Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 Messur Árbæjarklrkja: Guðsþjónusta kl. 11. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bessastaðasókn: Sunnudagaskóli i iþróttahúsinu kl. 13. Rúta ekur hring- inn. Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Inga Backman syngur stólvers. Kaffisala til styrktar orgelsjóði að messu lokinni. Hátíðarsamkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Bolvík- ingar taka þátt í messunni. Páimi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma. Léttur hádeg- isverður eftir messu. Kynningartónleik- ar nýráðins organista. Aðgangseyrir kr. 500 til fjáröflunar vetrarstarfs kirkjunn- ar. Kaffi i lok tónleika. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Bamastarf á sama tima. Umsjón Ragn- ar Schram. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavtk: Bamaguðs- þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Samverustund i Safnaðarheimilinu að guðsþjónustunni iokinni. Cecil Haralds- son. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bamasam- koma i safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá Auöar Ingu Einarsdóttur. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Garðasókn: Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalamessprófastsdæmis, mun flytja fyrirlestur um dulúð í bók- menntun og listum í safnaðarheimilinu Kirhjuhvoli í Garðabæ kl. 13-14. Fjöl- skylduguðsþjónusta í Vidalinskirkju kl. 11. Sunnudagaskólinn fellur inn i at- höfnina. Skólakór Garðarbæjar syngur. Fermingarböm lesa ritningarlestra. Prestur sr. Bjami Þór Bjamason. Glcrárkirkja: Messa kl. 14. Kaffisala kvenfélagsins. Fundur æskulýðsfélags- ins er kl. 18. Sr. Gunnlaugur Garðars- son. Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju: Umsjón Hjört- ur og Rúna. Bamaguðsþjónusta kl. 11 í Engjaskóla. Umsjón Signý og Sigurður Ingimarsson. Guðsþjónusta kl. 14 í GrafarvogskirKju. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Eimý Ásgeirsdóttir o.fl. Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Maðurinn Hallgrimur Pétursson: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Bamasamkoma og messa kl. 11. Sr. Sig- uröur Pálsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingi- leif Malmberg. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Stúdentamessa kl. 14 með þátttöku stúdenta úr guðfræðideild Háskóla ís- lands. Óskar H. Óskarsson guðfræði- nemi prédikar. Sr. Helga Soffia Kon- ráðsdóttir. Hjallakirkja: Poppmessa kl. 11. Sig- urbjört Kristjánsdóttir leikskólakenn- ari prédikar. Poppband Hjallakirkju flytur létta og skemmtilega tónlist. Bamaguösþjónusta kl. 13. Prestamir. Innri-Njarðvlkurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 sem fer fram í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Böm sótt að safnaðarheimil- inu kl. 10.45. Kálfatjamarsókn: Kirkjuskólinn hefst í dag í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Keílavíkurkirkja: Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirju syngur. Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Ytri-Njarðvikurkirkju á sama tíma. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Böm úr 4. bekk syngja und- ir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur kór- stjóra. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Gerður Gunnars- dóttir leikur á fíðlu. