Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 12
* myndbönd Smoke: ***i Tóbaksbúðin á horninu Wayne Wang leikstýrir þessari mynd eftir hand- riti rithöfundarins Pauls Austers, sem er einn af virtustu samtímarithöfundum Bandaríkjanna. Hann tvinnar saman líf nokkurra einstaklinga í Brooklyn og segir sögur þeirra. Vinátta rithöf- undarins Pauls Benjamins og Auggie, verslunarstjórans í tóbaksbúö- inni, er í brennidepli. Rithöfundurinn er enn að ná sér eftir lát konu sinnar á meðan draugar fortíðarinnar ásækja Auggie í formi eineygðr- ar fyrrum ástkonu. Paul kemst í kynni við ungling sem liggur á leynd- armálum og í kjölfarið fáum við að kynnast einhentum föður hans, sem á við eigin fortíðardrauga að etja. Allar persónumar eiga það sameigin- legt að vera að reyna að sætta sig við sín fyrri mistök og leita lífsfyll- ingar. Sögurnar eru hver annarri athyglisverðari og vel tengdar, þannig að áhorfandinn fær að sjá heilsteypta kvikmynd fremur en nokkrar smásögur. William Hurt og Harvey Keitel eru kóngar í ríki sínu og sér- staklega nær William Hurt góðum tökum á sínu hlutverki. Þá er Harold Perrineau, jr. athyglisverður í hlutverki unglingsins. Þess má geta að von er á Blue in the Face, sem Wang gerði til hliðar við Smoke, en þar er sama tóbaksbúðin í aðalhlutverki. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Wayne Wang. Aðalhlutverk: William Hurt og Harvey Keitel. Bandarísk, 1995. Lengd: 110 mín. Öllum leyfð. -PJ Countdown „ Hrekkjastrumpur í Seattle Brjálæðingur nokkur er með jólapakka handa Seattle-búum. Hann hefur komið sprengju fyrir ein- hvers staðar í borginni sem á að springa á jóladag. Löggan hefur þrjá sólarhringa til að hafa upp á hon- um og sprengjunni og byrja á því að handtaka jap- anska kærustu brjálæðingsins. Sara Davis er löggu- kona og lætur til sín taka í málinu, en henni til trafala er löggukona frá Japan sem er komin til að fylgja kærustu brjálæðingsins heim til Japans. Brjá- læðingurinn heimtar kærustuna sína til baka í staðinn fyrir upplýsing- ar um staðsetningu bombunnar en allt fer úrskeiðis við býttin og í rest- ina eru margir alríkislögreglumenn í valnum og bijálæðingurinn farinn með móður Söru á tónleika. Lori Petty (Tank Girl) er i aðalhlutverkinu í þessari afar drungalegu og fremur langdregnu spennumynd. Hún pass- ar engan veginn í hlutverkið, enda_með afbrigðum skemmtileg týpa, meðan hlutverkið er gráalvarlegt. Jason London er ágætur brjálæðing- ur, en hlutverkið hans er fremur asnalegt og illa grundað. Söguþráður- inn er tóm steypa frá upphafi til enda. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Keoni Waxman. Aðalhlutverk: Lori Petty. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ The Associate ★ Hlutskipti kynjanna Laurel Ayres er snjallasti og duglegasti starfsmað- urinn í WaU Street, en kemst lítt áfram í hvítu karla- samfélaginu þar, enda er hún blökkukona. Þegar gengið er fram hjá henni við stöðuveitingu stormar hún út og stofnar eigin fyrirtæki, en enginn tekur mark á henni fyrr en hún skáldar upp hvítan, mið- aldra, karlkyns meðeiganda sem fær allar góðu hugmyndirnar hennar. Nýi meðeigandinn