Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Side 9
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
w » «- f mm ■:■■■
m helgina a
ný mynd
+ 2 lítrar af Fanta + Kims flögur
Kr. 450
Toffe Crisps kr. 33
Bústaðauegi 130 - sími 588 7466
IMætursala um helgar
IEBKHÚS
Þjóðleikhúsið
Litli Kláus
og Stóri Kláus
sunnudag kl. 14.00
Villiöndin
sunnudag kL 20.00
Leitt hún skyldi
vera skækja
sunnudag kl. 20.30
Fiðlarinn á þakinu
fostudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Borgarleikhúsið
Völundarhús
laugardag kl.20.00
Dómínó
fóstudag kl.20.00
laugardag kl. 20.00
Barpar
laugardag kl. 20.30
Svanurinn
fóstudag kl.20.00
Komu- skelfa
sunnudag kl.20.00
Loftkastalinn
Áfram Latibær
sunnudag kl. 14
Á sama tíma að ári
laugardag kl. 20
íslenska óperan
Káta ekkjan
laugardag kl. 20
Hugleikur
Embættismanna-
hvörfin
fostudaginn kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl.20.00
Kaffileikhúsið
Vinnukonurnar
laugardag
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn mikli
frá Kasmír
fóstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Skemmtihúsið
Ormstunga
sunnudag kl.16.00
Lúðrasveitin Svanur heidur tónleika í Tjarnarbíói á sunnudaginn, kl. 14.
Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika
Á morgun, kl. 14, heldur
lúðrasveitin Svanur vortónleika
I Tjarnarbíói undir stjórn Har-
alds Árna Haraldssonar. Með
þessum tónleikum hefur Gísli
Ferdinandsson piccoloflautuleik-
ari lokið 50 ára starfi með sveit-
inni og hefur enginn maður hér
á landi náð svo löngu samfelldu
starfi með einni og sömu lúðra-
sveit. Gísli verður heiðraður á
tónleikunum I tilefni af þessum
tímamótum. Efnisskrá tónleik-
anna verður glæsileg, með ýms-
um verkefnum sem skrifuð eru
sérstaklega fyrir lúðrasveit, og
má þar nefha: Prelude for an
Occasion eftir Gregson,
Valdresmarsj eftir Hanssen,
Fantasíu um bresk sjómannalög
eftir Langford, Norska ballöðu
eftir Penders, Sandpappírsball-
ett eftir Leroy Anderson og suð-
urameríska tóna sem nefnast
Fuglar Brasilíu og hafa ekki
heyrst hér áður.
Á morgun verða liðin 90 ár frá þvi að Sauðárkrókur varð
sérstakt sveitarfélag. Af því tilefni hefur Bæjarstjóm Sauðár-
króks ákveðið að gangast fyrir kynningu á starfsemi sveitar-
félagsins á morgun. Deildir og stofnanir sveitarfélagsins
verða opnar almenningi til sýnis frá kl. 13-17 og þar munu
starfsmenn kynna og veita upplýsingar um þá starfsemi sem
fram fer á vegum Sauðárkróksbæjar. Þá verður efnt til stuttr-
ar samkomu í Safnahúsinu við Faxatorg og hefst hún kl. 14.
Þar mun Páll Pétursson félagsmálaráðherra flytja ávarp, auk
þess sem Jón Ormar Ormsson mun flytja erindi um aðdrag-
anda þess að Sauðárhreppi var skipt upp í Sauðárkrókshrepp
og Skarðshrepp.
Vortónleikar
Söngsmiðjunnar
Vortónleikar Söngsmiðj-
unnar verða haldnir í Frí-
kirkjunni í Reykjavík á
morgun kl. 16. Að venju taka
nánast allir nemendur Söng-
smiðjunnar þátt í tónleikun-
um. Kvennakórinn Kyrjurn-
ar flytja sína dagskrá og
Sönghópur Móður jarðar
ásamt Önnu Siggu og Stínu
Bongó flytja einnig nokkur
lög.
Efnisskrá tónleikanna
verður mjög fjölbreytt, ís-
lensk og erlend sönglög,
afrísk og amerísk gospeltón-
list ásamt erlendum dæg-
urperlum. Aðgangseyrir er
500 kr. en frítt fyrir eldri
borgara og börn.
Dagur sveitar-
stjórnar á
Sauðárkróki
Frátekií borð
í Gerðubergi
Leikritið Frátekið borð eftir Jónínu
Leósdóttur verður sýnt í
Kaffiteríunni í Gerðu
bergi á morgun kl. 15.
Frátekið borð er ör-
lagaflétta í einum þætti
og gerist á veitinga-
stað. Þar hittast fyrir
tilviljun, að því er virð-
ist, tvær konur.
Önnu er frá Horna-
firði
hin frá Akureyri. Ekki er allt sem sýn-
ist og ýmislegt kemur fram í dagsljós-
ið þegar þær taka tal saman. Þetta er
hógvær, raunsæ og hlý sýning með
ísmeygilegu plotti.
Það eru þær Saga Jónsdóttir, Soffía
Jakobsdóttir og Bryndís Petra Braga-
dóttir sem leika hlutverkin en leik-
stjóri er Ásdís Skúladóttir.
Orgeltónleikar í Kópavogskirkju
Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir í hlut-
verkum sínum í leikritinu Frátekið borð.
Á sunnudaginn kl. 21 leikur
Marteinn H. Friðriksson á nýja org-
elið í Kópavogskirkiu. Hann mun
leika verk eftir Mendelssohn, Jón
Þórarinsson, Bach og Reger.
Marteinn hefur haldið orgeltón-
leika í flestum kirkjum landsins
sem hafa pípuorgel og einnig í
mörgum kirkjum erlendis. Hann
fæddist i Þýskalandi og nam tónlist
í Dresden og Leipzig. Hann kom til
landsins árið 1964, starfaði fyrstu
árin í Vestmannaeyjum og fluttist
1970 til Reykjavíkur. Frá 1978 hefur
Marteinn verið organleikari og kór-
stjóri við Dómkirkjuna í Reykjavík.
Veiðimenn í Síberíu í bíósal MÍR
Veiðimenn í Síberíu nefnist rússneska kvikmyndin sem sýnd verður í
bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. simnudag kl. 16. Mynd þessi var gerð í Sovét-
ríkjunum á sjötta áratugnum og segir frá því er veiðimenn voru sendir út
af örkinni til að fanga lifandi Síberíutígra fyrir dýragarða. í þeirri veiðiferð
gerist ýmislegt óvænt. Myndin er með enskum texta. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Sigurður Örlygsson
opnar syningu
Sigurður Örlygsson hefur opn-
að myndlisfarsýningu í Galleríi
Regnbogans að Hverfisgötu 54. Á
sýningunni eru sex ný verk og er
sýningin opin virka daga frá kl.
16-24 og frá kl. 14-24 um helgar.
Sigurður er fæddur árið 1946
og stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands
1967-1971, hjá Richard Mortensen
við Den Kongelige Danske Kun-
stakademi 1971-1972 og við Arts
Students League of New York
1974-1975. Sigurður hefur haldið
20 einkasýningar hérlendis en
einnig hefur hann sýnt í
Englandi, Hollandi, Sviþjóð og
Finnlandi. Hann hefur einnig
tekið þátt í fjölda samsýninga
hér heima og erlendis.