Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Fréttir
Allar skreytingar fjarlægðar af leiðum 1 kirkjugarði Hafnarfjarðar:
Lítum á þetta
sem helgispjöll
„Við lítum á þetta sem hrein
helgispjöll. Leiði ástvina er það
helgasta sem til er. Það er ótrúlegt
að skreytingar við leiðin fái ekki að
vera í friði. Það eru starfsmenn sem
eru að taka þarna til og þeir fjar-
lægja allar skreytingar, hvort sem
þær eru nýjar eða gamlar," segir
Gréta Jónsdóttir, sem er mjög ósátt
við vinnubrögð starfsmanna kirkju-
garðsins í Hafnarfiröi.
Dóttir Grétu, Eva Marý Gunn-
arsdóttir, hvílir í garðinum. Hún
lést í janúar 1995 og var þá aðeins
12 ára gömul. Gréta hefúr ávallt
sett skreytingar við leiði dóttur
sinnar í kringum afmælisdag
hennar, 26. apríl. Þá hefur hún
einnig lagt skreytingar við leiði
tengdafóður síns en þar er sama
sagan. Þær eru ávallt fjarlægðar í
byrjun maí.
Sárt fyrir aðstandendur
„Þetta er búið að ganga svona í 3
ár. Við kvörtuðum í fyrra og báðum
starfsmenn um að passa betur upp á
að fjarlægja ekki nýlegar skreyting-
ar. Svo gerist það aftur nú í maí-
byrjun að allt er tekið burt af leið-
unum. Ég hef heyrt frá fleira fólki
sem hefur orðið fyrir þessu. Þessar
skreytingar eru dýrar en það er
ekki aðalmálið. Það vilja auðvitað
flestir að leiði ástvina séu fafleg og
til þess eru skreytingamar.
Þetta er auðvitað mjög sárt og
viðkvæmt fyrir aðstandendur. 13
- segir Gréta Jónsdóttir um tómleg leiöi ástvina sinna
ára sonur minn kom grátandi
heim um daginn eftir að hann
kom að leiði systur sinnar og
sá að það voru allar skreyt-
ingamar horfnar. Hann er
varla búinn að ná sér enn þá
eftir það.“
Vel hirt leiði
„Við höfum sett þama
greni og gerviblóm sem em
aðeins nokkurra daga gömul
þegar þeim er hent. Það er
engin ástæða til að ætla að
þessar skreytingar séu famar
að skemmast. Það voru fleiri
blóm þama við leiðið frá vin-
konu hennar en þau vom líka
tekin. Ég skil vel að það þarf
að taka þarna vel til og sér-
staklega á þeim leiðum sem
eru vanhirt. Það er líka gott
mál að starfsmenn geri það
en það er ekki sama hvað
þeir taka og henda. Langflest
leiðin hér í kirkjugarðinum
eru vel hirt. Ég spurðist fyrir
í kirkjugarðinum í Fossvogi
og þar sögðu þeir að aðeins
vanhirt leiði væra hreinsuð
en ekki hreyft við öðm.
Þannig á þetta að vera og ég
vona að starfsmenn kirkju-
garðsins í Hafnarflrði átti sig
á því,“ segir Gréta.
^ MARf GUNNARSDÓTTIR
B 28. 4. 1982 » 19 U»95
gud ceymi wo A
Mikil mistök
„Við eram vanir því að
Gréta Jónsdóttir við tómlegt leiði dóttur sinnar í kirkjugaröinum í Hafnarfiröi. Fyrir
stuttu voru settar fallegar skreytingar á leiðið en þær voru fjarlægðar þegar starfs-
menn garðsins voru að hreinsa til. DV-mynd E.ÓI
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara veldur gremju hjá verkafólki á Vestfjörðum:
„Það ætti að fella þetta“
Pétur Sigurðsson, forseti ASV, og Heiðar Guöbrandsson í Súðavík eru enn
baráttuglaðir þrátt fyrir nærri sex vikna verkfall. DV-mynd Höröur
Ég má kannski ekki leggja neitt
til í þessum efnum en ef ég mætti
það þá myndi ég segja að það ætti
að fella þetta,“ sagði Pétur Sigurðs-
son, forseti ASV, við lok kynningar
sinnar á miðlunartillögu ríkissátta-
semjara á fjölmennum fundi í Al-
þýðuhúsinu á ísafirði síðdegis í
gær. Tekiö var undir þessi orð Pét-
urs meö miklu lófataki af á annað
hundrað fundarmönnum.
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara
virðist ekki eiga upp á pallborðið
hjá þorra þess fólks sem nú er í
verkfalli á Vestfjörðum ef marka
má viðbrögð fundarins í Alþýðuhús-
inu. Pétur sagði að þegar tiflit væri
tekið til bónuslækkunar þá þýddi
þetta 3,5% hækkun.
Kári Jóhannsson, sem var einn
fundarmanna, hafði á orði við
blaðcimann að það yrðu engir ís-
lendingar lengur við vinnu á Vest-
fjörðum eftir þrjú ár, þetta yrði
pólsk nýlenda.
