Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 DV
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVfK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Löng eyðimerkurganga hafin
Þingmenn íhaldsflokksins brezka hafa ákveðið að leita
ekki inn á miðju stjórnmálanna, heldur leggja út í eyði-
mörkina í von um, að handan hennar biði flokksins
grænni hagar og tærari vatnsból. Þess vegna hafa þeir
kosið ungan hægri mann sem formann flokksins.
Þingmennirnir höfnuðu Kenneth Clarke, sem er vin-
sæll miðjumaður og að mörgu leyti hlynntur evrópskri
samvinnu. Clarke hefði verið líklegur til að reyta fylgi af
keppinautnum, hinum nýja forsætisráðherra Verka-
mannaflokksins, sem einnig er miðjumaður.
Nýr formaður íhaldsflokksins er hins vegar Wiiliam
Hague, aðeins 36 ára að aldri og einn af drengjum lafði
Thatcher. Hann hefur vakið athygli fyrir róttækar hægri
skoðanir, þar á meðal stuðning við dauðarefsingu og
andstöðu við fóstureyðingar og ríkisafskipti.
Fara verður varlega í að túlka hægri stefnu Hagues.
Hann hefur í seinni tíð siglt meira með löndum og er tal-
inn vera fær um að haga seglum eftir vindi, ef hug-
myndafræðin reynist vera frama hans fjötur um fót.
Hann er í senn hugsjónamaður og tækifærissinni.
Samt virðist nokkuð ljóst, að hann og flokkur hans
eiga eyðimerkurgöngu í vændum. Flokkurinn er fá-
mennur á þingi og hugmyndafræði formannsins nýtur
ekki hljómgrunns með þjóðinni. Tony Blair forsætisráð-
herra veltir sér hins vegar upp úr vinsældum.
íhaldsflokkurinn tekur þá áhættu með fyrirhugaðri
eyðimerkurgöngu að verða afskrifaður sem fámennur
sérvizkuflokkur á jaðri stjórnmálanna, en Frjálslyndi
flokkurinn taki við sem hinn kosturinn í brezkum
stjórnmálum, þegar alvara lífsins fer að brenna á Blair.
Til langs tíma litið kann þó að vera vit í valinu á
Hague. Ef til vill tekst honum í eyðimörkinni að finna
flokkinn upp að nýju á svipaðan hátt og Margaret
Thatcher endurskóp hann á sínum tíma í róttækri hægri
mynd og náði þar á ofan stuðningi almennings.
Að sinni eru horfurnar slæmar. Almenningsálit í
Bretlandi og víðar í Evrópu hefur verið að sveiflast frá
harðri markaðshyggju yfir til endurvakinnar velferðar-
stefnu. Menn þykjast sjá, að harðri markaðshyggju fylgi
vandamál ekki síður en óheftri velferðarstefnu.
Þeirri skoðun vex fylgi, að upp séu að rísa fjölþjóðleg-
ir markaðsrisar, sem noti mannauðinn eins og hverja
aðra hilluvöru og etji ríkjum hverju gegn öðru til að
breyta römmum viðskiptalífsins á þann hátt, að svigrúm
markaðsrisanna aukist og frelsi fólksins minnki.
Ef markaðshyggja á að ná hljómgrunni hjá fólki að
nýju, þarf hún að taka á vanda af þessu tagi og sýna al-
menningi fram á, að frelsi hans muni aukast og staða
hans batna. Engin merki eru um, að hugmyndafræðing-
ar hægri manna hafi náð tökum á þessu verkefni.
Næstu mánuði verður boltinn hins vegar hjá brezkum
félagshyggjumönnum. Þeim hefur tekizt að losa sig við
mestan hluta bagganna af úreltum kennisetningum og
hafa nú tækifæri til að sýna, að hugmyndir þeirra leiði
ekki aðeins til réttlætis, heldur einnig til hagsældar.
Það fer að nokkru eftir tökum Verkamannaflokksins á
nýfengnum völdum og getu Frjálslynda flokksins til að
sigla inn i eyðuna, sem er að myndast við brottfór
íhaldsflokksins út í eyðimörkina, hvort síðastnefnda
flokknum tekst að endurvekja traust almennra kjósenda.
