Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 2
16 '&ikmyndir Háskólabíó/Bean: Herra Baun í Hollywood **i Rowan Atkinson er einn fremsti gamanleikari Englendinga. Likt og Jim Carrey er hann þekktur fyrir ótrúlegar gúmmígrettur en ólíkt Carrey er honum fleira til lista lagt. Atkinson hefur fyrst og fremst ein- beitt sér að sjónvarpsleik og er frægur fyrir hlutverk sitt sem kjaft- askurinn og þrjóturinn Svarta nað- ran í samnefndri þáttaröð sem hann skrifaöi i samráði við annan. Önnur þekkt persóna Atkinsons er Herra Baun. Baunin er andstæða Nöðrunnar, þögull og óframfærinn, og í túlkun á honum reynir veru- lega á látbragðshæfileika leikarans. Hrakfallakrákan Herra Baun held- ur í samnefndri mynd vestur um haf til Hollywood þar sem hann á að opna sýningu á frægasta málverki Bandaríkjamanna, „Mömmu Whistlers". Umsjónarmenn safnsins halda að Baunin sé þekktur list- fræðingur (Doktor Baun), enda er það nokkuð ráðandi skoðun í kvik- myndum samtímans að hverfandi munur sé á menntamönnum og fávit- um. Atkinson fer á kostum í þeim vandræðalegu senum sem eru helsta einkenni þáttaraðarinnar en illa tekst að skapa heildstæða sögu úr röð skemmtilegra brota. Aukapersónumar gegna flestar fyrst og fremst því hlutverki að bregðast við uppátækjum Baunarinnar sem gerir það að verkum að myndin dettur niður í hvert sinn sem aðrir en Atkinson eru á tjaldinu. Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborg- anlegar senur sem ég hefði kosið að sjá fléttaðar saman af meiri kost- gæfni. Leikstjóri: Mel Smith. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson, Peter Mac- Nicol, Pamela Reed, Harris Yulin, Burt Reynolds og Richard Gant. Sambíóin/Lady and the Tramp: **** Hundalff Hvernig dæmir maður klassíska teiknimynd? Varfæmislega og með skömm i hjarta fyrir að hafa aðeins gefið henni þrjár og hálfa stjörnu. Ég sá Hefðarfrúna og umrenninginn í Gamla bíói fyrir allt of mörgum árum og ansi oft ef ég man rétt. Myndin segir frá tíkinni Lafði og flækingsrakka sem við skulum kalla Snata. Hún er saklaus og fógur, hann kankvís þorpari með hjarta úr gulli. Þegar Lafði lendir í ræsinu tekur Snati hana upp á sína arma (ef hund- ar geta slíkt), rómantíkin blómstrar og þau lenda i ýmsum ævintýrum. Átökin í myndum Disneys em oft upp á líf og dauða. Svo er þó ekki hér og ég er ekki frá því að þetta sé ein hæglátasta mynd meistarans. Síam- skettirnir illgjömu era þó með eftirminnilegustu þrjótum teiknimynda- sögunnar. Ég ólst upp við bandaríska talsetningu og þykir því alltaf óþægilegt að heyra íslenskar raddir í teiknimyndum Disneys. En þetta er víst gert fyrir blessuð bömin og þá vilja þau stundum gleymast sem komin eru til ára sinna. Reyndar þótti mér íslensku leikaramir standa sig ágæt- lega og á köflum trúði ég ekki mínum eigin eyram. Heföarfrain og umrenningurinn var gerð seint á ferli Walts Disney (1901-1966) þegar hann átti að baki Mjallhvíti og dvergana sjö (1937), Fantasíu, Gosa (1940), Bamba (1942), Öskubusku (1950) og Pétur Pan (1953). Fyrstu fjórar myndirnar eru að mínu mati meistaraverk og Hefð- arfrúin og umrenningurinn stenst ekki samanburð við þær. Ég gef henni þó þrjár og hálfa stjömu því það sem Disney gerði best gerði hann betur en nokkur annar. íslenskar leikraddir: Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Back- man, Margrét Vilhjálmsdóttir, Felix Bergsson, Róbert Amfmnsson, Pálmi Gestsson, Jóhann Sigurðsson, Þóra Friðriksdóttir, Steinunn Þor- steinsdóttir og Bergur Ingólfsson. Guðni Elísson FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 L>V Aöalleikararnir t myndinni Lífsháski á góðri stund, Rob Lowe og James Belushi. Stjörnubíó: yíÉáj](í Stjörnubíó frumsýndi í gær spennumyndina Lífsháski sem heit- ir á frummálinu „Living in Peril“. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fara Rob Lowe, James Belushi og Dean Stockwell. Leikstjóri myndarinnar er Jack Esgard. Walter Woods (Rob Lowe) er ung- ur arkitekt á uppleið í lífinu. Hon- um finnst sárt að skilja ófríska eig- inkonu sina eftir heima, en honum hefur verið falið stórt verkefni í Los Angeles sem hann þarf að standa skil á. Verkefni hans er ekki smátt í sniðum en það er að teikna eina flottustu villu Hollywoods. Við- skiptavinur Walters, Michael (James Belushi) gerir kröfur enda á hann sand af seðlum. En þá byrja einmitt vandræðin. Þegar Walter er á leiðinni til Los Angeles reynir stór flutningabíll að hrekja hann út af hraðbrautinni. Þegar Walter er kominn í leiguíbúð sína hittir hann húsvörðinn (Dean Stockwell) sem gæti allt eins verið húsvörður í helvíti. Hinn moldríki viðskiptavinur Walters er ekkert skárri, hann er gjörsamlega óþol- andi ráðrikur og ófyrirleitinn. Til að bæta gráu ofan á svart eru ótelj- andi rottur farnar að venja komur sínar í leiguíbúð Walters. Martröðin verður algjör hjá Walt- er þegar hann vaknar einn morgun- inn með lík af fallegri dömu við hliðina á sér. Hvað er að gerast? Hver vill honum svona illt? Hér er á ferðinni magnaður sálfræðitryllir sem fær hárin til að rísa. -ÍS James Belushi, bróbir Johns Belushi heitins, hefur gjarnan reynt fyrir sér sem gamanleikari en stendur sig ekki síöur í spennu- trylli sem þessum. Christian Slater hefur leikiö í mörgum frægum myndum. Hér er mótleikari hans sjálfur John Travolta í myndinni Broken Arrow. Christian K Hinn ungi Christian Slater hefur nú bæst í þann vaxandi hóp leikara sem á í vandræðum vegna óhóflegr- ar áfengis- og vímuefnanotkunar. Slater er nú á meðferðarstofnun fyr- ir slíka sem hann skráöi sig sjálf- viljugur á. 14. ágúst síðastliðinn komst Slater í heimsfréttimar þeg- ar hann var tekinn fastur fyrir of- beldi og ólæti þegar hann var út úr heiminum af eiturlyfjanotkun og drykkju. Það vora engin venjuleg drykkjulæti heldur lenti hann í al- varlegum slagsmálum við eiganda Slater í vandamálum íbúðar sem hann leigði hjá og beit hann illa í öxlina! Atvikið gerðist rétt fyrir 28 ára af- mælisdag stjörnunnar og þurfti Slater að dúsa bak við lás og slá á afmælisdaginn. Honum tókst síðan að fá sig leystan út með þriggja og hálfrar milljón króna tryggingu og það fyrsta sem hann gerði var að skrá sig inn á endurhæfingarstöð. Slater hafði áður viðurkennt við yf- irheyrslur að hann væri langt leidd- ur af áfengis- og kókaínneyslu. Margir munu eftir fyrsta hlut- verki Slaters sem skaut honum upp á stjömuhimininn. Það var í mynd- inni Name of the Rose þar sem hann lék á eftirminnilegan hátt á móti ( Sean Connery. Síðan þá hefur hann verið eftirsóttur og talinn meðal stærstu ungu nafnanna í Hollywood. Meðal annarra frægra mynda hans era Broken Arrow og Interview with the Wampire. Áætl- að er að Slater verði látinn svara til saka fyrir athæfi sitt í fyrri hluta septembermánaðar. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.