verður fljótt skærasta stjaman í bransanum og allir vilja hitta þennan fjármálasnilling. Laurel Ayres fær því vin sinn, klæð- skipting, til að hanna nýtt útlit handa sér og bregður sér í hlutverk meðeigandans. Bandaríkjamenn virðast eiga erfitt með að framleiða grínmyndir án boðskapar og enn erfiðara með að hafa boðskapinn vit- rænan. The Associate er nákvæmlega eins og allar hinar (kannist þið ekki við endinn - aðalsöguhetjan færir manni boðskapinn í hjartnæmri ræðu og allir lúðarnir sjá að sér og klappa í virðingarskyni), og harla lítið fyndin. Whoopi Goldberg er hér um bil algjörlega ófyndin, en Di- ane Wiest er hins vegar nokkuð skondin sem hin bústna aðstoðarkona. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Donald Petrie. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg. Bandarísk, 1996. Lengd: 113 mín. Öllum leyfð. -PJ Courage under Fire * Sannleiksleit Nathan Serling á erfitt með að sætta sig við mis- tök sín i Persaflóastríðinu, þar sem hann gaf skipun um að skjóta á skriðdreka sem reyndist vera úr hans eigin sveit. Herinn þaggar niður atvikið og felur honum að gefa umsögn um orðuveitingu konu nokkurrar sem var for- ingi sjúkraþyrlusveitar og dó í bardaga. Ætlast er til að hann renni til- nefningunni ljúflega í gegn en misræmi í framburði vitna verður til þess að hann vill rannsaka málið frekar. Sektarkennd hans vegna eigin mis- taka og óbeit á yfirhylmingu þeirra kemur í veg fyrir að hann geti sam- þykkt yfirborðskennda rannsókn og hann lendir í ónáð hjá yfirboðurum sínum af þeim sökum. Myndin kemur nokkuð á óvart með þvi að vera ekki algjörlega heilalaus þjóðrembuþvæla, þótt reyndar séu siðferðis- pælingarnar fremur grunnar, og úr verður allsæmilegt hermanna- drama. Denzel Washington er mjög staðlaður en Meg Ryan kemur á óvart og er bara sæmilega sannfærandi hörkukvendi. Atriðin sem sýna mismunandi frásagnir vitnanna af bardaganum eru vel gerð og hefur greinilega mikið verið i þau lagt. Leikstjóri: Edward Zwick. Aöalhlutverk: Denzel Washington og Meg Ryan. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ Gfl R\(,L FÖSTUDAGUR 16. MAI 1997 5. til 11. maí jr-ux~rr-.r:—ar,—rs..xr,„ n . r S Æ T1 r ■ J FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 4 Phenomenon Sam-myndbönd Drama 2 : 2 3 Chain Reaction - Skífan Spenna 3 3 2 Tin Cup Warnermyndir Gaman 4 4 : 4 Black Sheep ClC-myndbönd , Gaman 5 ; Ný 1 Courage under Fire Skrfan Spenna 6 5 4 Substitute I Háskólabíó Spenna 7 ; Ný 1 Associate Háskóiabíó Gaman 8 6 8 Time to Kill 1 Warnermyndir Spenna 9 7 5 Fan Sam-myndbönd ■ Spenna 10 10 8 Multiplicity Skrfan Gaman 11 9 5 Feeling Minnesota Myndform Spenna 12 11 9 Nutty Professor , ; ClC-myndbönd Gaman 13 8 5 Escape from L.A, ClC-myndbönd Spenna 14 15 2 Smoke Skífan Drama 15 : 13 : 7 Twister ClC-myndbönd , Spenna 16 12 l 6 Stiptease Skífan Spenna 17 14 ; 5 Lone Star Skífan Spenna 18 16 6 Beautiful Girls Skífan Gaman 19 ' Ný ; 1 ; Adrenalin Sktfan ' Spenna 20 19 16 Fargo Háskölabíö , Spenna Phenomenon er nú búin að vera fjórar vikur í efsta sæti og virðist ekkert ætla að gefa eftir. Tin Cup, sem þótti lík- leg til aö hreppa efsta