Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 12
F 12 fn LAUGARDAGUR 31. MAI 1997 Sumarhátíð vegna fjörutíu ára afmælis Árbæjarsafns: Safnhúsin fuíibyggð eykur möguleika okkar til muna, segir borgarminjavörður „Tímamótin marka að því leyti sérstöðu að nú er byggingu allra safnhúsanna lokið og við getum því á næstu árum einbeitt okkur að því að efla safnfræðslu til mikilla muna. Borgarminjavöröur Helsinki, Leena Arkio, sótti Árbæjar- safniö heim í vikunni. Hér er hún ásamt Margréti Hall- grimsdóttur borgarminjaveröi, Nikulási Úlfari Mássyni, arkitekt Árbæjarsafns, og einum úr sendinefnd Finna. DV-myndir Hilmar Þór. segir Margrét Hallgrímsdóttir borg- arminjavörður við DV. í tilefni af 40 ára afmæli Árbæjar- safnsins nú i ár verður boðið upp á mjög veglega og fjölbreytta dagskrá í safninu í allt sumar. Herleg- heitin hefjast á morgun, 1. júní, með formlegri opnun Lækjar- götuhússins kl 14. Þar verður Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri meðal annarra. Opnunarhátíð- in er öllum opin. Margrét segir 30 til 40 þúsund gesti koma í Ár- bæjarsafn á hverju ári og hún gerir sér vonir um að með breyttum áherslum í sum- ina Reykjavík, ljósmyndir og ljóð. Þar verða sýndar Ijósmyndir frá Reykjavík frá lokum siðustu aldar og til okkar daga, ásamt ljóðum skálda sem yrkja um borgina við sundin blá. Dagskrá verður á staðn- um í tilefni sjómannadagsins og veitingasalan í Dillonshúsi verður opnuð. Dillonshúsið var byggt árið 1835 og dregur nafn sitt af írskum lá- varði sem lét byggja það. Hann gaf það síðan ástkonu og barnsmóður sinni, Sire Ottesen, sem rak veit- ingastað í húsinu og hélt þar dans- leiki. Hryllingssögur Að sögn Margrétar verður margt annað skemmtilegt á dagskránni í sumar. Hún segir að í ágúst verði fjallað um þvottalaugarnar í Reykja- vík og þá verði líka dagskrá sem nefnd er Margt býr í myrkrinu. Þar verði gengið um safnið og Elliðaár- dal. Þessi dagskrá ætti að höfða til allra áhugamanna um íslenskar reimleika- og hryllingssögur. „Við erum farin að hugsa til næstu ára og í farvatninu er vegleg sýning um sögu Reykjavíkur og Árbæjarsafn: Kirkjan frá 1842 Kirkja Árbæjarsafns var byggð árið 1842 að Silfrastöðum í Skagafirði. Hún er gott dæmi um torfkirkjur frá síðustu öld. Árið 1959 var kirkjan flutt á safnið. Hægt er að fá hana leigða undir athafnir. Árbæjai’safn er minjasafn Reykjavíkur og er borgarminja- vörður forstöðumaður þess. Hlutverk þess er minjavarsla í t Ull verður gull Nú höfum við alla möguleika á þvi að auka fræðslu til skólabama og munum í æ ríkari mæli einbeita okkur að nýjum og spennandi sýn- ingum í safninu, auk þess að gera átak í varðveislumálum. Á þessum tímamótum finnst mér opnun Lækj- argötu 4 hússins standa upp úr,“ ar muni þeim fjölga. Byrjar á morgun Á morgun, sjómannadag, verður mikið um að vera á Árbæjarsafni. í Lækjargötu 4-húsinu verður opnuð ljósmyndasýning sem ber yfirskrift- Margrét segir margt mjög spenn- andi verða á boðstólnum í sumar. Þar megi t.d. nefna dagskrá annan sunnudag sem nefnd er Ull verður gull. Hún segir alls kyns vinnu úr ull verða sýnda í safninu, búnir verði til sauðskinnsskór og hand- verksfólk verði að störfum í ýmsum húsum. „Ég hlakka líka mikið til að bjóða upp á dagskrá sem við köllum Leiki og leikföng fyrrum og verður í safn- inu 6. júlí. Þar verður teymt undir böm og farið í leiki við Klepp. Síðar í mánuðinum verður Nærfatnaður í sögu þjóðar, lítil sýning á nærfatn- aði þjóðarinnar í gegnum tíðina," segir Margrét. Lækjargótu 4 húsiö