Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 HLJÓMPLJÍTU Blues Traveler - Straight on tiil Morning: Skrítin blanda ★★ Straight on till Morning er sjötta plata Blues Traveler. Á henni er eins og á sumum eldri plötunum einkennileg blanda af grípandi poppi og léttu rokki og síðan furðuleg- um lögum sem gætu form- leysisins vegna verið leikin af fingrum fram. Miðað við hvernig plötukaupendur tóku hinni misheppnuðu hljóm- leikaplötu, Live from the Fall, hefði maður ályktað að hljóm- sveitin héldi sig við hina óm- þýðari hlið sina í framtíðinni. Sú er ekki raunin og það dregur heildarútkomuna talsvert niður. Á Straight on till Morning er eitt og annað sem gleður eyrað. Carolina Blues, Felicia og Canadian Rose eru til dæmis ágætislög. Síst verri en margt sem hljómsveitin bauð upp á á metsöluplötu sinni, Four. En hver og einn verður að fá að hafa sína sérvisku í friði, einnig John Popper, aðallagahöfundur Blues Traveler. En meðan hann heldur áfram að hræra saman léttu, auðmeltu rokki og öðru sem fær mann til að hlaupa yfir á næsta eða þarnæsta lag verður heildarútkoman aldrei viðunandi. Ásgeir Tómasson Keith Jarrett - La Scala **** Bandaríski píanóleikarinn Keith Jarrett er einn fræg- asti einleikari í sögu djass- tónlistarinnar. Á þessum nýja hljómdiski, sem tekinn er upp á tónleikum í La Scala óperuhúsinu á Ítalíu, flytur hann þrjú verk, „La Scala“ númer I og II og „Over the Rainbow". Fyrsta verkið hefst á ljúfri laglínu sem síðan er spunnið út frá i 45 mínútur, víða er komið við á þeim tíma eins og gefur að skilja og margir kaflamir afar fallegir. Annað verkið er hraðara og byggist meira á alls konar fingraæfingum. Þriðja lagið er flutt á hefðbundinn hátt með áherslu á rómantík og fegurð lagsins. Það er dálítið sérkennileg upplifun að hlusta á Jarrett í þess- um löngu spunaverkum, sérstaklega þvi fyrsta. Þótt afburða- tækni píanóleikarans sé hvað ljósust í „La Scala, Part 11“ eru ró- legri stundirnar við hljóðfærið ekki síður eftirtektarverðar og næstum jafn miklar stunur, stapp og raul öðru hverju frá tónlist- armanninum. Einnig má heyra ræskingar og hóstakjöltur frá áheyrendum. Þessi músík er kannski ekki fyrir alveg alla en þetta er ákaflega áhrifamikill performans sem skilur eflaust unn- endur góðrar píanótónlistar og spunaverka eftir í hæstum hæð- um eða í öllu falli á efstu hæð. • Ingvi Þór Kormáksson LA SCALA Keich Jarretc Stjörnukisi - Geislaveisla: Frumlegt og óvænt ★★★ Stjömukisi er tveggja manna sveit skipuð þeim Úlfi Chaka sem annast texta og söng og Gunnari Óskars- syni sem sér um forritun og plokkun gítarstrengja. Geislaveisla er fyrsta verk hljómsveitarinnar undir þessu nafni en meðlimir sveitarinnar störfuðu áður í 2001. Geislaveisla er með betri verkum hljómsveitar sem heyrst hefur að undan- förnu á íslenskum markaði. Stjömukisi nær þessu hráa rokksándi blandað hljóðgervlum sem ósjálfrátt minnir mann á Prodigy og tónlistin er heldur ekki ósvipuð á köflum. Fjölbreytni einkennir þó þau sex lög sem eru á plötunni án þess að heildar- svipurinn týnist og sterk karaktereinkenni máist út. Besta lag disksins þykir mér vera Leifturljós, í einu orði sagt frábært rokklag. Síðasta