Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Sjálfboðaliðar óskast Fréttir______________________________________________pv Brjálaður hani réðist á dreng: Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands leitar að sjálfboðaliðum sem vilja starfa með Vinalínunni. Vinalínan er símaþjónusta ætluð öllum 18 ára og eldri sem eiga í vanda eða hafa engan að leita til í sorg og gleði. Sjálfboðaliðar svara í síma öll kvöld frá kl. 20-23. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 17. september kl. 20 í Fákafeni 11,2. hæð. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 8800 og 561 6464. Innanhússknattspyrna Hægt er að leigja sal í Tennishöll- inni undir innanhússknattspyrnu. Saiurinn sem er til leigu er 39 m x 18 m = 702 m2. Hægt er að fá tíma alla daga, m.a. frá kl. 16.30 - 23.30 virka daga. Fyrstir til að staðfesta, fyrstir til að fá DALSMÁRI9-11 • 200 KÓPAVOGI • SÍMI: 564 4050 • FAX: 564 4051 oo903 o5670oo nútan. 8mi VMO fyrlr aila li —w, og ykkur líða vel! alltaf betra og betra Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjðrs Fundur verður í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 17. september, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar - Full- trúaráðs - um að fram skuli fara prófkjör vegna framboðs til borgar- stjórnarkosninga næsta vor. 2. Ræða formanns Sjálfstæöis- flokksins, Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn félögum í Full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnin DV, Egilsstööum: „Við vorum í fríi í Fær- eyjum og vorum að keyra að Kirkjubæ og sáum þá á leiðinni hænsni sem voru að róta í sorpi við kofann sinn. Við Andri fórum nið- ur að kofanum og gáfum hænsnunum Frónkex sem þau átu. Svo kallaði mamma á okkur og Andri fór upp að bílnum en ég varð eftir því mig langaði að komast nær og ætlaði að ná hananum en þá réðst hann á mig og læsti klónum í hnén á mér. Ég varð dauðhræddur og þeg- ar hann sleppti mér hljóp ég í áttina að bílnum en haninn kom á eftir mér, alveg snælduvitlaus. Ég rétt náði að skjótast inn í bílinn áður en hann náði mér og ég hef áreiðanlega sett met, ég hljóp svo hratt. Það komu fjögur göt á hnén á mér og við fórum á sjúkrahúsið í Þórshöfn. Læknamir sögðu að ef ég hefði verið orðinn 15 ára hefði ég getað fengið stif- Bræðurnir Elvar Freyr, níu ára, til vinstri og Andri Geir, tíu ára. krampa," sagði Elvar Freyr Elvarsson, 9 ára snáði frá dóttir, móðir drengjanna, sagði að Borgarfirði eystra, reyndar nýflutt- þetta hefðu veriö töluverðir áverkar ur í Egilsstaði, sem lenti í þessum og Elvar verið haltur næstu daga. óskemmtilega hanaslag í Færeyjum Hún sagðist þó ekki vera til stór- fyrir nokkrum dögum. Ásta Geirs- ræöanna í svona tilfelli því hún DV-mynd Sigrún væri hrædd við hænsni og þyrði ekki að taka upp hænu, hvað þá meira, svo það hefði verið eins gott aö Elvar hljóp hanann af sér. Læsti klonum í hnén á mér Búnaðarfélög fjárfestu í Hótel Bjarkalundi: Peningarnir koma úr Framleiðnisjóði DV, Akureyri: „Við fengum þessa peninga bein- línis til þess aö leggja þá í hlutafjár- kaup i Gesti hf. sem á Hótel Bjarka- lund og úthlutun peninganna var skilyrt þannig að þeir yrðu notaðir til þess, þá mátti ekki nota í annað,“ segir Eiríkur Sveinbjömsson, for- maður Búnaðarfélags Reykhóla- hrepps, en búnaðarfélög Reykhóla-, Gufudals- og Geiradalssveitar fengu 5 milljóna króna styrk frá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins til að leggja í hótefreksturinn í Bjarkalundi. Sögusagnir segja að Kaupfélag Króksfjarðarness hafl fengiö pen- ingana sem veittir hafi verið til að mæta breyttum búskaparháttum bænda og notað þá til hlutabréfa- kaupa í Gesti hf. Eiríkur segir þetta alrangt. „Búnaðarfélögin fengu þessa peninga og ráöstöfúðu þeim, kaupfélagið átti ekkert í þeim. Það var hins vegar skilyrði fyrir því að við fengjum peningana að kaupfé- lagiö legði fram jafnháa upphæð á móti í hótelreksturinn og það var gert. Ég efast um að við hefðum fengið þessa peninga til annarra hluta en að nota þá í fjárfestingu í hótelinu. Við sóttum t.d. líka um peninga fyr- ir sláturhúsið en fengum ekki,“ seg- ir Eiríkur. Sameining Kaupfélags Króks- fjaröamess og hótelsins í Bjarka- lundi stendur fyrir dymm og segir Eiríkur að það leggist vel í bændur. „Það kemur vel við okkur, menn sjá þá möguleika á að fá arð af þessum peningum og geta varið þeim á ein- hvem hátt í þágu bænda,“ segir Ei- ríkur. -gk Skólaliöadeilan: Starfsmannamálin ekki á okkar könnu - segir formaöur ráösins Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs Reykjavíkur, segir um deiluna milli borgarinnar og Framsóknar/Dagsbrúnar um stéttar- félagsaöild skólaliöa að hugsanlega hefði mátt ganga frá hinni verkalýð- spólitísku hliö málsins þannig í upp- hafl að deilan hefði aldrei komist á það stig sem hún er á. „Þáttur skólamálaráðs er ekki annar en sá að ég sem formaður þess lagði fram tiilögu um að þessi til- raun yrði gerð i þremur skólum. Það var síðan úrvinnslumál annarra stofnana borgarinnar hvernig starfs- mannamálunum yrði ráðið til lykta," sagði Sigrún Magnúsdóttir við DV í gær. Sigrún segir að störf skólaliða séu ný störf í þremur grunnskólum borg- arinnar og hluti tilraunaverkefhis. Hvað varði ræstingarvinnu skólaliða á skólatíma þá liggi þar að baki ákveðin skólahugsun. í henni felst m.a. það að hafa fleira fólk á staðn- um meðan bömin eru í skólanum. „Það minnkar m.a. hættu á einelti og við byggjum þetta m.a. á reynslu annarra sveitarfélaga af sams konar fyrirkomulagi," sagði Sigrún Magn- úsdóttir. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.