Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Fréttir______________________________________________________________________________________________dv
Drög að starfsleyfi SR-mjöls á Siglufirði:
Ekkert eftirlit með mengun á staðnum
- segir Valgeir Sigurösson, veitingamaöur og hlunnindabóndi
„Það eru engin refsiákvæði þó
eitthvað beri út af. Þá er enginn
eftirlitsmaður á Siglufirði. Ef upp
koma mengunarslys þá gerist ekk-
ert annað en að hringt er í menn
og þeir beðnir að láta það ekki
koma fyrir aftur,“ segir Valgeir
Sigurðsson, veitingamaður og
hlunnindabóndi á Siglufirði,
vegna draga að nýju starfsleyfi SR-
Valgeir Sigurðsson hlunnindabóndi.
Mjöls á Siglufirði sem liggur
frammi til umsagnar. Hollustu-
vemd ríkisins gefur frest til 20.
júní til að gera athugasemdir við
starfsleyfið. Valgeir segir þessi
mál vera í hinum mesta ólestri á
Siglufirði. Um sé að ræða loft-
mengun og sjávarmengun sem
skemmi fyrir fuglalífi.
„Á sumrin í logni og stillum ligg-
ur reykjarský yfir bænum. Þessu
mega íbúarnir anda að sér. Þá er
gífurleg mengun frá skipum og grút-
arskánin er sem draugur á firðin-
um. Hún fýkur síðan fram og til
baka og veiðir fuglana. Þraátt fyrir
að lög um mengun sjávar séu mjög
skýr þá eru þau þverbrotin ár eftir
ár,“ segir hann.
Fjölskylda Valgeirs er með æðar-
varp sitt í austanverðum Siglufirði.
Valgeir segir að eftir að síldin hvarf
hafi varpið komið upp. Loðnuveið-
arnar hafi síðan sett strik í reikn-
inginn á ný.
„Við eigum austanverðan Siglu-
fjörð. Æðarvarp sem ég og fjöl-
skylda mín höfum byggt upp er
eyðilagt ár eftir ár. Það er algengt
að um 80% af æðarungunum drepist
vegna grútarmengunar frá verk-
smiðjunni og fiskiskipum. Við höf-
um rætt okkar í milli að rétt væri
að fleyta grút af Siglufirði og koma
fyrir í Tjöminni í Reykjavík. Það er
hætt við að einhverjum brygði þá í
brún,“ segir Valgeir.
Hann segist munu berjast í mál-
inu eins og þurfi til að koma skikk
á málin.
„Ég mun gera alvarlegar athuga-
semdir við þessi drög að starfsleyfi.
Þarna er miklu ábótavant og ég sé
ekki annað en það verði sami meng-
unarvandinn áfram,“ segir Valgeir.
-rt
Laugavegi 49 simar 551 7742 og 561 7740
Frá Siglufirði þar sem bæði loftmengun og sjávarmengun hrjáir menn og dýr að sögn Valgeirs.
Síldveiðar eru nú í fullum gangi. Afrakstur norsk-íslenska síldarstofnsins færir víða björg í bú og peningalykt er í
loftinu. Vertíðarlok nálgast nú og sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð sem kveður á um að leyfi til síld-
veiða falli niður um mánaðamótin enda heildarafla þá væntanlega náð. Hér er verið að landa úr Grindvíkingi GK á
Seyðisfirði sl. mánudag. DV-mynd Jóhann
Símaskráin 1997
er komin út
Nýja símaskráin tekur gildi
Mundu etftir afhendingarmiðanum
og náðu í nýju símaskrána
inn 30. maí
strax I dag.
!
Nýjja símaskráin
-útbreiddasta bók á íslandi
POSTUR OG SÍMI HF