Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Í-lV ísland INXS t 1.(2) Stoosh Skunk Anansie % 2. ( 4 ) Falling Into You Celine Dion $ 3. (10) Live in Paris Celine Dion * 4. (14) Homework Daft Punk t 5. ( 9 ) Polydistortion Gus Gus I 6. ( 8 ) Pop U2 t 7. (11) Paranoid and Sunburnt Skunk Anansie | 8. (1 ) Dig Your Own Hole Chemical Brothers 4 9. ( 3 ) Pottþétt 7 Ýmsir 4 10. ( 6 ) Romeo & Juliet Úr kvikmynd 4 11. ( 5 ) ln Itforthe Money Supergrass § 12. (Al) Seif Páll Oskar I 13. ( 7 ) Spice Spice Girls i 14. (Al) Space Jam Úr kvikmynd * 15. (20) Tragic Kingdom No Doubt t 16. ( - ) Flaming Pie Paul McCartney 4 17. (13) Secrets Toni Braxton * 18. (Al) The Score Fugees t 19. (Al) Fólkerfífl Botnleðja t 20. ( - ) Best of Bach London -lög- t 1. (- ) You're not Alone Olive t Z ( 4 ) Lovefool The Cardigans I 3. (- ) Wonderful Tonight Damage f 4. ( 7 ) You Might Need Somebody Shola Ama ft 5. ( 5 ) I Believe I Can Fly R. Kelly | 6. (1 ) Love Won't Wait Gary Bartow t 7. ( - ) l'm a Man not a Boy North and South t 8. (- ) Kowalski Primal Scream t 9. ( - ) Susan's House Eels $ 10. ( 9 ) Bellissima DJ Quicksilver NewYork Uýjar leidir íarnar INXS reyndu ný vinnubrögö í hljóöveri til aö fanga spennuna og spitagleðina sem þeim þótti vanta í tónlistina á fyrri plötum sínum. Nýja platan er aö mörgu leyti ólík öðram sem við höfum sent frá okkur," segir Andrew Farriss, gítar- og hljóm borðsleikari áströlsku hljómsveitarinnar INXS, um plötuna Elegantly Wasted sem kom út á dögunum. „Við nálguðumst vinn- ima við hana öðravisi en við hinar. Áður fyrr tókum við upp eina plötu á ári eða lét- um hða eitt og hálft ár á milli. Okkur fannst við vera afskaplega skapandi en kannski vorum við það ekki. Bara afkastamiklir. Þess vegna tókum við okkur tak áður en við byijuðum á Elegantly Wasted og spurðum okkur hverjir við værum. Áður höfðum við verið svo önnum kafnir við að vera INXS að við höfðum ekki tima til að velta því fyrir okkur hvar við stóðum eða hvort við vorum ánægðir með stöðuna eins og hún var. Niðurstaða þessarar sjálfskoðunar var sú,“ heldur Andrew Farriss áfram, „að við ákváðum að hafa gaman af því að taka upp næstu plötu, njóta þess að vinna saman. Við uppgötvuðum nefnilega að tónhstin okkar er mest spennandi þegar okkur þykir sjálf- rnn spennandi að vinna við hana. Þar með var grunnurinn að vinnuferh Elegantly Wa- sted lagður." Andlitslausir Elegantly Wasted er tíunda hljóðversplata INXS. Á þessu ári era átján ár liðin frá þvi hljómsveitin kom fyrst fram í heimaborg hðsmannanna, Sydney í Ástr- ahu. Síðan hefúr margt drifið á dagana og stundmn er talað um að INXS sé þekktasta andlitslausa hljóm- sveitin í heiminum. Ekki er hún reyndar alveg and- litslaus því að söngvarinn og aðallagahöfúndurinn með Andrew Farriss er ágætlega þekktur. Michael Hutchence kemur ekki síður við sögu á síðum slúð- urblaða en virtra tímarita um dægurmenningu. Kvennamál hans þykja skrautleg, drykkjuúthaldið með ólíkindum og þannig mætti lengi telja. Félagar hans halda sig hins vegar til hlés I skemmtanalífmu og vekja því nánast enga athygh nema þegar plötur INXS koma út og efnt er til hljómleikaferða til að fylgja þeim eftir. Hljómsveitin hefúr til þessa selt yfír tuttugu millj- ón eintök af plötum sínum og farið um allan heim til að fylgja þeim eftir með hljómleikahaldi. Vinsælda- listasmellimir era orðnir allnokkrir og sömuleiðis verðlaunin sem hljómsveitinni hafa hlotnast. Hún hefúr verið tilneöid til Grammyverðlauna en á enn eftir að vinna til þeirra svo að enn er að einhveiju að stefna! Vinnugleðin fönguð Þótt Michael Hutchence sé í hópi helstu sam- kvæmispáfagauka poppbransans gefur hann sér samt tíma