Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Spurningin
Hvaö fannst þér um tap ís-
lenska handboltalandsliös-
ins gegn Ungverjum í gær?
Hrafnkell Smári Bjarnason nemi:
Það var leiðinlegt.
Gfsli Ásgeir Hólmgeirsson nemi:
Mér fannst mjög leiðinlegt að sjá
það.
Haraldur Þorkelsson hugbúnað-
arfræðingur: Það hefði verið
skemmtilegra að vinna.
Matthías Guðmundsson hugbún-
aðarfræðingur: Þetta var mjög gott
tap.
Hrafnkell Óskarsson nemi: Ég
vonaðist eftir sigri. íslendingar eru
betri en Ungverjar en þetta fór illa.
Halldór Berg Sigfússon nemi:
Þetta var vont.
Lesendur
Ný heimsmynd
Rússland nottærir sér sérstööu sína sem fyrrum annaö stórveldi heims. -
Rússneskir valdamenn gleöjast.
Magnús Einarsson skrifar:
Undanfarið hefur baktjaldamakk
stjómenda stórvelda verið að koma
í ljós. Hvað tekur við af kalda stríð-
inu er nú að skýrast. Heimsmyndin
skiptist í ijögur eins konar veldi:
Austurbandalagið (Kina, Rússland,
Indland o.fl.), múslima, Evrópu og
Bandaríkin. Viðskiptastríð og hem-
aður verður á milli þessara blokka.
Bretland er miðjan í pólitík heims-
ins, það endurspeglar því þróun í
stefnum milli austurs og vesturs.
Kosningamar í Bretlandi og stórsig-
ur Verkamannaflokksins sýnir að
millistéttin vill losa sig við aðalinn
og sameinast Sambandsríki Evrópu.
Bretar komu í veg fyrir að Hitler
næði að sameina Evrópu. Skipti
þeir um skoðun nú er lag fyrir stórt
Evrópuríki sem hefði í fullu tré við
Bandaríkin annars vegar og fyrrn-
efnt austurbandalag hins vegar.
Evrópusambandið virðist tengjast
Asíu og Afriku. Sú er a.m.k. til-
hneigingin á viðskiptasviðinu.
Rússland er að notfæra sér sérstöðu
sína sem fyrram annaö mesta stór-
veldi heims. Jeltsín sem guðfaðir
núverandi markaðskerfis rær aö
því öllum áram að Rússland gegni
lykilhlutverki til móts við Banda-
ríkin. Rússar stefna á inngöngu í
Evrópusambandsríkið með fjár-
stuöningi Þjóðverja og Frakka.
Þeir róa einnig undir múslímsk-
um ríkjum með vopnum á meðan
Bandaríkjamenn gera það sama
gagnvart ísrael. Ljóst er að ísrael
verður skotspónn múslíma um leið
og Bandaríkin hættir að styðja það.
Líklegt er að þríhymingurinn í
austri noti múslíma þá til að koma
höggi á Vesturlönd.
Salman Rushdie gaf út bókina
„Söngva Satans" þar sem hann lýs-
ir áliti vestrænnar menningar á
miðaldamyrkri múhameðstrúar.
Múslímar eru stöðugt að sækja í
sig veðrið. Það eina sem aftrar
þeim að segja Vesturlöndum heil-
agt stríð á hendur (aðallega Banda-
ríkjunum og ísrael) er að þeir hafa
ekki nógu sterka bakhjarla. Með
samþykkt Rússlands, Kína og Ind-
lands um einhvers konar hernaðar-
lega samvinnu kann þetta að breyt-
ast.
Þama virðist blasa við nýtt, kalt
stríð þar sem Evrópa sem sam-
bandsríki verður miðpóllmn. En
eins- og stjómmálamenn vita era
Bandaríkin stöðugt að einangrast
því Evrópa hefur æ meiri tilhneig-
ingu í austurátt. ísrael getur barist
með hjálp Bandaríkjanna núna
þótt ómögulegt sé að segja til um
hvenær það einangrast algerlega.