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Upphaf fermingar- starfs. Sunnudagaskólinn í safnaðar- heimilinu kl. 11. Laugameskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Bamastarf á sama tíma. Félagar úr Kór Laugameskirkju syngja. Jón Dalbú Hróbjartsson. Lágafcllskirkja: Gúðsþjónusta kl. 14. Bamastarf i safnaðarheimilinu kl. 11. BÍU frá MosfeUsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Opiö hús frá kl. 10. KirkjubíUinn ekur. Messa kl. 14. Ath. breyttan tima. Sr. Frank M. Halldórsson. Jassmessa kl. 20.30. Jassleikarar leika á undan mess- unni frá kl. 20. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einars- son prédikar. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdótt- ir. Bamastarf á sama tima i umsjá sr. HUdar Sigurðardóttur, Agnesar Guð- jónsdóttur og Benedikts Hermannsson- ar. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Ytri-NjarðvUturkirkja: Messa kl. 14. Kirkjukór Njarðvíkur syngur. Væntan- leg ferntingarböm og foreldrar þeirra hvött tU að mæta. Sunnudagaskóli kl. 11. BrúðuleUchús, Sara Vilbergsdóttir segir sögú og leikur á gitar. Böm úr sunnudagaskólanum í Keflavíkurkirkju koma i heimsókn. Fólk í fréttum Helgi H. Jónsson Helgi Höröur Jónsson, varafréttastjóri RÚV, Sjónvarpsins, Þinghóls- braut 75, Kópavogi, hefur veriö ráðinn fréttastjóri ríkissjónvarpsins. Starfsferill Helgi fæddist í Reykja- vík 14.5. 1943 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1964, fil.kand.-prófi með menn- HeIgj H Jónsson. ingarlandafræöi og þjóð- fræöi sem aðalgreinar frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóö 1973 og MA-prófi í alþjóða stjóm- mála- og nútímasögu frá John Hop- kins University í Washington DC í Bandaríkjunum 1995. Helgi var blaðamaður við Timann 1973-75, fréttastjóri þar 1975-76, fréttamaður RÚV 1976-84, ráðgjafi hjá Kynningarþjónustunni sf 1984-86, fréttamaður hjá RÚV-Sjón- varpi frá 1986, varafréttastjóri frá 1986 og hefur nú verið ráðinn þar fréttastjóri. Auk almennra fréttastarfa og stjómunar á fréttaöflun hefur Helgi gert fjölda útvarps- og sjónvarps- þátta um innlend og erlend málefni. Fjölskylda Eiginkona Helga er Helga Jóns- dóttir, f. , f. 22.3. 1953, borgarritari. Hún er dóttir Jóns Skaftasonar, f. 25.11. 1926, sýslumanns í Reykjavík, og k.h., Hólmfríðar Gestsdóttur, f. 3.4. 1929, húsmóður. Börn Helga og Helgu eru Oddný, f. 24.4. 1981, nemi; Sólveig, f. 9.2. 1985, nemi; Gunnlaugur, f. 26.9.1987, nemi. Fyrri kona Jóns var Gyða Jó- hannsdóttir, f. 27.4.1944, skólameist- ari. Synir Helga og Gyðu em Jóhann Árni, f. 11.9. 1971, nemi við tölvu- skóla VÍ en kona hans er Þóra Ein- arsdóttir og er sonur þeirra Einar Helgi; Jón Ari, f. 22.10. 1973, nemi við Myndlista- og hand- íðaskólann i Reykjavík en kona hans er Ingibjörg Sæmundsdóttir og er dóttir þeirra Tinna Arn- ar. Bræður Helga era Pétur Már, f. 23.4.1945, lögfræð- ingur og framkvæmda- stjóri hjá VÍS, búsettur í Reykjavík; Sturla, f. 14.9. 1953, löggiltur endurskoð- andi í Reykjavík. Foreldrar Helga: Jón Helgason, f. 27.5. 1914, d. 4.7. 1981, ritstjóri og rithöfundur í Reykjavík, og k.h., Guðrún Margrét Pétursdóttir, f. 20.10. 1915, húsmóð- ir. Ætt Jón var sonur Helga, b. í Stóra- Botni í Botnsdal Jónssonar, pr. í Görðum á Akranesi Benediktsson- ar, pr. í Heydölum, bróður Þorbjarg- ar, langömmu Þórarins, föður Krist- jáns Eldjárns forseta. Bróðir Bene- dikts var Stefán á Skinnastöðum, langafi Þórarins Þórarinssonar, skólastjóra á Eiðum og Bjöms, fóð- ur Stefáns, framkvæmdastjóra Sjó- vá. Benedikt var sonur Þórarins, prests og skálds í Múla Jónssonar, bróður Benedikts Gröndal, skálds og háyfirdómara, afa Bendikts Gröndal og Sigríðar Blöndal, ömmu Gunnlaugs Blöndal listmálara. Ann- ar bróðir Benedikts var Guðmund- ur á Krýnastöðum, langafi Stefáns G. Stefánssonar. Móðir Þórarins var Guðrún Stefánsdóttir frá Laufási, systir Jóns, langafa