til að stunda vinnuna þegar þannig stend- ur á. Hann og Andrew Farriss fylgdu til dæmis öllum tólf lögunum á Elegantly Wasted eftir frá upphafi til enda. „Við ákváðum til dæmis að nota venjuleg upp- tökubönd og hljóðnema við vinnuna strax frá fyrsta degi,“ segir Hutchence. „Við gerðum alls konar til- raunir í gamla daga en núna notuðum við bara hefðbundin tól. Töluverður hluti þess sem fór á plötuna var tekinn upp í fyrstu at- rennu. Þannig reyndum við að fanga vinn- ugleðina í hljóðverinu og koma henni til hlustendanna. Ég man ekki eftir þvi að við höfúm unnið svona áður. Núna höfðum við engan upptökustjóra sem hékk yfir öxlina á okkur og sagði: „Við erum búnir að hanga héma í allan dag, hvað er að gerast?" „Margir reyna að skapa spennuna þegar komið er í hljóðverið,“ bætir Farriss við, „en ef hún er ekki til staðar áður en vinn- an hefst þýðir ekkert að reyna að bjarga herrni þegar byijað er að taka upp. í fyrsta skipti síðan við byijuðum að taka upp lög völdum við ekki alltaf bestu útgáfúmar sem við höfðum í höndunum heldur þær fyrstu. Og sumir textamir eða textabrotin sem Michael söng höfðu ekki orðið til áður en hann byrjaði að taka upp. Við gengum út frá því að öll vinnan í hljóðverinu væri jafnmikilvæg frá fyrsta degi til hins síðasta - við gætum verið að gera rétta hlutinn í fyrstu tilraim en ekki þeirri síðustu." Staðan í dag Hver skyldi staða INXS svo vera á þeim tímamótum þegar Elegantly Wasted, tíunda hljóðversplatan, er komin út? Michael Hutchence segist ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef alltaf óttast það að verða settur á bás með fyrrverandi stórsveitum síðan platan okkar Kick varð vinsæl," segir hann. „Við urðum til á undarlegum tímum og það era ekki margar hljómsveitir eftir sem urðu til um svipað leyti og INXS. U2 er þama, sömu- leiðis Cure, R.E.M., Depeche Mode og kannski nokkr- ar fleiri. Við urðum til mitt á milli pönk- og diskóæð- is. Þar af leiðandi erum við afskaplega blandaðir og alls konar áhrif læða sér inn í tónlistina okkar. Sennilega eigum við aldrei eftir að falla í eitthvert ákveðið mót,“ bætir hann við. „Kannski er það vegna þess að við urðum til á tíma þegar tískan var að breytast. Kannski er það bara af þvi að við erum sex í hljómsveitinni og stefnum hver í sína áttina." Samantekt: ÁT 1. (-) Hypnotixe The Notorious B.I.G. 2. ( 6 ) Mmmbop Hanson 3. ( 7 ) Return of the Mack Mark Morrison 4. ( 2 ) You Were Meant for Me Jewel 5. ( 5 ) For You I Will Monica 6. ( 4 ) I Want You Savage Garden 7. ( 3 ) Can't Nobody Hold Mo Down Puff Daddy 8. ( 8 ) Where Have All the Cowboys G..? Paula Cole 9. ( 9 ) Hard to Say l'm Sorry Az Yet Featuring Peter Cetera 10. ( - ) I Belong to You Rome Bretland t 1.(2) Spice Spice Girls | 2. ( 1 ) Flaming Pie Paul McCartney t 3. ( -) Tellin' Stories The Charlatans | 4. ( 4 ) White on Blonde Texas | 5. ( 3 ) ln It for the Money Supergrass | 6. ( 6 ) Republica Republica t 7. ( -) Andromeda Heights Prefab Sprout t 8. ( -) Travelling without Moving Jamiroquai f 9. ( -) It Doesn't Matter Anymore Supernaturals V 10. ( 5 ) Shelter The Brand New Heavies Bandaríkin f 1. ( 2 ) Carrying Your Love with Me George Strait t 2. ( - ) Share My Worid MaryJ.BIige f 3. ( 3 ) Spice Spice Girls | 4. ( 4 ) Life after Death The Notorious B.I.G. | 5. ( 5 ) Space Jam Soundtrack I 6. ( 6 ) Bringing Down the Horse The Wallflowers 7. (- ) Shaming of the Sun Indigo Girls 8. ( 7 ) Pieces of You Jewel 9. ( - ) Blue Leann Rimes 10. 