Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgaiblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Landi og þjóð til sóma
íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði með
eins marks mim fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á
heimsmeistaramótinu í Japan í gær. Liðið féll því með
sæmd eftir frábæra frammistöðu það sem af er mótinu.
Þátttöku liðsins í keppninni er ekki lokið því það á eftir
að keppa um endanlegt sæti í hópi þeirra liða sem rað-
ast í 5.-8. sæti mótsins.
Þjóðin er stolt af frammistöðu landsliðsmannanna
sem hafa leikið af miklum styrk. Leikgleði hefur einnig
einkennt hópinn og hún skilar árangri. íslendingar hafa
því enn staðfest styrk sinn í handknattleik. Það er ekki
hlaupið að því að vera meðal átta bestu þjóða í heimi í
þessari íþróttagrein. Með þeim árangri eru íslendingar
langt ofan við fjölmennar þjóðir sem leggja mikla
áherslu á greinina.
Sigur í undanriðli keppninnar og frammistaða í sext-
án liða úrslitum sýna getu liðsins. Meðal þeirra lands-
liða sem lögð voru að velli í riðlinum var sterkt lið
Júgóslava og lið Norðmanna í sextán liða úrslitum. Þá
var minnsti hugsanlegur munur á ungverska og íslenska
liðinu í gær.
íslendingar hafa löngum teflt fram sterku handknatt-
leikslandsliði. Árangurinn nú er þó með þeim besta sem
náðst hefur. Góður árangur landsliðsins hefur tvímæla-
laust áhrif á þá sem leggja stund á þessa íþróttagrein.
Það styrkir félagsliðin sem aftur gefur af sér sterkara
landslið.
Landsliðsmennimir hafa lagt hart að sér við æfingar.
Sú vinna skilar sér á því heimsmeistaramóti sem nú
stendur yfir. Þorbjöm Jensson, þjálfari liðsins, hefur náð
góðum árangri enda er efniviður hans góður. Það sem
honum hefur tekist að þessu sinni er að láta liðið blómstra
á réttum tíma. Stundum hefur það hent að íslenskt lið hef-
ur náð mjög góðum árangri rétt fyrir stórmót og vænting-
ar því verið miklar. Nú voru væntingamar hóflegar og
góður árangur liðsins því enn gleðilegri.
Hið nauma tap landsliðsins gegn Ungverjum þýðir að
liðið fær ekki rétt til að leika um verðlaunasæti á mót-
inu. En nálægt því komst liðið og það er óumdeilt að
frammistaða þess hefur verið góð. Þegar svo vel gengur
fýlgist þjóðin spennt með og menn hafa ekki hikað við
að fara á fætur um miðjar nætur til þess að fylgjast með
leikjum liðsins. Þetta vita landsliðskempumar enda hafa
þeir fengið fjölmargar árnaðaróskir að heiman.
í hópíþrótt sem handknattleik reynir á samvinnu
manna. Menn styðja hvem annan í sókn jafnt sem vörn.
í undangengnum leikjum hefur samstarf hópsins, góður
liðsandi og leikgleði verið áberandi. Þetta skilar sér til
ungra íþróttaiðkenda, hvort sem þeir leggja stund á
handknattleik eða aðrar íþróttagreinar. Með framkomu
sinni og árangri em landsliðsmennimir í handknattleik
góð fyrirmynd. Unga fólkið lærir að leggja sig fram og
sér að árangur ræðst af því. Þá lærir það og að vinna
saman og um leið það sem ávallt er nauðsynlegt í íþrótt-
um, að taka jafnt sigri sem ósigri.
íslendingar munu því taka vel á móti landsliðsmönn-
unum þegar þeir koma heim eftir helgina. Góður árang-
ur á alþjóðlegu stórmóti í handknattleik, sjálfu heims-
meistaramótinu, er staðreynd. Mörg undanfarin ár hef-
ur landsliðshópur okkar í handknattleik staðið hvað
fremstur hérlendra íþróttamanna. Árangurinn í Japan
sýnir að svo er enn.
Landsliðshópurinn í Japan fær því baráttukveðjur að
heiman. Frammistaðan er til fyrirmyndar.
Jónas Haraldsson
„Engin samkeppni er um sjúkiinga. Sjúkrahúsin skipta með sér bráðavakt annan hvern dag.“
Sparnaður í heil-
brigðisþjónustu
- nokkur dæmi
uppi var, að halda
Fæðingarheimilinu
opnu, hvað sem það
kostaði.
Hér er skólabókar-
dæmi um „raunveru-
legan sparnað“ án þess
að um „niðurskurð“ á
heilhrigðisþjónustu sé
að ræða.
Krafa á sjúkra-
húsin um aðhald
Nú eru sjúkrahúsin í
Reykjavík búin að
skipuleggja sumarlok-
anir og krafa er uppi
um aðhald og sparnað
sem þau geta naumast
orðið við.
„Fámennið á íslandi er slíkt að
tvö „ hátæknisjúkrahús “ sitt
hvorum megin við Öskjuhlíðina,
nýta hvort fyrir sig ekki nógu vel
þessa 13 milijarða, sem rekstur
þeirra kostar samtals árlega.“
Kjallarinn
Pétur Jónsson
borgarfulltrúi í Reykjavík
Þegar fæðingar
fluttust á einn stað í
Reykjavík spöruðust
stórar fjárhæðir.
Spamaðurinn varð
til við það að konur
hættu að fæða börn
sín á tveim stöðum í
Reykjavík, sitt hvor-
um megin við Ei-
ríksgötuna. Fjár-
hæðir spöruðust
sem námu um helm-
ingi rekstrarkostn-
aðar Fæðingarheim-
ilis Reykjavíkur síð-
asta heila árið sem
það var rekið.