verður opnaö formlega á morgun. sýning sem sérstaklega verður ætl- uð börnum. Ég vona að fólk komi og líti inn til okkar í sumar. Það er af nógu að taka,“ segir Margrét. Af- mælisdagur safnsins er í september og þá verður borgarbúum boðið til hátíðar, auk þess sem gefin verður út bók um þvottalaugamar. -sv lend bóksjá Reykjavík, rannsóknir og miðl- un. Saga Reykjavíkur er við- fangsefni safnsins og starfa þar sérfræðingar á því sviði. Meg- ináhersla er lögð á vemdun borgarminja, þ.e. sögulegra húsa, safngripa, mynda og forn- leifa. Lykilþáttur í því starfi er skráning, merking og varð- veisla. Flutt úr miðbænum Flest húsin á Árbæjarsafni hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Elsta húsið er Smiðshús, byggt um 1820. Af öðrum 19. aldar húsum má nefna Suðurgötu 7, Nýlendu, Þingholtsstræti, Efstabæ og Líkn. -sv Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Meave Binchy: Evening Class. 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. 3. Danlelle Steel: Mallce. 4. Roddy Doyle: The Woman who Walked Into Doors. 5. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 6. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 7. Ben Elton: Popcorn. 8. John Grisham: Runaway Jury. 9. Tom Sharpe: The Mldden. 10. Jllly Cooper: Apasslonata. Rit afmenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. The Art Book. 3. Nlck Hornby: Fever Pltch. 4. Frank McCourt: Angela's Ashes. 5. Paul Wllson: A Little Book of Calm. 6. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 7. Wlll Huttonn: The State to Come. 8. Rlchard E. Grant. Wlth Nalls 9. Grlff Rhys Jones ritstjóri: The Nation’s Favourlte Poems. 10. Herodotus: Tales From Herodotus. Innbundnar skáldsögur: 1. John Grlsham: The Partner. 2. Danlelle Steel: The Ranch. 3. Edward Rutherfurd: London: The Novel. 4. Wilbur Smith: Blrds of Prey. 5. Patricia D. Cornwell: Hornet’s Nest. Innbundin rit almenns eðlls: 1. Jean-Domlnique Bauby: The Diving-Bell and the Butterfly. 2. Roy Strong: Dlaries 1967-1987. 3. Tlm Smlt: The Lost Gardens of Hellgan. 4. Dava Sobel: Longitude. 5. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. (Byggt á The Sunday Tlmes) Solzhenítsyn reiður Rússneska nóbelskáldið Alexander Solzhenitsyn hef- ur haldið sig til hlés síðustu mámuði, eða frá þvi að sjónvarpsþáttur hans var fýrirvaralítið tekinn af dag- skrá rússneska sjónvarps- ins. Nú er hann aftur kom- inn í fréttirnar af tveimur ástæðum, og hvorug að hans skapi. Annars vegar er það heilsa skáldsins sem er far- in að gefa sig, enda er hann orðinn 79 ára og hefur átt langa, viðburðaríka og erf- iða ævi - sat m.a. í sovésk- um fangabúðum um langt árabil á fimmta og sjötta áratugnum. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna óskil- greindra hjartavandræða og var þar til meðferðar í hálfan mánuð. Nú er hann aftur kominn heim til sín, en hann býr í íbúð í Moskvu með seinni konu sinni, Alyu, sem segir að hann sé óðum að jafna sig og vilji ólmur fara að skrifa á ný. Æstur út af ævisögu Þrátt fyrir heilsubrestinn hefur Solzhenítsyn séð ástæðu til að bregðast reiður mjög við nýrri ævi- sögu sem á að sjá dagsins ljós í byrj- un næsta árs. Höfundurinn er þekktur enskur skáldsaganahöfund- ur, D.M. Thomas (kunnasta skáld- saga hans heitir „The White Hot- el“). Hann hefur nú refsað St. Mart- in’s Press, sem mun gefa ævisöguna út, með því að stöðva útgáfu á nýrri bók með nokkrum ritgerðum eftir sig sem forlagið hafði þó samið um að kæmi út í Bretlandi um svipað leyti. Sumir líta á