lag disksins, Kaíro seiðir hugann með arpeggio hljóðgervilsins en nær þó frábæru tilfinningaþema þrátt fyrir notkun forritunar. Þó að áhrif megi greina margs staðar að er Stjömukisi ótvírætt frumleg hljómsveit sem skilar tónlist sinni án þess að vera að elta uppi einhverjar ákveðnar formúlur og tekst þeim það bara nokkuð vel. Upptökumennimir ívar Bongó, Ólafur Halldórsson og Hrann- ar Ingimundarson ásamt Páli Borg ná ákveðnu sándi á disknum sem ég get sagt með mikilli gleði að er ekki séríslenskt poppplötusánd. Hér hefur verið stillt saman tilfinningu og hljóð- blöndun með góðum árangri. Má ég síðan óska eftir meira með Stjömukisa í framtíðinni. -ps Um það leyti sem unga fólkið fer að tygja sig í skólann eftir sumar- leyfið, leikhúsin kynna vetrarstarf- ið og trén búa sig undir að fella lauf- in sest Hörður Torfason niður og fer að glíma við það erfiða verkefni að velja lög til flutnings á hinum ár- legu hausttónleikum sínum. Vand- inn er sá að af svo miklu er að taka. Sumt sem höfundurinn er harla ánægður með hefur hann ekki getað sett á lagalistann. Ella yrðu tónleik- arnir allt of langir. En nú er listinn í ár tilbúinn, enda eru tónleikamir í kvöld í Borgarleikhúsinu. „Ég ætla að vera einn á sviðinu núna,“ segir Hörður þegar hann er inntur eftir tónleikunum. „Á undan- fömum árum hef ég fengið ýmsa góða menn til að spila með mér en nú ætla ég að breyta til. Svo ætla ég að spila mikið af nýju efni. Það hef- ur safnast heilmikið fyrir því að ég hef ekki gefið út um nokkurt skeið. Plötur með íslenskri tónlist seljast fremur illa um þessar mundir og maður verður að haga sér sam- kvæmt því. En auðvitað blanda ég eldri tón- list saman við,“ bætir hann fljót- mæltur við. „Ætli ég fari ekki yfir allan ferilinn þegar upp er staðið. Ég spila mikið af óskalögum. Fólk kemur ekki síður til að heyra eldri lögin en þau nými.“ Ihaldssamir aðdáendur Eldra efni, segirðu. Bláa blóm- ið verður þá væntanlega til stað- ar? „Já, þetta bláa blóm,“ svarar Hörður, íbygginn. „Það verður að fljóta með hvort sem manni líkar betur eða ver. Fólk er reyndar ótrú- lega íhaldssamt og ef það fengi að ráða myndi ég sennilega ekki flytja neitt nema af fimm fyrstu plötun- um. Kannski léti það bara fyrstu plötuna nægja. Það er eins og hlust- endur þurfi ótrúlega langan tíma til að meðtaka það sem maður er að semja. En maður verður að láta nýju tónlistina fá sitt pláss og einnig eitt og annað sem maður er ánægður með en hefur ekki komið að í langan tíma. Það er heilmikil yfirlega að velja það saman sem maður ætlar að spila á hausttónleik- unum.“ Hörður segir að hann hafi úr á annað hundrað lögum að velja. „Og það bætist alltaf meira og meira við. Ég lýk við eitt lag og ljóð á mánuöi svo að nú hefur til dæmis safnast talsvert upp sem ég á eftir að gefa út.“ Yrk Þótt ný plata sé ekki væntanleg frá Herði Torfasyni á næstunni er útgáfustarfsemin ekki afskipt. Bók- in Yrk kom út í gær og verður að sjálfsögðu til sölu á tónleikunum í kvöld. „I Yrk eru þrjátíu ljóð og textar eftir mig. Ekkert af þessu efni hefur komið út á plötu. Reyndar eru til lög við nánast öll ljóðin. Sum lögin eru kannski ekki alveg tilbúin ennþá en ég gríp í þau endrum og sinnum.