Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 dagsönn ® Hilmir Snær Guönason, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðs- son leika í Listaverkinu. ListaverkiJ Allt frá því Listaverkið var frumsýnt á litla sviði Þjóðleik- hússins fyrir tveimur mánuðum hefur verið nánast uppselt á all- ar sýningar og er næsta sýning í kvöld. Þótt sýningum fari að fækka þetta leikárið verður það sjálfsagt tekið upp í haust. Þeir Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlut- verkin í leiritinu sem er eftir franska leikskáldið Yazminu Reza. Listaverkið var fyrst frumsýnt í Frakklandi 1994 og hefur síðan farið sigurfor um Evrópu. Leikhús I Listaverkinu segir frá þrem- ur vinum sem þekkst hafa árum saman, húðsjúkdómalækni, flug- vélaverkfræðingi og verslunar- manni. Lýst er á gamansaman hátt vináttu þessara þriggja karlmanna og hvemig samband þeirra lendir í óvæntri kreppu vegna listaverkakaupa eins þeirra. Meðan þeir vinna úr vanda sínum skjóta upp kollin- um skemmtilegar spurningar um stöðu listarinnar og eðli vin- áttunnar. Pétur Gunnarsson rithöfund- ur þýddi verkið og leikstjóri er Guðjón Pedersen. Ný sólarsaga Leikhúsið 10 fingur býður upp á glænýja sumarsýningu í Nor- ræna húsinu sem er tilvalin helgarskemmtun fyrir fjölskyld- una. Sýningin sem heitir Ný sól- arsaga er gerð í skuggaleikhúsi og er frumsamin tónlist flutt undir leiknum sem fléttaður er úr þjóðsögum af sólinni frá ýms- um löndum. Frumsýning er í dag kl. 14, 2 sýning er á morgun á sama tíma. Tjald galdramannsins Tjald galdramannsins - Hálf- dánar-Hringur verður vígt í dag kl. 14. Þetta stærsta tjald lands- ins er á ferðaþjónustustaðnum Lónkoti í Skagafirði. í tilefni dagsins leikur hljómsveit André Bachmanns í tjaldinu á balli sem slegið verður þar upp. Fálagsvist og dans Félag eldri borgara í Reykja- vík verður með félagsvist í Ris- inu á morgun kl. 14. Dansað verður í Goðheimum sama kvöld kl. 20. Samkomur Dansleiðsla Nonna Nonni leiðir gesti á Nelly’s Café annað kvöld inn í dansver- öld og skapar góða sunnudags- stemningu. Út í nóttina Fyrsta skátamót ársins stend- ur nú yfir í Viðey. Hefur það yf- irskriftina Út í nóttina og stend- ur til morguns. Aðalvarðeldur mótsins verður tendraður í kvöld. Áætlað er að mótsslit verði kl. 14.30 á morgun. Það er helst að við suðausturströnd- ina komi smáskúrir yfir daginn. Nokkuð jafhhlýtt er á landinu, hlýj- ast þó á suðvesturhominu þar sem hitinn gæti farið í 16 stig, en kaldast á norðausturhorninu um það bil 10 stiga hiti yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 0.04 Sólarupprás á morgun: 2.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.58 Árdegisflóð á morgun: 7.17 Við vesturströnd Skotlands er 996 mb lægð sem þokast suðaustur en fyrir norðan Jan Mayen er 1025 mb háþrýstisvæði. Veðrið í dag Það verður sólríkur dagur á Suð- ur- og Suðvesturlandi í dag, fram- hald á því sem vár í gær. Spáð er austlægri átt með bjartviðri víða. SÓI Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vín Washington Winnipeg skýjaö 11 skýjaó 11 léttskýjaö 13 léttskýjað 7 súld 6 hálfskýjað 12 skýjaö 15 alskýjaö 6 skýjaö 12 skýjaö 10 skýjað 21 alskýjaö 18 skýjaö 21 skúr 17 rigning 9 skúr á síó.kls. 17 hálfskýjaö 23 skýjaö 24 skúr á síö. kls. 16 skúr á síð. kls. 14 skýjaö 19 rigning 13 skýjaö 16 mistur 23 léttskýjaó 26 skýjaö 17 hálfskýjaö 24 heiöskírt 22 alskýjaö 24 skýjaö 8 skúr 19 þokumóóa 23 léttskýjaö 12 Reggae on lce: Sveitaball á Lýsuhóli Lýsuhóll hefur í mörg ár verið af og til vettvangur sveitaballa á Snæfellsnesi og er