Það er ljóst að Rússar eru komnir
aftan að Bandaríkjunum. Bretland
er ekki lengur heimsveldi. Það er
bara Evrópa.
Er örninn sestur?
Jörundur Guðmundsson skrifar:
Skollaleikur í Garðabæ, þar sem
séra Örn Bárður og skósveinar
hans léku aðalhlutverkið, skaðar
þjóðkirkjuna. Látið hefur verið að
því liggja að skósveinarnir í Garða-
bænum og þeirra kandídat hafi
ekki náð þeim árangri sem vænst
var vegna skiptingu kjörmanna. -
Skoðum þetta nánar.
Samtals er um að ræða 34 kjör-
menn, sem skiptast þannig: 14 í
Garðabæ, 10 á Álftanesi og 10 í
Vatnsleysustrandarhreppi. Séra
Bjami fékk 17 atkvæði, séra Öm 11
og aðrir minna. Þama kemur í ljós
að 3 af 14 kjörmönnum Garðabæjar
kusu ekki Öm Bárð!
Hvað var nú til ráða? Jú, það
skulu þvingaðar fram kosningar
hvað svo sem cilmenningsálitið seg-
ir. Þetta er allt löglegt, mikil ósköp.
En algjörlega siðlaust. Eða hvað
hefðu skósveinarnir sagt ef þeirra
kandídat hefði unnið og Álftanes
eða Vatnsleysuströndin hefðu
heimtað almennar kosningar og
farið af stað með undirskriftasöfn-
un?
Ég þekki ekki séra Öm Bárð, en
að hann skuli samþykkja aö taka
þátt í þessum leik klíkunnar segir
mér það sem ég þarf að vita. Þetta
eru mennimir sem skaða Þjóð-
kirkjuna og grafa undan trúverðug-
leik hennar. - Gleðilegt fyrir séra
Örn að komast í embætti á þennan
hátt?
Það fólk sem ekki sættir sig við
það siðleysi og þær aðfarir, sem
hér er lýst, á valkost. Að mínu mati
góðan valkost. Það er Hans M. Haf-
steinsson. Þar fer ungur maður
með ferskar og góðar hugmyndir
sem ekki síst ungt fólk kann að
meta. Nú verður kosið um stöðu
aðstoðarprests. Er ekki eðlilegt
framhald af skollaleiknum að
pottaklíkan láti okkur hin vita
hvað við eigum að kjósa? Það spar-
ar bæði tíma og peninga.
Sameining
Ágúst J. skrifar:
Við heyram sífellt um ný og ný
tilbrigöi af sameiningartilraunum
vinstri flokkanna. Raunar bara Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags.
Kvennalistinn er ekki með í spilinu,
þar era svo skiptar skoðanir um til-
verarétt samtakanna, að lítið er að
marka bollaleggingar til þessa.
Það er ekkert nýtt að heyra að
Þjóðvaki sé genginn sér til húðar og
nú eigi að leggja allt kapp á að sam-
eina A-flokkana í einn trúverðugan
jafnaðarmannaflokk. Hitt er afar
ótrúverðugt að A-flokkamir geti
[L1§11M[2)Æ\ þjónusta
allan
í síma
5000
kl. 14 og 16
vinstrimanna blekking
Fundur I Kornhlööunni um ný samtök vinstri flokkanna. - Nýtt fólk til for-
ystu, eöa...
sameinast án þess að alveg nýtt fólk
fáist þar til forystu.
Hvemig ætti líka að stofna til nýs
flokks á nýjum grunni án þess að
nýtt fólk veljist til forystu? Erum
við ekki búin að fá nóg af uppstokk-
un flokkakerfisins með uppbrotum
úr gömlu flokkunum þar sem
þreyttir pólitíkusar hafa pantað
andlitslyftingu en orðið að þola nið-
urlægingu og endað sem niðursetn-
ingar í nýja flokksbrotinu?
