Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 DV Qriðsljós Albert prins af Mónakó væntanlegur á Smáþjóðaleikana í Reykjavík: Eftir tvo daga kemur til landsins Al- bert prins af Mónakó til að vera við- staddur setningu Smáþjóðaleikanna í Reykjavík. Hann verður reyndar ekki sá eini með blátt blóð í æðum á Smá- þjóðaleikunum því við setninguna er einnig von á Henrí prins af Lúxem- borg. Albert er hins vegar með þekkt- ara kóngafólki sem til landsins hefur komið nú í seinni tíð. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann stígur hér á land. Fimmtán ár eru liðin síðan íjöl- skylda hans átti hér skamma viðdvöl. Með í fór voru Rainier fursti, faðir hans, Grace heitin Kelly fúrstynja og Karólína, eldri systir Alberts. Sú yngri, Stefanía, var ekki með í fór. Að- eins mánuði síðar fórst Grace í bílslysi. Keppt á þrennum Ólympíuleikum Albert er í forsvari fyrir Ólympíu- nefnd Mónakó og á einnig sæti í Al- þjóða ólympíunefndinni. Hann hefúr verið ötull talsmaður Smáþjóðaleik- anna, þar sem þjóðir Evrópu með inn- an við milljón manns taka þátt, og þess vegna er hann hingað kominn. Að auki er hann mikill áhugamaður um íþróttir og hefur stundað fjöldann allan af greinum þeirra. Hefur m.a. keppt á þrennum Ólympíu- leikum fyrir hönd Mónakós á bobsleða og er að sjálf- sögðu aðdáandi Formula-1 kappakstursins í Monte Carlo, mesta viðburðar ársins hverju sinni í Mónakó. Albert verður 39 ára á þessu ári, enn ógiftur og líklega einn eftirsóttasti piparsveinn verald- ar. Honum hefur verið lýst sem glaumgosa en um leið göfugmenni. Hann hefur verið orðaður við fjöldann allan af konum síðustu tvo áratugina en aldrei verið í formlegu né varanlegu sambandi. Það eru engar smákonur sem sagðar hafa verið í tygjum við hann. Nægir að nefna ofurfyrirsætuna Claudiu Schiff- er og leikkonumar Brooke Shields og Sharon Stone. Reyndar var það bara núna á þessu ári sem sögur gengu fjöllunum hærra i fjölmiðlum að Al- bert og Sharon væru saman. Mönnum þótti þetta athyglisvert samband og tengdu Sharon gjaman við Grace Kelly, þær væra um margt líkar. Sharon Stone hrífin Sharon var sögð vera mjög hrifm af prinsinum. í einu blaðaviðtali sagði hún að hún myndi segja , já“ ef menn eins og Albert prins bæra upp bónorð- ið. Þannig gaf hún pressunni undir fót- inn og kannski Albert líka því hann er sagður hafa, nokkrum dögum eftir þetta viðtal, boðist til að borga undir hana flugfar frá Hollywood til Monte Carlo til að vera viðstödd afhendingu World Music verðlaunanna. Sharon neitaði boðinu vegna anna í kvik- myndaupptökum. íbúar Mónakós, sem ekki era nema 30 þúsund, vora hrifnir af þessu hugs- anlega sambandi, gátu alveg hugsað sér að fá Hollywoodstjömu aftur fyrir prinsessu likt og Grace Kelly var. Þá era fáir dagar liðnir síðan sænskir fjölmiðlar vora upp- fullir af fregnum af vinskap Alberts við hina 21 árs gömlu gengilbeinu ffá smá- bænúm Haemosand, Önnu-Karin Hasselborg. Albert neitaði því að þau væra saman, þau væru eingöngu vinir eftir að hafa hist í Monte Carlo rall- inu í fyrra. Eftirsottur piparsveinn Systkinin samankomin á þjóö- hátíöardegi Mónakós ásamt hluta barna sinna. Stefanía er í svarta dressinu, Albert í fullum skrúða fyrir miöju og Karólína í brúnu kápunni. Símamynd Reuter Áföllin hafa dunið yfir Mónakó-ijölskyldan hefur ekki farið varhluta af opinberri umræðu. Hún hefur verið stöðugt í sviðsljósinu, oft- ar en ekki af neikvæðu tilefni. Fyrsta áfallið sem fjölskyldan varð fyrir, og hefur varlað jafnað sig á, er banaslys- ið sem Grace Kelly lenti í í september 1982. Missti hún bíl sinn utan vegar