Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Side 11
FOSTUDAGUR 30. MAI 1997
Frumflutningur
menning
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt
tónleika 'í Hallgrímskirkju í gær-
kvöldi. Á efnisskránni voru orgel-
konsert eftir Hjálmar H. Ragnars-
son og sinfónía nr. 3 í c-moll eftir
Saint-Saéns. Einleikari var Hörður
Áskelsson en stjórnandi Roy Good-
man.
Konsertar fyrir orgel og hljóm-
sveit eru sjaldheyrðir, enda ekki á
allra færi að skrifa þess háttar tón-
list. Tónskáldið verður að búa yfír
hárfinni smekkvísi og hafa djúpan
skilning á eðli orgelsins og hljóm-
sveitarinnar. Því eins og Hjáhnar
H. Ragnarsson segir sjálfur í efnis-
skrá tónleikanna: „Orgelið er ...
eins og heil hljómsveit og þess
vegna mikil ögrun í þvi fólgin að
tefla því gagnvart stórri sinfónískri
Tónlist
Jónas Sen
sveit.“ Það þarf nefnilega ekki mik-
ið til að útkoman hljömi eins og
einvígi á milli orgeÚeikarans og
hljómsveitarstjórans - sem endar
með því að þeir drekkja hvor öðr-
um í óskiljanlegum gný. Sérstak-
lega í Hallgrímskirkju, þar sem
endurómunin er svo mikil að leik-
ur sinfóníuhljómsveitar vill brengl-
ast - stundum allverulega.
Sem betur fer er ekki annað
hægt en að óska Hjálmari H. Ragn-
arssyni til hamingju með konsert-
inn sinn; hann hefur stýrt fimlega
fram hjá öllum hættum og hvorki
látið hljómsveitarstjórann né orgelleikarann
ögra hvor öðrum að óþörfu. Enda féllust þeir í
faðma að verkinu loknu. Hörður Áskelsson lék
Hjálmar H. Ragnarsson: Til hamingju með orgelkonsertinn.
líka óaðfinnanlega á orgelið og sömuleiðis var
leikur Sinfóniunnar hinn glæsilegasti.
Konsertinn er í þremur hlutum sem mynda
eina samhangandi heild. Fyrsti
kaflinn er hraður og kraftmikill;
sama stefbrotið heyrist aftur og
aftur í ýmsum útgáfum og
er uppbyggingin öll svo
snyrtileg að manni ,
leiðist ekki eitt /^P
augnablik. Svona '
þrástefjun er
annars býsna
vinsæl i nútíma-
tónlist og tekst
ekki alltaf sem
skyldi. Formið
þarf að vera nógu
margbreytilegt til
að tónlistin hljómi
ekki eins og suð
hakkavél. Hjálmar er
greinilega yfir þetta hafinn -
hvergi er ofgert í verki hans.
Að mati undirritaðs er annar
þáttur konsertsins sá áhrifarík-
asti. Hann er mjög hægur, sam-
anstendur aðallega af löngum
nótum og hljómum. Andrúmsloft-
ið er innhverft og íhugult og er
því þriðji hluti verksins, sem er
hraður, ofsafenginn og glæsileg-
ur, í skemmtilegri mótsögn.
Siðara verkið á efhisskránni
var Sinfónía nr. 3 í c-moll eftir
Saint- Saéns. Hún naut sin ekki
eins og vert var í öllu bergmálinu
í Hallgrímskirkju. T.d. voru ýms-
ar milliraddir, sem eiga að heyr-
ast skýrt og greinilega, víðs
fjarri. Og einhvern veginn pass-
aði ekki að spila rómantískt verk
á eftir kaldri heiðríkjunni í orgel-
konserti Hjálmars. í samanburði
við hann hljómaði sinfónían eins
og tímaskekkja - draugur úr fortíðinni sem á
fyrir löngu síðcm að vera farinn upp til himna.
Gaman að lifa á
hugmyndafluginu
Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöng-
kona hefur verið á faraldsfæti síðan hún lauk
söngnámi og sungið í óperuhúsum í Austur-
ríki, Frakklandi og víðar. En í sumar langar
hana mest til að syngja fyrir landa sína á tón-
leikum og er nú að leggja upp i tónleikaferð
um landið.
