Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 4
4 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 Fréttir Fiskvinnsla stöðvast í verkfallinu sem hófst í nótt á Vestfjörðum: Fjarstýrðir frá apparat inu í Reykjavík - segir Pétur Sigurðsson, formaður sambandsins, um vestfirska vinnuveitendur „Vinnuveitendur skortir vilja til að leysa málið og þeir virðast ætla sér að doða okkur inn í samninga Verkamannasambandsins og Dags- brúnar. Öll þeirra vinna hefur geng- ið út á það en við höfum verið að reyna að fá þá inn á aðrar brautir. Svörin eru alltaf þau sömu: Verka- mannasamningurinn „vesgú“, ann- að ekki. Það er eins og þeir séu fjar- stýrðir frá „apparatinu" í Reykja- vík,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, ASV, við blaðið í gærkvöldi en ótímabundið verkfall um 800 félags- manna sambandsins hófst á mið- nætti í nótt. Helst gætir áhrifa verk- fallsins í fiskvinnsluhúsum á stærstu þéttbýlisstöðum Vestfjarða þar sem starfserain lamast. Seint í gærkvöldi var ekki búið að boða til samningaviðræðna en vararíkis- sáttasemjari, Geir Gunnarsson, gerði tilraun til að sætta deiluaðila um helgina en án árangurs. Hann flaug aftur suður í gærkvöldi. Það atriði sem samningaviðræð- ur hafa helst strandað á er krafa ASV um 100 þúsund króna lág- markslaun með því að færa bónusa i áfongum yfir í taxtakaup. Vinnu- veitendur hafa ekki viljað ganga að þessari kröfu. „Þetta var okkar krafa í upphafi. Ef við erum að tala um samninga þá er ekki bara annar aðilinn sem nær sínu fram. Einhvers staðar þarf að mætast og okkar tilraunir hafa gengið út á það en þeirra tilraunir hljóða upp á 70 þúsund króna lág- markið sem Verkamannasamband- ið samdi um og ekkert annað,“ sagði Pétur. Ekki fleiri spil á borðinu Einar Jónatansson í Bolungarvík, formaður Vinnuveitendafélags Vest- fjarða, sagði við DV að þeir væru búnir að spila út þeim spilum sem þeir hefðu, annað væri ekki á borð- inu. „Við höfum boðið það sama og hefur verið að semja um við flsk- vinnslufólk alls staðar á landinu. Við höfum aldrei séð og sjáum ekki að fyrirtækin í þessari framleiðslu hér á Vestfjörðum séu á nokkum hátt betur í stakk búin til að taka á sig meiri kostnaðarhækkanir en sambærileg fyrirtæki annars stað- ar.“ Hann sagöi að sameiginlega hefðu vinnuveitendur og ASV látið gera könnun á áhrifum þess að færa bón- usinn inn í taxtakaupið. Niðurstað- an hefði styrkt vinnuveitendur í þeirri trú að þetta væri slæm leið fyrir jafnt fyrirtæki sem starfsmenn þeirra. Sem dæmi þá yrði hætta á að afköst dali, launakostnaður vaxi og framleiðni fyrirtækjanna minnki. Einar sagði það engu skipta Jafningjafræðslan í útflutning Um 30 manna hópur úr Jafningja- fræðslu framhaldsskólanema fór til Færeyja síðastliðinn fóstudag til að kynna forvarnarstarf sitt í fjórum framhaldsskólum í Færeyjum. Um helgina voru haldnir fundir með framhaldsskólanemum og fulltrúum menntamála í Færeyjum og í dag er fyrirhugað að setja tilsvarandi starf á laggimar þar. Það er Ferðaklúbb- urinn Flakk sem stendur að ferð- inni en hann er samstarfsverkefni Jafningjafræðslunnar, Samvinnu- ferða-Landsýnar, Eurocard og Námsmannalínu Búnaðarbank- ans. Hugmyndin kviknaði þegar Helgi Pétursson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, átti tal við forvarnarfulltrúa í Færeyjum. Auk þess kom fram mikill áhugi á að auka samband ungs fólks á milli landanna í kjölfar heimsókn- ar Davíðs Oddssonar til Færeyja fyrir skömmu. Að sögn Víkings Þessi hressi hópur á vegum Jafningjafræöslunnar fór til Færeyja sl. föstudag til aö kynna starfsemi sína og hjálpa Færeyingum viö aö koma tilsvarandi fræöslu af staö. Von er á hópnum aftur tii landsins seinni- partinn í dag. DV-mynd Hilmar Þór Viðarssonar, fyrrverandi starfs- manns Jafningjafræðslunnar, fannst Færeyingum vera full þörf á starfsemi á borð við Jafningja- fræðsluna í Færeyjum en fræðslan hefur gefist mjög vel hér á landi. Víkingur sagði ijölda ungmenna og foreldra hafa haft samband við Jafhingja- fræðslima til að lýsa yfir ánægju sinni með skipulag fræðslunnar og væri von- ast eftir að hún vekti sömu við- brögð í Fær- eyjum. Enn fremur er fyr- irhugað að sýna sjón- varpsþátt sem gerður var um starfsemi Jafn- ingjafræðslunnar í sjónvarpi í Færeyjum. Dagfari þótt bónus yrði færður í áfongum yflr í taxtana. „í samningaviðræðunum í dag (gær) buðum við, þrátt fyrir dags- verkfall fyrr í þessari kjarabaráttu og tjónið sem af því hlaust, að samn- ingurinn myndi hafa sama gildis- tíma og aðrir