Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 17
Jt>"V MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
Persónur í leit
að veruleika
„Þegar ég lék Stúf elskuðu mig all-
ir,“ segir Pétur leikari armæðulega.
Hann vill helst leika hlutverk sem
afla honum sjáifum vinsælda og er
hræddur um að fá á sig stimpil vegna
þess að hann er að leika í verki sem
fjallar um tvo homma.
Spurningin um hlutverk leikarans
er áleitin og eins og margir aðrir velt-
ir Kristín Ómarsdóttir, höfundur Ást-
arsögu 3, því fyrir sér hvernig leikur
og veruleiki geta skarast þegar nærri
kviku er komið.
í upphafi leiks eru mörkin skýr
þama á milli en smám saman fer
áhrifa frá andrúmi verksins að gæta
1 samskiptum persónanna og fram-
vindan verður flóknari. Kristín flétt-
ar saman ljóðrænan texta og kaldr-
analegan þannig að yfirborð sýning-
Leiklist
Auður Eydal
arinnar er hrjúft en undir niðri skín
í löngun eftir bliðari samskiptum.
Mér fannst uppbygging fyrri hluta
Ástarsögu 3 takast mæta vel og vekja
meiri vonir en rættust í seinni hlut-
anum. Hann virkaði á mig eins og
verið væri að teygja lopann með ýms-
um leikrænum uppákomum sem
voru bæði í mótsögn við heildarblæ
verksins og óhjákvæmilegt uppgjör I
lokin.
Kannski hefði verið til bóta að stytta verkið
og sýna það án hlés.
Eins og í fyrri verkum sínum leikur Kristin
sér með textann og ljóðræn tilfinning bregst
henni ekki. Atburðarásin er ekki skýr og inn á
og í miklum ham í nokkrum at-
riðum, t.d. sem dragdrottning.
Ámi Pétur Guðjónsson leikur
Jóhannes/Hrafn. Leikarinn Jó-
hannes er fremur óræð persóna
og hamskiptin þegar hann bregð-
ur sér í hlutverk hins yfirgangs-
sama og forherta Hrafns því
sterk. Árni Pétur ræður mjög vel
við að túlka þessar tvær ólíku
persónur.
Þórhallur Gunnarsson er í
hlutverki Péturs/Geirs þar sem
höfundur lætur eftir sér að kom-
ast næst kviku persónanna og ef
til vill snýst allt þetta leikrit
einmitt um Pétur. Mér fannst
Þórhallur ná innilegu sambandi
við persónuna og túlka tilfinn-
ingabaráttuna sannfærandi.
Auður Bjcirnadóttir leikstjóri
hefur ásamt Þórunni Jónsdóttur
skapað sýningunni prýðilegt um-
hverfi og andrúm. Skilin á milli
leiksviðs og „veruleika" innan
verksins eru skörp í upphafi en
eiga síðan eftir að verða móðu-
kennd þegar hvað grípur inn í
annað.
Þarna er sannarlega á ferðinni
athyglisverð sýning. Ekki galla-
laus því tómahljóð seinni hlutams
veikir heildina, en á móti koma
afburðagóðir sprettir i texta og
traust frammistaða leikara.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Litla
sviði Borgarleikhúss:
Ástarsögu 3
eftir Kristínu Ómarsdóttur
Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlistarval og ráðgjöf: Hákon Leifsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikmynd og búningar: Þórunn Jónsdóttir
Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir
Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum Geirs og
sögumanns. DV-mynd Hilmar Þór
milli er skotið örsögum bæði í máli og þöglum
„myndum“. Þessi atriði voru mörg hver hreint
afbragð og þar kom Þorsteinn Gunnarsson ekki
hvað síst við sögu í hlutverki sögumanns sem er
ekki allur þar sem hann er séður. Þorsteinn er
alveg dæmafár í flíruskap og framgangi öllum
Sigurþór Albert Heimisson fór
vel með túlkanir á persónum litla
bjarnarins, geithafursins (gleymdist
í leikskrá), skógarvarðarins og mús-
arinnar. Guðmundur Haraldsson
fór með hlutverk litla tígrisdýrsins
og tónelska apans. Það var einhver
asi yfir túlkun hans sem virkaði
eins og hann mætti ekki vera að því
að njóta leiksins.
Þetta er fyrsta leikstjórnarverk-
efni Sigurðar Líndal. Sýningin er
oft skemmtileg, einkum þegar tilþrif
og látbragð vinanna fá að njóta sín.
