Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Page 12
26 lyndbönd MYNDBHDA Beautiful Girls: Vinahópur á krossgötum Beautiful Girls segir frá fimm æskuvinum og kon- unum í lífi þeirra en þrir þeirra standa á krossgöt- | bouulifulgirls mn í lífi sinu og þurfa að taka ákvörðun um hvert skuli stefna og hvort þeir eigi að binda sig. Tommy er í sambandi en heldur fram hjá með æskuástinni sinni sem er nýlega flutt til bæjarins með eiginmanni sínum og Paul er með súpermódelaár- áttu og vill ekki bindast kærustunni sinni. í aðalhlutverkinu er Timothy Hutton, sem leikur tónlistarmann sem er að hugsa um að gefa ferilinn upp á bátinn, gerast sölumaður og giftast unnustu sinni. Myndin er oft skemmtipleg og tekur sæmilega vitrænt á vandamálunum. Persónumar eru yfirleitt fremur trúverðugar og athyglisverðar og leikstjóranum tekst að sneiða fram hjá snökti og væli. Leikarahópurinn er mjög traust- ur - Matt Dillon, Michael Rapaport og Timothy Hutton standa vel fyrir sínu og Natalie Portman á mjög góðan leik. Hins vegar er Uma Thurman í fremur bjánalegu hlutverki og annars ágætar leikkonur i aukahlut- verkum líða fyrir smæð hfutverkanna. Rosie O’Donnel nær þó að sýna einhverja takta. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ted Demme. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Matt Dillon og Michael Rapaport. Bandarísk, 1996. Lengd: 108 mín. Bönn- uð innan 12 ára. -PJ Escape from LA: ★★ Snake snýr aftur 1981 gerði John Carpenter cult-smellinn Escape From New York þar sem Kurt Russel lék ofursvölu andhetjuna Snake Plissken. Sextán árum síðar er komið framhald sem kallast Escape From LA. Nú er Los Angeles í rústum eftir jarðskjálfta og flóðbylgju og er orðin að eyju undan vesturströnd Bandaríkj- anna. Siðapostuli nokkur er orðinn forseti fyrir lífstíð og lætur flytja alla óæskilega einstaklinga yfir á þessa eyju þar sem hálfanarkískt sam- félag hefur myndast. Snake er fenginn til að ná í ofurvopn þangað en dóttir forsetans hefur rænt því og slegist í lið með aðalbófanum á svæð- inu. Fyrri myndin var ævintýralega heimskulegt bull sem þó hitti ein- hvem veginn í mark og þá sérstaklega persónan Snake Plissken. Seinni myndin er jafiivel ennþá heimskulegri en missir marks og nær aldrei upp þeirri kaldranalegu kjamorkutöffarastemningu sem einkenndi fýrri myndina. Hún kemst nokkuð áfram á fomri frægð aðalsöguhetjunnar. Flottar tæknibrellur og hörkugóð tónlist stoppar upp í götin og gera myndina að bærilegri afþreyingu. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: John Carpenter. Aðalhlutverk: Kurt Russel. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Striptease: Strippað fyrir þingmann Demi Moore leikur unga, fráskilda konu sem fær vinnu á strippbar til að geta nurlað saman pening- um fyrir áfrýjunarkostnaði í forræðismáli. Öldunga- deildarþingmaður kjördæmisins er mikill pervert og verður yfir sig hrifinn af henni þegar hann sér hana dansa og býður henni miklar fjárhæöir fyrir einkadans í heimahúsi. Á sama tíma er hún óafvitandi að flækjast i fjárkúgunarmál sem stofna lífi hennar í hættu. Myndin reynir að blanda saman gríni, erótík og spennu en klikkar að öllu leyti nema í grininu þar sem Burt