Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 UV „Þú getur farið inn í frumskóg á fílsbaki, út í eyðimerkur á úlföld- um, í fjallgöngur, legið í sólbaði á pálmaströndum og kafað í hitabelt- issjó,“ segja þau Regína Bjamadótt- ir og Henry Alexander Henrysson sem í október síðastliðnum fóru í sjö mánaða sannkallaða ævintýra- ferð um Indland og Nepal. í sex mánuði ferðuðust þau um Indland og síðasta mánuðinn gengu þau á fjöll og sigldu eftir ám í Nepal. Varð yfir sig hrifin „Ég fór 1994 til Indlands og Nepals og varð yfir mig hrifin. Síð- an þá hefur þetta ferðalag verið á stefnuskránni og í október létum við loksins slag standa," segir Regína. Henry útskrifaðist úr heimspeki í Háskólanum rétt áður en þau héldu til Indlands en Regína tók sér árs- leyfi úr hagfræði. „Við vorum í rauninni ekki með neitt ferðaplan og fórum bara þang- að sem okkur datt í hug. Indverjarn- ir voru mjög fúsir að benda okkur á staði til að heimsækja og fórum við iðulega að þeirra ráðum.“ Styrkja barn Þau byrjuðu ferðina syðst á Ind- landi og fíkruðu sig í norðurátt. Þau dvöldust aldrei lengur en tvær vik- ur á sama staðnum en ferðuðust víða um landið. „Við höfum styrkt bam i SOS- barnaþorpi í þrjú ár og það eina sem við vorum búin að ákveða fyrir fram var að heimsækja það. Við dvöldumst í þorpinu í þrjá daga og færðum bæði „barninu okkar“ og bömum sem vinir okkar hafa verið að styrkja gjafir. Gífurlegur státtarmunur Að ferðast um Indland er eins og að ferðast milli heimsálfa. Breiddin er svo mikil, landslagið og fólkið svo ólíkt. Stéttamunurinn er gífur- legur og fátæktin blasir hvarvetna við. Fólksmergðin er yfirþyrmandi og betlarar eru alls staðar." Síðustu árin hafa orðið miklar breytingar á Indlandi. Landið var opnað fyrir Vesturlandabúum en áður hafði ekki mátt flytja inn er- lendan varning nema í mjög litlum mæli. „Það er sérstaklega spaugilegt að sjá þróunina sem hefur oröið í stór- borgunum. Sumar borgirnar eru orðnar mjög vestrænar. Pizza Hut, McDonald’s og Kentucky hafa skot- ið þar upp kollinum en kýrnar ganga enn þá lausar á götunum. Annað vandamál sem fylgir þess- um auknu samskiptum er ruslið. Indverjar eru vanir að henda öllu rusli á göturnar og kýrnar og svín- in éta það. Nú, þegar þeir eru farn- ir að nota einnota umbúðir, safnast rusliö bara fyrir og er alls staðar." Gerðust grænmetisætur Trúin er stór þáttur í lífi Ind- verja. Þar ægir saman öllum trúar- brögðum en hindúar eru fjölmenn- astir, um 83%. Hindúar trúa á helgi kýrinnar og borða því ekki kýrkjöt. „Við ákváðum að gerast græn- metisætur meðan á ferðinni stóð enda eru flestir Indverjar græn- metisætur. Indverskur matur er rosalega góður en sterkur og það er ekki hægt að komast hjá því að fá í magann meðan maður er að venjast matnum. Áður en við fórum að heiman fengum við góðar leiðbein- ingar um hvaða lyf við ættum að taka við magapínu svo að við urð- um ekki mikið veik. Kýr á þjóðvegunum Við eyddum miklum tíma í rút- Ung kona frá borginni Goa sem er á vesturströnd Indlands. Henry og Regína á siglingu í Nepal. Á strætum Madras sem er á S-lndlandi. um og lestum. Allar ferðir eru mjög skipulagðar en tímaáætlanir fara þó oft úr skorðum. Farartækin eru lé- leg og vegimir líka og því er ekki hægt að gera ráð fyrir að komast meira en 30 km á klukkustund. Göt- umar eru eins og ein stór hola og á þjóðvegunum varð maður fyrir töf- um af ýmsu tagi. Ekki er óalgengt að kýr teppi umferðina, bóndi með hestvagn, svin eða jafnvel fílar. Það var alveg sama hvar við kom- um, okkur var alls staðar vel tekið. Indverjar em mjög hjálpsamir og hafa mikinn áhuga á að kynnast Vesturlandabúum. Við erum strax farin að fá bréf frá indverskum vin- um okkar.“ Á Indlandi búa tæplega 840 millj- ónir manna og er hindí og enska op- inbert tungumál. Flestir tala eða aOavega skOja einhverja ensku svo að Regína og Henry lentu ekki í neinum vandræðum með að gera sig skiljanleg. @.mfyr:Er ísland tO? „Indverjunum fannst mjög merki- legt að við værum frá íslandi. í eitt skiptið sem við ætluðum að skipta ferðatékkum í banka vOdi gjaldker- inn ekki afgreiða okkur þar sem hann sagði að við værum með fölsuð skOríki. Það væri ekki til neitt land sem héti ísland. í næsta skiptið sem við fórum í banka vorum við heppnari. Gjald- kerinn kannaðist vel við ísland og Reykjavík og fór að tala um Bobby- Fischer-einvígið sem haldið var i Reykjavík 1972 Hittu Everestfarana Við vorum á gangi í höfuðborg Nepals, Katmandu, þegar við heyrð- um einhvern tala íslensku. Þetta reyndust vera Everestfararnir á leiðinni á tindinn. Við höfðum ekki hitt einn einasta íslending í sex mánuði svo að þetta var mjög gam- an. Kalt og stressað Á þessi ferðalagi lærðum við að lifa án allra þeirra lífsgæða sem Vesturlandabúar telja sig ekki geta lifað án. Við urðum að vera mjög nægjusöm og t.d. að komast á al- Tvær stúlkar tína iýsnar hvor af annarri mennilegt klósett var alger lúxus. Eftir aOan hitann og rólegheitin vorum við búin að gleyma hvað það er kalt hérna og stressað andrúms- loft. Ætla aftur Ferðin var bæði erfíð og skemmtOeg. í eitt skiptið veiktist Henry alvar- lega en þar sem við vorum með réttu lyfin batnaði honum á tveim- ur dögum. Oft var þreytandi að ferðast klukkutímunum saman í rútum og lestum og ein rútuferðin var sér- staklega erfið. Þá sátum við fimm á þriggja manna bekk í 17 klukkutíma og gátum okkur hvergi hreyft. Þess- ir erfiðleikar gleymast þó fljótt og það sem eftir stendur eru sjö yndis- legir mánuðir í framandi, fjöl- breyttu og heiOandi landi. Þetta var ógleymanleg ferð og við erum stað- ráðin í því að fara einhvern tímann aftur til Indlands." ■me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.