Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDÍGUR 18. APRÍL 1997 íyndbönd Chain Reaction: Úþrjótandi orkulind í iðnaðarþjóðfélögum 20. aldar hefur orku- þörfin sífellt verið að aukast. Gas- og olíu- birgðir eru takmarkaðar, sólarorkuver reyn- ast ekki nógu afkastamikil og vegna umhverf- ishættu er kjamorka ekki eins fýsilegur kost- ur og áður var talið. En á rannsóknastofu í Chicago eru nokkrir vísindamenn að vinna að því að leysa orkuvandamál heimsins. Eftir margra ára þrotlausa vinnu hafa þeir fundið upp aðferð til að vinna orku úr vatni. Með að- ferð þeirra er hægt að fá næga orku á ódýran hátt og án þess að eiga á hættu að skaða umhverfið. Um- sjónarmaður verkefnisins, Dr. Alistair Barkley, hyggst kynna uppgötvun sína al- þjóðlega, en aðrir : vilja halda henni leyndri. Kvöld eitt er Dr. Barkley myrt- ur og gifurleg sprenging verður á rannsóknastofunni. Vélvirkinn Eddie Kasalavich og vísinda- maðurinn Lily Sinclair eru ranglega grimuð uri verknaðinn og neyðast til að leggja á flótta undan alríkislögreglunni og hinum verulegu samsærismönnum. Frosthörkur í Chicago Þannig hljóðar söguþráðurinn í kvik- myndinni Chain Reaction sem kemur út á myndbandi 23. aprfl. Leikstjóri og framleiðandi er Andrew Davis, sem hefur skapað sér nafn sem leik- sfjóri hágæða-spennutryfla. Af þeim er frægastur The Fugitive, sem hlaut sjö óskarsverðlaunatilneíh- ingar og fékk óskar fyr- ir besta leik í auka- hlutverki (Tommy Lee Jones), en einnig mætti nefna Under Siege, The Package, Above the Law og Code of Silence. Keanu Reeves leikur Eddie, unga vélvirkjann sem neyðist tfl að leggja á flótta, og Morgan Freeman leikur Paul Shannon, dularfullan mann sem séð hef- ur um fjármögnun verkefnisins og er eini tengfliður Eddie við umheiminn á flótta hans. í hlutverki Lily Sinclair er nýliðinn Rachel Weisz, sem þreytti frumraun sína í Stealing Beauty. Aðrir leik- arar eru m.a. Fred Ward, Kevin Dunn og Brian Cox. Myndin var tekin í Chicago um hávetur og voru margir á því að það væri óðs manns æði að reyna slíkt, enda er borg- in þekkt fýrir vetrar- hörk- ur - frost og snjó, kulda og hvassviðri. En Andrew Davis var einmitt að sækjast eftir sliku tfl að gefa myndinni kuldalegra og hættulegra yfir- bragð. Svo fór auðvit- að að veðrið bakaði kvikmyndagerðar- mönnunum þó nokk- m- vandræði. Farsím- ar, kvikmyndavélar og fleiri tæki frusu af og til og mikla vinnu þurfti að leggja í að halda vélunum nógu heitum. Þar að auki urðu leikarar fyrir óþægindum vegna veðursins, sérstak- lega Morgan Freem- an, sem vanur er heitu loftslagi, en hann lagðist í flensu meðan á tökum stóð. Leikari og rokkari Aðalstjarna myndarinnar, Keanu Reeves, hefur á skömmum tíma orðið einn af eftirsótt- ustu leikurum Hollywood. Hann vakti fyrst at- hygli í River’s Edge, en meðal eldri mynda hans eru Bill and Ted’s Excellent Adventures, Bili and Ted’s Keanu Reeves leikur ungan mann sem neyðist til að leggja á flótta eftir aö hafa „séð of mikiö Morgan Freeman í hlutverki Paul Shannon, sem leikur tveimur skjöldum. Much Ado about Nothing, Even Cowgirls Get the Blues, Little Buddha, Johnny Mnemonic og Feeling Minnesota. Mflli þess sem hann leikur í hverri stórmyndinni á fætur annarri finnur hann einhvem veginn tíma tfl að leika með hljómsveit sinni, Dogstar, og fór m.a. í tónleikaferðalag með hljómsveitinni síðastlið- ið sumar. Þá er Morgan Freeman ekki síður einn af risunum í kvikmyndaheiminum vestra en hann hefur hlotið þrjár óskarsverðlaunatil- nefningar á ferli sínum, fyrst fyrir túlkun sína á melludólginum í Street Smart, þá fyrir bflstjórahlutverkið í Driving Miss Daisy og loks fyrir leik sinn í The Shawshank Redemption. Þá hefur hann nýlega leikið í Outbreak og Seven og sú nýjasta er Moil Flander, sem er nýkomin í kvikmyndahús hérlendis. Meðal annarra mynda sem hann hefúr leikið í era Unforgiven, Glory, Lean on Me, Clean and Sober, Robin Hood: Prince of Thieves, Johnny Handsome og The Bonfire of the Vanities. Þá hefur hann leikstýrt Danny Glover og Alfre Woodard í Bopha!, sem gerist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunn- Bogus Journey, Parenthood, Dangerous Li- aisons, Point Break, My Own Private Idaho og I Love You to Death. Það var hins vegar hasarmyndin Speed