10) Baduizm Erykah Badu Babyface: f|||sa j áh.riia Émesti Kenneth „Babyface" Edmonds er einn af tuttugu og fimm áhrifamestu mönnunum í Bandarikjunum á þessu ári. Tveir menn úr dægurtónlistargeiranum ná þessari útnefningu. Hinn er Trent Reznor, allt í öllu í Nine Inch Nail. Meðal annarra sem komust á listann sem fréttatímaritið Time tók saman og birti á dögunum eru Madeleine Albright utanríkisráð- herra, Colin Powell, fyrrverandi hershöfðingi, Chris Carter, höfundur X-Files, Rosie O’Donnell, leikkona og sjónvarpsþáttastjómandi, og Harvey Weinstein, forstjóri Miramax. Babyface kom við sögu í Fjörkálfi DV í síðustu viku. Þá var frá því greint að rokksveitin The Roll- ing Stones hefði fengið hann til að stýra upptökum nokkurra laga á plötu sem hún er með í smíðum um þessar mundir. Babyface er ekki með öllu ókunnug- ur ýmsu öðra stórmenni í dægurtónlist heimsins. Hann samdi og vann lagið Change the World sem hann og Eric Clapton fengu Grammyverðlaun fyrir á dögunum. Grammyverðlaunin urðu raunar fleiri og alls var hann tilnefndur til tólf. Babyface er kallaður til þegar Michael Jackson hljóðritar lög og hann vinnur með Mariah Carey, Whitney Houston, Madonnu og fleiri og fleiri. Þegar allt er saman lagt kemur í ljós að Babyface hefur stýrt upptökum sextán laga sem náö hafa efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Tugir annarra hafa náð á topp tíu. Þessi ástæða liggur fyrst og fremst að baki því að Kenny „Babyface" Edmonds telst vera einn af tuttugu og fimm áhrifamestu mönnunum vestra. Listamaður Babyface er fleira til lista lagt en að stýra upptök- um fyrir stjömumar. Hann er einnig lagahöfundur, hljóðfæraleikari og söngvari. Hann sendi fyrir nokkra frá sér plötuna The Day. Á henni era tíu lög og þar mætir heill herskari höfrmdinum, söngvar- anum og upptökustjóranum til aðstoðar. Má þar nefiia Kenny G. saxófónleikara, Mariah Carey, Eric Clapton, Sheilu E., Shanice, Gragg Phillinganes og síðast en ekki síst Stevie Wonder sem semur eitt lag plötunnar með Babyface, syngur það með honum og spilar á munnhörpu. Nokkur lög af plötunni The Day hafa slegið í gegn, einkanlega Every Time I Close My Eyes. Listinn yfir athafnasemi Babyface endar ekki hér. Til viðbótar öllu því sem þegar hefur verið talið upp er hann jafnframt annar tveggja eigenda plötu- fyrirtækisins LaFace sem hefur meðal annars kvennatríóið TLC og söngkonuna Toni Braxton á sínum snærum. Og vitaskuld vinnur Babyface einnig fyrir listamennina sem hann gefur út sjálfur. Hvað skyldi það vera sem veldur því að Kenneth Babyface kann öörum betur aö sigla milli skers og báru f tónlist sinni, móögar engan og er þar af leiöandi ótrúlega vinsæll hjá almenningi og öör- um tónlistarmönnum um þessar mundir. „Babyface" Edmonds er svo gífurlega vinsæll og at- orkusamur að Time sér ástæðu til að nefna hann í hópi tuttugu og fimm áhrífamestu einstaklinganna í Bandaríkjunum um þessar mundir? Tónlist hans er algjör andstæða við rapp, þá stefiiu þeldökkra tón- listarmanna sem helst fellur í kramið um þessar mundir. Hún er létt og svífandi popptónlist, mýksti hluti þess sem einu nafni er nefnt Rhythm’n’Blues eða R&B um þessar mundir og hefur stundum ver- ið flokkað sem soul. Vegna poppáhrifanna, hóflega sterks danstaktsins og allra málamiðlananna höfðar hún til mun fleira fólks en rappið sem fólki annað- hvort líkar eða ekki. Babyface segist ekki hafa hugmynd um það hvort hann á eftir að ná enn lengra í tónlistinni eða hvort hápunktinum sé náð. „Ótrúlega margt hefur gerst á tiltölulega skömmum tima án þess að ég hafi reynt tiltakanlega mikið til þess að ná þeim árangri sem er í höfn,“ sagði hann nýlega í viðtali. „Ég er enn ungur (39 ára) og mig langar til að takast á við enn fleira. Hvort það fellur í kramið hjá fjöldan- um eða ekki verður bara að koma í ljós.“ Samantekt: ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.