Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 DV . utlönd Franskir kommúnistar setja skilyrði fyrir stjórnarþátttöku: Brestir komnir í vinstrifylkinguna stuttar fréttir Ekki dauðarefsing Saksóknari í máli meints moröingja sonar sjónvarpsleikar- ans Bills Cosbys sagði i gær aö ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir sakbomingnum. Waigel víkur ekki Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sem sætir harðri gagnrýni vegna áforma um að endurmeta gull- og gjaldeyris- forða þýska seðlabankans, sagðist í viðtali í gær ekki sjá neina ástæðu til afsagnar. Bank- inn hafnar endurmatinu en leitað er að málamiðlun. Knúið á dyr NATO Áhugariki um inngöngu í NATO reyndu hvað þau gátu að tala máli sínu á ráðherrafundi bandalagsins í Portúgal í gær. Delors ráðgjafi Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, mun sennOega gegna hlutverki ráðgjafa Lionels Jospins, leiðtoga franskra sósí- alista, ef vinstriflokkamir sigra í síðari umferð konsinganna í Frakklandi á morgun. Konur dá tækniundrin Útivinnandi konur í Banda- ríkjunum taka öllum tækninýj- ungum fagnandi og líta á þær sem bandamann, segir í niður- stöðum nýrrar könnunar. íhugar einræktunarbann Framkvæmdastjórn ESB ihug- ar nú hvort banna beri formlega að einrækta menn. Herforingjar dæmdir Fjórir fyrrum hershöfðingjar í her Austur-Þýskalands voru í gær fundnir sekir um að hafa stuðlað að manndrápum með því aö fyrirskipa landamæravörðum að skjóta þá sem reyndu að flýja vestur yfir. Einlægur friðarvilji Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, sagði í gær að sendi- nefndir and- stæðra fylkinga á Norður-ír- landi, sem em í heimsókn hjá honum, vildu einlæglega koma á friði heima fyrir. Kafbátur sekkur Rússneskur kjarnorkukafbátur frá áttunda áratugnum, sem var tekinn úr notkun fyrir fjómm árum, sökk við Petropavlovsk á Kamtsjatka í gær. í kviðdóm Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur nú fengið mál meints sprengjumanns í Oklahoma til meðferðar. Reuter Hlutabréfamarkaður: Hækkun milli vikna FTSE-visitalan hefur hækkað ör- lítið á milli vikna en örlítil lækkun varð þó á flmmtudaginn vegna deilu Bonnstjórnarinnar og þýska seðla- bankans um EMU. Frönsku kosn- ingamar höfðu einnig sitt að segja. Útkoman varö þó heldur betri en út- lit var fyrir í fýrstu vegna áhrifa frá bandaríska verðbréfamarkaðnum. Nokkur uppgangur virðist vera á hlutabréfamörkuðum heimsins um þessar mundir, a.m.k. er hækkun á milli vikna í Wall Street, London, Franfurt, Tokyo og Hong Kong. Tonn- ið af sykri kostar nú 270,8 dollara tonnið. Kafflð hefúr hækkað og fæst tonnið af kafflnu nú á 2006 dollara. Verð á bensíni er heldur lægra en í síðustu viku og sömu sögu má segja um hráolíuna. Reuter Leiötogar franskra sósíalista og kommúnista fóru saman um eitt af úthverfum Parísar í gær, á síðasta degi kosningabaráttunnar fyrir síð- ari umferð þingkosninganna á sunnudag, þrátt fyrir að brestir séu komnir í samfylkinguna gegn stjómarflokkunum. Fréttamenn fylgdu þeim Lionel Jospin og Robert Hue hvert fótmál á göngu þeirra um Le Blanc Mesnil hverfið. Hue dró þar enga dul á að skiptar skoðanir væm innan vinst- risamfylkingarinnar. Leiðtogarnir ræddust síðan við undir fjögur augu. „Það er útilokað að imynda sér að vinstriflokkamir hrindi ekki fljót- lega i framkvæmd ýmsum vinstri Diana prinsessa veitti talsmanni sínum ofanígjöf í gær og rak hann síðan fyrir að hafa skýrt bresku dagblaði frá því að hún væri fokreið út í Tiggy Legge-Bourke, fyrrum bamapíu sona sinna. Díana greip til þessa ráðs eftir að starfsfólk hennar rannsakaði upp á eigin spýtur hver hefði lekið í æsi- blaðið Sun. „Prinsessan uppgötvaði að Sun úrræðum," sagði Hue í viðtali við franska sjónvarpsstöð. Hann sagði frá skilyrðunum sem kommúnistar setja við þátttöku i ríkisstjórn undir forustu sósíalista. þar nefndi hann launahækkanir og nýja skatta á fjármagnstekjur, eitur í beinum stjórnarflokkanna sem hafa í sívaxandi mæli snúið kosn- ingabaráttu sinni upp í vamaðarorð gegn ríkisstjómarþátttöku komm- únista. Mið- og hægriflokkarnir sem sitja í stjórn binda nú allar vonir sínar við tvo menn, þá Philippe Séguin þingforseta og Alain Madelin, fýrr- um