Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 6
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 DV . utlönd Franskir kommúnistar setja skilyrði fyrir stjórnarþátttöku: Brestir komnir í vinstrifylkinguna stuttar fréttir Ekki dauðarefsing Saksóknari í máli meints moröingja sonar sjónvarpsleikar- ans Bills Cosbys sagði i gær aö ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir sakbomingnum. Waigel víkur ekki Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sem sætir harðri gagnrýni vegna áforma um að endurmeta gull- og gjaldeyris- forða þýska seðlabankans, sagðist í viðtali í gær ekki sjá neina ástæðu til afsagnar. Bank- inn hafnar endurmatinu en leitað er að málamiðlun. Knúið á dyr NATO Áhugariki um inngöngu í NATO reyndu hvað þau gátu að tala máli sínu á ráðherrafundi bandalagsins í Portúgal í gær. Delors ráðgjafi Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, mun sennOega gegna hlutverki ráðgjafa Lionels Jospins, leiðtoga franskra sósí- alista, ef vinstriflokkamir sigra í síðari umferð konsinganna í Frakklandi á morgun. Konur dá tækniundrin Útivinnandi konur í Banda- ríkjunum taka öllum tækninýj- ungum fagnandi og líta á þær sem bandamann, segir í niður- stöðum nýrrar könnunar. íhugar einræktunarbann Framkvæmdastjórn ESB ihug- ar nú hvort banna beri formlega að einrækta menn. Herforingjar dæmdir Fjórir fyrrum hershöfðingjar í her Austur-Þýskalands voru í gær fundnir sekir um að hafa stuðlað að manndrápum með því aö fyrirskipa landamæravörðum að skjóta þá sem reyndu að flýja vestur yfir. Einlægur friðarvilji Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, sagði í gær að sendi- nefndir and- stæðra fylkinga á Norður-ír- landi, sem em í heimsókn hjá honum, vildu einlæglega koma á friði heima fyrir. Kafbátur sekkur Rússneskur kjarnorkukafbátur frá áttunda áratugnum, sem var tekinn úr notkun fyrir fjómm árum, sökk við Petropavlovsk á Kamtsjatka í gær. í kviðdóm Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur nú fengið mál meints sprengjumanns í Oklahoma til meðferðar. Reuter Hlutabréfamarkaður: Hækkun milli vikna FTSE-visitalan hefur hækkað ör- lítið á milli vikna en örlítil lækkun varð þó á flmmtudaginn vegna deilu Bonnstjórnarinnar og þýska seðla- bankans um EMU. Frönsku kosn- ingamar höfðu einnig sitt að segja. Útkoman varö þó heldur betri en út- lit var fyrir í fýrstu vegna áhrifa frá bandaríska verðbréfamarkaðnum. Nokkur uppgangur virðist vera á hlutabréfamörkuðum heimsins um þessar mundir, a.m.k. er hækkun á milli vikna í Wall Street, London, Franfurt, Tokyo og Hong Kong. Tonn- ið af sykri kostar nú 270,8 dollara tonnið. Kafflð hefúr hækkað og fæst tonnið af kafflnu nú á 2006 dollara. Verð á bensíni er heldur lægra en í síðustu viku og sömu sögu má segja um hráolíuna. Reuter Leiötogar franskra sósíalista og kommúnista fóru saman um eitt af úthverfum Parísar í gær, á síðasta degi kosningabaráttunnar fyrir síð- ari umferð þingkosninganna á sunnudag, þrátt fyrir að brestir séu komnir í samfylkinguna gegn stjómarflokkunum. Fréttamenn fylgdu þeim Lionel Jospin og Robert Hue hvert fótmál á göngu þeirra um Le Blanc Mesnil hverfið. Hue dró þar enga dul á að skiptar skoðanir væm innan vinst- risamfylkingarinnar. Leiðtogarnir ræddust síðan við undir fjögur augu. „Það er útilokað að imynda sér að vinstriflokkamir hrindi ekki fljót- lega i framkvæmd ýmsum vinstri Diana prinsessa veitti talsmanni sínum ofanígjöf í gær og rak hann síðan fyrir að hafa skýrt bresku dagblaði frá því að hún væri fokreið út í Tiggy Legge-Bourke, fyrrum bamapíu sona sinna. Díana greip til þessa ráðs eftir að starfsfólk hennar rannsakaði upp á eigin spýtur hver hefði lekið í æsi- blaðið Sun. „Prinsessan uppgötvaði að Sun úrræðum," sagði Hue í viðtali við franska sjónvarpsstöð. Hann sagði frá skilyrðunum sem kommúnistar setja við þátttöku i ríkisstjórn undir forustu sósíalista. þar nefndi hann launahækkanir og nýja skatta á fjármagnstekjur, eitur í beinum stjórnarflokkanna sem hafa í sívaxandi mæli snúið kosn- ingabaráttu sinni upp í vamaðarorð gegn ríkisstjómarþátttöku komm- únista. Mið- og hægriflokkarnir sem sitja í stjórn binda nú allar vonir sínar við tvo menn, þá Philippe Séguin þingforseta