Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
Spurningin
Hvaö horfiröu helst á
í sjónvarpi?
Þórir Þorgeirsson: Seinfeld á
Stöð 2.
Jóhannes Ágústsson: Ensku knatt-
spymuna og Simpson.
Gunnar Hjálmarsson: Miðað við
það sem er í boði núna þá myndi ég
segja Simpson.
Kjartan Hallgeirsson: Fréttir.
Jón Sæmundur Auðarson: Ég á
ekki sjónvarp.
Einar Óskarsson: Fréttir.
Lesendur
Skoðanakönnun
og framboðsmál
60%
50
40
30
20
10
Fylgi borgarstjómar-
flokkanna
41,1
19,5
SJálfstæbisflokkur
Reykjarvíkur-
listinn
Óákv./sv. ekkl
Skoðanakönnun
DV
Skoðanakannanir reynast oft ótrúlega nákvæmar.
Karl Ormsson skrifar:
Nýlega skoðanakönnun Gallups
um fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-
listans í Reykjavík má skoða á
marga vegu. Skoðanakannanir
undanfarin ár reynast ótrúlega ná-
kvæmar. Ofannefnd skoðanakönn-
un er að sjálfsögðu gerð með það í
huga að R-listinn byði fram á sama
máta og 1994.
Nú verða forkólfar R-listans að
standa ffammi fyrir kjósendum í
vor og svara til saka. Þeir verða að
færa rök fyrir þeirri skattahækkun
sem Reykvíkingar bera á kjörtima-
biiinu. Þeir verða að færa rök fyrir
þeim 3000 milljóna skuldahala sem
þeir skilja eftir sig sem skulda-
aukningu á borgarsjóði. Því þrátt
fyrir að þeir ætluðu að greiða nið-
ur skuldir hafa þær hækkað um
þessa 3 milljarða.
Síðan R-listinn bauö fram árið
1994 hafa ffamsóknarmenn gengið
í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn-
um. Eins og margir vita er hug-
myndafræðingur R-listans fram-
sóknarmaðurinn Valdimar K. Jóns-
son prófessor. Og aðalforkólfur R-
listans Sigrún Magnúsdóttir, nú
ráðherraffú í stjórn sjálfstæðis-
manna. - Reykjavík hefur í áratugi
verið aðalvígi Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig stuðningsmenn verða
framsóknarmenn R-listanum að
vori? Era vinstri flokkarnir svo
samhentir að þeir geti hugsað sér
að leggjast aftur í eina sæng?
Mér sýnist fullvíst að Alþýðu-
bandalagið muni aldrei bjóða fram
sameiginlegan lista með öðrum
vinstrimönnum til Alþingis. Og
allra síst í Reykjavík. Þá væri Al-
þýðubandalagið búið að vera sem
samtök.
í skoðanakönnun Gallups kom
fram að rúm 30% þeirra sem
greiddu R-listanum atkvæði vorið
1994 myndu ekki gera það aftur. Það
segir manni nú að margur hefur
fengið nóg af stjórnarháttum hans,
eða stjórnleysi. Skoðanakönnun er
skoðanakönnun og eins og áður seg-
ir oft ótrúlega nákvæm.
Af samtölum mínum við fólk er
ég hræddur um að R-listinn eigi eft-
ir að fara verr út úr kosningum að
vori en þessi skoðanakönnun sýnir.
Fréttastjórn Sjónvarpsins
Einar Magnússon hringdi:
Ég hef oft vorkennt því fólki sem
er sett í þá aumu stöðu að gegna
hlutleysisvörslu en vera jafnframt
bundið á klafa kerfisins. Þeir sem
m.a. skipa slíka stööu eru fréttastjór-
ar hjá Ríkisútvarpinu. Meira áber-
andi eru auðvitað fréttastjórar Ríkis-
sjónvarpsins. Fréttastjóri kemur iðu-
lega sjálfur fram á skerminum. Það
er þá sem ég verð sleginn vorkunn-
semi, því enginn leynir því í svip
sínum sé hann bandingi hugarfars-
ins, innprentuðu af yfirboðurunum.
Ég er því yflr mig undrandi á hve
margir, m.a.s. frjálsir einstaklingar,
sækjast eftir að verða hlutleysingjar
á klafa kerflsins fyrir það eitt að
kallast t.d. fréttastjóri Sjónvarps. Og
mest undrandi á því að þarna skuli
ekkert síður hópast að einstakling-
ar úr röðum sjálfstæðismanna. En
það hefur því miður loöað við ýmsa
yngri framaþenkjandi menn og kon-
ur sem hvað mest þykjast styðja
frelsi og frjáls framtak að þeir hafa
í sömu andrá sótt sérstaklega undir
pilsfald hins opinbera. - Jafnvel ýtt
á af foreldrum eða sterkum vensla-
mönnum. Það er eins og maður
heyri stoltið: Dóttir mín/sonur
minn hefur nú bara fengið fastráðn-
ingu hjá Útvarpinu/Sjónvarpinu!
Já, sá er talinn mikill
„Habakkuk" sem hlotnast sú staða á
ríkisfjölmiðlunum að þjóna undir
þá ríkisstjórn sem situr hverju
sinni. Og auðvitað er „hæfasti“ um-
sækjandinn til að gegna stöðu
fréttastjóra Sjónvarps meinleysingi
sem auðvelt er að „móta“. Fremstur
meðal mótingja.
Við viljum Helga H.
Berþóra skrifar:
Ég var i hádegisverðarboði ásamt
vinum mínum sl. miðvikudag þar
var m.a. rætt um væntanlega ráðn-
ingu fréttastjóra Sjónvarps. - Öll
vildum við að sjálfsögðu ráða Helga
H. Jónsson sem fréttastjóra. Hann
er maður með reynslu. í raun alinn
upp á Tímanum þar sem pabbi hans
var ritstjóri. En hann hefur líka
reynslu frá því að hann bauð sig
fram fýrir Framsóknarflokkinn á
Reykjanesi og er því kunnugur öll-
um stýribúnaði í þeim flokki.
