Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 199? 30"^“ 24 %igíingar ★ ★ Islenska ólympíuliðið í eðlisfræði „Ég var alltaf að leika mér með Star Wars og fékk þá mik- inn áhuga á að búa til geim- skip,“ segir Jón Thoroddsen, sem er einn fulltrúa Islands á næstu ólympíuleikum í eðlisfræði sem haldnir verða 13.-21. júlí í Sudbury í Kanada. I síðustu viku birtist í DV nið- urstöður TIMSS- rannsóknarinn- ar um frammi- stöðu íslenskra nemenda í 3. og 4. bekk grunn- skóla. Niðurstöð- urnar voru enn eitt reiðarslagið fyrir íslenskt menntakerfi og undirstrika að aðgerða er þörf til að bæta kennslu og auka áhuga íslenskra nemenda á raungrein- um. Ójðfn leikur VÍÖar Ágústsson, Birgir B,örn Sævarsson> Guaiaugur Jóhannesson, Jón Eyvindur Bjarnason, Sveinn B. Sigurðsson, Jón Thoroddsen Síðastliðinn vetur var hin árlega landskeppni í eðlisfræði haldin í öllum framhalds- skólum landsins og Viðar Ágústs- son, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að aðalmarkmiðið með keppn- inni sé einmitt að auka áhuga nem- enda á raungreinum. íslendingar hafa tekið þátt frá ár- inu 1980. Keppnin er haldin árlega og hefur íslendingum yflrleitt geng- ið illa. Viðar segir að um ójafnan leik sé að ræða þar sem íslensku keppendurnir séu með 2-3 ára eðlis- fræðinám að baki en jafnaldrar þeirra erlendis með 5-6 ára nám. Þeir fimm nemendur sem skör- uðu fram úr í landskeppninni eru þessa dagana önnum kafnir við und- irbúning undir ólympíuleikana. in hliðin Læra í Háskólanum Jón Thoroddsen er einn kepp- enda. Hann er nýstúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík, af eðlisfræðibraut. Hann segir að raungreinakennslan í MR sé yfir- leitt góð en mætti þó byrja fyrr. Hann segir að nauðsynlegt sé að auka kröfurnar í grunnskólum landsins þar sem pressan sé engin fyrstu árin. Strákarnir eru með aðstöðu í Há- skóla íslands og eru þar í átta klukkutíma á dag ásamt kennara sínum, Ara Ólafssyni. Hæfari kennara Jón Eyvindur Bjarnason er einnig MR-ingur og á eftir eitt ár til stúdentsprófs. Faðir Jóns er raf- virki og segir Jón að hann hafi i gegnum tíðina kennt sér eitt og ann- að er snertir eðlisfræði. Jón segist vera nokkuð sáttur við raungreina- kennslú í MR en líkt og nafni hans telur hann raungreinakennslu í grunnskólunum ekki nógu góða. „Ég tel brýnt að fá hæfari raun- greinakennara í grunnskólana sem kunna fagið sitt betur.“ Keppnin heima Birgir Bjöm Sævarsson, úr Flens- borg, er einn þeirra sem skaraði fram úr á landsmótinu. Hann segist aldrei hafa haft sérstakan áhuga á raungreinum en þær hafi alltaf leg- iö vel fyrir honum og að áhuginn sé nú allur að aukast. Á næsta ári verða ólympíuleik- arnir haldnir hér á landi og Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri keppninnar, segir þetta kjörið tæk- ifæri til að auka áhuga íslendinga á raungreinum. Venja er að gestgjaf- inn haldi keppendum uppi meðan á leikunum stendur og nú þegar hefur tekist að safna um helming þess fjár sem þarf til að geta haldið keppn- ina. Tölvur og íþróttir Guðlaugur Jóhannesson er á eðl- is- og náttúrufræðibraut í Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Guðlaugur á eitt ár eftir til stúdentsprófs en að því loknu ætlar hann að fara í verkfræði við Há- skóla íslands. Guðlaugur er á sama máli og fé- lagar hans að raungreina- kennsla í grunn- skólum sé ábóta- vant en honum þykir raungreina- kennsla í fram- haldsskólum vera ágæt. Byrjaði í grunnskóla Sveinn B. Sig- urðsson er MR- ingur fæddur 1979 en er ári á undan í skóla. Sveinn hefur alltaf haft mikinn áhuga á raungreinum og byrjaði að lesa þær strax í grunnskóla. Á síðasta ári var hann þátttakandi á ólympíuleikun- um í stærðfræði og nú í ár var hann einnig beð- inn um að taka þátt. Sveini finnst raungreina- kennsla í grunnskólum vera hreint hlægileg og segir að í mörgun tilvik- , um sé hún það einnig í menntaskól- um. Það fari þó eftir kennurum. Ljós í myrkri Strákamir fimm eru ljósiö í, að því er annars virðist, myrkvuðum heimi raungreinakunnáttu ís- lenskra nemenda. Þeir eiga mikið og erfitt starf fyrir höndum og ósk- ar DV þeim góðs gengis með von um að þeir muni í framtíðinni hjálpa til viö að reisa raungreina- kunnáttu landans á þann stall sem sæmir menntaðri þjóð.-me og Ari Ólafsson. DV-mynd JAK Spilari af lífi og sál „Ég byrjaði níu ára að æfa golf en fór ekki að taka það alvarlega fyrr en fyrir þrem til fjórum árum. Ég æfi helst á hverjum degi og keppi eins oft og ég get,“ segir Alda Ægisdóttir sem er ein af okk- ar efnilegri golfspilurum. Alda hef- ur undanfariö tekið miklum fram- fórum í golfinu og staðið sig vel á mótum sumarsins. í framtíðinni stefnir hún á atvinnumennsku í golfi en þetta sumarið er stefnan að komast á Norðurlandamótið. Alda sýnir að þessu sinni á sér hina hliðina. Fullt nafn: Alda Ægisdóttir. Fæðingardagur og ár: 10. apríl 1980. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Er alltaf á bíl mömmu og pabba. Starf: í sumar bóna ég bíla í Kóp- son en ég er nemi í MS. Laun: 400 krónur á tímann. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila golf. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hanga heima. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldsdrykkur: Sprite. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Birgir Leifur Haf- þórsson golfari. Uppáhaldstímarit: Ekkert sér- stakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Guð, ég veit það ekki, Leonardo de Caprio er rosalega sætur. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Er nú ekkert meö í henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Tyker Woods. Uppáhaldsleikari: Leonardo de Caprio. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bull- ock. Uppáhaldssöngvari: Damon Al- barn. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpseftii: Ekkert sérstakt. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Hornið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Les ekki mikið. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM og X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég skemmti mér voða lítið og er of ung til að komast inn á staðina. SkólaböOin í MS eru skemmtileg- ust. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Golf- klúbbur Reykjavíkur en ég æfi með honum. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, veröa atvinnu- golfari, komast á Norðurlandamót- ið og sem flest mót sem haldin verða í sumar. Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu: SpOa golf. DV-mynd E.ÓI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.