Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 31
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
S9
Fréttir
Sveitarfélög i V-Hún. og Bæjarhreppur:
Sameining hagkvæm
DV, Norðurlandi
Niðurstöður liggja nú fyrir um hag-
kvæmni sameiningar sveitarfélaga í
Vestur-Húnavatnssýslu og Bæjar-
hrepps í Strandasýslu. Haraldur Ingi
Haraldsson vann þessa úttekt að
beiðni heimaaðila og sýnir hún fram á
að sameiningin er hagkvæm. Úttektin
var tvíþætt, annars vegar á rekstri
sveitarfélaganna og hins vegar skól-
anna. Niðurstaðan er sú að við sam-
einingu sveitarfélaga og skóla á svæð-
inu aúkist ráðstöfúnarfé sameinaðs
sveitarfélags um 25-26 milljónir á ári.
Fundur sveitarstjómarmanna í V-
Hún. sem haldinn var nýlega sam-
þykkti aö beina því tO sveitarstjóma á
svæðinu að þær taki formlega afstöðu
til kosninga um sameiningu þessara
sveitarfélaga á grunni tillagna Harald-
ar L. Haraldssonar. Framkvæmda-
nefnd berist skriflegar niðurstöður
sveitarstjómanna fyrir 31. ágúst.
Úttekt Haraldar gerir m.a. ráð fyrir
því að grunnskólar á svæðinu verði
tveir undir einni sameiginlegri stjóm,
á Laugarbakka og Hvammstanga, en
skólasel verði fyrir böm í Bæjarhreppi
á Ströndum. Tillögumar gera ráð fyrir
þvi að hluti af þeim fjármunum sem
sparast við sameiningu verði varið til
samgöngubóta á jaðarsvæðum, s.s. í
Bæjarhreppi og Þverárhreppi, til þess
að auðvelda heimakstur skólahama.
Tillögumar á eftir að útfæra frekar.
Gert er ráð fyrir því að 2. október nk.
komi sameiningamefhdin saman með
umboð frá hreppsnefhdum og ákveði
hvort og hvenær verði kosið og
hvenær kynning fari fram. í skýrslu
Haraldar Líndal kemur m.a. fram að
íbúum á áðumefndum svæði hefur
fækkað um 16% á síðustu 10 árum, um
279. -ÞÁ
NYKOMNIR NYKOMNIR
EKTA ÍTALSKIR OSTAR
MOZZARELLA
PARMIGIANO REGGIANO
GRANA PADANO
GORGONZOLA
KÍSILL h/f, sími 551 5960
Ánanaust 15, fax 552 8250
Dalvík:
Snæfell hf. tekur
til starfa
- nýtt hlutafélag sem hefur yfír 10.200 þorskígildistonnum að ráða
Nýtt sjávarútvegsfyrirtæki tók til
starfa á Dalvík 1. september sl.,
Snæfell hf. Hiö nýja fyrirtæki var
stofnað 19. júní 1997 og hefur nú
þegar yfirtekið eignir KEA á sviði
fiskvinnslu. Þar er um að ræða
frystihús á Dalvík, frystihús í Hrís-
ey, fiskhús á Akureyri og fiskverk-
un á Hjalteyri. Þann 1. október nk.
mun Snæfell síðan yfirtaka Útgerð-
arfélag Dalvíkinga, og þar með tog-
arana Björgvin og Björgúlf, og dótt-
urfyrirtæki ÚD í Vestmannaeyjum
sem m.a. hefur gert út Sólfell VE.
Ari Þorsteinsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Snæfells hf. og
aðstoðarframkvæmdastjóri og út-
gerðarstjóri verður Valdimar
Bragason.
Að sögn Valdimars er auk áður-
talinna eigna í gangi samrunaáætl-
un sem gengur út á það að dóttur-
fyrirtæki ÚD, Njörður, og Gunnars-
tindur á Stöðvarfirði og Snæfelling-
ur í Ólafsvík, sem em að stærstum
hluta í eigu KEA, renni inn í fyrir-
tækið. Á þeim samruna að vera lok-
ið eigi síðar en 1. janúar 1998. Valdi-
mar sagði jafhframt að höfuðstöðv-
ar Snæfells yröu á Dalvík og það
yrði rekið þaðan. Gert væri ráð fyr-
ir að rekstrarstjórar auk eins skrif-
stofumanns yrðu á Stöðvarfirði og
Ólafsvík. Um 11 manns vinna á
skrifstofum félagsins.
Snæfell er enn sem komið er al-
farið í eigu Kaupfélags Eyfírðinga
en við innkomu Gunnarstinds og
Snæfellings koma fleiri aðilar inn í
fyrirtækið, þó ekki sé ljóst á þessari
stundu hversu stór hlutur þeirra
verður. Valdimar sagði að stefnt
væri að því að fyrirtækið yrði sett á
almennan hlutafjármarkaö. Það
yrði þó aldrei gert fyrr en eftir að
gengið hefði veriö endanlega frá
sameiningu.
