Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 10
★ * ★ 24 * . *■ ★ * tyndbönd FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 J3"V Andie MacDowellog Hugh Grant í Four Weddings and a Funeral. Ástfangin Andie MacDowell í Mich- ael. í Multiplicity lék Andie MacDowell eiginkonu sem þarf aö þola eigin- manninn í fjórriti. launa og mikla aðsókn. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk hún viður- kenningu kvikmyndagagnrýnenda i Los Angeles sem besta leikkona árs- ins og tilne&iingu til Golden Globe verðlaunanna. Hollywood fer illa með leikkonur Andie MacDowell er ekki hrifín af því hvernig farið er með leikkonur í Hollywood: „Það fyrsta sem fram- leiðendur og leikstjórar segja er að við verðum að fara í megrun. Það er Þrátt fyrir mótlætið gafst Andie MacDowell ekki upp og barðist fyrir tilveru sinni í Hollywood. Hún fékk smáhlutverk í St. Elmo’s Fire en sú kvikmynd sem gerði það að verkum að hún fékk sjálfstraust á ný sem leikkona var Sex, Lies and Videota- pes, lítil mynd sem hlaut fjölda verð- Mich- ael: „Ég var að vmna tokur - gerir ekkert sem börn hennar gætu skammast sín fyrir , Andie MacDowell er glæsileg leikkona sem vann ^ hug og hjörtu heimsins í £"J Sex, Lies and Videotapes og Four Wedding and a Funeral. Hún hefur haldið skynsamlega á spöðunum, leikið i fáum en góðum kvikmyndum og verið einstak- Á lega heppin jÆ í vali. Má jM ncfna vm- ’ hvm á sér f nyja hlið sem kúreka- Multiplicity þegar ég fór í söngprófið. Ég stóðst það með ágæt- um en var ekki fyrr búin í prófinu en ég fékk hálfgert hræðslukast þeg- ar ég fór aö hugsa um það hvemig söng mínum yrði tekið. Það var síðan mikill léttir að vita að ég átti að vera hrædd við að fara upp á svið að syngja, fannst það hug- hreystandi,” segir Andie MacDowell um fyrstu reynslu sína af að syngja í kvikmynd. Niðurlægingin sælar kvik- myndir eins og Ground- hog Day, Green Card og nú síðast Michael en i þeirri mynd sýn- songvari og tekst vel upp. í viðtali seg- ir hún að Nora Ephron, leik- stjóri Michaels, hafi fyrst af öllu gáð hvort hún gæti sungið þegar hún var að ráða hana í hlutverk blaða- mannsins og dýravin- arins í Það er engin furða þó Andie Mac- Dowell sé varfærin og velji hlutverk sín vel og vandlega. Hún þekkir það að vera niðurlægð í Hollywood. Áður en Andie MacDowell lagði fyrir sig kvikmyndaleik var hún ein hæst launaða fyrirsæta í heiminum. Hún fékk tilboð um að leika aðalkven- hlutverkið í Greystoke: The Legend of Tarzan, Lord of the Apes. Ekki voru framleiðendm- og leikstjóri ánægðir með frammistöðu hennar, sérstaklega var það þó rödd hennar sem fór fyrir brjóstið á þeim og var Glenn Close fengin til að tala fyrir hana í myndinni. Má segja að með þessu hafi leikferill MacDowell verið nánast dauðadæmdur frá byijun og hún upplifði hvemig það er að falla af stalii stjömunnar niður í hyldýp- ið. Hún er því virkilega ánægð með að hafa fengið hlutverkið í Michael út á rödd sína: „Stundum þegar eitt- hvað slæmt hendir mann þá verður maður betri persóna fyrir vikið. Ég tel að niðurlægingin í Greystoke hafi gert mig aö betri leikkonu." Eg vil líta út eins og kona en ekki eins og einhver stelpa. Ég mundi elska það að taka þátt í gerð heimildarmyndar um fallegar konur sem mótvœgi við hlœgilegt útlit Barbie-dúkkunnar niðurdrepandi að þurfa alltaf að hlusta á þetta. Fyrsti leikstjórinn, sem ekki bað mig að fara í megmn, var Peter Weir (Green Card) en hann er undantekning. Ég hef sem betur fer ekki þurft að hafa miklar áhyggj- ur af