“ Hörður hefur efnt til hausttón- leika á hverju ári síöustu tvo ára- tugina og rúmlega það. Þeir fyrstu voru haldnir þegar hann var þrjátíu og eins árs. „Tónleikarnir í ár eru númer tuttugu og eitt eða tuttugu og tvö,“ segir hann. „Alltént eru þeir hinir tólftu í röðinni hér á landi. Þeir fyrstu voru í Austurbæjarbíói þegar ég varð fertugur. Þá var því spáð að ég færi á hausinn með fyrirtækið. Ég var stórtækur og fékk Bubba og Megas til að koma fram með mér. Húsið fylltist og við spiluðum þang- að til starfsfólkið í bíóinu vildi fara að losna við okkur. Síðan var ég í Norræna húsinu í tvö skipti, og víð- ar. Ég endaði í Borgarleikhúsinu og þar kann ég vel við mig. Þar komast hæfilega margir fyrir. Þegar ég var í Norræna húsinu lenti ég í hálf- gerðum vandræðum því að fólk var að koma austan af landi eða að norðan og komst svo ekki inn. Á Netinu Það kemur sem sagt engin plata út frá Herði Torfasyni á þessu hausti. Hann segist ekki nenna að standa í þrasi við dreifingarfyrir- tækin sem honum þykir standa sig slælega í að sinna þeirri vinnu sem þau taka að sér og iðulega láta eigin plötur ganga fyrir verkum einherj- anna sem þau taka að sér að koma á framfæri. „Ég treysti mér bara ekki til þess að gefa út plötu eins og staðan er á markaðinum um þessar mundir,“ segir hann. „Ég er hins vegar með heimasíðu á Netinu. Það selst alltaf eitthvað af plötum í gegnum hana og svo hringir fólk þannig að það er alltaf dálítil hreyfing áþeim plötum sem eru komnar út.“ Hann segir að Netið virki ágæt- lega til að vera í sambandi við þá sem hafa áhuga á tónlist hans. Þar fræðist fólk um lífshlaup hans og tónlistarferil, getur kannað plötum- ar sem út eru komnar og pantað sér eintök og að sjálfsögðu einnig sent tölvupóst. Slóðin að heimasíðu Harðar er http://www.aegis.is/hordur/ -ÁT Hörður Torfason: Hausttónleikar hans eru löngu orðnir fastur liður í skemmtanalífinu. Borgarstjómin í Leeds hef- ur hrósað hljómsveitinni Prodigy mjög fyrir skjót við- brögö þegar hún kom fram á V97 tónlistarhátíðinni þar 16. ágúst. Mikill troðningur myndaöist þá við sviðið með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo aðdáendur hljóm- sveitarinnar á sjúkrahús. Þá var hljómsveitin aðeins búin að spila þrjú lög. Keith Flint og Maxim stöðvuðu tónleik- ana strax þegar þeir sáu hvaö var að gerast og sögðu fólkinu að færa sig. Talsmaöur borgarstjórnar Leeds sagði að hljómsveitin hefði með snarræði sínu kom- ið í veg fyrir stórslys, Hún hefði verið hreint frábær. Mennirnir tveir, sem fluttir vora á sjúkrahúsið, voru út- skrifaðir seinna sama dag. Hljómplötufyrirtæki Prodigy, XL, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem það segir að allt hefði getaö farið úr böndunum ef ekki hefði verið fyrir skjót við- brögð öryggisgæslunnar og hljómsveitarinnar. Þessi hátíð endaði þvi mið- ur ekki svo vel fyrir alla. 18 ára stúlka varð fyrir bíl þegar hún var að fara inn á hátíðar- svæðið. Hún lést samstundis. Talsmaður hátíöarinnar sagöi það dapurlegt að svo hörmu- legt atvik skyggði á það sem annars hafði verið skemmti- legur viðburður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.