„Ég byrja á að fara vestur með Jónasi Ingi-
mundarsyni og syng á Ísafírði kl. 16 á laugar-
dag og á Stykkishólmi á mánudagskvöldið kl.
21,“ segir hún. „Það verða tónleikar af gerðinni
„Við slaghörpuna". Síðan er ég að skipuleggja
ferð um landið með eigin sumardagskrá ásamt
Kristni Emi Kristinssyni píanóleikara. Við
byrjum sennilega í Reykholti, förum svo norð-
ur og austur um. Við hugsum okkur að halda
bæði heila tónleika og bjóða líka upp á styttri
dagskrár.
Ég hef skotist á ýmsa staði til að syngja en
aldrei farið svona hringferð. Það hefur verið
draumur minn lengi að fara um landið og
syngja fyrir fólk í þeirri nálægð sem litlir
salir bjóða upp á. Auðvitað er líka upplifun
að syngja uppi á sviði í ópem langt frá
áhoifendum innan um viðamikil leik-
tjöld, en þetta á betur við mig.“
Að sögn Ingveldar era dagskrámar tvær
talsvert ólíkar. „Dagskráin með Jónasi er
klassískari; dagskrá okkar Kristins er létt-
ari og sumarlegri. Þar ætla ég til dæmis
að syngja lög eftir Sigfús Halldórsson og
lög úr söngleikjum. Ég er með stórt úrval
af lögum og dagskráin verður svolítið
breytileg frá einum stað til annars.
Svo verðum við Kristinn með tón-
leika í Sigurjónssafni í júlí. Þar ætla ég
að syngja öll uppáhaldslögin mín!“
Ótroðnar slóðir
„Það hefur verið gaman að kynnast
„slaghörpunni“ með Jónasi," heldur
Ingveldur Ýr áfram. „Ég hef komist að
því hvað það getur verið miklu
skemmtilegra að spjalla um tónlistina og inni-
hald hennar við áheyrendur en að stilla sér
bara upp og syngja. Mig
langar til að halda
því áfram.“
- Verðurðu
með lög eftir
Kurt Weill?
„Já,
nokkur,
en ég
ætla
að
taka hann fyrir sérstaklega næsta vetur, búa
til dagskrá með lögum hans eingöngu."
Margt er í bígerð hjá Ingveldi Ýri næsta vet-
ur í óperuhúsum heima og erlendis. Tónleik-
unum verður stungið inn þegar tími vinnst til.
„Ég hef alltaf verið hrædd um að tapa af
verkefnum erlendis við að flytja heim,“ segir
hún. „Samt ákvað ég að láta reyna á það og er
mjög ánægð með hvemig það hefur þróast. Ég
er til dæmis að skipuleggja tónleikaferð um
Bandaríkin næsta vetur, einnig er spennandi
frumflutningur á ópem í London á döfinni og
Perth-óperan í Ástralíu vill fá mig með tón-
leika til sín.“
- En þú varst að syngja í Ástralíu í vetur
sem leið - vora andfætlingar svona hrifnir af
þér?
„Það virðist vera - og ég af þeim!
Mér fmnst gaman að fara ótroðnar slóðir -
þess vegna hef ég bragðið út af þeirri hefð-
bundnu leið söngvara að þræða óperahúsin.
Fyrir nokkrum árum hélt ég að það væri
toppurinn á tilverunni. Ég vil búa hér
heima og breyta svolítið um farveg í mínu
starfi.
í kapphlaupinu við velgengnina er
auðvelt að týna sjálfum sér, og ég hef
fundið eftir að ég kom heim aftur að það
er mér jafn mikils virði að syngja fyr-
ir lítinn hóp af fólki og að syngja í
stóru óperuhúsi í heimsborg. Það
gefur mér alveg jaöi mikið, ef ekki
meira, og ég hlakka mikið til tón-
leikaferðarinnar í sumar. Mér
finnst gaman að þurfa að nota hug-
myndaflugið til að skapa mér verk-
efni.“
Ingveldur Ýr Jonsdottir -
langar til aö syngja fyrir
landa sína.
