Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 32
40 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 íþróttir unglinga Edda Garðarsdóttir. fyrirliði 2. flokks KR. KR-liðið í 2. flokki kvenna varð bikar- og íslandsmeistari 1997. Liðið skipa eftirtaldar stúlkur: Hrefna Jóhannesdóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Elín Porsteinsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ragnheiöur Jakobsdóttir, Hallfríöur Gunnsteinsdóttir, Erla S. Eyþórsdóttir, Hulda B. Halldórsdóttir, Guöný H. Siguröardóttir, Oórathea Ævarsdóttir, Rósa Sigurbjörnsdóttir, Björk Einarsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Eva B. Hlöðversdóttir og Guörún D. Bjarnadóttir. Þjálfari er Helena Ólafsdóttir og liðsstjórar þau Gunnar Guðmundsson og Jóhanna Indriöadóttir. DV-myndir Hson DV Golf unglinga: Gunnar á 76 höggum Opna Dominos Pizza-mót Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar fór fram laugardaginn 6. septem- ber. Unglingarnir spiluöu ágætt golf til dæmis fór Gunnar Þór Gunnarsson, GKG, í flokki drengja, 14 ára og yngri, hring- inn á 76 höggum, án forgjafar, sem er góöur árangur. Helstu úr- slit uröu annars sem hér segir: Drengir-15-18 ára Án forgjafar: 1. Tryggvi Sveinsson, GKG...82 2. Svanþór Laxdal............83 3. Ottó Freyr Birgisson, GKG.... 85 Með forgjöf: 1. Tryggvi Sveinsson, GKG...67 2. Arnar Már Jónsson, GR....68 3. Ottó Freyr Birgisson, GKG.... 68 Stúlkur -14 ára og yngri Án forgjafar: 1. Nína Björk Geirsdóttir, GKJ. .. 95 Drengir - 14 ára og yngri Án forgjafar: 1. Gunnar Þór Gunnarsson, GKG. 76 2. Bjöm Þór Hilmarsson, GR .... 81 3. Tómas Freyr Aðalsteinss., GKG 84 Með forgjöf: 1. Sigurður Ámi Þórðarson, GKG. 66 2. Gunnar Þór Gunnarsson, GKG. 66 3. Bjöm Þór Hilmarsson, GR .... 68 íslandsmótið í knattspyrnu - 2. flokkur kvenna: KR vann tvöfalt sigraði Val í skemmtilegum úrslitaleik, 5-1 KR-stúlkumar gerðu þaö gott á nýliðnu leiktimabili, því þær urðu íslands- og bikarmeistarar 1 knattspymu 1997. Þær sigruðu Breiðablik í bikarúrslitaleik, 2-1, og Val unnu þær í skemmtilegum úrslitaleik íslandsmótsins, 5-1, sem fór fram á Valbjamarvelli síðast- liðinn þriðjudag, sem sagt tvöfalt •hjá stelpunum. Rósa skoraöi tvö Rósa Sigurbjömsdóttir, hinn marksækni framherji KR-inga, skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. í öðm markinu hljóp hún hreinlega af sér vöm Vals og átti ekki í teljandi erfiðleikum að renna sér framhjá markverðinum og renndi boltanum í autt markið. Valsstelpumar vom ekkert á því að gefa sig og náðu að minnka muninn í 2-1, með laglegu marki Guðrúnar Jakobsdóttur, sem vipp- aði laglega yfir markmann KR af löngu færi. Snemma í síðari háifleik kom landsliðskona Vesturbæjarliðsins, Edda Garðarsdóttir, KR í 3-1, með hörkuskalla eftir homspymu. Guðrún Dóra Bjamadóttir bætti um betur og lagaði stöðu KR í 4-1, einnig með glæsiskalla. Loks skoraði Hrefna Jóhannes- dóttir fimmta mark KR-inga eftir skemmtilegt gegnumbrot. Heiena Ólafsdóttir, þjálfari 2. flokks KR, fær flugferðina góðu eftir glæsileg- an sigur KR-stelpnanna gegn Val í úrslitaleik islandsmótsins. Þess má einnig geta að KR-stúlkurnar urðu einnig bikarmeistarar 1997. Helena hefur náð glæsilegum árangri meö liðið. KR-stelpumar áttu mjög góðan dag og léku Valsvömina oft grátt. Þrátt fyrir það er Valsliðið sterkt en það var eins og stelpumar kæmust ekki inn i leikinn eftir að staðan varð 2-0 fyrir KR snemma í fyrri hálfleik og áttu þær í miklu strögli allan tímann. - Það var þvi sann- Umsjón Halldór Halldórsson gjarn sigur KR-stúlknanna aö þessu sinni. Mjög ánægö Edda Garðarsdóttir, fyrirliði KR- liðsins var að vonum ánægð með frammistöðuna: ..