Reynolds bjargar því sem bjargað verður en hann er óborganlegur í einhverju mesta perrahlutverki sem um getrn-. Þegar hann er ekki á staðnum er myndin lítils virði. Demi Moore er hörkukroppur en hún getur því miður ekki leikið. Hún hefur greinilega búið sig vel undir strippið og dansar af miklum móð en strippið er hins vegar fremur saklaust, það er varla að sjáist í hörð og kúlulaga gervibrjóstin og ég get ekki ímyndað mér hvers vegna myndin er bönnuð innan 16 ára. Ving Rhames er ágætur í stöð- luðu hlutverki. Myndin er fremur ömurleg og frábær leikm* Burt Reyn- olds megnar ekki að bjarga henni. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrew Bergman. Aðalhlutverk: Demi Moore. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Rasputin: Bijálaði munkurinn ★★ Þessi sjónvarpsmynd er (lauslega) byggð á raun- verulegri atburðarás í rússneska keisaraveldinu í byijrrn aldarinnar og segir frá munknum Rasputin sem talinn er hafa haft þó nokkur áhrif meðal keis- arafjölskyldunnar þrátt fyrir að hafa verið illa liðinn af flestmn öðrum, enda drykkjurútur og kvennabósi hinn mesti. Hann þóttist vera heilagur maöur og geta gert kraftaverk en flestir álitu hann einfaldlega geðveikan. Myndin fylgir sögu hans og keisarafjöl- skyldunnai- þar til hann er myrtur af pólitískum andstæðingum hans og fylgir síðan eftir sigri bolsévika og aftöku keisarafjölskyldunnar. Efnið gæti verið áhugavert en dramatíkin er heldur yfirkeyrð i myndinni, sem hvorki getur talist skemmtileg né merkileg, sögulega eða listrænt. Það sem reddar myndinni fyrfr horn eru fyrsta flokks leikarar. Að vísu er óþarfa bægslagangur í Alan Rickman í aðalhlutverkinu en gaman er að fylgjast með vönduðum leikurum í aukahlutverkum og má þar sér- staklega nefna Greta Scacchi, Ian McKellen og James Frain. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Uli Edel. Aðalhlutverk: Alan Rick- man. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FOSTUDAGUR 18. APRIL 1997 SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. j 1 1 3 Twister ClC-myndbönd j Spenna Warner myndir Spenna 3 2 3 4 Time to Kill 3 2 5 Nutty Professor ClC-myndbond j Gaman 4 6 2 Stiptease j Skrfan Spenna j ClC-myndbönd , Spenna 5 Ný i Escape from L.A. 6 3 4 V '. • Multiplicity I Sktfan Gaman 1 7 Ný 1 Fan Sam-myndbönd 3 Spenna 8 9 : 5 3 6 - Great White Hype i Skrfan Gaman 9 6 Eraser Warnermyndir Spenna 10 Ný 1 Feeling Minnesota ■ Myndform , Spenna 11 10 12 Fargo Háskólabíó j Spenna 12 , 7 1 9 ' Heavens Prisoners Sam-myndbönd Spenna 13 8 : 4 Island of Dr. Moreau Myndform Spenna 14 19 ‘ 2 Beautiful Girls Skrfan Gaman 15 Ný : 1 Lone Star Skrfan Spenna t 16 i7 : 5 Stealing Beauty Skrfan ■.'ý . Drama 17 u ^ 5 , Celtic Pride Sam-myndbönd Skrfan Gaman i8 : ( Ai 4 Mrs. Winterbourne . Gaman 19 14 j 11 Truth About Cats and Dogs Skífan Gaman 20 12 \ n , Mission: Impossible ClC-myndbönd •fs . Spenna Óve&ursmyndin Twister heldur efsta sæti myndbandalist- ans og er greinilegt að íslendingar kunna vel aö meta nátt- úruhamfaramyndir. Twister er mjög stórfengleg á aö líta og mikið tæknilegt afrek. Hollendingurinn Jan De Bont (Speed) leikstýrir myndinni en framleiðandi hennar er eng- inn annar en Steven