Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildlr: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Trúnaðarbrestur
Umræða og aðgerðir í umhverfismálum eru brýn
verkefni sem snerta íslendinga verulega. Við byggjum
afkomu okkar á auðlindum hafsins. Það er því óumdeilt
að við þurfum að fylgjast vel með því sem er að gerast í
þessum málaflokki og láta rödd okkar heyrast.
Vegna þessa var sérstöku ráðuneyti komið á laggim-
ar. Umhverfisráðuneytið fer með þau mál fyrir hönd ís-
lands og mikilvægt er að það ráðuneyti standi vel í
stykkinu. Augljóst er að mikilvægi þessa málaflokks fer
stöðugt vaxandi og spurning hvort umhverfismálum sé
nægilegur gaumur gefmn hér. í núverandi ríkisstjóm er
umhverfisráðuneytið eins konar hliðarráðuneyti land-
búnaðarráðherrans. Sú blanda er fremur óholl þar sem
verkefni þessara ráðuneyta skarast verulega og hags-
munir stangast á. Hlutverkaskipti ráðherrans hljóta því
að vera erfið. í fyrri ríkisstjóm sinnti ráðherra umhverf-
isráðuneytinu óskiptur.
Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri hefur
með sérstæðum hætti vakið athygli á umhverfismálum.
Hann hefur ferðast á kostnað Seðlabankans á ráðstefnur
vegna umhverfismála. Endurskoðandi Seðlabankans
gerði athugasemdir við ferðakostnað bankastjórans og
spurði meðal annars hvort eðlilega væri að málum stað-
ið, hvort umhverfismál væm hlutverk Seðlabankans.
Bankastjórinn segist hafa greint Þresti Ólafssyni, for-
manni bankaráðs Seðlabankans, frá þremur ferðum sín-
um á ári til Bandaríkjanna vegna formennsku þarlendr-
ar stofnunar á sviði umhverfismála. Þar sem bankaráðs-
formaðurinn hafi ekki gert athugasemdir hafi hann far-
ið þessar ferðir á kostnað bankans. Þröstur hefur hins
vegar sagt að þótt Steingrímur hafi greint sér frá ferðun-
um hafi ekki verið gert ráð fyrir því að bankinn borgaði.
Bankaráðsformaðurinn segir beinlínis að bankinn
hafi ekki sérstöku hlutverki að gegna í umhverfismál-
um. Orð hans verða ekki skilin á annan hátt en að
bankastjórinn hafi fært þennan ferðakostnað á bankann
án formlegs samþykkis bankaráðsins. Ekkert fer á milli
mála að bankinn greiddi þessar ferðir Steingríms.
Bankastjórinn hefur lýst því yfir að hann hafi ekki
treyst sér til að greiða ferðakostnaðinn sjálfur. Formað-
ur bankaráðsins segir hins vegar að athugasemdir sínar
og endurskoðanda bankans séu vegna annars ferða-
kostnaðar Steingríms Hermannssonar fyrir hönd bank-
ans. Lögfræðideild bankans hefur því verið falið að
kanna ferðamál bankastjórans almennt.
Það er því augljós trúnaðarbrestur milli bankaráðsins
og bankastjórans og því neitar bankastjórinn ekki. Ráð-
herra bankamála hefur aðspurður vísað málinu til
bankaráðsins en almennt segir hann umhverfismál
heyra undir umhverfisráðuneytið. Sá hlýtur og að vera
skilningur flestra. Starfssvið bankans er annað og er þá
ekki gert lítið úr umhverfismálum.
Mikil ábyrgð á að fylgja starfi seðlabankastjóra.
Bankastjóri sem misst hefur trúnað bankaráðs og sætir
athugun lögfræðideildar síns eigin banka er í erfiðri
stöðu. Þar breytir engu þótt bankaráðið hafi ekki endan-
legt vald yfir bankastjóranum, heldur ráðherra.