Það er frábær baráttuandi í liðinu og er ég að sjálfsögðu mjög ánægð með frammistöðuna. Við emm búnar að vera efstar í allt sumar og má segja að það hafi sett okkur í ákveðna pressu, en þetta tókst allt saman og þessi árangur er mest að þakka hinum frábæra þjálf- ara okkar, henni Helenu Ólafsdótt- ur,“ sagði Edda. Valur meistari í 2. flokki karla Valur hefur á að skipa frábærum 2. flokki karla og urðu strákamir bikar- og Islandsmeistarar 1997. í síð- ustu umferð íslandsmótsins sigraði KR þó Val, 4-2 og náðu í 2. sætið. Lokastaðan er annars þessi: Valur 14 10 1 3 45-18 31 KR 14 9 1 4 43-29 28 Þór, Ak. 14 8 1 5 51-25 25 Akranes 12 5 3 4 32-25 18 Keflavik 13 5 3 5 31-31 18 Fram 13 5 2 6 29-29 17 Breiðablik 12 3 0 9 19-47 9 Fylkir 14 2 1 11 20-66 7 Varð að hætta í fótbolta: Fæddist með hjartagalla - ákveðin í að byrja aftur, segir Jóhanna Hinn efnilegi markvörður í 2. flokki KR, Jóhanna Indriðadóttir, 18 ára, hefúr verið liðsstjóri 2. flokks kvenna sama flokks í und- anfomum leikjum en var í fasta- liðinu fyrir um ári síðan og var talin ein af efiiilegri markvörðum landsins. En hvers vegna varð hún að hætta? „Það kom í Ijós í fyrra að ég hef verið með hjartagalla frá fæðingu. Mér brá mjög þegar þetta kom i ljós og hef orðið að fara í gegnum miklar rannsóknir. Ég átti til að mynda að fara í þræðingu í dag en henni var frestað. Þetta lítur vel út núna og eng- an veikleika að sjá, að sögn Hróö- mars Helgasonar, hjartasérfræð- ings, en hann sendi gögn um ástand mitt til Danmerkur, vegna þræðinga þar, en þeir neituðu að taka við mér þá vegna þess hve ég var í góðu formi. Þeir hafa senni- lega ekki trúað að neitt væri að hjá mér.“ íþróttirnar hafa hjálpaö mér mikiö „Ég hef alltaf verið reglumann- eskja og þoli ekki einu sinni að reykt sé í námunda við mig enda hefur það mjög slæm áhrif á lungun i mér, svo ég reyni að forðast allt slíkt. Ég er ákveðin í að byrja að æfa eins fljótt og ég get. Tíminn verð- ur þó að leiða það i ljós hvenær það verður - en ég vona að ég geti bara byrjað sem fyrst því það er ferlegt að vera svona utan vallar. íþróttimar hafa líka veitt mér mikinn styrk. Kærastinn minn, Gísli Þór Ein- arsson, markvörður í Breiðabliki, hefur hjálpað mér mjög mikið i mínum veikindum, sem og fjöl- skyldur okkar. Félagamir í KR Jóhanna Indriðadóttir, 18 ára, í 2. flokki KR. em einnig sannir félagar í raun og á ég þessu fólki svo mikið að þakka. Stuðningur í svona málum hefur mjög mikið að segja og vinir manns koma betur í ljós - og þá á ég rnarga," sagði Jóhanna. Jóhanna er glaðlynd og hennar yndi er að spila fótbolta. Vonandi fær hún að byrja að sfimda sína uppáhaldsíþrótt sem allra fyrst. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.