Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Side 8
8 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 Fréttir Netanyahu veröur ekki ákæröur í spillingarmáli: Ónógar sannanir af hálfu lögreglu Shields og Agassi giftu sig Leikkonan Brooke Shields og tennisstjarnan Andre Agassi gengu í það heilaga á laugardag. Athöfnin fór fram í lítilli kapellu en einungis 100 ættingjar og vin- ir voru viðstaddir. Shields klæddist hefðbundn- um hvítum brúðarkjól með löngu slöri. Þetta er fyrsta hjóna- band beggja. Veislan var haldin á sumarleyfisstað þar sem hjóna- komin höfðu leigt 12 lúxussmá- hýsi og fjögurra stjörnu veitinga- hús. Börðust við mikinn elds- voða Her slökkviliðsmanna barðist í gær við mikla elda sem geisuðu í miðborg Grand Forks í Norður- Dakóta-ríki í Bandaríkjunum. Eldsvoðinn hófst í einum skýja- kljúfa í fjármálahverfi borgar- innar á laugardag og í gær hafði hann eyðilagt fjórar byggingar í borginni. Eldsvoðinn kom á versta tíma en mikil flóð hafa herjað á íbúa ríkisins undanfar- ið. Komust slökkviliðsmenn ekki í brunahana sem voru á kafi og brugðu þeir því á það ráð að dæla gruggugu flóðvatninu á eld- inn. Undir kvöld í gær áttu slökkviliðsmenn undir högg að sækja en eldurinn virtist hrein- lega hoppa á milli bygginga. Reuter Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu í starfi og trúnaðarbrot. Elyakim Rubinstein saksóknari sagði að óskir lögregl- unnar um ákæra væru ekki byggð- ar á nægilegum sönnunum og byggðust einungis á framburði eins vitnis. Hins vegar mun Aryeh Deri úr heittrúarflokknum Shas verða ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest, íjárkúgun og fyrir að hindra fram- gang réttvísinnar vegna aðildar hans að skipun Roni Bar-On í emb- ætti saksóknara í janúar. Rubin- stein sagði að Deri mundi fá tæki- færi til að svara ásökunum í sinn garö í yflrheyrslum áður en ákæra yrði lögð fram. Þá munu nokkrir nánir samstarfsmenn Netanyahus sæta frekari rannsókn. Þessi vandræði Netanyahus eiga rætur að rekja til sjónvarpsfrétta fyrr á árinu þess efnis að Deri, sem þá þegar var flæktur í spillingar- mál, hefði fengið Netanyahu til að skipa Bar-On í embætti saksóknara svo hann gæti samið um lok mála- ferla gegn sér. í staðinn hefði hann Benjamin Netanyahu. heitið rikisstjórn Netanyahus stuðningi í samningunum við araba um Hebron. Skipun Bar-On olli hins vegar miklu írafári í ísrael en hann var talinn gersamlega óhæfur til starfans. Sagði sá af sér eftir 12 tíma í embætti. Netanyahu er fyrsti forsætisráð- herra ísraels sem lögregla viil fá ákærðan. Þótt Netanyahu virðist nú hafa sloppið með skrekkinn er fram- tið ríkisstjórnarinnar í óvissu þar sem óvíst er hvemig menn úr Shas- flokknum muni taka 80 blaðsíðna skýrslu saksóknara um málið, ekki síst þar sem Deri mun verða ákærð- ur. Þá getur Netanyahu orðið fyrir árásum af háifu ráðherra sinna ef skýrsla ríkissaksóknara þykir draga heiðarleika hans í efa. Loks þykir ljóst að þótt Netanyahu hafi sloppið við ákæru sé hann síður en svo hvítþveginn pólitískt séð. Netanyahu var annars kokhraust- ur eftir úrskurð saksóknara. I sjón- varpsávarpi sagði hann að saksókn- ari hefði hreinsað hann af öllum ásökunum um glæpsamlegt athæfi og mál þetta heyrði nú sögunni til. Simon Peres, formaður Verka- mannaflokksins og fyrrum forsætis- ráðherra, sagði hins vegar að Net- anyahu yrði að segja af sér. Þó ekki væru nægar sannanir til að ákæra hann væru nægar sannanir fyrir hendi til að færa hann fyrir dómstól almennings. Ásakanimar væru afar þungar þó ekki væri hægt að sanna þær fyrir rétti. Reuter Indland: Stjórnarkreppu lokið Inder Kumar Guiral var útnefnd- ur nýr forsætisráðherra Indlands í gær. Þar með lauk þriggja vikna stjórnarkreppu sem lamað hefur stióm landsins og haldið efnahags- lífinu í óvissu. Shankar Dayal Sharma bað Guiral um að mynda nýja ríkis- stjóm eftir að Kongressflokkurinn, sem átti upphafið að stjómarkrepp- unni en óttaðist kosningar, endur- nýjaði stuðning sinn við samstarf við Sameinuðu þjóðfylkinguna (United Front). Forsetinn hefur beð- ið Guiral, sem er 77 ára, að sann- reyna meirihluta sinn í þinginu á þriðjudag. Gurial er menntamaður, með reynslu í utanríkismálum. Hann þykir öraggur um meirihluta í þing- inu en á bak við Sameinuðu þjóð- fylkinguna og Kongressflokkinn em 318 af 542 þingmönnum í neðri deild þingsins. Reuter Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur opinn fund í Valhöll, þriðjudaginn 22. apríl nk. kl. 17.00, með yfirskriftinni „Af hverju eru karlmenn ríkjandi ístjórnmálum?" Ræðumenn fundarins: Tuula Öhman borgarstjórnarfulltrúi í Helsinki, talar um konur og stjórn- mál í Finnlandi. Geir Haarde þingmaður talar um konur og stjórnmál í alþjóðlegu sam- hengi. Sólveig Pétursdóttir þingmaður tal- ar um starf þingmannsins. Dr. Sigrún Stefánsdóttir lektor við Háskóla íslands, talar um konur, fjölmiðla og stjórnmál. Fundarstjóri er Bessí Jóhannsdóttir. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin Kosningaskjálfti skók franska stjómmálaflokka í gær en þær sögur gengu þá fjöllunum hærra að Jacques Chirac forseti mundi tilkynna um þingkosningar strax í dag, í þeim til- gangi að ryðja úr vegi hindrunum fyr- ir sameinaðri Evrópumynt. Skoðana- kannanir sýndu að kjósendur eru hlynntir því að þingkosningum verði flýtt en þær eiga annars ekki að vera fyrr en í mars á næsta ári. Þrátt fyrir leka um kosningar, sem virtist skipulagður í herbúðum Chiracs, heyrðist ekki múkk frá tals- mönnum forsetans um kosningar. Heimildir töldu í gær að Chirac mundi boða tveggja umferða kosning- ar í sjónvarpi á morgun og þær fæm fram annaðhvort 25. maí og 1. júní eða 1. og 8. júní. Dagblaðið Le Monde fullyrti að Ala- in Juppé forsætisráðherra mundi leggja fram drög að kosningastefnu- skrá á þriðjudag þar sem lögð yrði áhersla á framhald spamaðar, meiri skattalækkanir og takmörkun á ríkis- umsvifum, allt til að gera Frökkum kleift að eiga aðild að sameiginlegum Evrópugjaldmiðli. Iðnaðarráðherra Frakka sagði að margt réttlætti kosningar nú en sósía- listinn Lionel Jospin sagði kosningar nú þýða tap fyrir ráðandi flokka. „Ef stjómin hefði einhverja trú á eigin stefhu myndi hún bíða þar til kjör- tímabilinu lyki,“ sagöi Jospin. Reuter Amber Carillo minnist hér föður síns sem var í hópi þeirra 168 sem létu lífiö þegar stjórnsýslubyggingin í Oklahomaborg var eyðilögð í sprengingu 19. apríl fyrir tveimur árum. Minningarathöfn um hina látnu fór fram á laugardag. Nöfn þeirra voru þá lesin upp og aðstandendum gafst kostur á að fara inn á lóðina þar sem byggingin stóð, en hún hefur verið girt af, og leggja þar blóm og kransa. Sfmamynd Reuter Kosningaskjálfti í frönsku flokkunum Stuttar fréttir Undirbjuggu sig Viðskiptaaðilar í Kinshasa, höfuðborg Saír, bjuggu sig undir að uppreisnarmenn lokuðu fyrir samgöngur til borgarinnar. Spáö meirihluta Umbótasinnum var spáð ör- uggum meirihluta í þingkosn- ingunum í Búlgaríu í gær og geta því hrint nauðsynlegum efhahagsumbótum í fram- kvæmd. Skemmdu brú Skemmdir voru unnar á lengstu járn- brautarbrú í heimi, sem er í Hong Kong, viku áður en Margaret Thatcher, fyrr- um forsætisráðherra Breta, átti að opna hana. Áskorun Sinn Fein, stjómmálaarmur írska lýðveldishersins, IRA, skoraði á sigurvegara bresku þingkosninganna 1. maí að hleypa fulltrúum sínum að samningaborðinu um Norður-ír- land. Vill konungdæmi Leka, konungur Albaníu, sem verið hefur í útlegð, hóf herferð heima fyrir í þeim tilgangi að koma konungdæmi á aftur. Var honum fagnað mjög í gamla heimabæ sínum. Evrópurifrildi Kosninga- baráttan í Bretlandi ein- kenndist af rifrildi um hlutverk Bret- lands í Evr- ópu. Tony Bla- ir, formaður Verkamannaflokksins, sagði að borgarastríð væri innan fhalds- flokksins þar sem hart væri deilt um hve mikil völd ætti að láta í hendur Evrópusambandinu í Bmssel. Gerðu árás ísraelskar herþotur gerðu árásir á meintar bækistöðvar skæruliða í Suður-Líbanon eftir að tveir ísraelskir hermenn fór- ust í sprengjuárás. Zjúganov kjörinn Gennadí Zjúganov var endurkjörinn formaður rússneska kommúnista- flokksins sem samþykkti ályktun þar sem því var heitið að Borís Jeltsín yrði komið frá völdum. Hvatt til rósemi Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, hvatti til ró- semi heima fyrir og í fleiri Evr- ópuríkjum eftir deilu sem kvikn- aði þegar dómstóll í Berlín úr- skurðaði að íranar hefðu skipu- lagt morð á Kúrdum. Kona i slaginn Ellen Johnson-Sirleaf hefur gefið kost á sér í forsetakosning- unum í Líberíu 30. maí. Vill hún að kona verði kosin frekar en karlmennimir sem standa á bak við borgarastyrjöld síðastliðinna sjö ára. Hinsta ferö Aska rithöfundarins og sýruflipparans Timothys Learys verður send með spænskum gervihnetti út í geiminn þar sem henni verður dreift. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.