Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 7
D"V FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Tónlistarhátíð í Hveragerði: Bjartar nætur Um helgina verður hald- in tónlistarhátíð í Hvera- gerði sem fengið hefur nafnið Bjartar nætur. Á há- tíðinni verður flutt kamm- ertónlist og sönglög eftir hina ýmsu höfunda. Má nefna verk eftir Johannes Brahms, Franz Schubert, Robert Schumann, W.A. Mozart og Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur á hátíðinni eru Peter Máté, píanó, Guð- ný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó, Unnur Svein- hjamardóttir, lágfiðla, Sig- urður I. Snorrason, klar- inett, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, og Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzósópran. Tónlistarhátíðin er hald- in að frumkvæði Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guð- mundsdóttur en hún fer fram í nafni Menningar- málanefndar Hveragerðis og Tónlistarfélags Hvera- gerðis og Ölfuss. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 í kvöld, á morgun kl. 17 og á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Gunnar Kvaran sellóleikari er einn þeirra tóniistarmanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Bjartar nætur sem haldin verður í Hveragerði um helgina. Það verður mikið um dýrðir á Eyrarbakka um helgina en hreppurinn fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Eyrarbakka- hreppur 100 ára Á þessu ári fagnar Eyr- arbakkahreppur 100 ára af- mæli sínu. Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir og munu forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, taka þátt í há- tíðahöldunum. Dagskráin hefst með há- tíðarguðsþjónustu í Eyrar- bakkakirkju kl. 11. Hátíð- arsamkoma verður að Stað kl. 14 og kl. 15.30 verður kaffi og afmælisterta í tjaldi á Garðstúni. Á mið- nætti hefst afmælisdans- leikur á Stað. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Annan í hvítasunnu verður sprelldagur fyrir böm á öllum aldri á Garðs- túni. Þar verða leiktæki, risarennibraut, go-kart og fleira. Miðaldakirkjan í Noregi og á íslandi Á morgun verður opnuð sýningin Kirkja og kirkju- skrúð á 3. hæð Þjóðminja- safns íslands. Á sýning- unni verða valdir kirkjumunir frá miðöldum úr Þjóðminjasafni og sam- bærilegir gripir úr norsk- um söfnum. Tveir íslensk- ir gripir koma úr Þjóð- minjasafni Dana í Kaup- mannahöfn en þar hafa þeir verið vistaðir hátt á aðra öld og ekki borið fyr- ir sjónir margra íslend- inga. Annar er Grundar- stóllinn sem Danir héldu eftir árið 1930 en hitt er helgiskrín frá Keldum. Til sýnis verða líkön af norskum stafkirkjum frá miðöldum og nýsmíðað líkan af íslenskri miðalda- dómkirkju en dómkirkj- umar í Skálholti og á Hól- inn vom stærstu timbur- hús á þeim tíma í norðan- verðri Evrópu. Þá verður endurgerð í fullri stærð lítil kirkja eins og þær munu hafa tíðkast í sveit- um hér á landi í upphafi kristni. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur o»t mllll hlrm^ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 Á sýningunni er endurgerö í fullri stærð lítil kirkja eins og þær munu hafa tíðkast í sveitum hér á landi i upphafi kristni. DV-mynd E.ÓL. ú ________________m helgina n *★ ★ SÝNINGAR Gallerí Homiö, Hafharstræti 15. Magdalena M. Her- manns er með sýningu á ijómyndum. Opið alla daga kl. 11-23.30 en sérinngangur gallerísins er opinn kl. 14-18. Til 28. maí. Gallerí, Ingólfsstræti 8. Anna Lín- dal sýnir „hluta úr lífi“. Opið fim.-sud. kl. 14-18 til 25. maí. Gallerí Fold, Rauöarárstig. Sossa sýnir olíumálverk til 25. maí. Opið daglega frá kl. 10-18, laugard. frá kl. 10-17 og sunnud. frá kl. 14-17. Gallerí Handverk & hönnun, Amtmannsstíg. Sýn- ing á skartgripum Elisabetar Ásberg til 19. maí. Opið daglega frá kl. 11-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Gallerí Myndás, Skólavöröustig. Pinhole ljós- myndasýning Vilmundar Kristjánssonar. Opiö á venjulegum verslunartíma til 31. mai. Gallerí Regnbogans, Hverfisgötu 54. Sýning á verk- um Sigurðar örlygssonar opin virka daga frá kl. 16-24 og frá kl. 14-24 um helgar. Galleri Slunkaríki, Aöalstræti 22. Laugardaginn 17. maí kl. 16 opnar Ragnheiður Jónsdóttur sýningu á kolateikningum og grafikverkum. Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18 og stendur til 1. júní. Gallerí Sýnirými. í Gallerí Sýniboxi: Morten Kild- evæld Larsen; í Gailerí Barmi: Stefán Jónsson, ber- andi er Yean Fee Quay; Gallerí Hlust: Halldór Bjöm Runólfsson og „The Paper Dolls“; í Gallerí 20 m2: Sýn- ingin Afstæöa eftir Rúrí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýning Önnu Sigriðar Siguijónsdóttur til 28. maí. Opið á verslunar- tíma. Gallerí Sölva Helgasonar, Sölvabar í Lónkoti, Sléttuhlíð í Skagafirði. Laugardaginn 17. maí verður sýning Brynju Ámadóttur opnuð. Sýningin stendur til 28. júní. Gerðuberg. Sýning á verkum eftir Magnús Tómasson stendur til 26. maí. Opið fim. til sun. frá kl. 14-18. Gimli, Stokkseyri. Sýning á verkum eftir Elfar Guöna. Sýningin er opin um helgar frá kl. 14-22 og virka daga frá kl. 17-22. Henni lýkur 1. júní. Hafnarborg. Samsýningin Sparistellið til 19. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá 12-18. Opið virka daga frá kl. 9-18. Hafiiarhúsið v/Tryggvagötu. Eggert Einarsson held- ur skúlptúrsýningu 3. til 18. maí. Kaffi París. Hulda Ólafsdóttir sýnir tískumyndir til 17. maí. Kjarvalsstaöir íslensk myndlist er heiti sýningar sem verður opnuð laugardaginn 17. maí kl. 16.00. Sum- arsýning Kjarvalsstaða verður opin frá 17. maí til 31. ágúst alla daga frá kl. 10-18. Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur, Freyjugötu 41. Sýning á verkum Sigurjóns Jóhannssonar, „Undir grænni torfu". Sýningin stendur til 25. maí. Opið þriðjud. til sunnud. frá kl. 14-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7. Sýning á verk- um safnsins, erlend grafik, íslensk abstraktverk, alda- mótakynslóðin, 3. og 4. áratugurinn, til 1. júní. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. Listasafh íslands, Bergstaöastræti 74. Safn Ás- grims Jónssonar, vatnslitamyndir, febrúar-maí. Safn- iö er opið um helgar, kl. 13.30-16. Listasafn Kópavogs, Geröarsafh, Hamraborg 4. Málverk og teikningar eftir norsku listakonuna Önnu- Evu Bergmann til 8. júní. Opiö alla daga nema mánud. frá 12-18. Listasafh Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi. Sér- stök skólasýning meö völdum verkum eftir Siguijón. Opið lau. og sun. kl. 14 og 17 og eftir samkomulagi. Listaskólahúsið, Laugarnesvegi 91. Vorsýning - MHÍ. Útskriftamemar sýna lokaverkefni sin til 19. maí. Opið daglega frá kl. 14-19. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Laugardaginn 17. maí kl. 14-17 opnar Finninn Harri Syrjánen sýningu á verkum sínum. Sýningin veröur opin mán.-fos. frá kl. 10-18 og lau. frá kl. 11-14. Mokka, Skólavörðustfg 3A. Sýning Helga Sigurðs- sonar stendur til 6. júní. Opið alla daga nema sunnu- daga frá kl. 14-23.30. Norræna húsið.Sunnudaginn 18. mai kl. 16 verður opnuö sýning á skartgripum eftir 56 norræna gull- smiði. Sýningin veröur opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 8. júní. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Til 18. maí stendur yfir myndlistarsýningin Perception með sjö erlendum myndlistarmönnum og einum íslenskum. Opið dag- lega nema mánudaga frá 14-18. Safnhúsiö í Borgamesi. Listamaðurinn Grímur Marinó hefúr opnaö sölusýningu og stendur hún til 2. júni. Sjónarhóll, Hverfisgötu. Sýning á oliumálverkum Sigrúnar Eldjám opin fimmtud. til sunnud. frá kl. 14-18 til 25. maí. Snegla listhús, Grettisgötu 7. 2.-23. maí verður til sýnis og sölu það nýjasta í hönnun á silkislæðum og sjölum eftir sjö textíEistakonur listhússins. Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 10-14 laugard. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Sýning á trérist- um Þorgerðar Siguröardóttur. Vinnustofusýning Gunnars Arnar aö Kambi í Holta- og Landsveit út mai. Opið frá morgni til kvölds alla daga nema miðvikudaga. Safnaðarheimili Reykholtssóknar. Sýningar dr. „ Jónasar Kristjánssonar um Snorra Sturluson og verk hans og málverkasýning Vignis Jóhannessonar mynd- listarmenns standa til 15. júní. Frá og með 1. júni verð- ur opið daglega frá kl. 10 til 20 en i maimánuði eftir samkomulagi. Þjóðminjasafh Islands. Kirkja og kirkjuskrúð. Miö- aldakirkjan i Noregi og á íslandi. Á sýningunni veröa valdir kirkjumunir frá miööldum úr Þjóöminjasafni og sambærilegir gripir úr norskum söfnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.