í alvörulandi verður að telja líklegt að bankastjóri í
þessum sporum viki til hliðar meðan á rannsókn máls
stæði. Hann gerði það sjálf sín vegna og stofnunar sinn-
ar. Reyndist ekkert athugavert við gjörðirnar tæki hann
aftur til starfa og hefði þá eytt efasemdum sem ella sköð-
uðu hann sjálfan og stofnunina.
Jónas Haraldsson
Boöskapurinn er enn sem fyrr sá sami, segir Helgi m.a. í greininni. - Núverandi starfsmenn barnablaösins Æsk-
unnar: Karl Helgason, Geirþrúöur Kristjánsdóttir, Þóröur Pálsson og Elín Jóhannsdóttir.
Æskan 100 ára
„Saga Æskunnar er vöröuð
vænum verkum og þar hafa aö
verki komið vökumenn góöir
sem skynjuöu krefjandi kall
tímans um leiö og ævarandi
sannindi voru í heiöri höfð.“ .
urinn hló oft upphátt
undir lestrinum og
reyndi svo sem allra
best að endursegja önn-
um kafna fullorðna
fólkinu öll herlegheit-
in, auðvitað með mis-
jöfnum árangri. Um
Æskuna á ég því ein-
staklega bjartar
bernskuminningar
sem enn bregöur ljóma
á í mínum huga.
Aölöguö þróun
þjóölifs
Æskan hefur í ár-
anna rás aðlagað sig
örri þróun þjóðlífs alls
og lagt sig fram Lim að
fá endurspeglað það
besta sem börnum á hverjum tíma
er beint að. Boðskapurinn er enn
sem fyrr sá sami og örugglega ekki
síður á honum þörf í æranda dags-
ins þar sem hætturnar liggja hvar-
vetna í leyni og lævís áróðurinn
öllu er nauðsyn þess
ótvíræð að halda því
heilbrigða og mann-
bætandi hátt á lofti
og það gerir Æskan
sannarlega.
Saga Æskunnar er
vörðuð vænum verk-
um og þar hafa að
verki komið vöku-
menn góðir sem
skynjuðu krefjandi
kall tímans um leið
og ævarandi sann-
indi voru í heiðri
höfð. Þegar ég fletti
þeim blöðum sem á
aldarafmælisárinu
eru út komin skynja
ég vel það ágæta af-
rek 'sem að baki býr,
þar sem svo mörgum þáttum er til
haga haldið, en heilbrigð lífssýn
yfir öllu. Enn skal áfram haldið og
út af breytt og vonandi að gæfan
góð veröi þessari útgáfu enn hlið-
holl svo sem verið hefur í eina öld.
Kjallarinn
Helgi Seljan
fyrrv. alþingismaöur
Barnablaðið Æskan á afmæli nú
um þessar mimdir og þaö ekkert
venjulegt afmæli því í eina öld hef-
ur það nú komið út til yndis og
ánægju ótöldum bömum af ólíkum
kynslóðum.
í mínum huga hrannast að hug-
ljúfar minningar frá mínum
bernskudögum og margt rifjast upp
þegar rýnt er bak við tímans tjöld.
Bjartar bernskuminningar
Ungur sveinn átti á sínum tíma
gnótt góðs lesefnis enda alinn upp
á bókaheimili þar sem vandað var
til vals á bókum. En flest var það
lítt við hæfi hins unga sveins sem
skorti skilning og þroska til að ná
innihaldi og nema hina duldu
dóma þeirra annars ágætu bók-
mennta. Hann hafði í heimsókn á
næsta bæ séð blað eitt girnilegt
sem var þeim sem það átti of dýr-
mæt eign að til útláns mætti verða.
Heim kominn vakti hann máls á
löngun sinni til að mega lesa blað
þetta og fá notið þeirrar skemmt-
unar sem skömm
kynni höfðu opin-
berað honum. For-
eldramir vildu allt
fyrir hinn unga
svein gera og ekki
leið langur tími þar
til heill árangur
Æskunnar birtist
og óðara var til
óspilitra mála tekið
við Ijúfan lestur
sem í engu brást
bestu vonum
drengsins.
