Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 20
32
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
Sviðsljós
DV
Leynilegar
viðræður um
penmga
Fullyrt er að Sandra Bullock og
bankaráðgjafi hennar séu nú í
leynilegum viðræðum við kvik-
myndaleikstjórann Steven Spiel-
berg. Hann er sagður vilja láta
Söndru leika aðalhlutverkið í
næstu mynd sinni um Indiana Jo-
nes. Leikstjórinn mun þó ekki
vera reiðubúinn að greiða hvað
sem er.
Neyðarráðstöfun
á síðustu stundu
Orðrómur er á kreiki um að
næsta mynd hjartaknúsarans
Georges Clooneys, The Pace-
maker, verði algjörlega mis-
heppnuð. Þess vegna mun nú á
síðustu stundu hafa verið reynt
að búa til nýjar senur með
Clooney og kvikmyndaleikkon-
unni Nicole Kidman.
Kelly Fisher finnur fyrir tómleika eftir lát Dodis:
Leitcir huggunar
í mikilli vinnu
Kelly Fisher, fyrirsætan sem
sakaði ástmann Díönu prinsessu,
Dodi Fayed, um tryggðarof
skömmu áður en hann lést, finnur
nú fyrir miklum tómleika.
Kelly hafði farið fram á háa
fjárhæð í skaðabætur fyrir
tryggðarof. Hún hefur nú dregið
málið, sem hún höfðaði, til baka.
Kelly hafði fundist hún vera
niðurlægð er rómantískEir myndir
birtust af Dodi, manninum sem hún
taldi vera framtiðareiginmann sinn,
og Díönu prinsessu.
Nú þegar Dodi er fallinn frá
kveðst Kelly eiga í erfiðleikum.
Hún var nýlega við fyrirsætustörf í
Barcelona og veitti þá erlendu
tímariti viðtal.
Að sögn fyrirsætunnar á hún
erfitt með sinna þeirri vinnu sem
hún hafði tekið að sér. „Mér þykir
starfið ánægjulegt en ég get ekki að
því gert að ég hugsa um síðasta ár
þegar ég hlakkaði til að verða
eiginkona og móðir.“
Kelly reynir að gleyma drauminum um að verða eiginkona og móðir.
Kelly reynir nú að dreifa
huganum með því að vinna mikið
og sinna áhugamálum utan
starfsins. „Ég geri mér grein fyrir
því að tómleikinn hverfur ekki með
starfinu einu. Starfið er samt gott
athvarf."
Þegar Kelly hóf fyrst
fyrirsætustörf var hún við nám í
stjórnmálafræði í New Jersey í
Bandaríkjunum. Hún hætti I
háskólanum þegar hún fór að sýna
fót. „Ég sný mér líklega aftur að
náminu þar sem frá var horfið. Ég
er ekki nema 26 ára og hef góðan
tíma til að halda áfram námi og
einnig til að halda áfram
fyrirsætustörfum," segir Kelly.
„Ég vil halda áfram og gleyma
öllu. Ég get ekki hugsað mér að vera
aðgerðalaus og láta tímann bara
líða.
Ég er reiðubúin að einbeita mér
að vinnu og öðru og gleyma
draumunum sem ég hafði um að
giftast og verða móðir.“
Tommy lætur taka
sig úr sambandi
Tommy Lee ætlar greinilega ekki
að barna eiginkonuna Pamelu And-
erson í þriðja sinn. Karlinn hefur
nefnilega ákveðið að láta taka sig úr
sambandi. Og það án deyfingar.
Pamela styður bónda sinn í þess-
ari erfiðu ákvörðun því hún vill
heldur ekki eignast fleiri krakka.
Bamið sem hún gengur með er
væntanlegt í heiminn eftir þrjá
mánuði.
Pamela lét ekki deyfa sig þegar
hún átti fyrsta barnið og því fannst
henni tilvalið að Tommy fyndi til.
..INTERNATIONAL SNAKE SHOWC(
Síðasta sýningarvika
ASVIÐI:
* Meðhöndlun á eiturslöngum
* Eitruð cobra mjólkuð
* Eitraðir mangrófar
* o.m.fl.
I JL-HUSINU
Hringbraut 121
Opið daglega frá 14-20
Dulúð, ástir, örlög og
framtíðin . . .
Viltu kynnast sjálfum/
sjálfri þér á nýjan hátt?
Viltu kanna eigin sálardjúp
og sjá inn í framtíðina?
Kínverska fyrirsætan Takako Misaki sýnir hér sundfatnaö frá Asahi-
fyrirtækinu á tískusýningu í Tokyo í Japan. Framleiöandinn segir aö fötin
megi einnig nota viö önnur tækifæri en sund. Símamynd Reuter
Diane Keaton drullu-
mallar með barninu
Leikkonan Diane Keaton er
ekkert öðruvísi en aðrar mömm-
ur.
Hún veit ekkert skemmtilegra
en að leika við litlu dóttur sína,
hana Dexter sem er að verða
tveggja ára.
Að minnsta kosti bar ekki á
öðru á dögunum þegár sást til Di-
ane, litlu dótturinnar og ömm-
unnar (mömmu leikkonunnar)
þar sem þær voru að drullumalla
á baðströndinni.
Díana og mamma hennar voru
við öllu búnar, með uppbrettar
skálmarnar, ef svo illa vildi til að
litla hnátan skyldi taka á rás á
haf út. Til þess kom þó ekki. Sú
stutta lét sér bara nægja að reisa
myndarlega sandkastala með
mömmu og ömmu, sem báðar
gengu aftur í barndóm.