Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 51
DV LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 kvikmyndir* Háskólabíó og Sambíóin: Tlndur Dantes Þær náttúmhamfarir sem standa okkur íslendingum næst eru eld- gos og jarðskjálftar. Við búum á einu virkasta eldfjallasvæði í heiminum og því er ekki að undra að áhugi á eldgosum er mikill og góð þekking á þeim er fyrir hendi hér á landi. í stórmyndinni Tindur Dantes (Dante’s Peak) er það einmitt mikið og óvænt eld- gos sem setur atburðarás- ina af stað. Tindur Dantes er nafn á bæ þar sem átta þúsund manns búa. Bærinn er í skjóli eldfjalls sem hefur ekki bært á sér lengi og íbúar hafa enga trú á því að það gjósi nokkum tím- ann. Það kemur í ljós að enginn leikur sér að náttúruöflunum og dag einn vaknar risinn af löngum svefni og byrjar að spúa eldi yfir allt og alla. Martröð þeirra sem búa í bænum er senn að hefjast. Leikstjóri mynd- arinnar, Roger Donaldson, segir að þrátt fyrir að sagan sé skáldskap- ur þá sé það stað- reynd að 30.000 manns hafa farist í eld- gosum á síðustu fimmtán árum. Vit- að er að í heiminum eru fimmt- án hund- ruð virk eldfjöll og er aldrei að vita nema hamfarir eins og í myndinni gætu orðið ein- hvem daginn. Rátti bærinn fannst Aðalpersónan í myndinni er eld- íjallafræðing- A flotta undan eldgosi. Pierce Brosnan og Linda Hamilton i hlutverkum sinum Harry Dalton (Pierce Brosnan) sem segist vera betri í að sjá fyrir um hegðun eldijalla en mannfólksins. Hann hefur grun um að eldfjallið í Dante’s Peak eigi eftir að gjósa. Þessi spádóm- urkemursér ■k illa fyrir A borgar- ■ stjórann I Rachel ■ Wando I (Linda I Hamilton) I þar sem I verið er að %| millj- ■ arða- Pierce Brosnan leikur eldfjallafræðinginn Harry Dalton í Tindur Dantes. samning um notk- un á landi í hlíðum eldfjalls- ins. Hún er því lítið hrifin af að grunur Daltons verði gerður opinber. Eldgosið kemur því öllum á óvart nema Dalton sem gerist í kjölfarið helsti ráðgjafi bæjarstjór- ans. Mikil leit var gerð að smábæ sem væri í líkingu við Dante’s Peak. Eft- ir mikla leit var sýnt að bærinn Wallace í Idaho væri kjörinn til að kvikmynda í. Bærinn var af réttri stærð og í svipuðu landslagi og sag- an gerist í. En það sem réð úrslitum var að aðeins einn vegur var út úr bænum sem skiptir miklu máli í myndinni. írskur Bond Pierce Brosnan, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið James Bond í Goldeneya og er þessa dagana að leika í næstu Bond-mynd. Brosnan er írskur en ólst upp í Englandi frá ellefu ára aldri. Eftir að hafa leikið í ýmsum leikhúsum i Englandi og í sjónvarpi var það í Hollywood sem hann varð fyrst þekktur. Eftir frammistöðu sína í míniseríunni The Mansions of America var hon- um boðið hlutverk í sjónvarps- myndaflokknum Remmington Steele sem varð mjög vinsæl. Það var vegna skuldbindinga í þessari sjónvarpsseríu að hann gat ekki leikið James Bond þegar honum var fyrst boðið hlutverkið. Timothy Dal- ton fékk það í staðinn og lék í tveim- ur Bond-myndum. Leikstjóri myndarinnar Roger Donaldson er ástralskur en flutti til Nýja-Sjálands 19 ára gamall. Árið 1977 leikstýrði hann Sleeping Dogs sem varð fyrsta nýsjálenska kvik- myndin sem sýnd var utan Nýja-Sjá- lands í fimmtán ár. Stóra tækifærið kom þegar hinn stórtæki kvik- myndaframleiðandi Dino De Laur- entiis réð hann til að leikstýra end- urgerð Mutiny on the Bounty með Mel Gibson og Antony Hopkins. Myndin fékk nafnið Bounty og var vel tekið. Donaldson fluttist til Hollywood í kjölfarið og hefur verið skrikkjóttur í Hollywood. Eftir hann liggja ágæt- ar sakamálamyndir á borð við No Way out og The Getaway en einnig Coctail og The Cadillac Man sem flestir eru búnir að gleyma. -HK Svarseðill nr. 3 Lestu yfir textann hér að neðan og svaraðu eftir- farandi spurningum og þú gætir orðið sá heppni! Árið 79 eftir Krist gaus eldfjallið Vesúvíus á Italíu með þeim afleiðingum að rómverska borgin Pompei ásamt íbúum hennar grófust undir þykku lagi af eldheitri ösku. Það er talið að Vesúvíus sé eitt af hættulegri eldfjöllum í dag vegna staðsetningar og fjölda fólks sem býr ná- lægt eldfjallinu en það búa um 1,5 milljónir manna í kringum fjallið í dag. a) Hvaða rómverska borg grófst undir eldheitri ösku árið 79 eftir Krist ? b) Hvað búa margir í kringum Vesúvíus í dag ? Safnið saman seðlum sem birtust í DV í gær og fimmtudag ásamt þessum seðli og sendið til: DV Dante’s Peak Þverholti 11 105 Reykjavík Nafn...................................... Heimilisfang <&Columbia Sportirwear Couijhinv* Taktu þátt í skemmtilegri getraun um eldgos í DV næstu daga. Fylltu út svarseðilinn hér til hliðar ásamt svarseðlum á fimmtudag og í gær föstudag og sendu til DV. Sem þátttak- andi í þessum skemmtilega leik getur þú átt von á glæsilegum vinningum. flöalvinningar að heildarverðmæti kr. 180.000 3 heppnir þátttakendur fá Dante s Peak bakpoka frá JanSport meö úti- legubúnaði og Columbia íþróttagalla frá Hreysti, samtals að verðmæti kr. 60.000. Aukavinningar: 20 Danfe's Peak gagnvirkir geisladískar • 100 biúmiðar fyrir 2 á Dante’s Peak Skílafrestur er til fimmtudagsins 22. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.