Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 IjV ★ * •mt helgina ***------------- Vortón- leikar í Selja- kirkju Tónskóli Eddu Borg stendur fyrir vortónleikum í Seljakirkju á morgun kl. 13, 14.30 og 16. Þetta er áttunda starfsár Tón- skólans. Efnisskrá tónleikanna veröur fjölbreytt, fram koma m.a. forskólanemendur, sem leika á blokkflautur og syngja, lúðrasveit skólans og harm- óníkuhópur auk þess sem í boði verður strengjasamspil, einleik- ur og samleikur. Málverka- sýning í Gimli Elvar Guðmundsson opnar á morgun kl. 14 málverkasýningu í Gimli á Stokkseyri. Þetta er 30. einkasýning Elvars. Myndirnar eru málaðar með olíu á striga og masónít og olíupastel. Á sýning- unni verða sjávarmyndir auk mynda úr Borgarfirði o.fl. Sýningin er opin virka daga kl. .17-22 og frá kl. 14-22 um helgar. Henni lýkur þann 1. júní. Verk eftir íslenska iistamenn úr eigu Listasafns Reykjavíkur eru til sýnis á Kjarvalsstöðum. Hér má sjá verk eftir Jóhannes S. Kjarval. W Islensk myndlist á Kjarvalsstöóum Islensk myndlist er heiti sýn- ingar sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 16. Þar gefur að líta verk eftir islenska listamenn úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni eru sýnd verk sem spanna alla 20. öldina og sýna þróun íslenskrar myndlist- ar en markmiðið með sumar- sýningum safnsins hefur verið aö gefa sýningargestum tæk- ifæri til að fá góða innsýn í ís- lenska listasögu. í vestursal veröa sýnd lands- lagsmálverk eftir frumheija ís- lenskrar myndlistar. Má þar nefna verk eftir Þórarin B. Þor- láksson, Ásgrím Jónsson og Jó- hannes S. Kjarval. Þar eru einnig verk abstraktmálaranna sem fram komu um miðja öld- ina, ss. Svavars Guönasonar, Þorvaldar Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur og Karls Kvaran. í miðrými verður til sýnis málverkið Sience Fiction eftir Erró ásamt verkum þeirra lista- manna sem kenndir hafa verið við SÚM-hópinn en hann var hvað mest áberandi í íslensku listalífi á sjöunda áratug aldar- innar. í austursal eru aftur á móti sýnd verk eftir yngstu kynslóð- ina í íslenskri myndlits. Þar gef- ur að líta verk eftir fjölmarga listamenn sem sýna vel fjöl- breytileikann og gróskuna í myndlistarlífi nútímans. Leikritið Svanurinn eftir Elizabeth Egloff hefur verið sýnt yfir fjörutíu sinnum í vetur en það var frumsýnt í október. í kvöld verður allra síðasta sýning á þessu frábæra verki og hefst hún kl. 23. Með hlutverk svansins fer Ingvar E. Sigurðsson en auk hans leika Björn Ingi Hilmarsson og María Ellingsen. Radíusbræður skemmta Radíusbræður skemmta Hafnfirð- ingum og nágrönnum á Café Royale í kvöld og hefst skemmtunin kl. 21.30. Rúnar Þór tekur svo við af þeim bræðrum og skemmtir gestum fram á nótt. Kirkjulistahátíð Á sunnudaginn hefst árleg Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju með hátíðarmessu þar sem nýtt fær- anlegt stjórnborð við orgelið verður tekið í notkun. Þá mun Mótettukór kirkjunnar frumflytja verk eftir Hróömar Inga Sigurbjörnsson og sunginn verður í fyrsta sinn sálmur eftir Sigurbjöm Einarsson við lag Jóns Ásgeirssonar. Enn eitt tónverk var samið sérstaklega fyrir hátíð- ina, konsert fyrir orgel og hljóm- sveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem verður frmnfluttur í kirkjunni 29. maí af Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Herði Áskelssyni. Mikil áhersla verður aö þessu sinni lögð á myndlist. Níu lista- menn voru fengnir til að gera tillög- ur að myndverkum í níu nýjar kirkjur og fengu alveg frjálsar hend- ur. Líkön af myndverkunum hafa 'verið skönnuð inn á myndir úr kirkjunum þannig að sjá má ná- kvæmlega hvemig þau tækju sig út ef þau yrðu sett upp. Sýning á þess- um myndum verður opnuö á hvíta- sunnudag eftir messu, kl. 12.15, og munu arkitektar kirknanna taka þátt í henni og skýra hugmyndimar aö haki kirkjubyggingunum. í 'tengslum við sýninguna verður haldið málþing 24. maí og fyrirlest- ur 31. maí sem nánar verða kynnt síðar. Alls verða sjö tónleikar á hátíð- inni, þeir fyrstu á hvítasunnudag kl. 17. Þar mun Halvor Hákanes kveða norska miðaldakvæðið Draumkvæði við samspil fiölu og orgels. Káre Nordstoga, dómorganisti frá Ósló, leikur á org- elið og Per S. Björkum á fiölu. Á annan í hvítasunnu heldur Mótettukórinn upp á 15 ára afmæli sitt með veglegum tónleikum þar sem flutt veröa fimm samtímatón- verk frá jafnmörgum löndum, með- al þeirra nýja verkið eftir Hróðmar Inga sem frumflutt var viö messu daginn áður. Stærsta verk tónleik- anna er Messe solenelle eftir franska tónskáldið Jean Langlais. Með kómum leika orgelleikararnir Hannfried Lucke og Douglas Brotschie. Meðal seinni viöburða má nefna tónleika franska orgelsnillingsins Jean Guillou 24. maí og tónleika Voces Spontane og Manuelu Wiesler 30. maí en þeir