Þingmenn íhaldsflokksins hafa tekið mikla áhættu
með því taka Hague fram yfir Clarke og leggja út í eyði-
mörkina. Flest bendir til, að gangan verði löng og ströng.
Jónas Kristjánsson
Hægferð ESB frá
Maastricht til Amsterdam
sérstakrar ráðstefnu um atvinnu-
leysi.
Þegar leiðtogar fimmtán ríkja
hafa setið á stífum fundum fram
til klukkan þrjú að nóttu, koma
þeir ekki út og segja við blaða-
menn, að ekkert hafi áunnist. Því
leitast hver fyrir sig við að skýra
niðurstöður fundarins á þann veg,
sem hentar best á hans heima-
markaði.
Danska ríkisstjórnin er í við-
kvæmustu stöðunni, þvi að hún
verður að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um niðurstöðuna í
Amsterdam, þótt hún sé léttvæg.
1992 felldu Danir Maastricht-sam-
komulagið í þjóðaratkvæða-
greiðslu en fengu síðan undanþág-
ur frá því, sem dugði til þess að
1993 var það samþykkt í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Amsterdam-sam-
komulagið kemur hvergi til fram-
kvæmda fyrr en Danir hafa sam-
þykkt það.
Siglir áfram
Samrunaþróunin í Evrópu
stöðvaðist ekki í Amsterdam, þótt
hraðinn á næsta áfangastað verði
jafnvel hægari en á leiðinni frá
Maastricht. Hvað sem líður breyt-
ingum á stjómkerfi ESB verður
nú sett af stað ferli til að huga að
móttöku nýrra aðila.
Ljóst er, að Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) verður áfram horn-
steinn samstarfs ríkjanna í örygg-
is- og varnarmálum. Verkefni
Vestur-Evrópusambandsis (VES)
voru ekki skilgreind með þeim
hætti í Amsterdam, að það komi
með nokkrum hætti í stað NATO.
Björn Bjarnason
Helmut Kohl ásamt Klaus Kinkel á ríkjaráöstefnunni í Amsterdam.
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
ingum og Norðmönnum aðild að
Schengen, þótt þeir standi utan
við ESB. Bretar og írar eru ekki
aðilar að Schengen og skýra frá-
vikið með því, að þeir séu eyþjóð-
ir.
Lítill ávinningur
Þegar litið er til hinna háleitu
markmiða, sem menn settu sér
með ríkjaráðstefnunni, blasir við,
að lítill árangur náðist. Segja má,
að í Amsterdam hafi menn frekar
verið í vörn en sókn. Síðustu sól-
arhringa fyrir fundinn var
skyndilega tekið til við þann áróð-
ur, að þar ætti að grípa til öflugra
ráða gegn atvinnuleysi. Var þetta
gert til að auðvelda frönskum sós-
íalistum að fella sig við stöðug-
leikasamninginn. Síðan var
ákveðið að efna síðar á árinu til
Þótt ekki sé langt að fara á milli
borganna Maastricht og Amster-
dam í Hollandi, hefur ferðin tekið
Evrópusambandið um fimm og
hálft ár.
Hinn 10. desember 1991 sam-
þykktu leiðtogar Evrópubanda-
lagsins, eins og það hét þá, sátt-
mála um stjórnmálasamband og
sáttmála um efnahags- og mynt-
samband, sem saman mynda sátt-
málann um Evrópusambandið eða
það, sem venjulega er kallað
Maastricht-samkomulagið, eftir
holiensku borginni, þar sem leið-
togafundurinn var haldinn. Hinn
1. nóvember 1993 gengu þessir
sáttmálar i gildi og Evrópubanda-
lagið breyttist formlega í Evrópu-
samband (ESB). Hinn 1. janúar
1995 fjölgaði aðildarlöndum ESB
úr 12 í 15, þegar EFTA-ríkin Aust-
urríki, Finnland og Svíþjóð bætt-
ust í hópinn.
Samkvæmt Maastricht-sam-
komulaginu skyldi árið 1996 kalla
saman ESB-ríkjaráðstefnu til að
•meta árangur samstarfs ríkjanna
og leggja á ráðin um frekara sam-
starf þeirra, ekki síst í utanríkis-
og öryggismálum. Einnig var það
hlutverk ráðstefnunnar að breyta
stjórnskipun ESB til að auðvelda
móttöku á nýjum aðilum, en nýju
lýðræðisríkin í Mið- og Austur-
Evrópu auk Kýpur vilja ganga í
ESB.
Ríkjaráðstefnu lokið
Ríkjaráðstefnan hófst á síðasta
ári og henni lauk í Amsterdam að-
faranótt 18. júní, án þess að þar
tækist að koma á auknu samstarfi
í utanríkis- og öryggismálum eða
ná samkomulagi um breytta
stjómskipan ESB, sem er forsenda
stækkunar þess.
Stefnt er að því, að evrópska
myntsamstarfið komi til sögunnar
1. janúar 1999. Þátttakendur í
Amsterdam- túndinum telja það
sérstakan ávinning af viðræðum
sinum þar, að gildistökunni hafi
ekki verið frestað. Þeim hafi
meira að segja tekist að fá nýja
ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi
til að standa við það, sem fyrrver-
andi ríkisstjórn Frakklands sam-
þykkti á ESB-leiðtogafundi í
Dublin skömmu fyrir síðustu jól,
þegar gerður var svonefndur stöð-
ugleikasamningur um myntsam-
starfið.
Á Amsterdam-fundinum var
ákveðið að taka gamalt samkomu-
lag um opin landamæri milli ESB-
rikjanna, sem kennt er við borg-
ina Schengen, og færa það undir
hið yfirþjóðlega vald ESB. Þetta
var þó gert með þeim hætti, að
tekið var tillit til fyrirvara Dana,
sem byggist á ósk um að vernda
vegabréfasamstarf Norðurland-
anna. Með öðrum orðum verður
leitað leiða til að auðvelda íslend-
(skoðanir annarra
Of snemmt að fagna
„Eftir meira en þriggja áratuga blóðbað berast
þær fréttir að algjört skipulagsleysi ríki meðal
Rauðu kmeranna og helsti leiðtogi þeirra, Pol Pot,
er sagður á flótta. Þessar fregnir eru vissulega fagn-
aðarefni fyrir land þar sem yfir milljón manna lét
lífiö undir stjórn Rauðu kmeranna fyrir tveimur
áratugum og þar sem óbreyttir borgarar í Kambó-
díu hafa síðan orðið að þola árásir skæruliðanna.
En það er of snemmt að fagna. Jafnvel þó að fregn-
| irnar reynist sannar er langt þangað til lýðræði og
virðing fyrir mannréttindum kemst á í Kambódíu."
Úr forystugrein New York Times 18. júnf.
Hætta á hefndum
„Morð írska lýðveldishersins á tveimur lögreglu-
mönnum mótmælenda eru ekki bara skelfileg
vegna áhrifanna á friðarferlið á N-írlandi. Þau eru
| einnig ógn við fólkið á N-írlandi. Á hverju sumri
j fara mótmælendur í göngur til að minnast sigurs-
ins 1690 yfir kaþólikkum. Oft er gengið nálægt
hverfum kaþólikka og hefur það haft í för með sér
óeh'ðir, ofbeldi og stundum dauðsfóll. Morðin á lög-
reglumönnunum áttu sér stað nálægt þeim stað þar
sem verstu óeirðirnar urðu í fyrra. Viðbúið er að
morðin kalli á hefnd mótmælenda. Allir aðilar
verða að taka höndum saman til að koma í veg fyr-
ir ofbeldi í ár.“
Úr forystugrein New York Times 19. júní.
Tískuárásir
„Það er í tísku að ráðast á Króatíu og loka sam-
tímis augunum fyrir miklu meiri kúgun í ná-
grannalandinu Serbiu. Því er enn stjórnað af sósíal-
istanum og þjóðemissinnanum Slobodan Milosevic
sem hleypti af stokkunum hryllilegasta striðinu síð-
an 1945. Vegna skorts á óvinum hefur vinstri væng-
urinn, sem enn getur ekki vanið sig við tilveru án
baráttu, kastað sér yfir lítið land á Balkanskaga
sem er um það bil að koma undir sig fótunum. Þetta
gengur ekki upp. Og það gerir það heldur ekki.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 15. júní.
Í&S-SSÍMÍ&S?.