Spielberg. Twister var næstvinsæl- asta myndin í Bandaríkjunum í fyrra, kom á eftir independence Day. í fimmta sæti er ný mynd á listanum, Escape from L.A. sem er framhald vinsællar framtí&ar- myndar, Escape from New York. Kurt Russell leikur a&al- hlutverkið og er hann á myndinni í hlutverki sínu. Aörar nýjar myndir eru aftar á listanum, þar er helst að nefna eina af betri kvikmyndum síðasta árs, Lone Star sem er í 15. sæti. TW/ST£«J Twister Bill Paxton, Helen Hunt og Gary Elwes. Veðurfræðingarnir Bill og Jo hafa um ára- bil elst við skýstróka og eru manna fróðust um þá. Samt sem áður er lítið annað vitað um þessa stróka en að þeim má skipta í fimm kraftstig. Eina færa leiðin til að komast að því í raun hvaðan strókamir fá kraftinn er að standa inni í miðju þeirra og gera mælingar. Þau Bill og Jo hafa smíðað vél sem ætlað er að gera þessar mælingar en vandamálið er að koma henni inn í ein- hvem strókinn. Það er hins vegar hægara sagt en gert. A Time to Kill Matthew McConaug- hey og Sandra Bull- ock. Myndin gerist í Miss- issippiríki þar sem kyn- þáttafordómar em enn ríkjandi. Tveir mddar ræna tiu ára gamalli blökkustúlku, nauðga henni og misþyrma svo illilega að þeir telja hana látna. Svo er þó ekki og lögreglustjór- inn kemst fljótt að því hvaða menn vom að verki og handtekur þá. Faðir stúlkunnar tekur fúllur af heift lögin í sinar hendur og skýtur misindismennina til bana. Það kemur í hlut lögfræðingsins Jakes Brigance að veija gjörð- ir föðurins og bjarga honum frá því að fá dauðadóm. The Nutty Professor Eddie Murphy og Jada Pinkett. Hinn góðlegi, bráð- gáfaði og akfeiti erfða- fræðiprófessor dr. Sherman Klump verð- ur umsvifalaust ást- fanginn af hinni fögm Cörlu Purly þegar hún kemur til starfa við há- skólann. Hann gerir sér þó fljótlega grein fýrir því að hann á htla möguleika á aö vinna hjarta hennar nema honum takist að ná af sér 200 kílóum. Hann grípur til þess ráðs að taka inn nýtt fitueyð- andi lyf og eftir einn sopa breytist hann í Buddy Love, hraðmælt- an, stæltan og tág- grannan kvennabósa. Dcrat noorc grRIFTEASg Striptease Demi Moore og Burt Reynolds Þegar Erin Grant tapar forsjárdeilu vegna dóttur sinnar sér hún fram á að peninga- laus getur hún ekki barist áffam við hinn geðtruflaða fýrrverandi eiginmann sinn. Hún tekur því starf sem fatafella á fremur vafasömum nætur- klúbbi. Þegar þingmað- ur einn álpast inn á næturklúbbinn þegar Erin er að dansa hrifst hann svo af dansi hennar að hann býður henni stórfé fyrir að dansa við hann einan. Hún tekur freistandi tilboði, en það á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Escape From L.A. Kurt Russell og Valeria Golino Öflugur jarðskjálfti hefúr riðið yfir vestur- strönd Bandaríkjanna og lagt allt í rúst, þar á meðal Los Angeles sem nú er orðin eyja. For- setinn hefúr íýrirskip- að að Los Angeles verði fanganýlenda og þangað em allir glæpa- menn sendir. Á eyj- unni hefur skæruliða- foringjanum Cuervo tekist að komast yfir hátæknivopn sem get- ur sent mannkynið á steinaldarstig. Það er því ákveðið að senda hörkutólið Snake til Los Angeles og á hann að uþpræta Cuervo og endurheimta vopnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.