortíðarfíklar geta óhikað fjárfest í Groovin’ with the Manfreds vilji þeir fá betri hliðina á Manfred Mann í einu lagi og skemmt sér yfír lögum á borð við Let’s Go Get Stoned, Call It Stormy Monday, Smokestack Lightning og hinum lögunum tuttugu og tveimur á diskinum. Ásgeir Tómasson Wayne Shorter High Life irkiri. Saxófónleikarinn og djasstónskáldið Wayne Shorter hefur ekki látið mikið að sér kveða undan- farin ár. Að sögn hefur hann verið í afslöppun og sinnt fjölskyldumálum. Shorter er einna þekktastur fyrir hljóðfæraleik og tón- smíðar með hljómsveitinni Weather Report en er auk þess höfundur fjölda verka sem teljast orðin sígild í nú- tímadjassi. Víst er að marg- ir höfðu beðið nýrrar sóló- plötu frá meistaranum með óþreyju og loks er hún kom á markað voru undirtektir fremur misjafnar. Það gætir engra sérstakra nýmæla í þessum nýju tón- smíðum sem í mörgu minna á áttunda áratuginn i músík manna eins og Michaels Gibbs, Bills Vatrous og Maynards Ferguson. Rokk- og fönk- hrynjandi var áberandi í stórsveitamúsík þeirra tíma og á „High Life“ er músíkin skrifuð fyrir stórsveit og öll með formerkjum bræðingstón- listar. Margt valinkunnra hljóðfæraleikara kemur við sögu. Meðal þeirra eru hljómborðsleikarinn Rachel Z úr hljómsveitinni Steps Ahead, David Gilmour á gítar, slagverksleikaramir Áirto og Lenny Castro og bassa- leikarinn Marcus Miller sem stjómar einnig stórsveitinni. Margt er hér einstaklega vel af hendi leyst; fallegt og smekklegt eins og við mátti bú- ast og foringinn blæs enn snilldarvel i fón sinn. Eitt besta verkið nefn- ist því sérkennilega nafni „Midnight in Carlotta’s Hair“. Ingvi Þór Kormáksson Joshua Redman - Freedom in the Groove Eplið fellur Eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni, er stundum haft á orði. Jos- hua Redman, sonur djassistans Dewey Redmans, er ungur að ámm en hefur þegar getið sér orð sem einn af athyglisverðustu saxó- fónleikurum nýrrar kynslóðar blásara í Bandaríkjunum. Á hljómdiskinum „Freedom in the Groove“ kemur hann lfka sterkur til leiks sem tónsmiður. Verk hans sýna bæði tónlistarlegan þroska og uppáfyndingasemi sem er langt frá því ungæðisleg. Að mestu er þessi músik með sterkar rætur I hefðum djassins, heföum sem eru af ýmsum toga; blús, harðbopp, fönk, ballöður og fleira. Mikil fjölbreytni en samt ágæt heildarmynd. Hljóðfæraskipan er þannig að fyrir utan Redman, sem leikur á tenór-, alt- og sópransax- ófón, leikur Peter Bemstein á gítar, Peter Martin á píanó, Christopher Thomas á bassa og Brian Blade á trommur. Allir eru þeir fínir spilarar, þótt píanóleikarinn hafi vakið sérstaka athygli undirritaðs. Gítarinn spilar gjaman laglínur með saxófóninum, ýmist raddað eða einradda, sem er gömul og skemmtileg aðferð. Það er einmitt þetta orð, skemmtilegt, sem oftast kemur upp í hugann þegar hlústað er á kvintett Joshua Redmans. Þetta er svo gríðarlega skemmtileg músík og vel spiluð, að það er langt síðan maður hefúr heyrt annað eins. Þessi diskur ætti að höfða til djassunnenda af öllum stærð- um og gerðum og á öllum aldri. Ingvi Þór Kormáksson • Mþníist ,7 Hljómsveitin Dead Sea Apple leikur á þrennum tónleikum í New York. Hljómsveitin Dead Sea Apple úr Kópavogi er á leið í víking vestur um haf. Nánar tiltekið til New York - Stóra eplisins. Þar leikur hún á að minnsta kosti þrennum tónleikum og ef til vill bætast fleiri við áður en lagt verður í’ann um miðjan næsta mánuð. „Þessi ferð er aðallega því að þakka að við höfúm náð sambönd- um hjá New York-deild útgáfurisans BMG eftir að platan okkar Crush kom út í fyrrahaust. Þar var menn farið að langa til að sjá okkur og þeir greiða götu okkar í ferðinni,” segir Steinarr Logi Nesheim, söngv- ari Dead Sea Apple. „Við komum fram á þremur tónleikastöðum i borginni, Spiro, The Continental og loks á hinum margfræga CBGB’S þar sem Talking Heads og fjölmarg- ar aðrar nýbylgjuhljómsveitir átt- unda áratugarins vöktu fyrst at- hygli. Það er hugsanlegt að fleiri tónleikar bætist við en sem stendur göngum við einungis út frá þessum þrennum. Ef við spilum ekki víðar núna getur vel verið að við forum aftur síðar. Það verður bara að koma í ljós.