Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 4
„Þetta er gríðarálag og menn eru örþreyttir. Það hlýtur að vera heilsuspillandi að vera undir þessu vinnuálagi, þótt við séum ungt og frískt fólk. Og það sér hver heilvita maður að viö viljum ekki vinna alla þessa yfirvinnu. Við viljum eiga þess kost að vinna hana ekki,“ seg- ir Guðrún Guðmundsdóttir, vara- formaður Félags ungra lækna. Unglæknar á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Landspítalanum og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hafa skilað inn tilkynningu til lækninga- forstjóranna á ofangreindum sjúkrahúsum. Þar segir að þeir muni fara að vinnutilskipan Evr- ópusambandsins um 48 stunda vinnuviku frá og meö 1. desember næstkomandi. Rúmlega 100 unglæknar á höfúðborgarsvæðinu hafa skilað inn tilkynningu þessa efnis, en í Félagi ungra lækna eru um 150 manns. Samkvæmt núgildandi ráðning- arsamningi er unglæknum skylt aö taka að minnsta kosti 90 stunda yfirvinnu á mánuði. Grunnlaun þeirra eru 97.000 krónur. Fara eftir EES „Við erum aö tilkynna að við ætl- um, frá og með 1. desember nk., að fara eftir EES-vinnutilskipuninni, en íslenska ríkið hefur áður lýst yfir að það muni fara eftir henni," segir Guðrún. „í kjarasamningavið- ræðum sem standa yfir eiga menn að taka tillit til þessa og semja um hærri grunnlaun en minni yfir- vinnu. Viö höfum veriö aö ýta á þetta síöan um síðustu áramót, með viötölum við heilbrigðisráöherra og spítalastjómir. Yflrvöld segja á sparidögum að þessi vinnutilskipun skuli komast á en það hefúr ekkert gerst. Við erum hrædd um aö þetta renni út í sand- inn. Viö höfum gefið ríkinu tvo mánuði til að undirbúa sig. Löggjaf- inn hefur keypt sér endalausa fresti og nú finnst okkur nóg komið. Meö þessum tilkynningum erum við að senda þau skilaboð að ríkið veröi að fara aö standa við gefln loforö. Við erum reiðubúin að taka þátt í að móta stefnu um hvemig koma megi vinnutilskipuninni í framkvæmd." Lftiö þokast í kjaramálum Læknar á sjúkrahúsum hafa ver- ið með lausa kjarasamninga í níu mánuði. Samningaviðræður launa- nefndar þeirra og viðsemjenda hafa staöið yfir og lítið gerst fyrr en á síðustu vikum, að haldnir hafa ver- ið stífir samningafundir. Guðrún segir aö framkvæmd an“ mánuð. Iðulega ná læknar ekki að hvílast nema 3-4 tíma á sólar- hringsvöktum og stundum fá þeir enga hvíld allan sólarhringinn. Þeir læknar sem mikið álag er á, eins og t.d. deildarlæknar á bama- deild og svæfinga- deild, þurfa að taka tíðar vaktir og sigla hæglega upp í 200 tíma yfirvinnu á mánuði. „Þá erum við al- gerlega ofurseld því aö þurfa að taka aukavaktir," sagði Guðrún. „Við erum kannski fimm lækn- ar sem erum að taka þessar vaktir. Ef einn veikist verður einn hinna að taka auka- vakt. Það er ekkert greitt aukalega fyrir slíka vakt, þ.e. tvö- falda greiðslu eins og ætti að vera, þar sem búið er að birta vinnuskrá og þetta er auka-aukavakt. En þetta er ekki í samn- ingunum." aö skipta um fót á sama stað og geyma dót í rúminu sem vakthaf- andi læknir á að hafa til hvíldar. Á annarri deild sjúkrahússins kjósa unglæknar frekar að halla sér á skoðunarbekk í stað þess að nota þá allur af þeim nær sér í norskt lækn- ingaleyfi um leiö og það íslenska. Svo vinna þeir að því að komast utan á næstu mánuðum. Noregur hefur í flestum tilvikum orðiö fyrir valinu, því þangað er auðvelt að Lítil hvíld á slysadeild Slysadeildin er erf- ið, en hún er þó frá- brugöin mörgum hinna deildanna aö því leyti að læknar ganga ekki eins langar vaktir. Þar taka þeir 12-16 tíma vaktir og upp í 22 tíma. Á móti kemur að þar er gríöarlegt álag allan vaktatímann og alltaf einhver á biðstofunni. Menn eru því að keppast linnulaust við