Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Page 11
 MIÐVKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 íennmg 11 Að kynda jafnt og með gát „Lífshætti sína verður mað- ur að aðlaga lííinu sjálfu, ein- ungis stórmenni geta leyft sér stórbrotna lífshætti. Sá sem lifir fábrotnu og lágkúrulegu lífi verður að kynda rólega og stöðugt og hófsamlega." Þessi orð eru kjarninn í nýj- ustu bók sænska rithöfundar- ins Torgnys Lindgren, Randa- fluguhunangi, sem út kom fyr- ir skömmu í íslenskri þýðingu Hannesar Sigfússonar. Það er Höður, ein af þremur aðalpersónum bókarinnar sem lætur þessi orð falla í upphafi sögu. Og þar með er lesandinn læstur inni í sérkenniiegri veröld sem á yfirborðinu stjómast af þolinmæði og óbilandi æðraleysi. En undir niðri krauma sárar og eyðandi kenndir sem blossa upp um síðir þrátt fyrir ævilangar til- raunir persóna til að halda „eldinum" í skefjum. Sagan segir af rithöfundi nokkrum, konu á miðjum aldri, sem kynnist Heði á fyr- irlestri sem hún heldur um dýrlinga. Hann býður henni næturgistingu sem hún þiggur. Húsið hans er utan við mannabyggð og um nóttina fer að snjóa. Konan verður innlyksa sökum ófærðar og áður en hún veit af er hún farin að sinna Heði sem er að deyja úr krabba- meini svo og Ólafi bróður hans sem er hjart- veikur og einnig dauðvona. Þótt bræðurnir búi hlið við hlið er enginn samgangur á milli þeirra. Þeir era löngu hættir að talast við en fylgjast samt grannt með lífsmerkjum hvor hjá öðrum, þeir hafa nefnilega báðir heitið þvi að lifa hinn! Sárþjáðir og þjakaðir neita þeir að deyja og hanga í örmjóum lífsþræðinum, dag Hannes Sigfússson, skáld og þýöandi. Hinsta verkiö er honum til mikils sóma. DV-mynd ÞÖK Jónas Sen Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir eftir dag og viku eftir viku. Inn á þennan hræðilega vígvöll gengur kon- an eins og ekkert sé eðlilegra. í fyrstu láta þeir bræður sér fátt um umönnun hennar finnast og láta í veðri vaka að þeim sé nákvæmlega sama hvort hún fari eða verði. En það er bara á yfirborðinu. Á slægan og útsjónarsaman hátt spinna þeir vef, svo þéttan að konan virðist sér engrar und- ankomu eiga auðið og áður en yfír lýkur er hún að beiðni bræðranna farin að gera hluti sem vekja hreinræktaðan við- bjóð lesandans. En konan er líka slæg ... því fær lesandinn að kynnast! Randaíluguhunang lætur lítið yfir sér i fyrstu. Frásögn- in er hæg og þunglamaleg og stundum finnst manni eins og tíminn standi í stað í þessari einangruðu sveit þar sem menn virðast aðeins fæddir til að deyja. En það er sagan bak við söguna sem skiptir máli, sagan sem gerir þá bræður að því sem þeir era: Að einangr- uðum einstæðingum sem nær- ast á beiskju og hatri. Og sú saga er eins og lífíð sjálft, full af andstæðum, gefandi og eyð- andi, sæt og súr, fögur og frá- hrindandi. Hún segir manni að ekki er allt sem sýnist, en það kristallast einmitt i ólík- um sögum þeirra bræðra af sömu atburðum og atvikum. í Randafluguhunangi eru dregnar upp gróteskar lýsingar af rotnun og dauða og vekja þær lýsingar hroll og andúð. En skelfingin er milduð með myndrænum náttúrulýsingum og endurminningum um líf sem eitt sinn var fúllt af bjartsýni og von. Þessum að því er virðist ósættanlegu and- stæðum er teflt saman í áleitinni sögu sem Hannes Sigfússon þýðir af snilld. Er þetta hinsta verk hans honum til mikils sóma. Torgny Lindgren: Randafluguhunang Þýðing: Hannes Sigfússon Mál og menning 1997 Kaos og spegill Weberns Fyrstu tónleikar hátíðarinnar Ung Nordisk Musik vora haldnir í Listasafhi íslands siðast- liðið sunnudagskvöld. Á efnisskránni vora verk eftir tónskáld sem lítið hefur heyrst í áður, enda mun það vera tilgangur hátíðarinnar að kynna það sem er að gerast hjá ungum norður- landatónskáldum um þessar mundir. Caput- hópurinn sá um tónlistarflutninginn en Guð- mundur Óli Gunnarsson stjómaði. Fyrst á efnisskránni var Klas Katt gár hem eftir Jonas Klingborg. Verkið byrjaði rólega. Kannski átti það að vera lognið á undan storm- inum, því taktfastur seinni hluti verksins stig- magnaðist uns lætin urðu yfirgengileg. Þetta er að mörgu leyti þokkalega samin tónsmíð, en inngangurinn var samt svo flatneskjulegur að þá strax fór maður að hugsa um eitthvaö allt annað en tónlist. Næst á dagskrá var Webemrebew eftir Jón Guðmundsson. - Orðið „nrebew" er Webern aft- ur á bak, Webemrebew er því Webern og speg- ihnynd hans. Webern var eitt þekktasta tón- skáldið á fyrri hluta þessarar aldar, en erfitt Músíka og músíkus var að tengja tónlist Jóns beint við þennan snilling. Jón á margt ólært; verk hans er í sjö köflum sem virka við fyrstu áheym eins og þverskurður af sjö ólíkum verkum. Allan heild- arsvip vantaði sem gerði það að verkum að manni fór fljótt að leiðast. Þó var margt hagan- lega unnið, til dæmis var píanóið einkar áheyrilegt framan af. Reyndar hafði maður það á tilfinningunni að tónlistin hefði upphaflega verið samin fyrir píanó og hinum hljóðfærun- um bætt við síðar til að mynda ramma. Síðasta verkið á tónleikunum var Codename Orpheus eftir Johan Tallgren. Þá var eins og allar hömlur brystu af Caput-hópnum, og lék hann sem óður væri. Kaos! Hugsaði maður. Þetta var þéttriðið net af hljóðum sem má svo sem kalla tónverk eins og eitthvað annað. Ann- ars verður undirritaður að viðurkenna að hann veit eiginlega ekki hvað hann á að segja um þetta síðasta verk efhiskrárinnar. Hvemig á að gagnrýna þéttriðið net af hljóðum sem er ekki annað en hávaði þegar upp er staðið? Guðmundur Óli Gunnarsson stjómaði Caput- hópnum prýðilega. Var hljóðfæraleikurinn eins og best verður á kosið. Samt voru þetta leiðin- legir tónleikar og eini kosturinn við þá hversu stuttir þeir vora. Einhvern tíma var talað um að píanóleik- ur Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur væri umfram allt finlegur og einkenndist af kven- legri mýkt og þokka; - leikur Þorsteins Gauta Sigurðssonar væri hins vegar hold- tekning kröftugrar karlmennsku og þróttar. Vissulega er eitthvað til í þessu þótt svona einkunnagjöf hljóti að vera varhugaverður klisjutilbúningur. Steinunn Birna býr nefni- lega líka yfir óvenjulegum krafti og snerpu sem píanóleikari og Þorsteinn Gauti á í handraðanum mýkri og blíðari áslátt en margur annar. Þótt ótrúlega ólíkir pí- anóleikarar séu eru þau saman eitt al- deilis músíkalskt par. Hvort um sig nýtur sín með hinu, hvort sem er í hlutverki fyrsta pí- anós eða annars. Tónleikar Steinunn- ar Birnu og Þorsteins Gauta í fyrra í Óperunni og í Hafnarborg eru mörgum enn ofarlega í minni og á sunnudags- kvöldið var loks komið að ^ því að rifja upp kynnin af þessu öfluga píanódúói. Á efnisskránni núna voru Vals- ar og Ungverskir dansar eftir Brahms, svo frönsk tónlist; - Clair de lune og lítil svíta eftir Debussy og Les songes eftir Dari- us Milhaud. Þá var þarna líka lít- . no il fantasía eftir Ralph Vaughan- Williams, byggð a enska þjoðlaginu Greensleeves. Margt af þeirri tónlist, sem leikin er á tvö píanó, er til i annarri gerð, fyrir hljómsveit eða önnur hljóðfæri. Þá verður samanburð- ur óhjákvæmilegur. Stundum verður hann píanóunum tveimur í hag, stundum ekki. Fantasían um Birnu og Þorsteins Gauta var finn í báðum þessum verkum þótt útsetningarnar hljóm- uðu öðruvísi en þær sem maður á að venj- ast. Svítur Debussys og Milhauds voru hins vegar pianistískt betur út færðar fyrir þetta stóra form sem tveir flyglar eru. Lítil svíta Debussys er stórskemmtilegt verk, með svo-_ lítið spænsku ívafi. Þau léku þetta undurvel, allt frá vagg- andi upphafi bátssöngsins til kraftmikils lokaballets. Draumasvíta Milhauds var ekki síður skemmtilegt verk; með yfirþyrmandi kátínu og gleðibrag sem stundum snýst upp í að , vera nánast absúrd. Á yfirborðinu litur þessi músik kannski út fyr- ir að vera einfóld og naiv en er þrælerfið. Danstórdist Brahms verður að teljast skemmtimúsík af bestu sort sem nýtur sín ekki síður i útsetn- ingu fyrir tvö l píanó en i k hljómsveit- \\V3a Tónlist Bergþóra Jónsdóttir. Greensleeves nær til dæmis engan veginn að lifa því góða lífi í píanóútsetningunni sem hún gerir í þeirri fyrir hljómsveit. — Hljómsveitarútsetn- ingin er fremur gisin og ber; gerir sig þó vel þannig fyrir hljómsveit - en ekki fyrir tvö píanó. Eins er smellur Debussys, Clair de lune, ekki alveg nógu trúverðugur í útsetn- ingu fyrir tvö píanó. Þetta hefur þó ekkert með píanóleikinn að gera; leikur Steinunnar arbúningi. Valsamir, sem vora leiknir í . a u-» upphafi tónleika, . voru tigulegir í fremur >\\VÁÖ- stilltu tempói en í Ungversku döns- unum í tónleikalok var sprengikraftur. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti voru í miklu stuði, voru á bjargbrúninni og gáfu allt sitt í þessa seiðandi dansa. Tónleikagest- ir áttu líka erfitt með að stilla sig um að klappa eftir hvern dans í þessu dúndrandi fjöri. __________________ Þetta voru skemmti- legir tónleikar. Stein- unni Bimu og Þorsteini Gauta hefur vaxið ás- megin í samleiknum. Þau voru gott dúó - eru nú enn betra dúó; hafa góða tilfinningu hvort fyrir öðra og það sem mestu skiptir: tónlist- inni. Það að vera samtaka og anda saman í tónlistinni er ekki lengur aðalatriðið - það gera þau vel - saman ná þau líka að lífga augnablikið, túlka tónlist þannig að sá sem hlustar hrærist með. Kristfn Steinsdóttir - Vestur í bláinn Meðal væntanlegra barnabóka í haust vekur athygli skáldsaga eftir Kristínu Steinsdóttur hjá Vöku- Helgafelli um vesturferðir íslendinga í lok síðustu ald- ar. 13 ára nútímastúlka lokast óvart inni á safni og verður fyr- ir þeirri merkilegu reynslu að jafnaldra hennar frá öldinni sem leið stígur niður úr málverki og heill- ar hana aftur í sinn tima. Saman fara þær frá Seyðisfirði til Glasgow og þaðan vestur um haf, sömu leið og fjölskylda stúlkunnar í fortíð- inni hafði farið fyrir löngu. Það er gaman þeg- ar víxlverkun verður » sinn Vlt'unar- milli skáldsagna handa fullorðnum og bömum. Við höfum nú loksins eignast þýöingu á Játningum landnemadóttur eftir Lauru Goodman Salverson og okkar „stóru“ vesturfaraskáldsögu í bókum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vind- anna og Lífsins tré. Og nú fá börnin sinn skerf. Menningarneysla almennari Samkvæmt nýrri skýrslu sem kynnt var í Danmörku í síðustu viku jókst áhugi Dana á menningu um rúm 20% frá 1973-’93. Hann er líka orðinn mun al- mennari en áður og einskorðast ekki lengur við langskólagengið fólk. Einkum er sláandi hvað þátttaka kvenna í menn- | ingarstarfsemi og neyslu hefúr aukist. Ástæður eru ýmsar, segir skýrsluhöf- undur, Torben Fridberg. Ein er sú að það hefur verið markmið hins opinbera að menningartilboðum sé dreift um landið og beint að hinum breiða íjölda; því hef- ur greinilega verið hlýtt. Einnig hefur framboðið af menningarefni aukist mikið og almenn menntun fólks batnað. Gamalt fólk heldur heilsu lengur og er áhuga- samara um menningu; munurinn milli landshluta, sveita og bæja hefur minnkað mikið enda er mun auðveldara að komast á milli staða. Mest notar fólk bókasöfn, önnur söfn og sýningar en áhuginn hefur farið stigvax- andi á óperusýningum og klassískri tón- Ust. Árið 1975 höfðu 44% dönsku þjóðar- innar aldrei séð ópera, söngleik, ballett, leiksýningu eða farið á klassiska tónleika, myndlistarsýningu, safn eöa bókasafn. 1993 var þessi tala hröpuð ofan í 23%. Danska menntamálaráðuneytið kost- aði rannsóknina. Til fyrirmyndar. Eitthvað fyrir Blur-aðdáendur Skáldsagan High Fidelity eftir Nick Hornby hefur þegar selst i miUjón eintök- um í Bretlandi og fikrar sig nú um grannlöndin. Söguhetjan er Róbert sem selur plötur og tekst iUa að komast í varanlega ást- arsambandið sem hann þrá- ir þó heitt. Varanlegra verður sam- band hans víð músíkina, og ’ „britpoppið” leikur umtals- vert hlutverk í sögunni með Oasis og Blur í broddi fylk- ingar. Nick Hornby leynir því ekki í viðtölum að sagan komi býsna nálægt honum sjálf- um, rétt eins og fyrri skáldsaga hans, Fever Pitch, sem lagði upp meö fótbolta sem grunnþema. Hann ætlar ekki að skrifa fleiri sögur um sjálfan sig í bUi en segir þó að sá sem sé orðinn sjö ára hafi þegar nóg efni í ævilangan höfundarferU! Búið er að kvikmynda Fever Pitch og High Fidelity verður fest á filmu í Banda- ríkjunum næsta ár. Damon Albarn - áhrifamaö- ur á bókmenntir. DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.