Þátttaka barnanna var ekki mikil í
sýningunni og hefði kannski mátt
vera meiri.
Sigurði Atla, 4 ára frænda mín-
um, fannst þessi leiksýning það
skemmtilegasta sem hann hafði séð.
Ekki vOdi hann gera upp á milli
persónanna í verkinu en samt
fannst honum músin dálítið frek.
Leiktjöld voru litskrúðug og féllu
vel að umgjörðinni. Þá fengu allir
gestirnir skemmtilega litabók, sem
var einnig leikskrá verksins, með
myndum eftir Snorra Ásmundsson.
Litli björninn og litla tígrisdýrið í
umferðinni. Farandsýning, unnin í
samvinnu við Umferðarráð.
Hugmynd: Miroslav Janosh
Leikstjóri: Sigurður Líndal
Leiklist
Sesselja Traustadóttir
er að vera „fræðandi og skemmtileg
sýning fyrir yngstu áhorfendurna".
Því nær hún að hluta, en stundum
er sem samvinnan við Umferðarráð
taki yfir alla frásagnargleði. Endur-
tekið efni um hvemig ganga eigi
yfir götu er ágætt en mann langar
samt til að fá meira af ærslagangi
og hversdagslífi félaganna. Ferðim-
ar til borgarinnar höfðu of lítið
vægi og örlög músarinnar i ferða-
laginu fengu engan endi.
Litli björninn og litla tígrisdýrið
em ofurgóðir vinir sem styðja
hvorn annan í amstri lífsins.
Skyndilega grípur litla tígrisdýrið
ógurleg löngun í páskaegg, en það
fæst hvergi i skóginum enda pásk-
arnir löngu liðnir. Því er ekki um
annað að ræða en halda til borgar-
innar; þar fæst flest sem hugurinn
gimist. En til þess að lifa af borgar-
ferðina þarf að kunna umferðarregl-
urnar og þær þekkja félagarnir
ekki.
Þetta er farandsýning sem ætlað
Þur ign
eng oðir
Síðdegisdjass á Jómfrúnni á
fimmtudaginn bauð upp á Hljóm-
sveit Gunnars Hrafnssonar bassa-
leikara og Andreu Gylfadóttur.
Með þeim voru Stefán S. Stefáns-
son á saxafón, Jónas Þórir píanó-
leikari og Jóhann Hjörleifsson.
Þau fluttu nokkur vel valin lög
sem sum heyrast ekki oft, eins og
„In the Still of the Night" eftir
Cole Porter sem var virkilega
gaman að
heyra í ágæt-
um flutningi
hópsins. Og
mikið getur
hún Andrea
leikið á sálina í manni, ekki síst
er hún söng „No More Blues" í
óvenju lágri tóntegund með
þokkafullri, eilítið hásri rödd.
Tríó Egils Straume Qutti 80
mínútna langt djassverk eftir
hljómsveitarstjórann í Sunnusal
Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið.
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Verkið er byggt á lettneskum
þjóðlögum, en tríóið er einmitt frá
Lettlandi. Straume er virt tón-
skáld þar í landi og kannski fyrst
og fremst tónskáld á nútímaklass-
íska vísu, en hann er líka ágætis
djassleikari, sem og félagar hans,
bassaleikarinn Ivars Galenieks og
trommuleikarinn Maris
Briezkalns. Það mátti vel heyra á
upphafstónleikum hátíðarinnar í
Útvarpshúsinu og einnig á hljóm-
diski tríósins, Jazz Standards,
sem kom út í fyrra.
En þetta kvöld var djasstónlist
sem slík ekki í forgrunni þó að
djass sé hluti af tónverkinu. Það
hófst með þvi að Straume var eig-
inlega hálfur á kafi inni í flygli á
sviðinu og strauk strengina með
fmgrunum; einnig notaði hann
trommuslegla á píanóstrengina.
Segja má að hann hafi notað
flygilinn til ýmissa hluta annarra
en sem venjulegt
píanó. Nokkrar
efstu nóturnar
hljómuðu eins og
sílafónn eða
marimba og á eft-
ir kom íljós aö naglar höfðu ver-
ið festir við strengina sem breyttu
tóninum. Höfundurinn lék einnig
á saxafóna, klarinett og blokk-
flautur og stundum allt að því
samtímis og hann „lék“ á píanóið.