og aörir viðburöir verða kynntir nánar þegar nær þeim dregur. -SA Tillaga Siguröar Örlygssonar að altaristöflu í Hjallakirkju er á myndlistarsýningu í Hallgrímskirkju sem verður opnuð á hvíta- sunnudag. MESSUR Árbæjarkirkja: Hvítasunnudagur: Guðsþjón- usta M. 11. Prestarnir. Áskirkja: Hvítasunnudagur: Hátiðarguðsþjón- usta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- messa með altarisgöngu kl. 11. Annar hvlta- sunnudagur: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Bústaðakirkja: Hvitasunnudagur: Hátiðarguðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Prestur sr. Guðný Hall- grimsdóttir. Bolungarvikurprestakall: Hátíöar- og ferming- arguðsþjónusta í Hólskirkju hvítasunnudag kl. 14. Sr. Gunnar Bjömsson. Digraneskirkja: Kirkjuheimsókn Digranessafn- aöar I Hjallasókn. Gengið verður frá Digranes- kirkju kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta í Hjalla- kirkju kl. 11. Veitingar að guðsþjónustu lokinni. Dómkirkjan: Hvítasmmudagur: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Prest- ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Hvítasunnudagur: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Guðmundur Óskar Ólafsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 11 hvítasunnu- dag. 100 ára afmæli sveitarfélagsins. Sóknar- prestur. Fella- og Hólakirkja: Hvitasunnudagur: Hátíð- arguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prestarnir. Frfkirkjusöfhuðurinn í Reykjavík: Messa kl. 14 hvítasunnudag. Fermdar verða Aldís Björg ívarsdóttir Schram, Vesturgötu 71, og Hlíf Una Bárudóttir, Yrsufelli 15. Sr. Bryndís Malla Elidóttir þjónar í forfollum safnaðarprests. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14 hvíta- sunnudag. Ferming. Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Hvítasunnudagur: Hátiðar- guðsþjónusta kl. 11. Helgistund á Hjúkrunar- heimilinu Eir kl. 13.30. Prestamir. Grensáskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Grindavíkurkirkja: Hvítasunnudagur: Hátíöar- guðsþjönusta kl. 11. Helgistund í Víöihlíð kl. 12.30. Sóknamefndin. Hallgrímskirkja: Hvítasunnudagur: Setning Kirkjulistahátiðar. Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Opnun myndlistar- sýningar kl. 12.15. Tónleikar kl. 17. Annar í hvitasunnu: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Tónleikar kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustuna í Strand- bergi. Guðsþjónusta i Sólvangi kl. 16. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Prestamir. Háteigskirkja: Hvítasvmnudagur: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Digranessöfnuður kemur í heim- sókn. Sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar. Veit- ingar aö guðsþjónustu lokinni. Prestarnir. Holtsprestakall í Önundarfirði: Hátiðar- og fermingarguösþjónusta i Flateyrarkirkju hvíta- sunnudag kl. 11. Hátíöarmessa í Holtskirkju i önundarfirði annan hvítasunnudag kl. 14. Sr. Gunnar Bjömsson. Hraungerðiskirkja í Flóa: Hátíðarmessa annan hvítasunnudag kl. 13.30. Kristinn Á. Friðfmns- son. Hverageröisprestakall: Hvítasunnudagur: Fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 10.30. Fermingarmessa í Kotstrandakirkju kl. 13.30. Annar i hvítasunnu: Þýsk-íslensk messa kl. 11. Sr. Jón Ragnarsson sóknarprestur. Keflavíkurkirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigfus Baldvin Ingvason. Kópavogskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Ægfr Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Hvítasunnudagur: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Laugarneskirkja: Hvítasunnudagur: Hátiðar- messa kl. 11. Ferming. Ólafur Jóhannsson. Lágafellskirkja: Hátíðarguðsþjónusta hvita- sunnudag kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Hvitasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Annar í hvíta- sunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Halldór Reynis- son. Innri-Njarðvfkurkirkja: Hvítasunnudagur: Há- tíöarguðsþjónusta kl. 14.30. Baldur Rafti Sigurðs- son. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Hvítasunnudagur: Hátföarguðsþjónusta kl. 11. Baldur Rafn Sig- urðsson. Óháði söfhuðurinn: Hvítasunnudagur: Hátiðar- guðsþjónusta kl. 14. Ölafsfjarðarprestakall: Hvítasunnudagur: Messa kl. 10.30. Ferming. Messa kl. 13.30. Ferm- ing. Annar í hvitasunnu: Messa á dvalarheimil- inu Hombrekku kl. 13. Sr. Sigríður Guðmars- dóttir. Seljakirkja: Hvitasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sóknarprest- ur. Seltjamameskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíð- arguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14 annan dag hvíta- suirnu. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Báts- ferö úr Sundahöfh kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.