DV-mynd E.ÓI.
Fyrirlestrar á Söguþingi
Á dagskrá íslenska söguþingsins á
morgun, laugardag, eru sex stakir fyr-
irlestrar í Hátiðarsal Háskóla íslands
sem eru opnir almenningi. Eftir að
dagskrá var prentuð bættist Jesse
Byock prófessor við Kaliforníuháskóla
í hóp fyrirlesara, frægur maður af
fræðiritum um íslenskt samfélag á
miðöldum. Hins vegar fellur niður fyr-
irlestur Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra.
Endanleg dagskrá lítur
þá svona út:
Kl. 9 Jesse
Byock: Egils saga:
a social memory
Kl. 10.15 Guð
mundur Hálf
danarson dós
ent: Þjóð og
minningar.
Kl. 11.15 Stefán
Karlsson forstöðu-
maður Stofnunar
Árna Magnússonar: ís-
lensk bókagerð á miðöld-
um.
K1 13.30 Þórhallur Vilmundarson
prófessor emeritus: Ömefni og saga.
Kl. 14.30 Inga Huld Hákonardóttir
sagnfræðingur: Konur og kirkja,
menningarheimur og trúarsýn bænda-
kvenna á 19. öld.
Kl. 15.30 Jóhannes Nordal, fyrrver-
andi seðlabankastjóri: Efnahagslegt
sjálfstæði íslendinga.
Styrkir úr Listdanssjóði
Eftir nemendasýningu Listdans-
skóla íslands á laugardaginn var vora
veittir styrkir úr Listdanssjóði Þjóð-
leikhússins sem var stofnaður 1980 af
Sveini Einarssyni, þáverandi þjóðleik-
hússtjóra. Styrknum er ætlað að vera
hvatning og viðurkenning fyrir góðan
árangur í listdansi. Fimm styrkir voru
veittir að þessu sinni og þá hlutu:
Anna Sigríður Guðnadóttir, Gunnlaug-
ur Egilsson, Kristín Una Friðjónsdóttir
og Sonja Baldursdóttir, sem öll eru
nemendur í Listdansskóla íslands, og
Kári Freyr Björnsson sem stundar nú
nám við Sænska ballettskólann í
Stokkhólmi. Þangað fer Gunnlaugur
einnig til náms í haust.
Ákveðið hefur verið að endurtaka
nemendasýninguna á sunnudaginn kl.
14 í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er 1000
kr.
Fyrsta sýning Beru í Sví-
þjóð
Bera Nordal opnaði sína fyrstu sýn-
ingu sem forstöðumaður Malmö Kon-
sthall í gær. Það er Jaume Plensa
myndhöggvari frá Barcelona sem sýn-
ir verk sín úr málmi og gegnsæju
polyester. í kynningu segir að hann
reyni ekki aö ná sambandi við skoð-
andann með eiginleikum efnisins eða
fegurð formsins heldur stefni hann að
því að vekja óróa hjá áhorfendum sín-
um og fá þá til að hugsa...
Andblær
Sjötta heftið af tímaritinu Andblæ er
komið út, fullt af forvitnilegu efhi að
venju. Ritstjóri er Þorvarður Hjálmars-
son skáld. Meðal höfunda
era topp-nöfn eins og Kristj-
án Karlsson, Þórður Helga-
son, Matthías Johannes-
sen, Þóra Jónsdóttir og
Knut ödegárd, sem öll
eiga ljóð í heftinu, og
urmull minni spá-
manna.
Ljóð eru yfirgnæf-
andi í þessu hefti; aðeins’
eru þrjár smásögur og ein veigamest,'
„Sjóferð", vel heppnuð raunsæissaga
um fyrstu sjóferð ungs manns eftir
Guðríði Lillý Guðbjörnsdóttur.
Skemmtilega truflandi er líka „Grasa-
ferð í dagslok" eftir Ólöfu Pétursdóttur
sem einnig á ljóð i heftinu.
Áhugasamir komast í samband við
Andblæ með því að senda orðsendingu
í Pósthólf 1542,121 Reykjavík.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir