Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 KUPPIfl ÉI MlflflNN! Gegn framvísun miðans færðu 5JDÐHEITT 5PENNUTILB0Ð á kr. 990,- KLIPPIfl ít miuhnn! Gegn framvísun miðans færðu Sjúðheitt LYGHTILBOfl á kr. 890,- Ritstjóri HP varaði við ítökum vegna eignarhalds á Qölmiðlum: Engin áhrif frá Al þýðu bandalagi nu - segir Páll Vilhjálmsson. Skrifa fyrst og fremst sem fagmaður „Fjölmiðlar þurfa að geta staðið á eigin fótum og haft í fullu tré við ríkisvaldiö og sterk hagsmunasam- tök. Utanaðkomandi aðilar reyna iðulega að hafa áhrif á efni og efnis- tök þeirra fjölmiðla sem standa fyr- ir opinberri umræðu og miklu skiptir að íjölmiðlar standist þann þrýsting," sagði í leiðara Helgar- póstsins fimmtudaginn 24. október sl. Þetta var fyrsti leiðari blaðsins eftir að nýr ritstjóri tók við og skrif- aður þegar fyrir lá að Alþýðubanda- lagið ætti 40 prósenta hlut í blaðinu. Áhrif keypt Kristinn H. Gimnarsson, alþingis- maður Alþýðubandalagsins, er ekki í nokkrum vafa um tilgang þess að leggja blaðstyrk flokksins í Lesmál, útgáfufyrirtæki HP. Hann sagði í samtali við DV að tilgangurinn sé sá að kaupa flokknum áhrif í fjölmiðli og það sé gert í skjóli leyndar. Fréttaljós Reynir Traustason Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði í sam- tali við DV fyrr í vikunni að ætlun- in væri að selja hlutinn í HP. Hún lagði áherslu á það að engin tengsl væru milli flokksins og Helgarpósts- ins hvað varðar efni og efhistök. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri HP, sagði aðspurður að tengsl Helgar- póstsins og Alþýðubandalagsins hefðu ekki haft nein áhrif á rit- stjómarstefnu blaðs hans. „Það hefur ekki veriö. Ég hef meira að segja skammað Alþýðu- bandalagiö í leiðara. Ég tók þar A- flokkana fyrir þar sem ég skammaði þá fyrir tildur," segir Páll. Fagmaöur „Það hefur aldrei verið inni í myndinni að eiga ritstjórnarlegt samstarf. Þeir vissu að þegar ég kom til þeirra kom ég sem fagmað- ur og ég hef unnið mitt verk sem slíkur. Ég er ekki í stjómmálaflokki og er fyrst og fremst blaðamaöur," segir hann. Aðspurður um það hvort hann hafi ekki haft þá skoðun að eignar- hald sé áhrifavaldur á fréttaflutning segist hann hafa staðfest dæmi um að það hafi gerst. „Ég hef sagt að valdasamþjöppun- in sé mjög óheppileg og fjölbreytt eignaraðild sé æskileg. í öðm lagi hef ég gert í því að benda á þegar upp hafa komið tilvik þar sem rök- studdur granur er um að afskipti eigenda af ritstjómarstefhu hafi átt sér stað. Ég fjallaði til aö mynda töluvert um mál Elínar Hirst á Stöð 2. Þar staðfesti Jón Ólafsson að hann hefði skipt sér af fréttaflutn- ingi af máli Péturs Hafstein. Það era svona atvik sem hefðu getaö komið upp hjá mér og þá hefði maö- ur þurft aö glíma viö það. Slíkt hef- ur bara aldrei gerst einfaldlega vegna þess að ég hef umgengist Al- þýðubandalagið eins og hvem ann- an stjómmálaflokk," segir Páll. Persónulegar ábyrgölr „Það eru engar skuldbindingar af háífu flokksins í þessu máli. Þama er um að ræða persónulegar ábyrgð- ir stjómarmanna Tilsjár. Það er rangt að gefa sér það fyrir fram að þetta fari á versta veg og ástæða til að árétta að það era persónulegar eignir okkar ábyrgðarmannanna sem era að veöi. Við trúum því að þetta fari allt á besta veg,“ segir Val- þór Hlöðversson, stjómarformaður Tilsjár, sem skráð er fyrir 40 pró- senta hlut í Helgarpóstinum. í DV í gær sagði Kristinn H. Gurmarsson alþingismaður að ætl- unin hefði verið að nota blaðstyrk Alþýðubandalagsins til að fjár- magna kaupin. Valþór segir að það hafi sér vitanlega aldrei staðið til. Hann segir að ekki sé við stjómar- menn í Tilsjá að sakast þótt vit- neskja um kaupin hafi ekki borist til allra þingmanna flokksins. „Eins og fram kom í DV í gær var formanni þingfokks AB fuflkunnugt eskja hafi ekki borist tfl annarra um öU þessi mál. Það er því ekki við þingmanna, hafi Kristinn talið það okkur í TUsjá að sakast þótt sú vitn- nauðsynlegt," segir Valþór. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgarpóstsins, segir eignaraöild Alþýöubandalags- ins aö HP ekki hafa haft nein áhrif á ritstjórnarstefnu sína. DV-mynd BG Fyrrverandi sveitarstjóri á Suðureyri: Eg var ekki á staðnum - eigum innbúið og húsið enn þá, segir Halldór Karl Hermannsson „Lögreglan á ísafirði stöðvaði mig aldrei við að bera innbú og fleira út úr húsi mínu á Suðureyri enda hefði hún átt óhægt um vik þar sem ég var í Reykjavík. Þá er rangt að ég hafi átt húsið þar sem það hafi verið boöið upp. Hið rétta er að ég á húsið enn þá. Uppboði á því, sem átti að fara fram 10. júní, var frestað og hefur ekki farið fram,“ segir Halldór Karl Her- mannsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Suðureyri. í frétt DV sl. fimmtudag segir að hús HaUdórs Karls og gámur með búslóð HaUdórs og fjölskyldu hans, sem stendur utan við húsið, hafi hvort tveggja verið innsiglað. For- saga þess er sú, aö sögn HaUdórs Karls, að þótt um ár sé liðið frá því að fjölskyldan flutti út úr húsinu átti hún enn nokkuð af innan- stokksmunum í því. Nokkru áður en hið fyrirhugaða uppboð skyldi fara fram fór eiginkona hans vestur tU þess að tæma húsið. Sýslumannsembættinu og/eða lögreglunni hafi í framhaldi af því borist kæra eða ábending frá íbúa á Suðureyri um að verið væri að fjar- lægja innréttingar úr húsinu og inn- siglaði fuUtrúi sýslumanns húsið og gáminn í framhaldinu. Halldór kveðst hafa orðið mjög undrandi á þessu þar sem fjölskyldan hafi verið í fuUum rétti tU að fjarlægja innbú sitt úr húsinu og umrædd kæra ekki verið á nokkrum rökum reist. Þar sem uppboð hafi enn ekki far- ið fram á eigninni sé hann enn þá lögformlegur eigandi þess og auk þess hafi ekkert löghald verið lagt á það innbú og lausamuni sem fjöl- skyldan átti enn þá í húsinu. -SÁ Húsavík: A-flokkarnir með sameiginlegt framboð? DV, Akureyri: Samkvæmt heimfldum DV era þreifingar í gangi á miUi Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins á Húsavík um sameiginlegt framboð flokkanna i kosningunum til bæjar- stjómar í vor. Einhveijar þreifingar munu hafa farið fram og er rætt um að Frið- finnur Hermannsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins á Húsavík, muni leiða listann í kosningabarátt- unni verði af sameiginlegu fram- boði en Friðfinnur er alþýðuflokks- maður. FuUyrt er að Kristján Ásgeirs- son, sem verið hefur oddviti Al- þýðubandalagsins á Húsavík, sé lítt hrifinn af þessum þreifingum og hyggist ekki taka sæti á sameig- inlegum lista komi hann fram. Kunnugir telja jafnvíst að Kristján sé ekki á leiöinni út úr bæjar- málapólitíkinni á Húsavík. Fari svo sem margir telja, að A-flokk- amir bjóði fram saman, má því telja líklegt að Kristján horfi ekki aðgeröalaus á heldur fari fram undir öðrum merkjum. -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.