Anna Ragna Gunnarsdóttir
rækjuvinnslukona sagði: Það er ver-
ið að svipta mann von. Það er ekki
til framtíð á Vestfjörðum. Fólk get-
ur ekki séð fyrir sér og það sér ekki
neina glætu eftir sjö ára launafryst-
ingu. Maður hefur verið að harka af
sér þennan tíma í þeirri von að
þetta væri að rétta við. Svo gerist
það, þá finnst manni að maður ætti
að fá þó ekki væri nema pínulitla
sneið af kökunni svo maður sjái
fram á aö það verði betra að vera
héma.“
Anna Ragna sagði að það væri
búið að vera erfitt í verkfallinu en
fólk léti sig hafa það til að ná fram
einhverju sem hægt er að kalla
hækkun. Tillagan er ragl,“ sagði
Guðrún Hrólfsdóttir fiskverkakona.
Það verður að fella þessa tillögu."
Heiðar Guðbrandsson úr Súðavík
sagðist vilja vona að tillaga ríkis-
sáttasemjara yrði felld. „Ég hef orð-
ið var við það alls staðar þar sem ég
hef komið að fólk hefur gert mér
grein fyrir að þessir pappírar séu
einskis nýtir og jafnvel verri en
það. Sem dæmi af launamanni þá
yrði 1.800 krónum minna í launa-
umslaginu heldur en hann hefði
fengið ef hann reiknaði launin sín
samkvæmt samningnum eins og
hann var. Það var maður sem var
búinn að leggja mikið á sig þá vik-
una og hann tapaöi 1.800 krónum.
Þetta er síður en svo afraksturinn af
þjóðarsáttinnni. Ef þetta er eitthvað
þá er það svik við hana.
Mér sýnist þetta verkfall hafa
breytt því mynstri sem verið hefur í
verkalýðsbaráttunni undanfarin ár.
Ég held að það horfi margir til þess
að baráttuaðferðir okkar Vestfirð-
inga séu eitthvað sem menn verði
að taka tillit til næst. Þetta verði
ekki gert með því að sitja heima og
bíða eftir betri kjörum, þetta verði
ekki gert nema með baráttu.
Ég held að vinnuveitendur hafi
alls ekki gert ráð fyrir þessu og það
sást best í Hafnarfirði þegar við
stoppuöum Bessann þar að þetta
kom þeim mjög á óvart,“ sagði Heið-
ar Guðbrandsson. -HK
fara yfir aflan garðinn á vorin og
hreinsa allar skreytingar sem er
gamlar frá jólum og einnig pásk-
um. Við hreinsum það allt saman
og köstum því. Það er alveg óvart
og mikil mistök ef nýlegar skreyt-
ingar hafa verið teknar af leiðun-
um og þeim kastað. Hins vegar era
þessar skreytingar mjög fljótar að
verða ifla famar þama upp frá,“
segir Sigurður Amórsson, kirkju-
garðsvörður í Hafnarfirði, að-
spurður um málið. -RR
Stuttar fréttir
Síldarkvótinn langt
kominn
íslenski nótaflotinn er nú
langt kominn með norsk-ís-
lenska síldarkvótann. Innan við
50 þúsund tonn eru nú óveidd af
kvóta upp á 233 þúsund tonn.
Veiði hefur veriö léleg að und-
anförnu. Stöð 2 segir frá.
FH kaupir rækjuskip
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
hefur keypt rækjuskipið Pétur
Jónsson RE af Pétri Stefánssyni
en það tekur um 2000 tonn og er
59 m langt. Með kaupunum
aukast sóknarfæri FH. Dagur-
Tíminn segir frá.
Schengen
Samningamenn á ríkjaráð-
stefnu ESB hafa ákveðið að dreg-
ið verði úr áhrifúm stofnana
ESB á Schengen-vegabréfasam-
starfið og þannig komið til móts
við sjónarmið Noregs og íslands.
Mbl. greinir frá.
Samskip áfrýja
Ekkjur skipveija, sem fórast
með Dísarfelli, fá ekki ekknabæt-
ur frá Tryggingastofnun vegna
þess að skipið var leiguskip og
sigldi undir erlendum fána. Sam-
skip hafa kært synjunina til
Tryggingaráðs og hyggjast
tryggja ekkjunum fullar bætur.
Hætti aft selja M&M
Heilbrigðiseftirlit Reykjavík-
ur hefur beint þeim tilmælum til
verslunarinnar Bónuss að hætta
að selja M&M sælgæti sem hún
hefur selt að undanfomu vegna
þess að það innihaldi ólögleg lit-
arefni. Mbl. greinir frá.
Eldur í farmi
Eldur kviknaði í farmi flutn-
ingabifreiðar í gærmorgun á
leið um Kjalames. Á palli henn-
ar voru m.a. plastbretti, rör og
pappírsumbúðir. Talið er að log-
að hafi lengi í farminum áður en
eldurinn uppgötvaðist. Mbl. seg-
ir frá. -VÁ