allt upp í þá 22 tíma, sem þeir eru á vakt. Eftir kl. 11 á kvöldin er aðeins einn sérfræðingur og einn aðstoðarlæknir á vakt, einnig um helgar. Hvíldaraðstaðan á sjúkrahúsun- um er yfirleitt ekki beysin. Á skurð- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur er hún t.d. i herbergi þar sem fjórir aðrir hafa skrifstofu, margir þurfa Guðrún Guðmundsdóttir, læknir á heila- og taugaskurödeild og varaformaöur Félags ungra lækna, (hvíldaraöstöðunni á skurödeild. Þar hafa fjórir aörir en sá sem ætlar aö hvílast skrif- stofu, auk þess sem starfsfólk skiptir þarna um föt og geymir ýmiss konar dót á hvíldarrúm- inu. Oft eru þessar vistarverur fremur kaldar. aðstöðu sem i boði er. Oft eru „hvíldarherbergin" gluggalausar og loftlausar skonsur. Aö kyrkja sjúkrahúsin Þetta mikla álag á unglækna stafar fyrst og fremst af mannfæð og niðurskurði á sjúkrahúsunum. „Það er verið að kyrkja sjúkrahúsin hægt og rólega,“ segir Guðrún. „Það eru ekki nema um 30 læknar sem út- skrifast hér á ári. Þá eru sérfræð- ingar ekkert aö flýta sér að koma heim vegna launamála hér. Unglæknar eru famir að drifa sig fyrr til útlanda en áöur. Fíöldinn komast, launin eru góð og vinnuá- lagið minna því þar er farið eftir EES-reglum. Ógjörningur aö manna Ef unglæknar fara að starfa 48 tíma á viku samkvæmt EES-vinnu- tilskipuninni verður þess áreiðan- lega einhvers staðar vart. Innan hennar er einnig það ákvæöi að menn eigi að fá 11 stunda hvíld, sem gerir það að verkum að fátt verður um aðstoðarlækna á sjúkrahúsun- um á nóttunni. Þaö verður algjör ógjömingur að manna þessar vakt- ir.“ -JSS Þórhallur Ágústsson, deildarlæknir á skurödelld, f hvfldaraöstööunni á slysadeild, sem er meö því daprara sem gerist á sjúkrahúsinu. DV-myndir E.ÓI. vinnutilskipunarinnar sé nátengd kjarasamningum. Trúlega verði að setja inn ákvæði í samninginn sem geri fólki kleift að fara eftir EES- samkomulaginu. Þar þurfi að koma til hækkanir á grunnlaunum, þar sem unglæknar séu nú að fá a.m.k. helming launa sinna í yfirvinnu. Þá þurfi jafnvel að semja um einhverj- ar bætur séu menn neyddir til að vinna meira en löggjöfin segir til um. Loks kveði vinnutilskipunin á um tiltekinn hvíldartíma sem ekki hafi verið inni í samningum lækna hingað til. 200 yfirvinnustundir Vinnuálagið á unglæknum er mjög mikiö. Yfirvinna er aldrei undir 100 stundum á mánuði og get- ur hæglega farið upp í 150-200 stundir. Unglæknar á tilteknum deildum taka sjö sólarhringsvaktir í mánuði, auk dagvinnu. Þetta gerir rúmar 150 yfirvinnustundir á mán- uði. Þama er um aö ræða „venjuleg- Ólafur Ólafsson landlæknir: Hálfgert þrælahald „Þaö verður að segjast eins og er aö þetta er hálfgert þræla- hald,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir þegar DV innti hann álits á gríðarlegu vinnuálagi á unglækna hér á landi. „Ungir læknar eru ódýrasti vinnukraftur í landinu," sagði Ólafur. „Þaö er ekki aöeins að þeir séu ódýrir miðaö viö langan vinnutíma, heldur ráöa þeir engu um sinn vinnutíma. Þeir eru sviptir öllum völdum hvað þaö varðar. Þaö býr engin stétt við slíka aðstöðu eins og þeir. ís- lenskir aðstoðarlæknar, ásamt breskum starfsbræðrum, hafa lengstan vinnutíma í Evrópu. Reyndin er sú, aö þeir eyða þess- um aðstoðarlæknisárum sínum í tvennt, þ.e. vinnu og svefn." Landlæknir sagði að álag af þessu tagi, sem þama væri rætt um, ylli því aö menn yrðu streitu hlaðnir. -JSS 4 - FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER1997 Fréttir__________________________________________________pv Gríðarlegt vinnuálag á ungum læknum á stóru sjúkrahúsunum: Menn eru örþreyttir - hyggjast stórdraga úr yfirvinnu samkvæmt EES-löggjöfinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.