í háfjöllum Mónakós og beið þegar bana, aðeins 53 ára að aldri. Hún var búin að vera gift Rainier ffá árinu 1956 og varpað kastljósinu að þessu litla furstadæmi svo um munaði. Rainier hefur ekki kvænst síðan. Annar harmleikru dundi yfir árið 1990 þegar seinni eiginmaður Karól- ínu, Stefano Casiraghi, fórst í sjóslysi. Saman áttu þau þijú böm. í kjölfarið fylgdu erfiðleikar í einkalífi Karólínu. Stefanía hefúr einnig lent í hremming- um. Hennar síðasta hjónabandi lauk í fyrra eftir að lífvörðurinn fyrrverandi, Daniel Ducmet, var myndaður með berbrjósta fyrirsætu í Belgíu. Þau Stef- anía höfðu verið gift í 15 mánuði. Fyr- ir átti Stefanía tvö böm. Við völd í 700 ár Mónakó-fjölskyldan er af svokall- aðri Grimaldi-ætt sem á þessu ári fagnar því að hafa verið 700 ár við völd í Mónakó. Segja má að ættin standi nú á tímamótum. Rainier prins, oftast nefndur fursti, er orðinn 73 ára og farinn að hafa áhyggjur af framtíð furstdæmisins. Hann hefur verið við völd frá árinu 1949. Hann lét, í alvörabundnu gamni, hafa eft- ir sér við upphaf afmælishalda um síðustu áramót að nú þyrfti Albert að fara að ná sér í konu og vitkast! feðgar _ar era hins vegar samrýmdir og heyja mikla baráttu fyrir tilvera Mónakós. Þeir skipta sér einnig af al- heimsmálum, era m.a. miklir umhverfisvemd- arsinnar og tóku þátt í ráðstefnunni i Rió á sín- um tíma. Þá er Albert fúlltrúi Mónakó hjá Sam- einuðu þjóðunum. Monakó er sem kunn- Karólína og Albert prins á gangi viö Flosagjá á Þingvöllum í ágúst 1982. DV-mynd GVA ugt er tollfijálst og hefur mestar tekj- ur af rekstri spilavíta. Tekjur af þeim hafa minnkað, samkvæmt erlendum iregnum, og nú hóta Frakkar að skera niður skattaendurgreiðslur upp á 20 milljarða króna. Allt þetta veldur feðg- unum vissum áhyggjum en þeir hafa löngum varist áhlaupum á fursta- dæmið og haft sigur. Einnig hafa þeir hagsmuni fræga fólksins að veija. Það hefur sökum skattfríðinda komið sér vel fyrir í Mónakó. Má þar nefna stjömur eins og Bítilinn Ringo Starr, ökuþórinn Michael Schumacher, Claudiu Schiffer, tenniskappann Boris Becker og hetjutenórinn Placido Dom- ingo. Frá íslandsheimsókninni 1982. Grace Kelly mundar myndavélina í Árbæjarsafni og dr. Sturla Friöriks- son og Sigrún Laxdal (meö hattana) upplýsa Rainer fursta um þjóölegan fróöleik. DV-mynd GVA Tekur Albert við eftir 1999? Albert er líklegastur til að taka við furstadæminu þótt Karólína sé eldri en hann. Sérfræðingum í málefnum fjölskvldunnar ber saman um að Al- bert, svo fremi sem Rainier falli ekki frá, taki ekki við krúnunni fyrr en að loknum 50 árum fóður síns við völd, eða eftir 1999. Svarar 200 bréfum á viku Albert er önnum kafinn maður. Hann er sagður ferðast um 320 þúsund kilómetra á ári og kemur fram í kring- um 300 sinnum fyrir hönd fjölskyld- unnar á milli þess sem hann stundar íþróttir og hið ljúfa líf. Hann svarar hátt í 200 bréfum aðdáenda á viku og síminn í höllinni stoppar ekki. Drengur góður En hvemig náungi skyldi prinsinn vera? Við leituðum svara hjá frú Vig- dísi Finnbogadóttur sem hitti hann nokkrum sinnum í forsetatíð sinni. „Albert er drengur góður, skemmti- legur og viðræöugóður" var það fyrsta sem Vigdísi kom til hugar. Þau hittust síðast í París í maí 1995 þegar þess var minnst að hálf öld var liðin frá stríðslokum. Þá hittust þau haustið 1994 þegar Vigdís afhenti verðlaun á sjónvarpsmyndahátíð í Monte Carlo og einnig á umhverfisráðstefhunni í RIó. „Ég á ágæta vináttu við þessa fjöl- skyldu. Hún er vel að sér um ísland, ekki síst eftir heimsóknina hingað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.