Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 4
4
FRITT
í BÍÓ
ÞU SÆKIR!
aih
16" pizza
■ m/ 2 áleggsteg.
mS ncoke*
bjpmíðar
1.480
kr.
\V“0
VIO SENDUM!
16" pizza
1“ m/ Z áleggsteg.
ZL Coke*
1.480
*12“ Margarita pizza
í staðínn fyrir 2L Coke
kr.
fréttir
LAUGARDAGUR 31. MAI1997
Sjúklingar á húölækningadeild Vífilsstaðaspítala sendir heim:
Hræðilegt ástand
- segir Drífa Gunnlaugsdóttir sem þjáist af psoriasis-húðsjúkdómi
„Þetta ástand hér er hræðilegt.
Það á að senda okkur heim eftir 2
vikur í hvernig ástandi sem við
erum. Deildin verður lokuð í 10 vik-
ur og við eigum bara að vona að við
veikjumst ekki iila á meöan,“ segir
Drífa Gunnlaugsdóttir, 21 árs, en hún
þjáist af húðsjúkdómnum psoriasis.
Hún liggur á húðlækningadeild
Vífiisstaðaspítala, sem er eina deild-
in sinnar tegundar á íslandi, og tek-
ur á móti sjúklingum af öllu land-
inu. Á deildinni liggja sjúklingar
með húðsjúkdóma eins og psoriasis
og exem. Drífa er einn af verst fömu
sjúklingunum á deildinni en hún
hefur haft sjúkdóminn síðan hún
var 3 ára. Deildinni verður lokað
um miðjan júni í 10 vikur vegna nið-
urskurðar í heilbrigöiskerfmu. Þá
veröa sjúklingamir sendir heim til
sín eða til vina og ættingja.
Lokað um helgar
„Það er ekki nóg með þessa lokun
því það er einnig lokaö hér í tvær
vikur yfir jólin og aðrar tvær vikur
yflr páska. Þá er alltaf lokað hér um
helgar. Viö sjúklingar emm sendir
heim upp úr hádegi á fóstudögum og
komum aftur á mánudögum. Þetta á
að heita sparnaður en er auðvitað
fáránlegt að kalla það því nafni.
Þetta seinkar öllum bata sjúkling-
anna sem þýðir að við verðum að
vera hér lengur í meðferð. Kostnað-
urinn er mikill á hvem sjúkling hér
en það væri hægt að senda fólk fyrr
heim ef það fengi að vera hér í sam-
felldri meðferð."
Mikil örvænting
„Það er mikil örvænting meðal
sjúklinga hér því þeir kvíða því auð-
vitað að fara heim þar sem ekki er
hægt að annast þá eins vel og á spít-
alanum. Hjúkrunarfólkið er líka
mjög óánægt meö þetta því auðvitað
vill það annast okkur eins vel og
hægt er,“ segir Drífa.
Hún er frá ísafirði og segir að hún
Drífa Gunnlaugsdóttir sýnir hér hve slæm hún er af psoriasis-húðsjúkdómi. Hendur hennar eru mjög illa farnar. Hjá
henni er Guðfinna Guðmundsdóttir sem er með húðsjúkdóm á baki og fótum. Þær liggja báðar á húðlækningadeild
en verða sendar heim eftir tvær vikur þar sem loka á deildinni í 10 vikur. DV-mynd E.ól
og fleiri sem koma af landsbyggð-
inni veröi að treysta á góðvild vina
og ættingja þegar þeir em látnir
yfirgefa spítalann um helgar. Drífa
segist vera svo heppin að komast til
móðursystur sinnar í Grindavík því
annars ætti hún jafnvel ekki í nein
hús að venda á höfúðborgarsvæð-
inu. Hún segist verða að flytja á höf-
uðborgarsvæðið í nánustu framtíð
til að eiga meiri von.
Loka lengur en áöur
Drífa þekkir vel til á spítalanum því
hún hefur legið þar meira og minna
undanfarin ár þar sem sjúkdómur
hennar hefúr versnað. Hún segist sjá
sífellt breytingu til hins verra.
„Þeir loka orðið alltaf lengur en
áður. Síðan eru fullir biðlistar eftir
því að komast hingað. Deildin er
troðfúll af sjúklingum og það er
hlaðið inn fteiri rúmum en eiga að
vera. Það eru sex rúm inni á mínu
herbergi en aöeins er gert ráð fyrir
fimm rúmum,“ segir Drífa.
-RR
Garðaprestakall:
Prestskosningar í dag
Sól framleiöir áfram gosdrykki.
Sól - Víking kaupin:
Óttumst
ekki stefnu
þeirra
- segir Jón Ásgeir
Jón Ásgeir gerir ekki ráð fyrir
að kaupin á Sól hafi nein áhrif á
framleiðslu Sólar á Bónusgosi, þrátt
fyrir að eignarhaldsfélagið Háahlíð,
sem á 80% hlut í Víking, sé eign Víf-
ilfells. Þess í stað gerir Jón Ásgeir
ráð fyrir öflugu fyrirtæki sem geti
boðið lægra verð til verslunarinnar
en nú er.
í sama streng tók Þorsteinn Jóns-
son, framkvæmdastjóri Vífilfells, en
hann sagði að kaup Víkings á Sól hf.
sköpuðu stórt öflugt fyrirtæki með
sterka stöðu á drykkjarvörumarkað-
num. Hann lítur ekki á gosdrykkja-
framleiðslu Sólar hf. sem samkeppni
við gosdrykkjaframleiðslu Vífilfells,
til þess væri hún of smá í sniðum.