Hann á ekki að gjalda þessarar
reynslu, hún hefur í raun ekkert
með pólitík að gera. Það kynni hins
vegar að reynast ómetanlegt að eiga
betri helminginn að sem borgarrit-
ara og staðgengil borgarstjóra þegar
þjónusta
allan
í síma
5000
li kl. 14 og 16
Á fréttastofu Ríkissjónvarpsins.
kosningabaráttan hefst. Það er líka
afar skiljanlegt að framsóknarmenn
vilji fá mann eins og H.H.J. í starf-
ið. Þá ráöa þeir yfir báðum frétta-
stofum RÚV og gistivinur R-listans
yfir Stöð 2 og Bylgjunni. - Það verð-
ur að vera mótvægi við sjálfstæðis-
menn sem eru margir og þurfa því
ekkert að ráða neinu í fjölmiðlum.
Það er mjög skiljanlegt að ekki
megi ráða konuna sem var á Stöð 2,
það er vonlaust að hafa konu í
svona starfl vegna þess að kona
hlýðir ógjarnan. Ekki hlýddi hún yf-
irboðara sínum á Stöð 2 þegar hún
birti fréttir sem komu honum illa
og hlýddi ekki heldur þegar hann
vildi fá fréttir sem komu honum
vel. - Það er því langbest að fá
H.H.J. Einnig vegna þess að fengi
hann starfið þá myndi verða alger
kyrrð meðaí starfsmanna. Þetta er
nú ekki flóknara.
Blikkandi reyk-
skynjarar
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Reykskynjarar eru mikið
þarfaþing og ættu að vera á
hveiju heimili. Einn galli er þó
á; t.d. ef fólk er ekki heima og
skynjarinn fer í gang vegna elds
verður lítið til varnar. Ég hvet
hugvitsmenn til að útbúa reyk-
skynjara þannig að t.d. við úti-
dyr birtist blikkandi ljós fari
reykskynjari í gang. Þannig gæti
í raun hver sem er gert slökkvi-
liði aðvart. Flauta gæti gegnt
sama hlutverki. Með þessu
mætti örugglega koma í veg fyr-
ir stórbruna.
Karlmenn úr
sambandi
S.R. Haraldsdóttir skrifar:
Ég tel að auðveldara sé og
heppilegra að karlmaður frekar
en kona láti taka sig úr „sam-
bandi“ eins og það er kallað.
Hann getur alltaf látið geyma
sæði sitt í frysti og notað síðar
vilji hann eignast barn með
konu sem hann elskar. Samt ætti
karlmaðurinn ekki að fá að ráða
um bameignir, heldur konan,
því það er hún sem þarf að
ganga með barnið í 9 mánuði og
leggja líf sitt að veði með því að
koma því i þennan heim. Ætti ég
val í dag myndi ég aðeins eignast
eitt bam og ættleiða tvö.
Ameríkuflug
Flugleiða
Margrét Jónsdóttir hringdi:
Nú get ég, sagði Jón sterki. - í
ferðablaði DV sl. miövikudag er
fjallað um Ameríkuflug Fiug-
leiða. Þar stendur m.a. að á næsta
ári séu liðin 50 ár síðan Flugleið-
ir tóku upp reglubundið flug til
Ameríku. Þetta er rangt. Það
voru Loftleiðir en ekki Flugleiðir
sem hófu þetta flug árið 1948.
Flugleiöir byrjuðu heldur ekki
áætlunarflug til New York á sjö-
unda áratugnum, heldur Loftleið-
ir á þeim sjötta. Ég er heldur ekki
viss um aö framkvæmdastjóri
sölusviðs Flugleiða þekki sögu
Ameríkuflugsins nógu vel eins og
segir í pistli DV um Ameríkuflug.
Varla þekkir hann af eigin raun
til upphafs- og uppgangsára Am-
eríkuflugins. Þegar Flugleiðir
komu inn í myndina var löngu
búið að ryðja brautina í flugi Is-
lendinga til Bandaríkjanna.
Leyniformúla
greiðslubyrði?
G.B. skrifar:
Ég hef spurst fyrir um þaö hjá
Húsnæðisstofnun og bönkunum
hvaða formúlu þeir noti við að
reikna út hve mikil greiðslu-
byrði fólks af lánum vegna hús-
næðiskaupa megi vera. Svo virð-
ist sem formúlan sé leyndarmál.
Ástæðulaust er að borga bönk-
unum 2.000 kr. fyrir það eitt að
setja réttar tölur inn í formúl-
una. Fólk vill kannski sjá hvar
það stendur áður en það fer í hið
eiginlega greiðslumat hjá bönk-
unum og fær uppáskrift hjá
þeim. Pukriö með formúluna er
auðvitað óþolandi einokun bank-
anna á opinberum upplýsingum
frá Húsnæðisstofnun. Ég skora á
Húsnæðisstofnun að upplýsa
leyniformúluna. - Eða hvers
vegna býður enginn banki upp á
möguleikann að reikna þetta út
á Intemetinu?’
Ríkissaksóknari
nýttur í botn?
Gísli Einarsson hringdi:
Mér finnst ómaklegt hvernig
níðst er á rikissaksóknara í
þessu skýrslu- og greinargerðar-
máli fram og til þaka. Það er
eins og yfirmenn dómskei-fisins
og lögreglunnar ætli sér að nýta
ríkissaksóknara í botn áður en
hann hættir. Hann getur ekki
bjargað öllum alltaf.