“ Steinarr segir að það sé einnig inni í myndinni hjá Dead Sea Apple að fara í tónleikaferð austin- á bóg- inn og kynna efnið af plötunni Crush. „Danir hafa sýnt okkur áhuga. Við höfum fengið fin viðbrögð við plötunni okkar þar,“ segir hann. Ef við fórum og spilum í Danmörku komum við einnig við víðar, til dæmis í Svíþjóð. Ég er Svíi í aðra ættina og hef búið sjö ár þar þegar allt er talið. Ég hef því sambönd á Gautaborgarsvæðinu sem ég get nýtt mér ef við verðum á ferðinni." Víðunandi viðtökur Platan Crush kom út siðastliðið haust og hlaut viðunandi viðtökur að mati Steinarrs Loga. Seldist að vísu ekki í neinum tólf þúsund ein- tökum ....en þokkalega samt á ís- lenskan rokkmælikvarða sem er reyndar ekkert óskaplega stór,“ seg- ir hann og hlær. „Platan vakti á okkur athygli, við vorum spilaðir dálitið í útvarpi og síðan hún kom út höfum við verið talsvert á ferð- inni við tónleika- og dansleikjahald. Við spilum til dæmis um hverja helgi þar til við forum vestur um haf, verðum til dæmis á Sauðár- króki í kvöld (fóstudagskvöld) og á Dalvík annað kvöld. Fyrir bragðið er hljómsveitin orðin mun þéttari og betur samspiluð en þegar við héldum útgáfutónleikana okkar. Ýmislegt sem við heyrðum en kannski ekkert margir aörir hefur slípast til þannig að við erum orðn- ir mun ánægðari með okkur á sviði en áður.“ Dead Sea Apple hélt í síðustu heimsækir Stóra eplið viku tónleika á skemmtistaðnum Astro og þar er einnig meiningin að efna til tónleika eftir að hljómsveit- in kemur aftur heim frá Bandaríkj- unum. Á Astro-tónleikunum lék Dead Sea Apple aðallega lög af plöt- unni Crush en lét einnig fljóta með nokkur ný lög sem hafa ekki áður hljómað opinberlega. Ný plata? „Eins og staðan er í dag erum við í raun og veru með nýja plötu til- búna í kollinum,“ segir Steinarr Logi Nesheim. „Hún er nánast tilbú- in hvað efnið varðar og við ætlum áður en langt um líður að setjast niður með Nick, upptökustjóranum okkar, og fara yfir nýja efnið. Hins vegar erum við dálítið óráðnir enn þá í því hvort það sé tímabært að taka upp nýja plötu strax eða vinna meira með efnið á Crush og reyna að koma því á framfæri víðar en hér á landi. Útgefandinn okkar er búinn að kynna plötuna hjá sam- starfsfyrirtækjum sínum erlendis og svoleiðis kynningu þarf að fylgja eftir. Nú, og ef við vekjum athygli í heimsókninni í New York þiúfum við að hugsa dæmið upp á nýtt. Það má því segja að framtíðin sé algjör- lega óráðin um þessar mundir." Þá þurfa liðsmenn Dead Sea Apple einnig að hugsa um fjárhag- inn þar eð það kostar skildinginn að selflytja heila hljómsveit frá íslandi til Bandaríkjanna og aftur til baka. „Við erum á fullu að reyna að út- vega okkur styrki til fararinnar," segir Steinarr Logi og hlær. „Við er- um búnir að leita til svo til allra sem okkur hefur dottið í hug og núna erum við að biða eftir svari. Við verðum bara að vona að fólk hafi nógu mikla trú á okkur til þess að það sé fúst að létta undir með okkur við þessa New York-ferö.“ -ÁT Madonna Átrúnaðargoð sjálfsvígssafn- aðar Fréttir af hinum stórfurðulega sértrúarsöfnuði Heavens Gate, sem framdi fjöldasjálfsmorö til þess að komast í geimskip sem þeir töldu að fyigdi Hale Bopp halasfjömunni í lok ar, verða komið I ljós að af helstu átrún______ ins. Meölimir Heavens Gate hönn- heiðurs iþegar þeir fá verkefni sem vefsíöuhönnuðir. Talsraað- ur Madonnu sagði aö til væri fjölda vefsíðna um Madonnu og væri síöa sértrúarsafnaðarins sijórnend- fa eftir óhugn- anlega væri í raun ágætt mál. „Við losnuðum við nokkra vit- leysinga,” sagöi hann. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.