Hjá Samkeppnisstofnun hefur
ekki verið tekin nein ákvörðun um
athugun á þessu máli, að sögn Guð-
mundar Sigurðssonar, forstöðu-
manns samkeppnissviðs. -ST
Prestskosningar í Garðapresta-
kalli fara fram í dag. Kosið verður
um tvo umsækjendur, þá Hans Mark-
ús Hafsteinsson guðfræðing og sr.
Öm Bárð Jónsson, fræðslustjóra
kirkjunnar.
Hans sagði að prestskosningamar
legðust vel í sig. Hann legði áherslu
á að styrkja þá grunneiningu sem
fjölskyldan væri í samfélaginu.
„Kirkjan og pestamir geta gegnt
stóm hlutverki í að gera bömin úr
þessum íjölskyldum að sterkum og
hæfum einstaklingum," sagði Hans.
Hann telur að söfnuðurinn taki
prestskosningamar alvarlega þrátt
fyrir deilumar sem hafa komið upp í
kringum kosningamar. Hann segir
Deilan vegna starfsloka Bjöms
Hafberg, skólastjóra á Flateyri,
harðnar enn. í Degi-Tímanum í gær
er haft eftir Magneu Guðmundsdótt-
ur, bæjarfúlltrúa sjálfstæðismanna í
isafjarðarbæ, að þær alvarlegu ásak-
anir sem bomar em á Bjöm Hafberg
skólastjóra séu þær að hann hafi far-
ið með skólaböm inn á snjóflóða-
svæöi þar sem hættuástand ríkti.
Hann hafi þar neytt ungan dreng til
að taka þátt í að moka frá húsi þrátt
fyrir yfirlýst hættuástand.
Björn Hafberg sagöi í samtali við
DV að um óvenjugrófa aðför að æra
sinni væri að ræða.
„Það er nöturlegt til þess að hugsa
að forystumaður í bæjarfélagi skuli
hiklaust láta hafa eftir sér hreina
ýmis teikn hafa verið á lofti síðustu
daga um góða þátttöku í kosningun-
um.
Öm Bárður Jónsson er einnig
bjartsýnn fyrir kosningamar. „Ég
sótti um þetta embætti vegna þess að
margir Garðbæingar hvöttu mig til
þess. Ég hef búið hér með hléum í 30
ár svo ég þekki vel til hér,“ sagði
Öm. Hann sagðist gera ráð fyrir að
hans heimafólk veitti honum braut-
argengi í kosningunum.
Öm segir að hann hafi lagt stund
á framhaldsnám i safnaðamppbygg-
ingarfræðum og viiji nýta það nám
til að byggja upp öflugt starf í söfnuð-
inum. Hann leggur áherslu á virkari
þátttöku fólks í safnaðarstarfinu og
lygi. Þetta er mjög alvarlegur áburð-
ur sem ég mun skoða í því ljósi,“ seg-
ir Bjöm.
Hann segir að atburður sá sem
Magnea vísar til hafi átt að eiga sér
stað þegar hann fór ásamt nokkrum
unglingmn til að moka frá húsi viö
Goðatún. Þar hafi verið kona með
veikt bam og hann hafi talið sjálf-
sagt og eðlilegt að koma henni til
hjálpar.
„Það hefur verið venjan hér að
þegar fólk hefur þurft á aðstoð að
halda undir sambærilegum kringum-
stæðum höfúm við bmgðið skjótt við.
Það er fráleitt að halda því fram að
snjóflóðahætta hafi verið þama enda
hefði þá konan ekki verið í húsi sínu.
Að ég hafi neytt drenginn til eins eða
einnig aukna fræðslu meðal allra
aldurshópa. „Kirkjan á að veita sem
víðtækasta þjónustu," sagði Öm.
Emi fannst kosningabaráttan hafa
verið drengileg og átti ekki von á að
nein eftirmál yrðu af henni. Hann á
von á góðri þátttöku í dag.
Samkvæmt lögum um prestskosn-
ingar eru kosningamar bindandi ef
helmingur atkvæðisbærra manna
kýs og einn umsækjandi fær meiri-
hluta atkvæða. Þar sem umsækjend-
ur em aöeins tveir verða kosningar
þessar líklega aðeins ógildar ef
minna en helmingur kjörgengra ein-
staklinga kýs. Ef það gerist mun
kirkjumálaráðherra skipa prest í
Garðaprestakalli. -HI
neins er rangt og það að ég tók í háls-
mál hans snýst ekki um annað en
það að hann truflaði starf annarra.
Það mál var útkljáð við foreldrana
sama dag,“ segir Bjöm.
Soffia Ingimarsdóttir, sem býr að
Goðatúni 4, er umrædd kona sem
mokuð var út. Hún segir þessa ásök-
un á skólastjórann fráleita þar sem
ekki hafi verið hættuástand.
„Ég hefði aldrei verið heima hjá
mér ef um hættuástand hefði verið
að ræða. Ég hef ævinlega farið úr
húsi mtnu ef lýst hefur veriö yfir
snjóflóðahættu. Þetta er því fráleit
ásökun á hendur Bimi. Ég var heima
með veikt bam sem þar að auki er
hrætt þegar snjóflóðahætta er ferð-
um,“ segir Soffia. -rt
Skólastjóri sakaður um að fara með börn á snjóflóðasvæði:
Fráleit ásökun, segir íbúinn
I
I
í
I
i
r
i
i
r
>
i
i
i
i
i
\
i
i