þetta sem tilraun til að hindra útgáfu ævisögunnar. Það breytir engu um afstöðu hans Alexander Solzhenítsyn. Símamynd Reuter þótt Thomas hafi sagt opinberlega að bókin gefi jákvæða mynd af nóbelsskáldinu, sem hafi hins vegar aldrei svarað ítrekuðum beiðnum um viðtal á meðan ævisagan var í vinnslu. Umsjón Elías Snæland Jónsson Það sem veldur reiði goðsins í Moskvu er fyrst og fremst að Thom- as hefur leitað upplýsinga hjá fyrri eiginkonu Solzhenítsyns og fengið i leiðinni hjá henni ljósmyndir sem birtar eru í bókinni. Langt hjónaband Margir halda því fram að gífurleg afköst nóbelsskáldsins á rit- vellinum megi að hluta til þakka konunum í lífi hans - en þær hafi þjónað honum á alla lund og gert honum kleift að einbeita sér að rit- störfum eftir að hann slapp úr fangabúðunum á sjötta áratugnum. Það á ekki síst við um fyrri konuna, Natalíu Res- hetovskayu. Þau gengu í hjónaband árið 1940, en áttu engin böm; Solzhenítsyn sagði að óskir hennar rnn slíkt væra sjálfselska; hlut- verk hans í lifinu væri ann- að og meira en að lifa venju- legu fjölskyldulifi. Fyrstu sextán ár hjóna- bandsins var Solzhenítsyn í fangelsi eða útlegð í um fimmtán ár. En þegar hon- um var sleppt árið 1956 hófu þau sambúð á ný. Árið 1962 fékkst skáldsagan „Dagur í lífi ívans Denisovits" gefin út og hún sló í gegn. Solzhenítsyn varð frægur rithöfund- ur. Hann gerðist kvensamur í meira lagi, að sögn eiginkonunnar. Seinni konu sinni kynntist hann árið 1968, er hann stóð á fimmtugu. Alya var þá 28 ára. Þegar hún varð barnshaf- andi skildi skáldið við fyrri konuna og kvæntist barnsmóður sinni. Alya mun þó hafa hvatt hann mjög til að halda tryggð við Reshetovskayu sem tók skilnaðinn mjög nærri sér og reyndi m.a. að fremja sjálfsmorð. Reiði skáldsins í hennar garð er m.a. sögð stafa af því að hann gruni hana um að hafa aðstoðað KGB- menn við að reyna að koma í veg fyrir útgáfu ritverksins um Gulag- eyjaklasann. Thomas segist færa sönnur á samvinnu hennar við KGB í nýju ævisögunni. Þar sé einnig í fyrsta sinn skýrt frá tilraun KGB til að ráða Solzhenitsyn af dögum árið 1971. Metsölukiljur >«(•»•••«•••••• •;•„• • « ' Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Hlgglns Clark: Moonllght Becomes You. 2. Sherl Reynolds: The Rapture of Canaan. 3. John Darnton: Neanderthal 4. Nora Roberts: Montana Sky. 5. John Grlsham: The Runaway Jury. 6. John Sandford: Sudden Prey. 7. Belva Plaln: Promlses. 8. Ursula Hegl: Stones From the Rlver. 9. Wally Lamb: She’s Come Undone. 10. Ellzabeth Lowell: Where the Heart Is. 11. James Patterson: See How They Run. 12. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 13. Robln Cook: Invaslon. 14. Dale Brown: Shadows of Steel. 15. Dean Kootz: Tlcktock. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Well: Spontaneous Healing. 2. James McBride: The Color of Water. 3. Mary Plpher: Revlving Ophella. 4. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 5. Laura Schiesslnger: How Could You Do Thatíl 6. Carmen R. Berry & T. Traeder: Glrlfrlends. 7. Jon Krakauer: Into the Wlld. 8. Kathleen Norrls: The Clolster Walk 9. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 10. Jeff Foxworthy: No Shlrt, No Shoes ... No Problem! 11. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 12. Danalel Jonah Goldhagen: Hltler's Wllllng Executloners. 13. Vlncent Bugllosi: Outrage. 14. Mary Karr: The Llar's Club. 15. Mary Pipher: The Shelter of Each Other (Byggt á New York Tlmes Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.