Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 Fréttir Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri: Bauð til stórveislu / á kostnað bankans - um sextíu manns af umhverfisráðstefnu fengu mat og drykk Stemgrímur Hermannsson seðla- bankastjóri var meðal ráðsteínugesta á alþjóðlegri umhverfisráðstefnu sem haldin var i Reykjavík fyrir tveimur vikum. í lok ráðsteöiunnar bauð Stein- grímur öðrum ráðstefnugestum til heljarveislu í Seðlabankanum á kostn- að bankans. Stefán Þórarinsson, rekstrarstjóri Seðlabankans, sagöi í samtali við DV. aö ekki lægi fyrir hversu mikið veisl- an kostaði. „Okkar starfsfólk vann við veisluna og matfóngin voru tekin úr okkar búri,“ sagði Stefán. Hann sagði að ekki væri búið að reikna út launa- kostnað né hversu mikið af mat og drykkjarvöru var tekið af birgðum bankans. DV reyndi að ná sambandi við Steingrím Hermannsson, sem er á ferðalagi á Flórida, en ekki náðist til hans. Birgir ísleifúr Gunnarsson, for- maður bankastjómar, var upptekinn, Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs, er erlendis og fngimundur Friðriks- son, aðstoðarbankastjóri sem er hægri hönd bankaráðsins, er einnig erlendis. Ólafúr B. Thors, varaformaður banka- ráðs, hafði ekki heyrt af veislunni. Ekki er fjarri lagi að ætla að matur fyrir hvem gestanna kosti um 2500 krónur og því hefúr maturinn einn kostað um 150 þúsund krónur. Þá em drykkir ekki meðtaldir. Bæði Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðsins, og Ólafúr B. Thors vara- formaður hafa sagt að umhverfismál heyri ekki undir bankann. Þröstur Ólafsson sagði í samtali við DV, skömmu áður en hann fór af landinu, að bankaráðið hefði ekki agavald yfir bankastjórunum. Það hefur aðeins einn maður, Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra, en ekki náðist í hann. -sme/aþ Þriöja aflið á blaðamarkaðinum: Stærri og efn- ismeiri Dagur Þáttaskil urðu í útgáfu Dags- Tímans í morgun en þá kom blað- ið út með nýju útliti, efnismeira og í stækkuðu formi. Fréttaflutn- ingur hefur verið aukinn jafn- framt því að boðið verður til líf- legrar þjóðmála- og samfélagsum- ræðu og Lífið í landinu sett í önd- vegi. Jafnframt hefur nafn blaðs- ins verið stytt og ber það hér eft- ir nafnið Dagur. Þróun blaðsins hefur verið ör. Á einu ári hefur það náð að festa sig í sessi og safna til liðs við sig öflugum hópi, lesenda, starfs- manna og eigenda að sögn útgefenda. Kannanir sýna að 26.000 manns lesa blaðið að jafn- aði daglega. Jafnframt ofangreindum breyt- ingum hafa blaðinu bæst nýir starfskraftar verið búið undir áframhaldandi sókn á blaðamark- aöi. Einnig hefur hlutafé verið aukið um 73 milljónir króna að söluvirði og í hluthafahópinn bæst öflugir nýir hluthafar. Útgefendur segja ástæður styttingar á nafni blaðsins þær að Dagur er hljómfagiu-t íslenskt nafn. Þá séu breytingar sem nú verða á blaðinu sönnun þess að enn verði sóknin hert. Þessar breytingar marki þáttaskil í út- gáfu blaðsins þar sem nafn, haus, útlit og efni visa til framtíðar, DV fór í gegnum HvalQarðargöng í gærkvöld: Göngin mun þurrari en Vestfjarðagöng - samgönguráðherra opnar formlega í dag Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og Elías Snæland Jónsson ritstjóri skoða fyrsta tölublað hins nýja Dags. Dagur er prentaður f ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík og hjá Dagsprenti á