Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 5
-U V FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 fpnlist, Flóttamenn á leiðinni Dansunnendur ættu að vera komnir 1 rétta gírinn og famir að hita upp því þremenningamir í Fugees stiga á stokk á sviði Laug- ardalshallarinnar til að skemmta landanum nk. þriðjudag, þann 20. maí. Það ætti að vera óþarfi að kynna sveitina enda var önnur plata hennar, The Score, söluhæsta erlenda platan á íslandi á síðasta ári. Það má segja að hin ein- stæða blanda sveitarinnar af fönki, hip- hoppi og rappi hafi átt stærsta þátt- inn í vinsældum Fugees. „Ég fylgdist með grinara skemmta sem sagði að rapparar væru ekki færir um neitt annað en að halda um hljóðnemann með annarri og kloiið á sér með hinni,“ segir Wyclef „Clef' Jean, hinn Haitíættaði prestssonur og rytmagítar- leikari sveitarinnar, „og við erum staðráðin í að sýna fram á að það býr miklu meira í hip-hop-tón- listinni er fólk heldur.“ Og það er óhætt að segja að sveitinni hafi tekist að sanna mál sitt um leið og hún hefur gjörbreytt stefhu hip-hop- bylgjunnar. Aðrir meðlimir tríósins eru söngkonan Lauryn „L“ Hill, sem fer jafn auðveld- lega með blíðustu ballöður, tilfinn- ingaþrungna soultónlist og rapp, og Prakazrel „Pras“ Michel djáknason- ur, sem getur leikið lygilegustu list- ir með röddina eina að vopni. I upphafi voru... Lauryn og Pras i sama mennta- skóla. Þau stofnuðu hljómsveitina Tranzlator Crew ásamt Clef, frænda Pras, og börðust þau af mikilli hörku í sex ár við að koma tónlist sinni á framfæri. Þá höfðu þau breytt nafni sínu í Fugees og debút- eruðu með diskinum Blunted on Reality. Þegar þar var komið hafði sveitin skrapað saman fyrir þokka- legasta stúdíói í kjallaranum en enn þann dag í dag er það í þessum sama kjallara sem Fugees-tónninn er skapaður. Nafnið Fugees er komið úr orð- inu refugees eða flóttamennimir eins og kalla mætti það í íslenskri þýðingu. Það á að tákna flótta- manninn sem býr í hugum okkar allra en auk þess er nafnið nátengt uppruna Clef og Pras sem eru báðir einlæg og fersk. Og við hverju er að búast á tón- leikum Fugees? „Þú getur búist við að vera færð- ur upp á æðra plan,“ segir Clef. „Ég gæti gripið í hljómborð eða harmoniku, Lauryn gæti fiktað á gítarinn eða Pras farið á kostum með bass- ann. Allavega eru okkar tónleikar raunverulegir.“ -ggá The Fugees hafa risið hátt og ekki að ástæðulausu enda höfðar tónlist þeirra til mun breiðari áheyrendahóps en höröustu hip-hoppara. ættaðir frá Haítí. í Bandaríkjunum er að finna fjölda Haítíbúa sem hafa farið þangað í leit að pólitísku frelsi og bættum lífskjörum. Reyndar er fiöldinn svo mikill að orðið flótta- maður er oft notað fyrir Haítibúa yfirleitt. Segja sögur Á Blunted on Reality var að finna smellinn Nappy heads en endur- hljóðblöndunin af honum rauk upp vinsældalistana og fékk gríðarlega góða útvarpsspilim. Sveitin lagðist í tónleikaferðir á sama tíma, dá- leiddi áheyrendur með blöndu af ragga-rokki, gospel og hip-hoppi og undirbjó jarðveginn fyrir nýjasta afrekið, breiðskífuna The Score. „Score er eins og útvarpið á fimmta áratugnum. Hann segir sögu,“ segir Lauryn „það má segja að hann sé hip-hop-útgáfa af Tommy, geri það sama fyrir hip-hoppið og The Who gerðu fyrir rokkið." Það er óhætt að segja að Lauryn hafi rétt fyrir sér. The Score flæðir áfram og hríf- ur hlustendur með sér, jafht ein- arða hip-hoppara og hverja aðra þá sem kunna að meta taktfasta gæða- tónlist. Clef segist telja að sveitin hafi umbreytt hip-hoppinu, þó svo henni séu ekki endilega þakkaðar þessar breytingar. „Ég hef séð hvernig tónleikar ýmissa lista- manna hafa batnað eftir að þeir hafa komið fram með okk- ur, þeir hafa lært af okkur rétta „sándið", þ.e. það sem gefur af sér lögin sem finna má efst á vinsælda- listunum. - Ekki hóg- værust allra, þau í Fugees, en hvers vegna þurfa þau þess þegar þau hafa allt sem þarf? Veriö því á varð- bergi, Fugees eru á leiðinni og þau eru stolt, hávær, frumleg, Áheyrendur koma til með að heyra hina engilblíðu rödd Lauryn fara upp í hæstu hæðir í Laugardals- höll nk. þriöjudag. StjéfRHgjSf Kvijnyndtí swraw** 1 Sjónvarpsniym&' Dasaður söngvari stöðvar tónleikaferð Breska hljómsveitin James varð að fresta tón- leikaferð sinni um Bandaríkin eftir einungis tvenna tónleika þar sem söngvari sveitarinnar, Tim Booth, gat sig hvergi hrært vegna verkja í hálsi og öxlum. Booth er þekktur fyrir að fara hamforum á sviði en það er athyglisvert að nýjasta plata sveitarinnar, sem kom út í lok febr- úar, heitir því kostulega nafni „Hálshnykkur" eða Whiplash á ensku. Taylor með nýja plötu Hjartaknúsarinn sæti, James Taylor, gefur út plötuna Hourglass á mánudag. Hann hefur ekki gefið út sólóplötu síðan platan New Moon Shine kom út árið 1991. Hægt er aö hlusta á brot af plöt- unni á slóðinni www.music.sony.com/Music/Art- istlnfo/JamesTaylor/. Loggins snýr aftur Bandaríkjamenn kalla Kenny Loggins konung tónlistar níunda áratugarins (við íslendingar vit- um betur, Wham og Duran Duran voru kóngam- ir þá). Flestir töldu að Loggins væri hættur öllu tónlistasrtandi en enn telur kappinn sig hafa eitt- hvað til málanna að leggja. Hann á lagið For the First Time í myndinni One Fine Day og er að vinna að gerð bókar og plötu sem fialla um sam- líf Loggins og konu hans. Bókin og platan munu heita The Unimaginable Life: Lessons Leamed on the Path of Love. Fleiri sjaldgæf lög á netinu Á slóðinni www.trippingdaisy.com geta aðdá- endur The Tripping Daisys náð sér í tónlist sem sveitin flutti á tónleikaferð sinni um Bretland sem kallaðist Time Capsule. Rótari Marilyn Manson deyr Ljósamaður hljómsveitarinnar umdeildu, Marilyn Manson, lést eftir að hann féll um 30 metra úr ijósakerfi sveitarinnar. Suðrænt karnival á leiðinni Jean Wyclef úr Fugees er aðalmaðurinn á plöt- unni The Carnival sem gefin verður út þann 24. júní næstkomandi. Með Wyclef verða tónlistar- menn úr öllum áttum, þar á meðal Neville Brothers, Lauryn og Praz (úr Fugees) og Bee Gees svo einhverjir séu nefndir. Sony vill stöðva óopinberar Oasis-síður Út- gáfurisinn Sony hefur skorið upp herör gegn óopinberum Oasis- vefsíðum á Intemetinu. Að- gerðir fyrirtækisins njóta fyllsta stuðnings með- lima Oasis en þær felast meðal annars í því að reyna að taka af netinu siður sem innihalda ljósmyndir af Oasis, lög og texta. Aðdáendur Oasis sem hafa sett upp síöur era síður en svo ánægðir með þetta tiltæki Sony og Oasis. Þeir hafa stofnað sérstök samtök til höfuðs þessum aðgerðum. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveit styrkir aðgerðir af þessu tagi en þær koma til þar sem mikið af röngum upplýsingum um nýtt lag Oasis, Do You Know What I Mean, var dreift á Internetinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.