Þorsteins Gísla- sonar ritstjóra, föður Gylfa ráð- herra, föður Vilmundar. Móðir Helga var Guðrún Guðbrandsdóttir, frá Hafnarfirði Bjarnasonar. Móðir Jóns ritstjóra var Oddný, systir Sigurbjargar, móður Péturs Ottesen alþm. Bróðir Oddnýjar var Ásgeir, faðir Magnúsar skálds, Leifs prófessors og Sigurðar, fóður Inga prófessors. Oddný var dóttir Sigurð- ar, b. í Efstabæ Vigfússonar, b. á Svanga Guðmundssonar, á Krossi Gíslasonar, prófasts i Odda Snorra- sonar, prófasts á Helgafelli Jónsson- ar, sýslumanns í Sæmundarhlíð, bróður Áma Magnússonar hand- ritasafnara. Móðir Oddnýjar var Hildur Jónsdóttir, ættfóður Efsta- bæjarættarinnar Símonarsonar, langafa Jóhannesar Zoega hitaveitu- sljóra. Bróðir Jóns var Teitur, ætt- faðir Teitsættarinnar, langafi Helga Sigurðssonar, fyrsta hitaveitustjór- ans í Reykjavík. Móðir Hildar var Herdís Jónsdóttir, b. á Þorvaldsstöð- um Auðunssonar. Móðir Jóns var Margrét, systir Jóns Þorvaldssonar, ættfóður Deildartunguættarinnar. Margrét er dóttir Péturs, útvegsb. á Lækjarbakka á Skagaströnd Stef- ánssonar, b. á Höfðahólum Sigmðs- sonar, vinnumanns á Refsteinsstöð- um Magnússonar, b. í Ósi Bjarna- sonar. Móðir Stefáns var Guðbjörg Ólafsdóttir, hálfsystir Jónatans, b. í Víkum, fóður Valgerðar, langömmu Öldu, móður Vilhjálms Egilssonar alþm.. Móðir Margrétar var Marta, hálf- systir Páls Kolka læknis, og Jóns, b. á Torfalæk, afa Ögmundar Jónas- sonar, formanns BSRB, og Ásgeirs Guðmundssonar námsgagnastjóra. Marta var dóttir Guðmundar, b. á Torfalæk, bróður Sigfúsar, langafa Ingimundar Sigfússonar sendi- herra. Guðmundur var sonur Guð- mundar, b. í Nípukoti, bróður Sveins, langafa Guðmundar Björns- sonar prófessors. Móöir Guðmund- ar á Torfalæk var Guðrún Guð- mundsdóttir. Móðir Guðrúnar var Guðrún Vigfúsdóttir Bergmann, ættfóður Bergmannsættarinnar. Móðir Mörtu var Elínborg Guð- mundsdóttir frá Bakkakoti. Móðir Elínborgar var Anna Sigfúsdóttir, hálfsystir, samnræðra, Elínborgar, ömmu Lúövíks, afa Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Afmæli Björgvin Schram Björgvin Schram stórkaupmað- ur, Dalbraut 27, Reykjavik, er átta- tiu og fimm ára í dag. Starfsferill Björgvin fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann brautskráðist frá VÍ 1930 og stundaði síðan nám við verslunarskóla í Englandi 1933-34. Björgvin var fulltrúi í heildversl- un Magnúsar Kjarans í Reyjavík 1934-53 en stofnaði þá eigin heild- verslun sem hann starfrækti um langt árabU. Björgvin æfði og keppti í knatt- spyrnu með KR 1923-43. Hann sat í stjóm KR og var varaformaður fé- lagsins í formannstíð Erlendar Ó. Péturssonar. Björgvin sat í stjóm KSÍ frá stofnun þess 1947, var for- maður 1954-68, var formaður Félags íslenskra stórkaupmanna 1967-71, sat í stjóm Verslunarráðs íslands 1967- 74 og varaformaður þess 1968- 71. Þá var hann formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur 1974. Fjölskylda Kona Björgvins var Aldís Þor- björg Brynjólfsdóttir, f. 23.3. 1917, d. 5.5. 1991, húsmóðir. Hún var dóttir Brynjólfs Jónssonar, sjómanns í Reykjavík, og k.h., Margrétar Magn- úsdóttur húsmóður. Böm Björgvins og Aldísar eru Bryndís Schram, f. 9.7. 1938, leik- kona og fyrrv. framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, búsett í Reykja- vík, gift Jóni Baldvini Hannibals- syni, alþm. og fyrrv. ráðherra og eiga þau fjögur börn; Ellert B. Schram, f. 10.10.1939, forseti ÍSÍ, bú- settur í Reykjavík, var kvæntur Önnu Ásgeirsdóttur skrifstofu- manni og era böm þeirra fjögur en seinni kona EU- erts er Ágústa Jóhanns- dóttir ljósmóðir og eiga þau tvö börn; Margrét Schram, f. 18.1. 