þessu, en það er hræðilegt til þess að vita hvemig Cher og Kathleen Turner hafa verið opinber- lega niðurlægðar og nú síðast þurfti Alicia Silverstone að fara í gegnum þann sama hreinsunareld. Þeir vilja að við séum eins og Barbie-dúkkur en staðreyndin er að við erum það ekki og verðum það ekki. Ég vil líta út eins og kona en ekki eins og ein- hver stelpa. Ég mundi elska það að taka þátt í gerð heimildarmyndar um fallegar konur sem mótvægi við hlægilegt útlit Barbie-dúkkunnar." Það má segja að í Michael sé Andie MacDowell að leika hlutverk sem hún hefur tileiknað sér, konu sem er annað hvort ástfangin eða að leita að ástinni, án þess þó að reyna um of. Nora Ephron, sem leikstýrði Michael, segir um Andie MacDowell að það sem einkenni hana sem leikkonu sé hvað hún er sérlega góð þegar hún er að leika á móti tilfinn- ingaköldum körlum. „Hún hitar þá upp.“ Þetta gerir Andie MacDowell án þess að leika i djörfúm atriðum: „Ég geri ekkert sem böm mín gætu skammast sín fyrir,“ segir hún en hún á þijú börn. Andie MacDowell tekur þó fram að það sé aldrei að vita nema hún leiki einhvern tím- ann nakin: „Ég er sérfræðingur í að standa aldrei við stóm orðin sem ég segi.“ -HK Kevin Costner í hlutverki golfar- ans Roy „Tin Cup“ McAvoy. Kevin Costner - leikferillinn - Kevin Costner hefur gengið í gegnum tímana tvenna og þekk- ir það að fá lof allra og vera stuttu síðar skammaður af sömu aðilum. Tin Cup, sem er í efsta sæti myndbandalistans, náði miklum vinsældum í Bandaríkj- unum og satt best að segja þurfti Costner á þessum vinsældum að halda eftir Wyatt Earp og Water- world, dýmstu kvikmynd sem gerð hefur verið. Var hún af flestum dæmd til að mistakast. Það fór þó á annan veg. Aðgangs- eyrir að Waterworld í öllum heiminum er yfir 300 milljónir dollarar og hrakspárnar urðu því að engu. í Tin Cup er leikstjóri Ron Sheldon en hann og Costner höfðu áöur gert saman Bull Dur- ham sem varð geysivinsæl. Mesta afrek Costners til þessa er þó Dances with Wolves, sem hann framleiddi, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í. Sú kvik- mynd fékk óskarsverðlaun sem besta kvikmynd og Costner fékk sömu verðlaun sem besti leik- stjórinn. Sá leikstjóri sem Kevin Costner hefur starfað mest með er Lawrence Kasdan en hann leikstýrði Wyatt Earp, Silverado og The Big Chill, en þar geröist það að persónan sem Kevin Costner lék var klippt út úr myndinni. Þá skrifaði Kasdan handritið að The Bodyguard. Eftir að hafa lokið háskóla- prófi í markaösfræöum við Cali- fomia State University ákvað Costner að reyna fyrir sér í kvik- myndum. í fáein ár lék hann lít- il hlutverk í myndum á borð við Night Shift og Table for Five. Fyrsta stóra hlutverk hans var í Fandango. Kevin Costner er mik- ill íþróttaðdáandi og meðfæddir hæfileikar hans á þessu sviði gerðu það að verkum að hann náöi mjög fljótt tökum á golfí- þróttinni í Tin Cup og hefúr nú tekiö ástfóstri við íþróttina. Hér á eftir fer listi yfir þær kvik- myndir sem Kevin Costner hefur leikið í: Shadows Run Black, 1981 Night Shift, 1982 Chasing Dreams, 1982 Francis, 1982 Table for Five, 1983 Testament, 1983 The Gunrunner, 1984 American Flyers, 1985 Fandango, 1985 Silverado, 1985 The Untouchables, 1987 No Way out, 1987 Bull Durham, 1988 Field of Dreams, 1989 Revenge, 1990 Dances with Wolves, 1990 Robin Hood: Prince of Thieves, 1991 JFK, 1991 The Bodyguard, 1992 A Perfect World, 1993 Wyatt Earp, 1994 The War, 1994 Waterworld, 1995 Tln Cup, 1996 HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.