og Alain Madelin, fýrr- um fjármálaráðherra. Sá fyrrnefndi er félagshyggjumaður en hinn frjálshyggjumaður. Séguin tók við hafði farið rétt með ummæli opin- bera embættismannsins um Tiggy Legge-Bourke en orð hans endur- spegluðu aftur á móti ekki skoðanir prinsessunnar," sagði í sameigin- legri yfirlýsingu blaðsins og lög- fræðinga. Æsiblaðið hafði skýrt frá því að Díana væri reið út í barnfóstruna fyrir að heimsækja Vilhjálm, fjórtán ára son hennar og Karls ríkisarfa, á forustu kosningabaráttu stjómar- flokkanna eftir að Alain Juppé for- sætisráðherra tók á sig alla sök á óförum hægrimanna í fyrri umferð kosninganna. Maðurinn sem talinn er geta ráð- ið úrslitum um hvemig kosningarn- ar fara á morgun, Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hægriöfgamanna, stóð í ströngu í gær. Þegar Le Pen var á kosningaferðalagi um eitt úthverfa Parísar til stuðnings dóttur sinni, lenti hann í ryskingum við and- stæðinga sína, sem köstuðu m.a. í hann eggjum og grjóti. Tveir meidd- ust í átökunum. Le Pen viðurkenndi að hafa hrint frá sér en þvertók fyr- ir að hafa barið einn né neinn. Reuter foreldradegi í einkaskólanum Eton þar sem pilturinn stundar nám. Bæði Karl og Díana héldu sig heima þar sem þau óttuðust að nær- vera þeirra mundi vekja svo mikla athygli fjölmiðla að það skemmdi fyrir öðram nemendum og foreldr- um þeirra. Díana á að hafa sagt að barnfóstr- an hefði gert sig að fífli opinberlega. Reuter Vesturveldin vilja fá stríðs- glæpamennina Vesturveldin leggja nú hart að stjórnvöldum í Bosníu að koma friðarferlinu af stað á ný og draga ákærða stríðsglæpa- menn fyrir dómstólana. Robin Cook, ut- anríkisráð- herra Bret- lands, sagði á utanríkisráðherrafundi NATO í gær að refsiaðgerðum yrði beitt gegn öllum þeim sem ættu sam- vinnu við eða skytu skjólshúsi yfir stríðsglæpamenn. Forfaðir nú- tímamanns og neanderdals- manna fundinn Steingerðar leifar drengs, með ótrúlega nútímalegt andlit en kjálka eins og neanderdalsmað- urinn, sem fimdust í kalksteins- helli á Spáni, em af nýrri gerð manna sem sennilega er forfaðir bæði nútímamanna og neander- dalsmannsins. Steingervingarn- ir, sem em 780 þúsund ára gaml- ir, fundust við uppgröft á árun- um 1994 til 1996. „Við teljum þetta vera nýja tegund sem við köllum Homo an- tecessor," sagði José Maria Bermudez de Castro sem starfar við náttúravísindasafhið í Ma- dríd. Drengurinn fannst í hópi sex mannvera sem voru mjög áþekk- ar nútímamanninum á hæö og með svipaða beinastærð. Verk- færi sem fundust þar nærri benda til að mannverur þessar hafi haft töluvert vit í kollinum. Sunnudags- fundur um laxadeilu Nor- egs og ESB Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins (ESB) kemur sam- an annað kvöld til að reyna að leysa hatramma deilu við Norð- menn um innflutning á norskum eldislaxi. Sunnudagsfundir framkvæmdastjórnarinnar eru afar fátíðir. Ekki tókust sættir í fram- kvæmdastjórninni á fimmtudag um tiflögu Leons Brittans, sem fer með viðskiptamálin. Þar var faflið frá refsitollinn á norskan eldislax á mörkuðum ESB og um leið komið í veg fyrir illdeUur við norsk stjórnvöld. „Þetta er orðið hitamál," sagði einn fulltrúi í framkvæmda- stjóminni í gær. Heimildarmenn telja að fram- kvæmdastjómin muni að lokum fallast á tillögu Brittans þar sem flest aðildarlöndin séu henni fylgjandi. Spánar- prinsessa gift- ist í Barcelona Cristina Spánarprinsessa, yngsta dóttir Jóhanns Karls Spánarkóngs og Sofflu drottning- ar, hefur ákveð- ið að ganga að eiga handbolta- kappann Inaki Urdangarin í hinni mikil- fenglegu got- nesku dóm- kirkju í Barcelona. Brúðkaupið verður haldið í október. Að kirkjuathöfninni lokinni veröur boðið til málsverðar í Pedralbeshöllinni sem þykir afar glæsileg. Hjónaleysin staifa bæði og búa í Barcelona og því þótti ekki nema eðlilegt að brúðkaupið yrði haldið þar. Reuter Djöflar þessir, kenndir við Yare, dönsuöu sem vitlausir væru á götum bæjarins San Francisco de Yare í Venesúela á fimmtudag þegar dagur líkama Krists var haldinn hátíölegur. Bæjarbúar eru þekktir fyrir túlkun sína á baráttu góös og ills á 40. degi eftir páska. Símamynd Reuter Díana prinsessa rak talsmann sinn fyrir leka í slúðurblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.