1943, hús- móðir í Reykjavík, var gift Hauki Haukssyni blaðamanni sem er látinn og eru böm þeirra tvö en seinni maður hennar var PáU Gústav Pálsson fram- væmdastjóri og eiga þau tvö böm; Björgvin Schram, f. 6.6. 1945, viðskiptafræð- ingur og forstjóri í Reykjavík, kvæntur Heklu Pálsdóttur húsmóð- ur og eiga þau þrjú böm; Magdalena Schram, f. 11.8. 1948, d. 10.7. 1993, húsmóðir í Reykjavík, gift Herði Er- lingssyni, forstjóra Erlingsson Tours í Reykjavík, og era börn þeirra þrjú; Ölafur Magnús Schram, f. 25.5. 1950, forstjóri FjaUaferða, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Marín Magnúsdóttur og eiga þau þrjú böm; Anna Helga Schram, f. 25.9.1957, húsmóðir í Reykjavík, var gift ívari Sveinbjörnssyni, verktaka í Reykjavík, og eiga þau fjögur börn. Systkini Björgvins; Kristján Schram, skipstjóri í Reykjavík, nú látinn; Gunnar Schram, símstjóri á Akureyri, látinn; Karl Schram, verslunarstjóri í Reykjavík, látinn; Margrét, húsmóðir, sem nú dvelst á EUiheimUinu Grund. Foreldrar Björgvins vora EUert K. Schram, f. 11.2.1865, d. 1961, skip- stjóri í Reykjavík, og k.h., Magda- lena Ámadóttir, f. 19.7.1874, d. 1958, húsmóðir. Björgvin Schram. Ætt Faðir EUerts var Krist- ján Gunther Schram, b. og timbursmiðs í Innri- Njarðvik, sonur EUerts Christofers Schram, for- manns í Vestmannaeyj- um, sonar Christians Gynthers Schram, kaup- manns á Skagaströnd, sem er forfaðir Schram ættarinnar á íslandi Faðir Christians var Jo hannes Schram, ættaður frá Hol- stein, lést 1804, en Schram-ættin er talin vera sama ættin og fræga danska aðalsættin Skram. Magdalena, var dóttir Árna, fræðimanns í Reykjavík Hannesson ar, lyfscdasveins í Nesi Árnasonaf prests á Hálsi í Hamarsfirði Skafta sonar. Móðir Magdalenu var Mar- grét Gestsdóttir, b. á Innra-Hólmi Jónssonar. Móðir Margrétar var Helga HaUdórsdóttir, prófasts á Mel- stað Ámundasonar. Björgvin er í útlöndum. Hl hamingju með afmælið 3. október 70 ára Hrafnhildur Héðinsdóttir, Jökulgrunni 24, Reykjavík. Einar Magnús Matthíasson, Hrauntúni 12, Breiðdalsvík. Guðný Tryggvadóttir, Ærlæk, Öxarfjaröarhreppi. Hallveig Hannesdóttir, Kvisthaga 3, Reykjavík. 60 ára Hrönn Albertsdóttir, Seiðakvísl 13, Reykjavík. Kristinn Kristinsson, Reynihvammi 22, Kópavogi. Guðrún Sveinbjarnardóttir, Langholtsvegi 120 B, Reykjavík. 50 ára Svava Eggertsdóttir, Naustabúð 15, HeUissandi. Páll Jensson, Frostaskjóli 21, Reykjavik. Guðrún Pálmadóttir, Lækjarhvammi 9, Búðardal. Kjartan Kjartansson, Kirkjuvegi 40, Keflavík. Skafti G. Ottesen, SólvöUum 14, Breiðdalsvík. Sigríður J. Tyrfingsdóttir, Leirubakka 22, Reykjavík. 40 ára Hjalti Sigurðsson rafvélavirkja- meistari, Reyrhaga 17, Selfossi. Kona hans er Ragnheiður Jóna Högnadóttir. Þau taka á móti gestum í Tryggvaskála, í kvöld kl 21.-2. Alexander Witold Bogdanski, AðaUandi 8, Reykjavík. Sigrún Elín Birgisdóttir, Funalind 3, Kópavogi. Jóel Jóelsson, Holtsbúð 20, Garðabæ. Kristján HaUgrímsson, Laugavegi 28 D, Reykjavík. Máni Ásgeirsson, Löngumýri 10, Garðabæ. Snorri Ámfinnsson, Kambaseli 69, Reykjavík. Athugasemd Ólafur Hilmarsson, faðir telpunnar sem var hætt komin í sundlaug á Fáskrúðsfirði fyrir skömmu, óskaði eftir að koma eftirfarandi á framfæri: Tvö böm, bróðir telpunnar og vinkona, vora ásamt henni í sundlauginni þegar atvikið átti sér stað. Þau era bæði flugsynd og komu henni til hjálpar eftir að hún hafði misst meðvitund í lauginni. Þau snera henni við, en síðan kom 16 ára stúlka þeim tU hjálpar við að koma henni að bakkanum. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur oWmillihirnins Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.