Boðskapur Æskunnar um bind-
indi, um heilbrigði og hollustu, um
mikilvægi náungakærleika, um
væntumþykju til alls sem lífsanda
dró - allt þetta var i anda þess sem
góðir foreldrar höfðu margbrýnt
fyrir hinum unga sveini og fengu í
huga hans enn dýpra gildi við vekj-
andi lestur.
Og svo var svo margt undur
skemmtilegt í Æskunni að dreng-
fyrir þvi illa glymur í eyrum án af-
láts, búinn faguryrtri flærð. Þegar
ég nú lít yfir þetta lesefni barna-
barna minna dáist ég að því hversu
vandað og fjölbreytt þetta aldar-
gamla blað er, hversu efni allt er í
góðum takti við tímann og um leið
með hin sígildu sannindi hollra og
heilbrigðra lífsgilda í öndvegi. Á
þessum tíma hinnar gráðugu
gróðahyggju þar sem gleymast þau
gildi sem mikilvægust eru mannlífi
Áskorun til íslenskra
foreldra
Það er nauðsyn að ná til sem
alira flestra ungmenna á mótun-
arárum þeirra með efni sem vekur
til umhugsunar, fræðir og gleður
og gefur um leið þann tón sem til
farsællar framtiðar horfir. Mín
áskorun til íslenskra foreldra er sú
að þeir stuðli að því að börn sem
unglingar fái að kynnast sem best
þeim góða boðskap sem Æskan er
fúlltrúi fyrir. Sá boðskapur borgar
sig margfaldlega sé hann í heiðri
hafður.
Ég þakka samfylgd við Æskuna
áður á árum sem enn í dag og bið
þeim merkisberum sem þar eru nú
í forystu fremst allrar blessunar í
sínu mæta mannræktarstarfi. Megi
sem allra flestir fá þess notið.
- Heill Æskunni við aldahvörf.
Helgi Seljan
Skoðanir annarra
Náttúrulegur launamunur
„Margt vinstra fólk (og fleiri!) áttar sig ekki fylli-
lega á náttúrulegum launamun. Því finnst óeðlilegt
að fólk sé með mismunandi laun. Allir eigi að hafa
svipað mikið fé til ráöstöfunar. Þessi stefna hefur
haft gífurleg áhrif. Skattkerfi flestra landa leitast við
að jafna kjörin með því að skattleggja hærri launin,
breiðu bökin, og laga þannig launamuninn. Þetta er
gert í stórum stíl i núverandi skattkerfi."
Pétur H. Blöndal í Mbl. 2. okt.
Störf stjórnarmanna
„Kröfur til stjómarmanna munu fara vaxandi hér
á landi eins og erlendis. Stjórnarmenn þurfa því að
fjalla nánar um þaö sín á milli, hvernig þeir ætla að
starfa og hvemig stjómin og samsetning hennar
þarf að vera til að koma fyrirtækinu að sem mestu
gagni. ... Hvers vegna ætti stjóm fyrirtækis ekki að
setja sér starfsreglur þegar hún gerir kröfu til þess
að reglur séu settar um margvísleg dagleg verkefni
innan fyrirtækisins? ... Fagna ber frumkvæði ís-
lenska útvarpsfélagsins í að vekja umræðu um þetta
mál.“
Þorkell Slgurlaugsson í Viðskiptabl. 1. okt.
Menning eða matreiðsla
- í Iðnó?
„Allir sem hafa unnið í þessu húsi vita að þar er
ekki hægt að fást við menningarstarf, á meðan ver-
ið er að matbúa og annað sem því fylgir. Því skil ég
ekki hugmyndina. Ef þetta aldna og virðulega hús á
að hverfa í hinn gráa fjölda veitingastaða borgarinn-
ar þá finnst mér það heldur dapurleg niðurstaða. En
ég ítreka að ég skil ekki alveg um hvað málið snýst.“
Þórhildur Þorleifsdóttir í Degi-Tímanum 2. okt.