Mörgum fannst
þetta afturför þar
sem valkosturinn,
sem Fæðingar-
heimilið bauð,
var ekki á
Kvennadeildinni í
fyrstu.
Lengi var
barist í því að
halda rekstri á
háðum stöðunum
því að það var
talið eina leiðin
til aö valkostur
gæfist konum við fæðingu bama
sinna.
Reksturinn endurskipu-
lagöur
Til þess að þessi breyting tækist
þurfti að sanna fyrir konum að
um annan möguleika gæti verið
að ræða. Þetta var gert með því að
starfsfólk og stjórnendur á
Kvennadeild Landspítalans komu
upp sérstakri þjónustu, svipaðri
og bauðst á Fæðingarheimilinu.
Þessi valkostur (þ.e. MFS-þjón-
ustan) er kannski ekki alveg sá
sami, en engu að síður góður val-
kostur.
Þá fyrst hætti sú krafa, sem
Möguleikamir á að takast á við
sjúkdóma aukast stöðugt, og kröf-
ur samfélagsins um að við því sé
brugðist aukast líka. Biðlistar
lengjast.
Eru sumarlokanir í þessum
mæli raunverulega rétta aðhalds-
leiðin.
Aukin samvinna sparar
peninga
Stundum er rætt um aukna
samvinnu sjúkrahúsanna á land-
inu. Einnig er oft rætt um að sam-
eina ýmsa þjónustuþætti á sjúkra-
húsunum í Reykjavík og e.t.v. á
höfuðborgarsvæðinu öllu.
En þetta em oftast orðin tóm í
hátíðarræðum og fallegum skýrsl-
um,
Eins og af ofannefndu dæmi sést
er eina raunvemlega hagræðingin
og sparnaðurinn fólginn í að sam-
eina einstaka þjónustuþætti
sjúkrahúsanna, helst í sama húsi,
allavega undir sömu stjóm.
Af hverju er þetta ekki
gert?
Ástæðan er í raun einföld. Hún
virðist vera, þegar öllu er á botnin
hvolft, togstreita einstakra emb-
ættismanna. Einnig sú einkenn-
ilega meinloka, sem sumir ráða-
menn eru haldnir, að telja, að
sjúkrahúsin í Reykjavík eigi að
vera í samkeppni. En samkeppni
um hvað, má spyrja.
Fagleg samkeppni er þegar til
staðm, þ.e. við sjúkrahús erlendis.
Engin samkeppni er um sjúklinga.
Sjúkrahúsin skipta með sér bráða-
vakt annan hvern dag. Sjúklingar
verða að fara á það sjúkrahúsið,
sem er á vakt hverju sinni. Þeir
ráða litlu sem engu um það sjálfir.
Samkeppni um peninga?
Eina raunverulega samkeppnin,
sem sjúkrahúsin eiga í, er sam-
keppni um takmarkað skattfé
borgaranna.
Fámennið á Islandi er slíkt að
tvö „hátæknisjúkrahús", sitt hvor-
um megin við Öskuhlíðina, nýta
hvort fyrir sig ekki nógu vel þessa
13 milljarða sem rekstur þeirra
kostar samtals árlega.
En hér er dæmi um spamað
sem gæti komið þessum sjúkra-
húsum til góða í aukinni þjónustu
við alla landsmenn.
Pétur Jónsson
Tilvitnun:
Hér er skólabókardæmi um
raunverulegan „sparnað" án þess
að um „niðurskurð" á heilbrigðis-
þjónusu sé að ræða.
Skoðanir annarra
Lögin um Seðlabankann
„Um alllangt skeið hefur verið full ástæða til þess
fyrir Alþingi að breyta núgildandi lögum um Seðla-
bankann og veita honum aukið sjálfstæði, burtséð
frá áformum Evrópusamhandsins um myntbanda-
lag. ... Staða íslands sem lítils gjaldmiðilssvæðis á
jaðri Efnahags- og myntbandalagsins mun útheimta
afar svipaðar áherzlur í stjórn efnahags- og peninga-
mála og í EMU - jafnvel enn aðhaldssamari stefnu
seðlabankans, ef eitthvað er. Það blasir því við að
laga verður lögin um Seðlabankann að því, sem nú
er að gerast um alla Evrópu."
Úr forystugreinum Mbl. 29. maí.
Mistökin í menntastefnu
„Mistökin í menntastefnu síðustu ára birtist
gleggst í þróun fjárveitinga til Háskóla íslands. Á
sama tíma og námsmönnum þar hefur fjölgað um
þriðjung á sex árum, þá hafa fjárframlög verið skor-
in niður. Fjölgun námsmanna er sem sé mætt með
beinum niðurskurði! Þessi stefna hlýtur óhjákvæmi-
lega að draga úr námsframboði, rýra gæði námsins
og aðstöðu kennaranna. Afleiðingin birtist í því að
erfiðara reynist að fá hæfa kennara og stúdentar
finna síðm' nám við sitt hæfi.“
Úr forystugreinum Alþbl. 29. maí.
Lengsta verkfallið
„Okkar tilgangur hefur alltaf verið sá að reyna að
fá vinnuveitendur til þess að ræða við okkur í fullri
alvöru en það hafa þeir aldrei gert. Þeir eru eins og
strengjabrúður hjá Vinnuveitendasambandinu.
Þetta er víst orðið eitt lengsta verkfall sögunnar og
hefur verið erfitt. Það virðast vera opnar allar gátt-
ir fyrir útgerðina til að stunda sína starfsemi óáreitt.
Félagar okkar hafa ekki hjálpað okkm- við þetta og
við ekki nógu mörg til að stöðva þetta.“
Pétur Sigurðsson í Degi-Tímanum 29. maí.