Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 51
DV LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 kvikmyndir* Háskólabíó og Sambíóin: Tlndur Dantes Þær náttúmhamfarir sem standa okkur íslendingum næst eru eld- gos og jarðskjálftar. Við búum á einu virkasta eldfjallasvæði í heiminum og því er ekki að undra að áhugi á eldgosum er mikill og góð þekking á þeim er fyrir hendi hér á landi. í stórmyndinni Tindur Dantes (Dante’s Peak) er það einmitt mikið og óvænt eld- gos sem setur atburðarás- ina af stað. Tindur Dantes er nafn á bæ þar sem átta þúsund manns búa. Bærinn er í skjóli eldfjalls sem hefur ekki bært á sér lengi og íbúar hafa enga trú á því að það gjósi nokkum tím- ann. Það kemur í ljós að enginn leikur sér að náttúruöflunum og dag einn vaknar risinn af löngum svefni og byrjar að spúa eldi yfir allt og alla. Martröð þeirra sem búa í bænum er senn að hefjast. Leikstjóri mynd- arinnar, Roger Donaldson, segir að þrátt fyrir að sagan sé skáldskap- ur þá sé það stað- reynd að 30.000 manns hafa farist í eld- gosum á síðustu fimmtán árum. Vit- að er að í heiminum eru fimmt- án hund- ruð virk eldfjöll og er aldrei að vita nema hamfarir eins og í myndinni gætu orðið ein- hvem daginn. Rátti bærinn fannst Aðalpersónan í myndinni er eld- íjallafræðing- A flotta undan eldgosi. Pierce Brosnan og Linda Hamilton i hlutverkum sinum Harry Dalton (Pierce Brosnan) sem segist vera betri í að sjá fyrir um hegðun eldijalla en mannfólksins. Hann hefur grun um að eldfjallið í Dante’s Peak eigi eftir að gjósa. Þessi spádóm- urkemursér ■k illa fyrir A borgar- ■ stjórann I Rachel ■ Wando I (Linda I Hamilton) I þar sem I verið er að %| millj- ■ arða- Pierce Brosnan leikur eldfjallafræðinginn Harry Dalton í Tindur Dantes. samning um notk- un á landi í hlíðum eldfjalls- ins. Hún er því lítið hrifin af að grunur Daltons verði gerður opinber. Eldgosið kemur því öllum á óvart nema Dalton sem gerist í kjölfarið helsti ráðgjafi bæjarstjór- ans. Mikil leit var gerð að smábæ sem væri í líkingu við Dante’s Peak. Eft- ir mikla leit var sýnt að bærinn Wallace í Idaho væri kjörinn til að kvikmynda í. Bærinn var af réttri stærð og í svipuðu landslagi og sag- an gerist í. En það sem réð úrslitum var að aðeins einn vegur var út úr bænum sem skiptir miklu máli í myndinni. írskur Bond Pierce Brosnan, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið James Bond í Goldeneya og er þessa dagana að leika í næstu Bond-mynd. Brosnan er írskur en ólst upp í Englandi frá ellefu ára aldri. Eftir að hafa leikið í ýmsum leikhúsum i Englandi og í sjónvarpi var það í Hollywood sem hann varð fyrst þekktur. Eftir frammistöðu sína í míniseríunni The Mansions of America var hon- um boðið hlutverk í sjónvarps- myndaflokknum Remmington Steele sem varð mjög vinsæl. Það var vegna skuldbindinga í þessari sjónvarpsseríu að hann gat ekki leikið James Bond þegar honum var fyrst boðið hlutverkið. Timothy Dal- ton fékk það í staðinn og lék í tveim- ur Bond-myndum. Leikstjóri myndarinnar Roger Donaldson er ástralskur en flutti til Nýja-Sjálands 19 ára gamall. Árið 1977 leikstýrði hann Sleeping Dogs sem varð fyrsta nýsjálenska kvik- myndin sem sýnd var utan Nýja-Sjá- lands í fimmtán ár. Stóra tækifærið kom þegar hinn stórtæki kvik- myndaframleiðandi Dino De Laur- entiis réð hann til að leikstýra end- urgerð Mutiny on the Bounty með Mel Gibson og Antony Hopkins. Myndin fékk nafnið Bounty og var vel tekið. Donaldson fluttist til Hollywood í kjölfarið og hefur verið skrikkjóttur í Hollywood. Eftir hann liggja ágæt- ar sakamálamyndir á borð við No Way out og The Getaway en einnig Coctail og The Cadillac Man sem flestir eru búnir að gleyma. -HK Svarseðill nr. 3 Lestu yfir textann hér að neðan og svaraðu eftir- farandi spurningum og þú gætir orðið sá heppni! Árið 79 eftir Krist gaus eldfjallið Vesúvíus á Italíu með þeim afleiðingum að rómverska borgin Pompei ásamt íbúum hennar grófust undir þykku lagi af eldheitri ösku. Það er talið að Vesúvíus sé eitt af hættulegri eldfjöllum í dag vegna staðsetningar og fjölda fólks sem býr ná- lægt eldfjallinu en það búa um 1,5 milljónir manna í kringum fjallið í dag. a) Hvaða rómverska borg grófst undir eldheitri ösku árið 79 eftir Krist ? b) Hvað búa margir í kringum Vesúvíus í dag ? Safnið saman seðlum sem birtust í DV í gær og fimmtudag ásamt þessum seðli og sendið til: DV Dante’s Peak Þverholti 11 105 Reykjavík Nafn...................................... Heimilisfang <&Columbia Sportirwear Couijhinv* Taktu þátt í skemmtilegri getraun um eldgos í DV næstu daga. Fylltu út svarseðilinn hér til hliðar ásamt svarseðlum á fimmtudag og í gær föstudag og sendu til DV. Sem þátttak- andi í þessum skemmtilega leik getur þú átt von á glæsilegum vinningum. flöalvinningar að heildarverðmæti kr. 180.000 3 heppnir þátttakendur fá Dante s Peak bakpoka frá JanSport meö úti- legubúnaði og Columbia íþróttagalla frá Hreysti, samtals að verðmæti kr. 60.000. Aukavinningar: 20 Danfe's Peak gagnvirkir geisladískar • 100 biúmiðar fyrir 2 á Dante’s Peak Skílafrestur er til fimmtudagsins 22. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.