oft mikið stuö á þessum böllum. Ekki er að efa að svo verður í kvöld þegar Reggae on Ice leikur á eina sveitaballi 1 sumarsins á þessum stað. Sæta- ferðir verða frá Akranesi, Borgar- nesi og á Snæfellsnesinu. Skemmtanir Millarnir í Úthlíð í kvöld verður ball í Réttinni i Úthlíð. Hljómsveitin Milljónamær- ingamir ásamt Bjama Ara halda uppi dúndur stuði fram eftir nóttu. Næg tjaldstæði eru fyrir gesti sem vilja tjalda. Vestanhafs á Ránni Hljómsveitin Vestanhafs, sem skipuð er þeim félögum Björgvini Gislasyni gítarleikara, Jóni Ing- Reggae on lce mun leika á sveitaballi á Lýsuhóli í kvöld. ólfssyni bassaleikara og Jóni mun skemmta í kvöld á veitinga- Björgvinssyni trommuleikara, húsinu Ránni í Keflavík. Fjölær Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. stjórann í Dante’s Peak. Tindur Dantes í Tindur Dantes (Dante’s Peak), sem Háskólabíó og Sam-bíóin | sýna, er það mikið og óvænt eld- gos sem setur af stað hraða og tmikla atburðarás. Tindur Dantes er nafn á bæ þar sem átta þúsund manns búa. Bærinn er í skjóli eldfjalls sem hefúr ekki bært á sér lengi og íbúar hafa enga trú á Íþví að það gjósi nokkurn tímann. Það kemur í ljós að enginn leikur sér að náttúruöflunum og dag einn vaknar risinn af löngum svefni og byijar að spúa eldi yfir allt og alla. Martröð þeirra sem búa í bænum er senn að hefjast. Kvikmyndir ! ' __________________________ i Aðalhlutverkið í myndinni - leikrn- Pierce Brosnan sem þekkt- astur er nú fyrir að vera sá fimmti í röðinni sem leikur James Bond. Mótleikari hans er Linda Hamilton sem gat sér gott orð í Terminator-myndunum 0 tveimur. Leikstjóri er Roger Don- aldson. iíSi Nýjar myndir: Háskólabíó: í bliðu og striðu Laugarásbíó: Fyrsta höggið Kringlubíó: Dýrlingurinn Saga-bíó: Körfudraugurinn Bíóhöllin: Fangaflug Bíóborgin: Visnaður Regnboginn: Fimmta frumefnið Stjörnubíó: Kung Fu kappinn í Beverly Hills Leiftur—Hamburger SV Það er mikið um að vera í fót- boltanum um helgina. Stórleikur- inn verður leikinn á Ólafsfirði í dag þegar Leiftur fær í heimsókn þýska stórliðið Hamburger SV en leikur liðanna er í svokallaðri Toto-keppni. Á sunnudaginn verða síðan fjórir leikir í Úrvals- deildinni og er mesti spenningur- inn í kringum leik ÍBV og KR sem háður verður í Vestmanna- eyjum. Aðrir leikir á sunnudag- inn eru ÍA-Valur sem fram fer á Akranesi, Fram-Skallgrímur á Laugardalsvelli og Stjarn- an-Grindavík í Garðabæ. Leikur ÍBV og KR hefst kl. 16. Aðrir leik- ir hefjast kl. 20.00. Einn leikur er í 1. deild karla í dag, Fylkir leik- ur gegn FH kl. 14.00. Iþróttir Golfarar verða mikið á ferð- inni í kvöld. Þá eru haldin Jóns- messumót í flestum golfklúbbum og er þá byrjað að leika að kvöldi og leikið fram yfir miðnætti. Á sunnudag verður síðan opið mót í Hafnarfirði. Gengið Almennt gengi LÍ 20. 06 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,250 70,610 71,810 Pund 115,740 v 116,330 116,580 Kan. dollar 50,620 50,940 51,360 Dönsk kr. 10,6890 10,7460 10,8940 Norsk kr 9,6850 9,7380 10,1310 Sænsk kr. 9,0990 9,1490 9,2080 Fi. mark 13,5870 13,6680 13,8070 Fra. franki 12,0590 12,1280 12,3030 Belg. franki 1,9719 1,9837 2,0108 Sviss. franki 48,8300 49,1000 48,7600 Holl. gyllini 36,1700 36,3800 36,8800 40,7100 40,9200 41,4700 lt. líra 0,041570 0,041830 0,04181 Aust. sch. 5,7820 5,8180 5,8940 Port. escudo 0,4032 0,4058 0,4138 Spá. peseti 0,4822 0,4852 0,4921 Jap. yen 0,612800 0,616500 0,56680 írskt pund 106,190 106,850 110,700 SDR 97,130000 97,710000 97,97000 ECU 79,6300 80,1000 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.