Hið nýja fyrirtæki er í 9. sæti yfir
útgerðarfyrirtæki, ef miðað er við
úthlutaðan kvóta fyrir næsta fisk-
veiðiár í þorskígildistonnum talið,
alls 10.200 þorskígildistonn. Fyrir-
tækið á sex togara, Björg\7in EA,
Björgúlf EA, Sólfell VE, Kambaröst
SU, Snæfell SH, og Má SH. Síðastt-
alda skipið hefur nú verið auglýst
til sölu og liggur bundið við bryggju
á Dalvík. Hvað útgerðarmynstur
skipanna varðar sagði Valdimar að
Björgvin yrði áfram á frystingu, og
þá til skiptis á grálúðu og rækju og
Björgúlfur mundi í auknum mæli
sinna veiðum fyrir landvinnsluna á
Dalvik. Kambaröstin verður á bol-
fiskveiðum fyrir fiskvinnsluna á
Stöðvarfirði og á Dalvík hálft árið,
en á rækjuveiðum fyrir rækju-
vinnsluna í Ólafsvík hinn helming-
inn. Sólfellið mun sækja í síld og
loðnu og leggja upp á Stöðvarfirði.
-hiá
unu A VERDIÐ I
<-:v/ > . ■
T.l.lsBMS.V.ERO !
. ______■ '.Jm&Má. ( /
^i990f
Samsung CB-3373 Z
14" sjónvarpstæki með tærum svörtum
skjá, fullkomin fjarstýrinq, aögerðastýringar
á skjá, inniloftnet o.m.fí.
(Einnig til meö textavarpi á 25.990,- kr.)
Samsung CB-5073 T
20" Black Matrix-myndlampi,
Scart-tengi, aögeröastýringar
á skjá, þráölaus fjarstýring,
textavarp o.m.fl.
Opil laugardaga kl. 10:00-14:00
Grensósvegi 1 1
Sími: 5 ÖÖ6 ÖÖ6
QKO
Group
Teka AG
Heimilistæki
Sumartilboð
Anna Heiöa og Póra kotrosknar meö fslenska lerkiö.
DV-mynd SB
Egilsstaðir:
Fýrsta plontun a
íslensku lerki
DV, Egilsstöðum:
„Ég reikna með að í haust verði
plantað um 300 þús. plöntum af ís-
lenska lerkinu en það er fyrsta
ræktun af því fræi sem safhað var á
Hallormsstað fyrir tveimur árum.
Við vonumst til að þessar plöntur
séu betur aðlagaðar íslenskum að-
stæðum en það sem við höfum ver-
ið að rækta hingað til enda er sumt
af því þriðja kynslóð sem vaxin er
hér á landi,“ sagöi Jón Kr. Amar-
son, framkvæmdastjóri Barra hf. á
Egilsstöðum.
Nú stendur yfir haustplöntun hjá
Héraðsskógum. Einhverju verður
plantað af öðrum tegundum en
lerki, bæði frá Barra og Hallorms-
stað.
Barri hf. er stærsti framleiðandi
skógarplantna hér á landi og nú eru
til hjá stöðinni um tvær milljónir
plantna af ýmsum tegundum, þó
mest af lerki og birki. Megnið af
þessum plöntum verður geymt í
stöðinni i vetur og plantað að vori
en Barri framleiðir fyrir Land-
græðsluskóga, auk Héraðsskóga.
-SB
kr. 39.800 stgr.
iStk. eöa sambærilegt).
^ &
| 3 stk. í pakka
I (verð miðast við að keypt séi
Innifalið í tilboði:
Innbyggingarofn, gerð HT490 eða HT490ME, undir-
eða yfirofn, undir-yfii+iiti. Grill, mótordrifinn grillteinn.
5 eldunaraög. Einnig fáanlegur m. sjáHbreinsibúnaði
og tímarofa.
Helluborð E60/4P eða SM4P, með eða án stjómborðs,
litir hvitt, bnint eða ryðfritt stál.
Vrfta CE60, sog 310 m.klst., litur hvítt eða brúnt
Teka eldunartæki eru ein mest seldu eldunartæki á islandi
3 stk. í pakka Kf. 74.900
(verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambæri
Innifalið í tilboði:
Innbyggingarofn, gerð HT610 eða HT610ME, undir eða yfirofn,
blástur, sjálfhreinsibúnaður. FJölviriair. 8 eldunaraðgerðir. Litun
hvftt, bnint Keramikhelluborð VTN eða VTCM, með eða án
stjómborðs, gaumljós, litir á ramma: hvitt, briint eða ryðfrftt stál.
Ath. staðalbúnaður í öllum Teka blástursofnum en Privíddarblástur,
3 hitaelem. Mótoidrilin grillteinn og forritanleg klukka Vifta CE60,
sog 310 m.klst, Irtur hvftt eða brúnt
Tilboð nr. 4
Verð kr. 47.600 stgr.
TnnnUI
1000 sn.I
Aðeins
40 cm
breið,
tilvalin þar
sem pláss
er lítið
Topphlaðin
Þvottavél
Tekur 5 kg. af
þvottl
18 þvottakerfi
Stiglaus
hitastiliing.
Stiglaus vinding
600/1 OOOsn.
Litur: hvítur
VERSLUN FYRIR ÞA
SEM VIUA GERA
HAGSTÆÐ KAUP 1
Tilboð nr. 3
Verð kr. 48.600 s,9r
i„rr verði!
-/ryggin?F
Vi& Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Uppþvottavél LP 770
Tekur borðbúnað fyrir 12, örsíur á
vatni, tvöfalt flæðiöryggi, 5 þvotta-
kerfi, spamaðarkorfi, hljóðlát, aðeins
45 dB. Fæst einnig til innbyggingar.
Litir: hvítt eða brúnt.