Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 31. MAI 1997 Sögur um kynlífshneyksli fylgja Clinton stöðugt - á yfir höfði sér málaferli vegna kynferðislegrar áreitni PUSTKERFI Kraftur Oryggi Paula Corbin Jones, konan sem höfðaði mál gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna kynferð- islegrar áreitni, ólst upp í iðnaðar- bæ skammt frá Little Rock í Arkansas. Paula, sem er nú þrítug, gift og tveggja barna móðir, komst í sviðsljósið í febrúar 1994 þegar hún hélt fréttamannafund í Was- hington. Á fundinum sagði Paula að árið 1991, þegar Clinton var rík- isstjóri i Arkansas, hefði hann beðið hana um vissa þjónustu þeg- ar þau voru tvö ein á hótelher- bergi í Arkansas. Tímaritið Newsweek hafði það eftir Paulu að Clinton hefði talað um hversu fallegt hár hún hefði og hvað hún væri vel vaxin. Síðan hefði hann dregið hana að sér til að narta í hálsinn á henni. Paula Jones greindi einnig blaðamanni Newsweek frá því að Clinton hefði tekið niður um sig buxurnar og sagt henni að kyssa „það“. Hún hefði hins vegar stokkið upp og sagt að hún væri „ekki þess háttar stúlka“. Clinton vísaði öllum ásökunum Paulu á bug. Árið 1991 var Paula ritari iðnþró- unarnefndar Arkansas. Hún var á fyrrnefndu hóteli þar sem hún hafði verið beðin um að aðstoða á ráð- stefnu sem þar var haldin. Löggan sögð hafa komið Clinton í samband við konur Paula kveðst hafa ákveðið að höfða mál gegn forsetanum til að hreinsa mannorð sitt. Það var í kjöl- far greinar í tímaritinu American Spectator þar sem fullyrt var að rík- islögreglan í Arkansas hefði komið Clinton í kynferðissambönd við ýpisar konur. Ein af konunum, sem fjallað var um í greininni, var nefnd „Paula“. Paula Jones hélt því fram að þar með tengdist hún málinu. Erlent fréttaljós á laugardegi Mánuði eftir að Paula höfðaði mál birtist hún í sportfatnaði undir merkinu „No Excuses" á frétta- mannafundi í New York. Fyrirtæk- ið hafði áður vakið athygli á fram- leiðslu sinni með liðveislu Donnu Rice en samband hennar við þing- manninn Gary Hart olli honum vandræðum í pólítíkinni. Síðar á ár- inu 1994 birti Penthouse-tímaritið myndir af Paulu Jones þar sem hún var aðeins í efnislitlum nærbuxum. Hún kvaðst hafa leyft vini sínum að taka myndimir 1987 í þeirri trú að þær yrðu ekki sýndar opinberlega. Paula reyndi árangurslaust að stöðva útgáfu tölublaðsins sem birti myndirnar. Það var í mars 1994, mánuði eft- ir að Paula sagði fyrst opinberlega frá meintri kynferðislegri áreitni Clintons, sem lögmenn hennar, Gil- bert Davis og Joseph Cammarata, höfðuðu mál. Kröfðust þeir 700 þús- und dollara, um 49 milljóna ís- lenskra króna, í skaðabætur. í október sama ár hélt Paula Jones fund með fréttamönnum í Hollywood. Þar greindi hún frá því að lögmönnum sínum og Clintons hefði ekki tekist að ná samkomulagi um orðalag á yfirlýsingu sem Clint- on’átti að gefa út. Paula kvaðst leið yfir að Clinton vildi ekki taka sátta- boði hennar. Hún hefði aðeins vilj- að hann komst til valda í Hvita hús- inu. Starfsmenn Hvíta hússins sögðu þetta vera lygasögu. í nýlegri grein í tímaritinu New Yorker er haft eftir Aldrich að frá- sögnin af meintum, leynilegum heimsóknum Clintons á hótel í mið- borg Washington hafi byggst á til- gátum. Aldrich ver bók sina en margir