sætið, veröur að gera sér að góðu þriöja sætið, sama sæti og síðast. í fimmta sæti er ný kvikmynd, Courage under Fire, sem gerist að hluta til í Flóastríðinu. Á myndinni er Meg Ryan í hlutverki flug- liðsforingja ásamt einum undirmanna sinna. í sjöunda sæti er einnig ný mynd, The Associate. í þessari gaman- mynd leikur Whoopi Goidberg snjalla konu á fjármála- sviði sem er látin gjalda þess að hún er kona. Hún iætur þó krók koma á móti bragði. Fyrir áhugamenn um góðar listrænar kvikmyndir er vert að benda á Smoke og Lone Star, báðar frábærar myndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Phenomenon John Travolta og Robert Duvall Hinn hlédrægi Ge- orge verður fyrir því að einhvers konar eldingu lýstur niður í hann og vankar hann. Þegar hann rankar við sér áttar hann sig á því að áður óþekkt orka hef- ur hreiðrað um sig í líkama hans og huga, orka sem gerir hon- um kleift að sjá og fmna fyrir óorðnum hlutum jafnframt því sem hann getur nú hreyft hluti úr stað með huganum. Þegar hæfileikar hans spyrjast út vekur það misjöfn viðbrögð. Chain Reaction Keanu Reeves og Morgan Freeman Vélvirkinn Eddie Kasalivich og vís- indakonan Lily Sinclair eru í flokki vísindamanna sem hafa fundið upp nýja tegund orku. Skömmu eftir að uppfmningin er gerð er rannsóknarstofan eyðilögð í spreng- ingu og yfirmaður þeirra er myrtur. Eddie og Lily eru grunuð um ódæðið og eina von þeirra er að valdamikill emb- ættismaður leggi þeim lið, en það er allsendis óvíst að hann sé á þeirra bandi. Tin Cup Kevin Costner og Rene Russo Ef Roy „Tin Cup“ McAvoy væri snjall þá hefði hann getað orðið meðal þeirra snjöllustu í golfí- þróttinni í stað þess að vera nú golfkenn- ari í litlum bæ í Texas. Hann hefði einnig átt að láta sér nægja að kenna sál- fræðingnum dr. Molly golf eins og beðið var í stað þess verða ástfanginn af henni. Nú þarf hann að gera eitthvað stór- kostlegt til að koma lífi sínu á rétta braut. Það sem Roy þarf að gera er að sigra á opna banda- ríska meistaramót- inu. Black Sheep Chris Farley og David Spade Mike Donnelly er með afbrigðum óhepp- inn og er í raun eitt stykki gangandi stór- slys. Nú hefur Mike ákveðið að aðstoða bróður sinn við að vinna ríkisstjórakosn- ingar. En það er alveg sama hvað Mike reyn- ir að gera, alltaf skal allt enda með ósköp- um. Þegar A1 sér að pólitískur ferill hans er kominn í hættu fær hann letiblóðið Steve Dodds til að aðstoða sig við að koma bróð- ur sínum úr umferð tímabundið. Steve samþykkir en áttar sig fljótt á að hann er að gera hrikalegustu mistök lífs síns. Courage under Fire Denzel Washington og Meg Ryan. Undirofurstinn Nat- han Sterling verður fyr- ir því um nótt í Persaflóastríðinu að sprengja upp, fyrir slysni, bandarískan skriðdreka. Herinn ákveður að þagga málið niður og kallar Sterling heim. I kjölfarið er hon- um fahð að rannsaka dauða flugstjóra sem er um það bil að verða fyrsta konan til að hljóta æðsta heiðurs- merki Bandaríkjahers. Vitnum ber ekki saman um atvik þau sem leiddu til dauða hennar og tilraunir Sterlings til að komast að hinu sanna ýfa gömul sár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.