Akureyri. DV-mynd Hilmar Þór „Þetta hefúr gengið mjög vel. Stað- setningin er pottþétt og staðsetning varðandi gegnumslag hárrétt," segir Steindór Óli Ólason, verkstjóri Foss- virkis viö gerð Hvalfjarðarganga, þar sem DV ræddi við hann í göngunum í gærkvöld. Formleg opnun ganganna verður í dag þegar samgönguráð- herra sprengir síðasta haftið. Þegar er þó opið í milli því Fossvirkismenn boruðu í gegn fyrir nokkrum dögum og skriðu í gegnum gatið. DV hitti Steindór Óla og Jón Gils Ólason, bróður hans, ofan i göngunum í gær en þeir bræður eru verkstjórar að sunnan og norðan. Þeir skriðu í gegn- um gatið og hittust á miðri leið en höfðu reyndar farið áður sömu leið. DV fylgdi þeim bræðrum í gegnum siðasta haftið. Fossvirkismenn opnuðu göngin á mettíma, eða 5 til 6 mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Alls eru göng- in 5,5 kílómetrar. Steindór Óli segir að um 60 prósent af verkinu sé lokið. „Erfiðasti hlutinn er að baki og rútínuvinna sem eftir er til að ljúka þessu,“ segir Steindór. Hann segir mikinn mun á vinn- þriðja aflsins í íslenskum blaða- markaði. Stuttar fréttir Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli kampakátir í Hvalfjarðargöngunum. Þeir hafa fulla ástæöu til að kætast enda mörgum mánuðum á undan áætlun. DV-mynd ÞÖK unni við Hvalfiarðargöng og Vest- fjarðagöngin. „Helsti munurinn er hvað þetta eru mikið þurrari göng og ekkert óviðráðanlegt lekavandamál. Þá eru þetta víðari göng og betri vinnuað- staða," segir Steindór. Gert er ráð fyrir að göngin verði opnuð fyrir umferð næsta sumar. -ÞÖK/-rt Stefnuræða Daviðs: Byggja á ávinningi „ísland er land samsteypustjóma. Viö þær aðstæður ræöur mestu um hvort vel takist við stjóm landsmála, að samstarf sé gott og trúnaöur riki á milli manna innan ríkisstjómar og þingmenn stjómarliðsins séu bæri- lega sáttir við hvemig mál gangi fram. Þessar forsendur hafa verið fyr- ir hendi í núverandi stjómarsam- starfi og hefúr gert gæfumuninn," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld. Davíö sagði að ekki væri hægt að líta framhjá því að flest væri okkur dýrara í fámenninu en þar sem hag- ræði stærðarinnar nyti sín. Það væri með öðrum orðum dýrt að vera ís- lendingur. Davíð sagöi að ísland væri eitt ör- fárra ríkja sem uppfylla öll skilyrði sem kennd era við Maastricht. „Þessi jákvæða þróun heldur áfram á næsta ári. En þó margt hafi áunnist er dags- verkinu hvergi lokið. Kosta verður kapps um að varðveita það sem áunn- ist hefúr og byggja á því,“ sagði Dav- íð. -RR Tölvukerfi brást Mikið uppnám ríkti hjá um 7 þús- und verslunarfyrirtækjum í gær þegar greiðslur sem þau áttu von á skiluðu sér ekki, þ.á.m. 5 milljarðar frá Visa ísland. Ástæðan var bilun í tölvukerfi Reiknistofu bankanna. Kanna aöstæöur Fulltrúar norska álfyrirtækisins Hydro segja að á fyrri hluta næsta árs hggi fyrir hvort verði af bygg- rngu álvers hér á landi. Sex manna sendinefnd kannar nú aðstæður á Austurlandi og á Suðumesjum. Páll framkvæmdastjórí I dag verður ráðinn framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulíf- ins. Liklegt þykir að Páll Kr. Pálsson hagverkfræðingur hljóti stöðuna. Stöö 2 sagði frá. Reykjavík á topp tíu í nýjasta hefti Newsweek er birtur listi yfir 10 mest spennandi borgir heims. Reykjavík er þar á lista. Morgunblaðið sagði frá. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.