fjármálaráðherra. Sá fyrrnefndi er félagshyggjumaður en hinn frjálshyggjumaður. Séguin tók við hafði farið rétt með ummæli opin- bera embættismannsins um Tiggy Legge-Bourke en orð hans endur- spegluðu aftur á móti ekki skoðanir prinsessunnar," sagði í sameigin- legri yfirlýsingu blaðsins og lög- fræðinga. Æsiblaðið hafði skýrt frá því að Díana væri reið út í barnfóstruna fyrir að heimsækja Vilhjálm, fjórtán ára son hennar og Karls ríkisarfa, á forustu kosningabaráttu stjómar- flokkanna eftir að Alain Juppé for- sætisráðherra tók á sig alla sök á óförum hægrimanna í fyrri umferð kosninganna. Maðurinn sem talinn er geta ráð- ið úrslitum um hvemig kosningarn- ar fara á morgun, Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hægriöfgamanna, stóð í ströngu í gær. Þegar Le Pen var á kosningaferðalagi um eitt úthverfa Parísar til stuðnings dóttur sinni, lenti hann í ryskingum við and- stæðinga sína, sem köstuðu m.a. í hann eggjum og grjóti. Tveir meidd- ust í átökunum. Le Pen viðurkenndi að hafa hrint frá sér en þvertók fyr- ir að hafa barið einn né neinn. Reuter foreldradegi í einkaskólanum Eton þar sem pilturinn stundar nám. Bæði Karl og Díana héldu sig heima þar sem þau óttuðust að nær- vera þeirra mundi vekja svo mikla athygli fjölmiðla að það skemmdi fyrir öðram nemendum og foreldr- um þeirra. Díana á að hafa sagt að barnfóstr- an hefði gert sig að fífli opinberlega. Reuter Vesturveldin vilja fá stríðs- glæpamennina Vesturveldin leggja nú hart að stjórnvöldum í Bosníu að koma friðarferlinu af stað á ný og draga ákærða stríðsglæpa- menn fyrir dómstólana. Robin Cook, ut- anríkisráð- herra Bret- lands, sagði á utanríkisráðherrafundi NATO í gær að refsiaðgerðum yrði beitt gegn öllum þeim sem ættu sam- vinnu við eða skytu skjólshúsi yfir stríðsglæpamenn. Forfaðir nú- tímamanns og neanderdals- manna fundinn Steingerðar leifar drengs, með ótrúlega nútímalegt andlit en kjálka eins og neanderdalsmað- urinn, sem fimdust í kalksteins- helli á Spáni, em af nýrri gerð manna sem sennilega er forfaðir bæði nútímamanna og neander- dalsmannsins. Steingervingarn- ir, sem em 780 þúsund ára gaml- ir, fundust við uppgröft á árun- um 1994 til 1996. „Við teljum þetta vera nýja tegund sem við köllum Homo an- tecessor," sagði José Maria Bermudez de Castro sem starfar við náttúravísindasafhið í Ma- dríd. Drengurinn fannst í hópi sex mannvera sem voru mjög áþekk- ar nútímamanninum á hæö og með svipaða beinastærð. Verk- færi sem fundust þar nærri benda til að mannverur þessar hafi haft töluvert vit í kollinum. Sunnudags- fundur um laxadeilu Nor- egs og ESB Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins (ESB) kemur sam- an annað kvöld til að reyna að leysa hatramma deilu við Norð- menn um innflutning á norskum eldislaxi. Sunnudagsfundir framkvæmdastjórnarinnar eru afar fátíðir. Ekki tókust sættir í fram- kvæmdastjórninni á fimmtudag um tiflögu Leons Brittans, sem fer með viðskiptamálin. Þar var faflið frá refsitollinn á norskan eldislax á mörkuðum ESB og um leið komið í veg fyrir illdeUur við norsk stjórnvöld. „Þetta er orðið hitamál," sagði einn fulltrúi í framkvæmda- stjóminni í gær. Heimildarmenn telja að fram- kvæmdastjómin muni að lokum fallast á tillögu Brittans þar sem flest aðildarlöndin séu henni fylgjandi. Spánar- prinsessa gift- ist í Barcelona Cristina Spánarprinsessa, yngsta dóttir Jóhanns Karls Spánarkóngs og Sofflu drottning- ar, hefur ákveð- ið að ganga að eiga handbolta- kappann Inaki Urdangarin í hinni mikil- fenglegu got- nesku dóm- kirkju í Barcelona. Brúðkaupið verður haldið í október. Að kirkjuathöfninni lokinni veröur boðið til málsverðar í Pedralbeshöllinni sem þykir afar glæsileg. Hjónaleysin staifa bæði og búa í Barcelona og því þótti ekki nema eðlilegt að brúðkaupið yrði haldið þar. Reuter Djöflar þessir, kenndir við Yare, dönsuöu sem vitlausir væru á götum bæjarins San Francisco de Yare í Venesúela á fimmtudag þegar dagur líkama Krists var haldinn hátíölegur. Bæjarbúar eru þekktir fyrir túlkun sína á baráttu góös og ills á 40. degi eftir páska. Símamynd Reuter Díana prinsessa rak talsmann sinn fyrir leka í slúðurblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.