Ekki er gott að segja hvar skrif-
aðir hlutar verksins enduðu og
spuni tók við eða hvenær þjóðlög-
in voru inni í myndinni; allt rann
þetta saman í eina órofa heild og
orkaði sterkt á áheyrendur, að
minnsta kosti þann sem þetta
skrifar. Ekki var skvaldri eða há-
vaða fyrir að fara til að trufla við-
kvæman flutning verksins því fátt
var um manninn á tónleikunum.
Það er leitt hve margir tónlistar-
menn og áhugamenn um góða tón-
list létu þennan viðburð framhjá
sér fara. Tónsmiðir og flytjendur
úr djassi og klassík hefðu haft
virkilega gott af að heyra í þess-
um frábæru tónlistarmönnum
flytja svo magnaðan tónagjöming.
Maður sat eiginlega dolfallinn all-
an tímann.
menning
• • •
Allt vald til stúlkna
„Stelpurnar hafa tekið yfir rokk-
ið og poppið. Þær em ekki lengur
bara poppsíli, rokkskvísur eða
femínistar. Þær hafa bylt dægur-
tónlistinni," segja greinarhöfundar
Politiken um næstsíðustu helgi.
!! „Slagorðið er Girl Power," allt vald
til stúlkna!
Þær hafa alist upp við það frá
frumbemsku að jafnrétti sé sjálf-
sagt. Engin spurning. Þær sjá enga
þörf fyrir harða
heldur taka þær
þátt í baráttu ald-
arlokanna fyrir
því að hver fái að
vera eins og hann
vill. Þær þola eng-
ar hömlur á val-
frelsið.
í rokkinu hafa
í lengi verið sterkar
konur en í nýju
| bylgjunni eru hvorki utangarðs-
kvenmenn, kynbombur né vísna-
söngkonur heldur dætur vaxandi
millistéttar, stúlkur með bein í nef-
inu sem vita hvað þær vilja og hafa
| metnað til að koma því i verk. Síð-
an em talin upp nöfn margra þess-
ara framúrskarandi tónlistar-
kvenna, og meðal hinna fremstu er
I auðvitað Björk.
„Girl Power“ er um réttinn til að
vera maður sjálfur, tala hreint út
og skammast sín ekkert fyrir að
vera stelpa í poppinu, segja greinar-
höfundar, og hvað gæti átt betur
við hana Björk?
kvennabaráttu,
Var Leifur Eiríksson
Skandinavi?
Dag Ahlander, aðalræðismaður
Svía í New York, er ásamt fulltrú-
um Náttúrusögusafnsins í New
York og Kanadíska menningar-
safnsins í Ottawa og fleiri aðilum
að skipuleggja hátíðahöld árið 2000
i tilefni af fundi Ameríku árið 1000.
Hann sagði í blaðagrein í Svíþjóð í
sumar að mikill áhugi væri á mál-
inu í Bandaríkjunum. „Leifur Ei-
ríksson er óuppgötvuð hetja og
hvað væri ekki hægt að gera með
hann á Broadway ef tækifæri gæf-
ist?“ Dag Ahlander sér þarna
„tækifæri til að koma Skandinavíu
og Skandinövum í brennipunkt
þetta mikilvæga ár og sýna hvað
saga Skandinavíu er löng.“ Mál-
þing verða haldin
um spurningar
eins og Hver var
Leifur Eiríks-
son og
hvenær ná-
kvæmlega
lenti hann
á megin-
landi Am-
eriku? Og
loks bend-
ir Dag á að
skandinav-
ísku þjóð-
irnar fimm
séu arftak-
ar sameigin-
legrar vík-
ingamenning-
ar...
Nú er sjálfsagt
farið að fara um
einhvem íslenskan
lesanda. En spumingin „Hver var
Leifur Eiríksson" er ekki svo galin.
Hann var fæddur á íslandi en for-
eldrar hans vom norskir. Hann
fluttist úr landi kannski ekki nema
5-10 ára gamall og fólkið hans varð
ein af stofnfjölskyldum norrænnar
byggðar á Grænlandi. Ef sömu sið-
ir hefðu gilt þá og nú hefði hann
borið grænlenskt vegabréf - rétt
eins og Bjarni geimfari ber
kanadískt vegabréf.
En afrek hans var ekki bara
grænlenskt. Kunnáttunni sem
skapaði afrekið höfðu forfeður hans
í Noregi og víðar í Skandinavíu
komið sér upp á löngum tíma. Ef á
það er litið fyrst og fremst mætti
vel segja að Leifur hefði verið
Skandinavi.