samningar, þ.e. frá 24. mars. Ef verkfallið skellur á núna er alveg ljóst að við munum ekki bjóða upp á afturvirkan samning að nýju,“ sagði Einar Jónatansson í gærkvöldi. Það er því stál í stál fyrir vestan og illa horfir um lausn deilunnar á næstunni, miðað við stöðu mála áður en verkfallið hófst. -bjb Garðasókn: Presfkosningar Vel rúmlega 2000 íbúar Garða- prestakalls skrifúöu undir áskorun þess efnis að almennar prestkosn- mgar fari fram í prestakallinu. Inn- an Garðaprestakalls eru þtjár sókn- ir, Garðasókn, Bessastaðasókn og Káifatjamarsókn. Bjami Karlsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, fékk flest atkvæði meðal 34 sóknar- nefhdarkjörmanna en margir töldu fjölda kjörmanna vera í stórlegu misræmi við fjölda þeirra sem stæðu þeim að baki. Því væri vægi sóknanna þriggja skekkt. Að sögn Sigurðar Bjömssonar, óperusöngvara og formanns sóknar- nefhdar, gekk vel að safha saman undirskriftunum og væri nú búið að koma þeim í hendur viðeigandi kirkjuyfirvalda. Sigurður sagðist ekki vita hvenær svör yrðu gefm en verið væri að fara yfir málin. Hann sagði menn vera hæfilega bjartsýna en ekki væri hægt að gera ráð fyrir kosningum fyrr en niðurstöður kh'kjuyfirvalda lægju fyrir. -ggá Fram þjáðir flugmenn Eftir að Dagsbrúnarmenn og Iðjufólk sömdu um kjarabætur án þess að fara í verkfall var ljóst að það var á brattann að sækja hjá flugstjórum. Samanburðurinn við hinar láglaunastéttimar var orð- inn þeim afar óhagstæður. Það má eiginlega segja að kjörin væru að jafnast út í ekki neitt og auðvitað geta flugstjórar ekki unað þeirri stöðu til lengdar. Þeir hafa jafnan verið í fararbroddi verkalýðsbar- áttunnar og staðið sig hetjulega í langri þrautagöngu þjáðrar stéttar. Flugstjórar þurftu nú að taka til sinna ráöa. Og það strax. Staða þeirra i kjaramálum var orðin óþolandi og algjörlega óviðunandi. Þeir vora að dragast aftur úr öðr- um, þeir höfðu verið skildir eftir þegar aðrir sömdu og þeir þurftu svo sannarlega á meiri hækkunum að halda heldur en aðrir. Þar sem flugstjórar eru stéttvís- ari en aðrir og sannari verkalýðs- sinnar en aðrir var lofsvert hvern- ig þeir héldu á málum sínum. Þeir boðuðu til verkfalls eins og aðrar stéttir og gengu lengra. Þeir létu verða af því. Þeir gerðu það sem Dagsbrúnar- og Iðjufólkið hafði ekki kjark til að gera, sögðu stopp og lögðu niður störf. Út af fyrir sig má segja að flug- stjórar hafi haft ríkari ástæöu til að fara í verkfall heldur en þeir hjá Dagsbrún og Iðju. Flugstjórar hafa verið undir gífurlegu álagi og þeg- ar það er og haft í huga að launin hjá þeim eru rétt skítsæmileg og miklu lakari heldur en hjá starfs- bræörum þeirra erlendis þá eru flugstjórar þegar allt er talið ein af láglaunastéttum þjóðfélagsins og full þörf á leiðréttingum. Samt sem áður fóru flugstjórar ekki fram á annað en að fá það sama og aðrir og svo auðvitað aukagreiðslur og viðbótargreiðslur vegna þess álags sem það hefur í fór með sér að vinna á vöktum. Vinnutíminn er að vísu styttri en hjá flestum öðrum en það er þrúg- andi álag að þurfa að bíða eftir að komast til vinnu og það er sömu- leiöis til mikils trafala fyrir flug- stjóra að þurfa að mæta í vinnu sem kemur í veg fyrir að þeir geti tekið að sér önnur störf. Það má vel halda því fram að Dagsbrún og Iðja og aðrar lág- launastéttir hafi ekki átt neitt er- indi í verkfóll. Þessar stéttir fengu ríflega hækkun og samninga til þriggja ára. Þær þurfa ekki að kvarta. En öðru máli gegnir um flugstjóra. Það var fullkomlega eðlilegt og réttlætanlegt að þeir létu til skarar skríða. Þetta var heilagt stríð, barátta upp á líf og dauða. Allt var undir því komið að þeir fengju vaktaálagið greitt og án vaktaálags voru þeir ekki tilbúnir til að þiggja áfram lúsarlaunin sem þeir hafa. Það var annað hvort allt eða ekkert. Já, það eru harðir karlar í flug- stjórastétt, menn sem standa fremstir í stéttabaráttunni, menn sem skilja baráttu verkalýðsins, stríðið um brauðið, nauðsyn sam- stöðunnar, réttlætið sem felst í því að menn eigi til hnífs og skeiðar. Það var þetta sem rak flugstjór- ana í verkfallið og það var þetta sem stjóm Elugleiða varð að horfast í augu við. Enda sigraði réttlætið og flugstjóramir fengu sitt fram. Með því að fara í verk- fall. Með því að fara einir í verk- fall. Verkfallsvopnið hefur svo sannarlega sannað gildi sitt í þágu öreiganna, í þágu hins vinnandi manns. Það skal enginn komast upp með það að kúga þjáða flugstjóra með skitalaunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.