Vestfirðingar
á faraldsfæti
- suður
Gestur skrifar:
Það liggur nú nokkuð ljóst fyr-
ir að Vestfirðir veröa aldrei sam-
ir eftir hin hatrömmu verkfóll
sem háð era þessa dagana. En
það þurfti svo sem ekki verkföll
til. Smám saman hefúr verið að
fjara undan Vestfjarðakjálkan-
um öllum, bæði af mannavöld-
um og náttúrannar. Það er líka
komið í ljós að margir íbúar
Vestfjarða era á faraldsfæti suð-
ur. Það yrði áreiðanlega besta
lausnin fýrir íbúana sjálfa, svo
og þjóðarbúið, að sameinast um
að aðstoða Vestfirðinga við að
yfirgefa heimahagana að fullu.
Marshallað-
stoð misvirt í
Evrópu
Magnús Guðjónsson skrifar:
Það kemur fram í fréttum
þessa dagana, einmitt þegar
ráðamenn Evrópuríkja ásamt
forseta Bandaríkjanna era aö
minnast Marshallaðstoðarinnar
við Evrópu eftir heimsstyrjöld-
ina síðari, að þessi aöstoð hafi
nú ekki verið svo mikilvæg þeg-
ar allt kemur til alls. Evrópm-ík-
in hafi verið farin að rétta úr
kútnum sjálf strax að stríðinu
loknu. Hvílíkt endemis rugl er
hér á ferð! Að halda þessu fram
er ekkert annað misvirðing viö
þessa mikilvægu aðstoð Banda-
ríkjanna við Evrópu. Sjaldan
launar kálfúr ofeldi, segir líka
máltækið.
Stutt varðhald
fyrir manndráp
Margrét Jóliannsd. hringdi:
Ökuníðingur einn sem ók
(drukkinn að vísu) á par í mið-
bæ Reykjavíkur á síðasta ári hef-
ur nú verið dæmdur í aðeins 8
mánaða varðhald. Þama var
stúlka drepin og maður stórslas-
aður. Ökuníðingurinn var búinn
aö sæta refsingu tvisvar áöur, og
nú skildi hann parið eftir í blóði
sínu á götunni og ók á brott. Era
svona dómar til þess fallnir að
fólk virði dómskerfið? Öragglega
ekki. Dómar fyrir manndráp hér
á landi og einnig fyrir líkams-
árásir era of vægir. Ofbeldis-
mönnum á að refsa en ekki verð-
launa þá með nánast fortölum.
Jónssonur eins
og Jónsdóttir
Hildur skrifar:
Mér þykir einkennileg þessi
venja sem er orðin fost í málinu,
að skrifa drengi (raunar alla
karlmenn) „son“ en ekki „son-
ur“, t.d. Jónssonur, líkt og gert
er um konur (Jónsdóttir o.s.frv.).
Þessi hefð að karlar séu „Jóns-
son“, „Einarsson", o.s.frv. virkar
sem eins konar ættarnafh, og
þannig spyrja margir útlending-
ar sem hafa aflað sér nokkurrar
þekkingar í íslensku. Þeir spyrja
sem svo: Hví er þá ekki skrifað
„Jónsdóttur" (þ.e. þolfallið notað
líkt og hjá karlmönnum)? - Get-
ur einhver svarað þessu?
Hækkun atvinnuleysisbóta:
Græna Ijósið
vantar
Haukur hringdi:
Ég var að fá útborgaðar at-
vinnuleysisbætur frá stéttarfé-
lagi mínu sem er VR. Ég fékk
ekki þá hækkun sem tilskilin
var eftir nýjustu samninga.
Svarið sem ég fékk var það, að
ekki hefði enn fengist „grænt
ljós“ frá Félagsmálaráðuneytinu.
Þetta finnst mér afar einkenni-
legt ef rétt reynist. Vonandi
verður þetta leiðrétt en eins og
fólk veit átti þessi hækkun að ná
afur til marsmánaðar sl.