hafa dregið í efa að frásögnin í henni sé rétt. Meðal þeirra eru nokkrir gagnrýnenda Clintons. Verði réttað í máli Paulu Jones gegn Clinton verður greint frá öll- um hneykslanlegum smáatriðum. Þess vegna er litið á málaferli sem tap fyrir Clinton hver svo sem nið- urskurður dómstólsins verður. Þess vegna verði Bandaríkjaforseti að reyna að ná sáttum við Paulu. Lögmenn hennar setja það skil- yrði að gefin verði út yfirlýsing þar sem mannorð hennar verður hreinsað. Þeir telja að erfitt verið fyrir forsetann að gefa út slíka yfir- lýsingu og búast því við réttarhöld- um. Byggt á Reuter Tólf ára ástarsamband við söngkonu í nætur- klúbbi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clinton Bandaríkjaforseti er sakað- ur um kynlíf utan hjónabands. Orðrómur var á kreiki um framhjá- hald Clintons áðm en hann varð forseti. Eftir að Clinton hafði tilkynnt að hann hygðist bjóða sig fram sem forsetaefni Demókrataflokksins lýsti fyrrum söngkona á nætur- klúbbi, Gennifer Flowers, því yfir að hún hefði staðið í ástarsambandi við hann í 12 ár. Clinton og Hillary eiginkona hans komu fram í þættin- um „60 minutes" á CBS-sjónvarps- stöðinni til þess að reyna að lægja öldurnar. Clinton viðurkenndi að hafa breytt rangt og valdið sársauka Forsetahjón Bandaríkjanna, Bill og Hillary Clinton, á leiö úr sunnudags- messu. Símamynd Reuter í hjónabandinu. Hann neitaði hins vegar að svara þegar hann var spurður hvort hann hefði framið hjúskaparbrot. Þrátt fyrir sögur um kynlífs- hneyksli komst Clinton alla leið í Hvíta húsið. Hann hafði ekki verið þar nema i tæpt ár þegar American Spectator-timaritið birti ásakanirn- ar um aðstoð lögreglunnar við að útvega Clinton kvenfólk. Og sex vik- um seinna kom Paula fram í sviðs- ljósið. Hvíta húsið vísaði ásökunun- um á bug og sagði að Clinton þekkti ekki Paulu. Því er haldið fram enn í cigum nijooKuia og pusweni i nesiar geroir Diireioa. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staðnum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550 BílavörubúÖin FJÖDRIN I fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Paula Jones vill fá mannorð sitt hreinsaö. Símamynd Reuter að fá mannorð sitt hreinsað. í desemberlok 1994 frestaði dóm- ari í Arkansas málinu. Úrskurður dómarans var sá að málið skyldi ekki tekið fyrir fyrr en Clinton léti af embætti forseta Bandaríkjanna. Lögmenn Paulu Jones áfrýjuðu. í janúar 1996 úrskurðaði dómstóll í St. Louis að hægt væri að rétta í málinu á meðan Clinton gegndi embætti forseta. Lögmaður Clint- ons, Robert Bennett, áfrýjaði úr- skurðinum. í þessari viku úrskurðaði svo hæstiréttur að ekkert væri því til fyrirstöðu að réttað yrði í máli Paulu gegn Bill Clinton á meðan hann gegndi forsetaembættinu. Þar með er málið komið aftur til dómar- ans í Arkansas. dag. Stefnumót á hóteli í miðborg Washington Svo virðist sem Hvíta húsinu hafi tekist að hnekkja að minnsta kosti einni sögu um kynlíf forsetans utan hjónabands. Árið 1996 gaf fyrr- um starfsmaður bandarísku alríkis- lögreglunnar, Gary Aldrich, út bók þar sem hann sagði frá meintum, leynilegum stefnumótum Clintons síðla kvölds við ýmsar konur eftir Þjonustumiöstöö í hjanta borgarinnar I R Lágmúla 9 • Sími: .533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.