Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 "1 * Frumvarpi stolið „Því miður hefur það gerst að eitt eintak þessa heftis, sem er fylgirit með fjárlagafrumvarpinu (Stefna og horfur), hefur borist einum fjölmiðlanna, nánar tiltek- ið fréttastofu Stöðvar 2. Það ein- tak hefur verið tekið ófrjálsri hendi í prentsmiðjunni..." Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, í Degi-Tímanum. Ummæli Kappakstur leigubíl- stjóra „Ökumenn strætisvagna og bíla merktra borginni eru síður en svo tillitssamari en aðrir. Leigubilar sem aka að nóttunni virðast ekki hafa hraðamæla, ökumenn þeirra stunda kappakstur á götunni til að eltast við viðskiptavini.“ Guðlaugur Lárusson, í Mbl. Menn- ingarleg drykkja „Þegar bjórinn kom 1989 fóru íslendingar að drekka menning- arlega, en voru ekki skruggfullir endrum og sinnum, einsog var.“ Jón Pétursson lögreglumaður, í Degi-Tímanum. Dýrasta stríð Beinn kostnaður við síðari heimsstyrjöldina fór langt fram úr kostnaðinum við allan stríðs- rekstur manna til þess tíma og hefur verið áætlaður 1,5 milljarð- ar dala. Flestar heið- ursdoktors- nafnbætur Séra Theodore M. Hesburgh (f. 1918), rektor háskólans í Notre Dame í Indiana í Bandaríkjun- um, var útnefndur heiðursdoktor 111 sinnum á tímabilinu 1954 til júní 1987. Blessuð veröldin Stærsta aug- lýsingaskilti Stærsta Ijósaskilti allra tíma var raflýst „Citron" auglýsing á Eiffelturninum í París, sem kveikt var á 4. júlí 1925 og sást þá um 38 km veg. Skiltið var með 250.000 ljósaperum í sex litum og fóru í það 90 km af rafleiðslum. Stafurinn „N“ í enda orðsins „Citron" var 20,8 m hár. Allt var þetta tekið niður 11 árum síðar, 1936. DV Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og sagnfræðingur: Úrvalsdeild karla í körfu- knattleik Tindastóll mætir Skallagrími í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í kvöld klukkan 20. Liðin eigast við á Sauðárkróki. Lýst eftir betri fyrirsögnum „Þessi nýi þáttur leggst prýðilega í mig enda er ég umkringd góðu fólki sem stendur að þessu með mér. Það er dálítið snúið að undir- búa svona þátt því við höfum eng- ar formúlur við að styðjast. Þetta verður svolítið óvenjulegur þáttur og á eflaust eftir að þróast eftir því sem á líður,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, stjórnandi spurn- ingaþáttarins ...þetta helst", sem verður í Sjónvarpinu á fimmtu- dagskvöldum í vetur. Þessi nýi spurningaþáttur er fréttagetraun þar sem tekið verður mið af atburð- um líðandi stundar. Hildur Helga byrjaði sem blaða- maður á Morgunblaðinu árið 1980. Þar vann hún þangað til hún fór til Englands árið 1985 að lesa sagn- fræði við Cambridge-háskóla og í Lundúnum. í stað þess að snúa beint heim að námi loknu gerðist hún fréttaritari Ríkisútvarps og Sjónvarps í Lundúnum. Einnig var hún öðru hverju fréttamaður á Rík- isútvarpinu og Sjónvarpinu hér heima. Hún fiutti ekki alkomin heim fyrr en í fyrra og gerðist þá ritstjórnarfulltrúi á Degi- Tímanum í Reykjavík. „En þó ég hafi verið bú- sett í Bretlandi í 11 ár hef ég alltaf við og við verið hér heima og unnið bæði sem blaða- maður og frétta- maður.“ Eiginmaður Hildar Helgu er Richard Midd- leton. Þau kynnt- ust á blaðamanna- fundi i Lundúnum en Richard var blaðamaður á Times áður en þau fluttu til ís- lands. Eftir að þau fluttu heim hefur hann verið að læra íslensku fyr- ir útlendinga við Háskóla íslands og skrifa kvik- myndahandrit og fleira. Sonur þeirra hjóna heitirHildur Hel9a Siguröardóttir. Óðinn Páll, 3 ára. _______________________________ He'Ífer sw' Maður dagsins Bjarnason ur fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, alþingismaður og sendiherra. Móðir hennar er Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Hildur Helga er fædd og uppalin í Reykjavik og lítur fyrst og fremst á sig sem vesturbæ- ing. Þau hjónin festu nýverið kaup á húsi við Ásvallagötu í vesturbænum. „Blaðalestur er mitt helsta áhugamál. Það hafa einhvern veginn orðið mín örlög. Ég er blaðamannsbarn og fer mjög ung í blaðamennsku sjálf. í sagnfræð- inni getur maður einnig þurft að lesa gömul blöð. Sem fréttaritari þurfti maður að liggja í ensku blöðunum. Og núna er ég svo far- in að stýra og skrifa handrit að fréttagetraun. Ég á mér því engrar undankomu auðið.“ Að lokum vildi Hildur Helga beina tilmælum til kollega sinna á blöðunum: „í guðanna bænum farið að skrifa skemmtilegri fyrirsagnir." -VÁ Myndgátan Öryggisbelti Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Iþróttir Fyrsta deild kvenna í handknattleik ÍBV og Grótta-KR eigast við í fyrstu deild kvenna í handknatt- leik í kvöld klukkan 20. Leikur- inn fer fram í Vestmannaeyjum. Bridge Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir náðu sigri í haust- mon- rad barómeterkeppni Bridgefélags Reykjavíkur sem lauk síðastliðinn miðvikudag. 40 pör tóku þátt í þess- ari skemmtilegu keppni sem var lengst af jöfn en er upp var staðið höfðu bræðurnir náð umtalsverðri forystu. Þeir enduðu með 264 stig í plús en parið í öðru sæti (Júlíus Sig- urjónsson-Hrannar Erlingsson) var með 196 stig. í næstsíðustu umferð keppninnar kom þetta spil fyrir. Hrólfur fann hugmyndaríka sögn og tryggði sér góða skor eftir hagstætt útspil. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og AV á hættu: * G •* Á1076 ■f ÁD32 * D974 * K643 DG2 * K95 * Á86 * Á9852 V 853 * 76 * K53 Austur Suður Vestur Norður Jón Þ. Oddur ísak Hrólfur 1 -f pass 1 grand 2 é* p/h Eftir precision-opnun Jóns Þor- varðarsonar í austur og eitt grand ákvað Hrólfur að koma inn á fjórlit sínum í hjarta. Hrólfur vildi þar með koma í veg fyrir að félagi hans kæmi inn á sagnir á spaðalit. Hrólf- ur taldi líklegt að norður ætti spaða, en þó ekki meira en 5 spil, því ann- ars hefði hann sennilega komið inn á sagnir á tveimur spöðum. Ákvörð- un Hrólfs reyndist vel því 2 spaðar eru vonlaus samningur. Hrólfur var einnig heppinn með útspil, fékk út tígulfimmuna og tókst þannig að skrapa heim 8 slögum með vixl- trompi. Talan 110 í NS gaf 34 stig af 38 mögulegum en ef Hrólfur hefði aðeins fengið 7 slagi hefði hann samt sem áður fengið meðalskor fyrir spilið. ísak Örn Sigurðsson ♦ D107 ♦ K94 ♦ G1084 4 G102 I I I I ( ( < < < < < < < < < ( ( ( ( ( I ( < < i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.