sem skaut honiun upp á stjömuhimininn en hann hefur síðan leikið í A Walk in the Clouds, Bram Stoker’s Dracula, UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT r Jón Olafsson tónlistarmaður gerð. I mjög „Ein af mínum uppá- haldsmyndum er án efa Mary Poppins. Þetta er alveg frábær mynd að öllu leyti. Tæknilega séð er hún t.d. frábær ef mið- að er við það hvenær hún var myndinni er skemmtfleg sena þar sem þau Julie Andrews og Dick Van Dyke fara inn í teiknimynda- heim en það er einmitt vinsælt að gera slíkar myndir í dag og nægir þar að nefha nýlega mynd með Michael Jord- an og Kalla kaninu. Sagan, leikurinn og tónlistin er einnig frábær," segir Jón Ólafs- son tónlistar- maður. Ég hef séð þessa mynd þrisvar, held ég, en það eru ekki margar myndir sem ég hef horft oft á og ég held að það sé aðallega vegna tímaskorts. Ég tek ekki oft spólu, ég reyni frekar að fara í leikhús en áhugi minn á því hefur aukist undanfarið. Þegar ég næ mér í spólu tek ég yfirleitt myndir sem ég hef misst af í bió. Ég hef mjög gaman af evr- ópskum mynd- um og vönduð- um myndmn yf- irleitt. Leikar- amir skipta auð- vitað máli og Anthony Hopk- ins, Emma Thompson og Daniel-Day Lew- is eru dæmi um góða leikara að mínu mati. Myndir með Schwarzenegger og Van Damme rata ekki í tækið mitt. Ég hef gaman af spennumyndum en ekki þeim myndum þar sem dollaramerkið er í augunum á hveijum einasta manni.“ Tom and Huck Allir strákar þekkja ævintýraper- sónur Mark Twains, Stikilsberja- Finn og Tom Sawyer, en þeir eru að- alpersón- urnar í Tom and Huck, sem gerð er af Walt Dis- ney fyrir- tækinu. Eins og gef- ur að skilja lenda þeir í miklum æv-______________________ intýrum, en í myndinni þurfa þeir að hafa uppi á eldgömlu sjóræningjakorti sem sýnir hvar fjársjóður er falinn. Til- gangur leitarinnar er að sanna sak- leysi vinar þeirra sem yfirvöld hafa ákært fyrir glæpsamlegt athæfi. Leit þeirra félaga leiðir þá í drauga- hús og dularfullan helli, svo eitt- hvað sé nefnt, og að lokum lenda þeir í réttarsal þar sem þeir etja kappi við hinn hættulega Hnífa-Jóa. Það eru þekktar bama- og tán- ingastjömur í aðalhlutverkum, Jon- athan Taylor Thomas leikur Tom Sawyer og Brad Renfro leikur Stik- ilsberja- Finn. Leikstjóri er Peter Hewitt. Sam-myndbönd gefa Tom and Huck út og er hún leyfð öllum ald- urshópum. Útgáfudagur er 21. apríl. |i The Funeral Christopher Walken er ekki óvan- ur því að leika samviskulausa glæpa- menn íi kvik- myndum og víst er að fáir, hafa náð [ betri tök- um á að í leika slík-| an lýð. í| The Funeral leikur hann harðjaxl- inn Ray sem hittir bróður sinn Chez við útfór þriðja bróðurins. Ray er staðráðinn í að hefna bróður síns sem var myrtur, en Chez neitar al- gjörlega að taka þátt í fyrirætlunum hans enda allt öðruvísi að upplagi. Meðan á jarðarforinni stendur eru rifjuð upp samskipti bræðranna þriggja. Að jarðarfórinni lokinni lætur Ray tfl skarar skríða og það vita allir að hann nemur ekki stað- ar fyrr en bróðurmorðinginn er dauður. Auk Christopher Walken leika Chris Penn og Benicio Del Toro í myndinni. Leikstjóri er Abel Ferr- ara. Myndform gefur út The Funeral og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 22. apríl. flj Hms' ' Gold Diggers í Tom and Huck leika aðalhlut- verkin tvær karlkyns táningastjöm- ur en í Gold Dig- 'NNAt1lim'*v owwHiwcc gers eru það tvær - stúlkur sem hafa gert garð- inn frægan á undan- förnum arum sem | leika aðal- hlutverkin. I Em það | Anna Chlumsky, sem lék í My Girl myndunum tveimur, og Christina Ricci sem lék í Addams Family myndunum tveim- ur. í Gold Diggers leika þær stöllur stúlkur í leit að földum fjársjóði. Þær Beth og Jody gætu ekki verið ólíkari að upplagi. Beth er dæmi- gert borgarbam sem nýflutt er frá Los Angeles tfl smábæjar í norð- vesturríkjum Bandaríkjanna, en Jody er ærslafull og frískleg stúlka sem kann hvergi betur við sig en í skóglendinu og á vötnunum í ná- grenni heimabæjarins. Þær verða samt með tímanum bestu vinkonur og saman leita þær að fjársjóöi Molly Morgan, sem á að vera í hell- um hins ógnvekjandi Bjamarfjalls. ClC-myndbönd gefa út Gold Dig- gers og er hún leyfð öllum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 22. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.