Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 3
F » i i i i i i i i i i i i i i j i I FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 kvikmyndir Nothing to Losr Handritið er skemmtilega skrifað og Robbins og Lawrence ná samleik sem hef- ur myndina langt yflr þá meöalmennsku sem einkennir flölmarga þá dóma sem ég las um hana. Ég er haldinn þeirri sérvisku aö telja gamanmynd gðða ef hún er fýndin. Jude ★★★ Myndin er afbragðsvel unnin, leikurinn og leikstjómin til tyrirmyndar og kvikmynda- takan í samræmi við andrúmsloft myndar- innar. Handritið er ágætt í fiesta staði, en ber þess þó vitni að það er unniö upp úr langri skáldsögu. -GE Blossi ★★★ Það telst enn fréttnæmt að íslensk kvik- mynd bæti einhverju viö og auðgi íslenska kvikmyndagerð og sögu. Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp, heldur ís- lensk kvikmyndagerð í heild sinni, hefur komiö langan veg siðan Veggfóður. Sam- ræðurnar rúlluðu vel í meðförum þelrra Páls Banine og Þóru Dungal sem. þrátt lyrir reynsluleysi, voru með eindæmum sann- færandi og skemmtileg sem dálítið ráðvillt ungmenni. -ÚD Face Off irirki í þessari nýju mynd sinni skapar Woo spennuhasar sem er jafnt því að vera vel skoröaður í bandarisku kvikmyndasam- hengi og ber stíl og hæfni Woos fagurt vitni. Travolta og Cage eru þarna í súperformi, sérstaklega er gaman að sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og að öllu leyti er val- inn maður í hverju rúmi. Face Off er ótrú- lega ánægjuleg og vel heppnuð mynd sem telst án efa ein albesta mynd sinnar teg- undar. -úd Lady and the Tramp Þessi klassíska teiknimynd segir frá tík- inni Laföi og flækingsrakka sem viö skulum kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann kankvís þorpari meö hjarta úr gulli. Þegar lafði lendir f ræsinu tekur Snati hana upp á sfna arma (ef hundar geta slíkt), rómantíkin blómstrar og þau lenda f ýmsum ævintýr- um. -GE Kringlubíó og Regnboginn: Addiiedl t® ím „Addicted to Love“ er nýjasta mynd Meg Ryan og Matthew Broderick. Myndin er frumsýnd í dag í Kringlubíói og Regnboganum. Addicted to Love fjallar um Sam (Broderick) og Maggie (Ryan) sem eiga það sameiginlegt aö fyrrum elskhugar þeirra hafa tekiö saman og eiga í ástarsambandi. Sam er reiðubúinn að gera hvað sem er til að vinna aftur Lindu (Kelly Preston) á meðan Maggie vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að ná fram hefnd- um gegn Anton, hinum franska fyrrum elskhuga sin- um. Þau Sam og Maggie hittast síðan í New York þar sem þau eru bæði að njósna um sín fýrrverandi og mynda þau samsæri til þess að ná fram vilja sínum gegn þeim. Maggie nær að fullvissa Sam um að eina leiðin til að vinna aftur Lindu sé að nið- urlægja Anton og eyðileggja líf hans. Hér er sannarlega um róm- antíska gamanmynd að ræða sem naut mikilla vinsælda vestanhafs í sumar og er það mál manna að Meg Ryan hafi aldrei verið betri en einmitt í þess- ari mynd. Meg Ryan er fræg fyrir hlutverk sín i rómantískum kvik- myndum. Síðasta hlutverk hennar var þó á öðrum nótum, Courage under Fire, þar sem hún lék á móti Denzel Washington. Margir þekkja hana hins vegar úr rómantisku myndunum Sleepless in Seattle (á móti Tom Hanks), French Kiss (Kevin Kline) og When Harry Met Sally þar sem hún lék á móti Billy Crystal. Af öðrum mynda hennar má minnast á When a Man Loves a Woman, Innerspace, Prelude to a Kiss, Promised Land, D.O.A., Joe Versus the Volcano, Flesh and Bone og Restoration. Matthew Broderick hefur komið víða við og leikið i mörgum frægum myndum. Síðasta mynd hans var Meg Ryan hefur leikið í mörgum frægum rómantískum kvikmyndum og hér er hún í myndinni French Kiss sem naut mikilia vinsælda. Infinity en þar áður lék hann í hinni kostulegu mynd Cable Guy á móti gúmmíkarlinum Jim Carrey. Af öðrum eftirminnilegum hlut- verkum hans má nefina eina bestu gamanmynd allra tíma, Ferris Bu- eUers Day Off og einnig Glory, War Games, The Road to WelviUe, FamUy Business, Ladyhawke og í myndinni með langa nafnið How to Succeed in Business Without ReaUy Leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn Griffin Dunne hefur einnig getið sér gott orö sem leikari. Trying. Margir muna einnig eftir því að Broderick ljáði Simbu rödd- ina í kvikmyndinni Lion King. Kvikmyndin Addicted to Love er í leikstjóm Griffin Dunne sem hef- ur aflað sér virðingar, jafnt sem leikstjóri og framleiðandi. Dunne er þó ekkert síður þekktur sem leikari en hann hefur leikið í myndum eins og An American Werewolf in London, Johnny Dangerously og Who’s That Girl. -ÍS JEPPADEKK Amerísk gæðaframleiðsla Mastercraft 'HES Staðgr.verð frá kr. Courser Radial AWT Courser OTD Radial LT Courser Steel Radial 205/75R 15 215/75R 15 225/75R 15 235/75R 15 30x9,50R 15 31x10,50R 15 32x11,50R 15 33x12,50R 15 245/75R 16 265/75 R 16 8.560 9.210 9.880 10.015 10.775 11.995 14.395 14.850 13.120 13.500 Smiðjuvegi 32-34 Sími 544 5000 33x12,50R 16,5 15.380 Hjólbarðar, nýir og sólaðir, send- um gegn gírókröfu um land allt innborgun inná glænýjan Suzuki Swift Þú kemur í Sambíóin eða Regnbogann og sérð „ADDICTED TO LOVE“. Þú færð þátttökuseðil með bíómiðanum og þegar dregið verður 26. september í beinni á FM957 gætir þú unnið útborgun í nýjum Suzuki Swift. $ SUZUKI Komdu í bíó og taktu þátt! REGNBOGINN KRINGLU Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýndkl. 2.45, 5, 7, 9 og 11. Matthew BRODERICK fíómantísk gamanmynd um lllkynja ástir, þráhyggju...og þetta helsta! Meg RYAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.