Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 Spurningin Á aö leyfa hnefaleika á íslandi? Sunna Guðrún Eaton nemi: Já, auðvitaö. Þetta er uppáhaldsíþrótta- greinin mín og pabbi minn er box- ari. Sigríður Hilmarsdóttir nemi: Já, það er gaman að horfa á þá. Harpa Snæbjömsdóttir nemi: Já, þeir eru skemmtilegir og svo er pabbi minn gamall boxari. Bjami Tómasson sjómaður: Já, það er löngu tímabært. Bjarki H. Bjamason nemi: Já, það er vinsælt. Anna Katrín Þorvaldsdóttir verslunarmaðin’: Já, þaö er nauð- synlegt að fá útrás. Lesendur Ingólfur spaugar Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar: Ingólfur Margeirsson hlýtur að vera að spauga þegar hann sver það af sér hér í blaðinu á laugardag að hann sé launaður ráðgjafi Jóns Ólafssonar um það hvemig hann skuli bæta ímynd sína í fjölmiðlum. Næst sver hann það væntanlega af sér að hafa látið Jón Baldvin Hannibalsson, vin sinn, kaupa handa sér hundrað freyðivínsflösk- ur á ráðherraverði til að veita í fer- tugsafmæli sínu. Eða mun hann líka sverja það af sér að hann hafi á sínum tíma látiö Hafskip flytja búslóð sína heim frá útlöndum ókeypis eða því sem næst gegn ýms- um greiðum sem hann að vísu innti aldrei af hendi? Þegar Ingólfur segist ekki þiggja laun fyrir ráðgjafastörf sín fyrir Jón Ólafsson hlýtur hann að eiga við það eitt að þeir hafi komið sér sam- an um að telja launin ekki fram til skatts. Auk þess sem Jón Ólafsson hefur sjálfur ekki legið á upplýsingum um þetta við menn, er sjálfur sjónvarps- þátturinn, sem Ingólfur Margeirs- son setti nýlega saman um Jón Ólafsson fyrir Sjónvarpið, órækur vitnisburður. Auðvitað gera menn ekki hallelúja-þátt um annan eins mann og Jón Ólafsson nema þiggja fyrir það fé eða greiða, sem því jafn- gilda. Undanfama daga og vikur hafa líka streymt á íjölmiðlana notalegar smáfréttir og myndir af Jóni með fjölskyldu sinni, sem birtar hafa Hannes Hólmsteinn spyr hvort maöur í hans stööu sé e.t.v. sá eini sem get- ur sagt skoöanir sínar hispurslaust. verið viðstöðulaust. Þessar fréttir bera skýrt handbragð Ingólfs Mar- geirssonar. Það dylst ekki vönum mönnum í blaðamannastétt, að þetta er skipulögð áróðursherferð í því skyni að bæta ímynd Jóns Ólafs- sonar. Ingólfur Margeirsson lýsir furðu sinni á því, að prófessor við Há- skóla íslands skuli hafa tekið að sér að upplýsa almenning um þetta aukastarf hans. En það er lóðið. Einhverra hluta vegna virðast ís- lenskir blaðamenn vera hræddir við að segja fréttir um vinnubrögð Jóns Ólafssonar í valdabaráttu hans og enn hræddari við að fræða fólk um hina skuggalegu fortíð hans. Er maður í öruggu starfi háskólapró- fessors og með sæmilegt fjárhags- legt sjálfstæði ef til vill sá eini, sem sagt getm skoðun sína hispurslaust á þessu alvarlega máli? Er borgin á móti heilbrigðu fólki? Vesturbæingur hringdi: Það mætti halda að borgaryfirvöld hefðu eitthvað á móti boltaíþróttum. Að minnsta kosti virðist það ekki vera liðið að hægt sé að spila fótbolta á grasi í Reykjavík. Þeir vellir sem ekki er búið að hirða mörkin af eða byggja á eru al- gjör frímerki aö stærð með mörkum í stfl. Einu staðimir þar sem hægt er að fara í almennilegan bolta eru í al- menningsgörðum eða hjá opinberum stofhunum, við lítinn fögnuð hú- svarða þeirra, og án marka. Hvernig væri að bæta úr og koma upp tveim- m til þremur sæmilegum grasvöll- um. Þá er ég ekki að tala um neina meistaraflokksvelli heldm ca helm- ing af stærð þeirra. Þá eru körfurnar, sem borgin set- m upp, kafli út af fyrir sig. Þær standa oftar en ekki innan um leik- tæki og er mjög takmarkað pláss í kringum þær. Þá eru þær illa hann- aðm, oft of háar og leiðinlegt aö spila á þær. Úr þessu þyrfti einnig að bæta. Sífellt er verið að kvarta yfir lát- um i unglingum. Hvernig væri að leggja smápening í forvamir og skapa þeim aðstæður til að gera eitt- hvað vitrænt, í stað þess að býsnast yfir því að þessu fylgi læti, skemmd- ir á grasi o.s.frv.? Þetta kostar alltaf minni peninga en skemmdimar á miðbænum og læknisþjónustan sem kemm í staðinn. Ef ekki, em krakk- arnir a.m.k. aðeins betm á sig komn- ir líkamlega en ella. Landnám íslands Bjami Valdimarsson skrifar: Ein er regla, án undantekninga. Maöurinn fann öll lönd jarðar áðm en sögur hófust, líklega fannst Nýja- Sjáland einna síðast, en ísland fljót- lega undir lok síðasta jökulskeiðs. Allar forsendur eru til þess að ís- land hafi fundist og verið numið úr vestri, löngu áðm en sögur hófust. Túníta-indíánar flökkuðu víða um, fóru hring um Grænland og end- uðu innikróaðir og undirokaðir á ís- landi. Túnítar fundu ísland þegar þeir voru að eltast við sel á Græn- landssundi. ísland reyndist þeim þó frekar rýrt, einkum á vetmm. í harð- indum skrimtu þeir beinlínis á því sem flaran gaf í Breiðafirði og Faxa- flóa. í þúsundir ára vom þeir svo til eingöngu á Vesturlandi. Næst segir frá írskum munkum, MEM þjónusta lli sima 5000 kl. 14 og 16 Bréfritari telur aö fsland hafi veriö numiö áöur en norrænir menn fundu þaö. pöpum, þeir héldu á skinnbátum, kúðum, á haf út og fólu sig Guði á vald. Papar komust bæði til íslands og Norðm-Ameríku. Til íslands fluttu þeir búfé og þegar að það tók aö fjölga sér i birkiskógunum, batn- aði mjög hagm túníta, sem gerðust kristnir og fóru aö tala gael-irsku. Landnám norrænna manna gekk fyrir sig eins og önnm slík, frá vin- samlegum samningum til útrýming- ar morðæðis. Víkingar vora konu- lausir, eins og aðrir slíkir í tíu aldir eftir þá. Blóðblöndun varð því mikil. Rithöfunda mjög færa eignuðust íslendingar á sturlungaöld og þá hófst íslandssagan. Hefðu nú túnítar ekki gert sér verkfæri úr steini hefðu minjar um þá aldrei fundist. Rof íslands er hratt, skriðm falla, hraun renna, sjávarborð hefm hækkað um marga metra. Basalt- jarðvegur varðveitir bein afar illa og síðast en ekki síst hafa íslenskir fornleifafræðingar fengið skáldsög- m á heilann og vinna út frá þeim. Lausa- ganga hunda Reiður hundaeigandi hringdi: Hundafangarinn sem er ráð- inn af Hveragerðisbæ á að vinna meira í því að taka lausa hunda. Ég er sjálf hundaeigandi og á tvo hunda. Minir hundar ganga aldrei lausir. Það er líkt og hundafangarinn sé sofandi. Hann lætm það óátalið þó að lausir hundar þvælist hér um allan bæinn. Ég vil skora á bæjarstjórann að gera eitthvað í málinu. Hjólreiða- menn á Laugavegi Þórarinn skrifar: Hjólreiðamenn á Laugavegi virðast almennt ekki bera virð- ingu fyrir neinu sem kallast um- ferðarreglm. Vissulega er mis- jafn sauður í mörgu fé, en þetta er alltof almennt. Allur gangm er á hvort fólk hjólar á gangstétt- um eða götum og ferðin er þvílík að gangandi vegfarendur em í stórhættu. Þá er ekki hikað við að svína á bílunum. Fólk sem ekki getm virt um- feröarreglur líkt og aðrir ætti að taka fóstum tökum og hlýtm það að vera í verkahring lögreglunn- ar að sjá um að koma þessum málum i betra horf. Kjarnorku- vopn Berta hringdi: Era íslendingar gjörsamlega vamarlausir gegn því að hægt sé að setja niðm kjamavopn, geislavirkan úrgang og annan viðbjóð því sem næst í bakgarð- inum okkar? Öll markaðssetning á íslandi sem ferðamannalandi og afmð- um okkar hefúr miðast við að selja þessa hluti út á hreinleika og fegmð náttúrunnar okkar. Ég spyr: Hver vill kaupa fisk af okk- m eða heimsækja landiö ef heimsins stærsti ruslahaugur fyrir lífshættulegan úrgang ann- arra er í sjónfæri? Framsókn burt Valdi hringdi: Nú þegar siga fer á seinni hluta kjörtímabils ríkisstjómar- innar vil ég minna fólk á að kjósa ekki Framsóknarflokkinn í næstu kosningum vegna þeirrar niðmrifsstefnu sem haldiö hefm verið uppi af þeirra hálfu. Forysta Framsóknarflokksins getm státað sig af því að vilja ekki afhenda landsmönnum kvótann sem þeir réttilega eiga og að eyðileggja gróðmsælasta hluta landsins með stóriðju svo að dæmi séu tekin. Þá vilja þeir henda 200 milljónum út um gluggann með gjörsamlega til- gangslausum flutningi Land- mælinga íslands frá Reykjavík, sem aðeins yrði þeirri annars ágætu stofiiun til vansa. Hægt er að líta til fordæma varðandi slík- ar ráðstafanir, svo sem hinn klúðurslega flutning veiöistjóra- embættisins til Akureyrar sem sportveiðimenn voru látnir borga að mestu með óbeinum skatti, svokölluðu veiðikorti, sem þverbrýtm þó augljóslega reglur stjórnsýslunnar um jaöi- ræði þegnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.